Þjóðviljinn - 24.05.1987, Page 3

Þjóðviljinn - 24.05.1987, Page 3
Árþúsunda þögn rofin Elstu múmíur í heimi er að finna í Chile en ekki í Egypta- landi. í norðurhluta landsins hafafundist múmíur sem eru allt að 8000 ára gamlar. Þær segja nú vísindamönnum af lífi þessarafrumbyggja Rómönsku-Ameríku, kynja- misétti og sjúkdómum sem hrjáðu þá Þrjú þúsund árum áður en Eg- yptar fóru að smyrja lík fyrir- manna sinna höfðu frumbyggjar Rómönsku-Ameríku viðhaft þessa greftrunarsiði. Arica í Norður-Chile er einn þurrasti staður jarðar. Þar hefur varla rignt í árþúsundir. Falli dropar af himnum ofan ná þeir varla til jarðar. Niður hlíðar Andesar- fjalla streymir áin San Juan og er nokkur byggð í kringum hana. Annars er bara eyðimörk hvert sem litið er. Það er vegna þessa þurra lofts- lags og seltunnar í sjávarloftinu, sem kemur frá Kyrrahafinu, sem múmíurnar í N-Chile hafa varð- veist í 8000 ár. Fjöldi þeirra er gríðalega mikill og þær finnast allsstaðar. Börnin nota höfuð- kúpurnar sem fótbolta og í skólum eru þær notaðar við líf- fræðikennslu. Hundar sjást með þúsund ára gömul upphandleggs- bein í kjafti. Þegar íbúarnir þurfa að grafa fyrir grunni geta þeir átt von á múmíu sem glottir við þeim. Þegar skurðgrafa var feng- in til að grafa fyrir nýrri vatnslögn reif hún upp líkamshluta af full- orðnum og börnum. inu í þessi árþúsund hafa verið náskyldir. Aðferðin Þeir sem framkvæmdu smurn- inguna í Chile hafa ekki verið eftirbátar kollega sinna í Egypta- landi, þó þeir hafi stundað iðnina 3500 árum áður en Egyptar tóku upp þessa greftrunarsiði. Smumingin hófst á því að nár- inn var ristur upp og innyfli og stærri vöðvar voru fjarlægðir. Heilinn var skafinn út um gat sem var gert á hvirfilinn eða í gegnum gatið við banakringluna. Til þess voru notuð áhöld úr pelíkana- goggi- Síðan var líkið fyllt af heitum kolum og ösku, til að þurrka holdið fljótt. Handleggir og fót- leggir voru reyrðir saman. Þegar búið var að þurrka búkinn var hann fylltur af ull, fjöðrum, grasi og mold. Þá var vafið bandi utan um múmíuna og leir borinn á út- limi. Andlitið var hulið leirgrímu og göt gerð fyrir munn og augu. A ákveðnu skeiði voru múmíurn- ar málaðar í rauðum og svörtum litum. Börn fengu ekki jafn mikla meðferð og fullorðnir heldur var látið nægja að fylla þau af kolum og ösku. Stundum voru þau húð- flett, húðin skorin í ræmur og Netaveiði- mennirnir Það var árið 1919 að þessar múmíur voru fyrst rannsakaðar. Það var fornleifafræðingurinn Max Uhle sem sá um þá rann- sókn. Hann áleit elstu múmíurn- ar vera um 2000 ára gamlar og nefndi þær Chinchorro, neta- veiðimenn, vegna netabúta, sem höfðu fundist í gröfunum. Múmíurnar eru grafnar á tvo mismunandi máta. Annarsvegar sitjandi, með hendur og fætur reyrða fast að búknum og eru vaf- in ofin klæði utan um þær og úr munninum er kaðalspotti upp á yfirborðið, en hann tengdi hina Iátnu við þá sem lifðu. Með þeim var oft grafinn matur og hlutir til að nota hinumegin grafar og hafa þeir einnig varðveist vel vegna seltunnar í jarðveginum og hins mikla hita. Það má með sanni segja að náttúran hafi sjálf séð um að varðveita líkamsleifar þessa fólks. Aðrar múmíur eru meðhöndl- aðar á mjög flókinn hátt, sem gef- ur egypsku múmíunum ekkert eftir. Max Uhle taldi að þær múmíur sem hefðu varðveist best væru yngstar en þær elstar sem hefðu varðveist verst. Nú hefur komið í ljós að þessu er þveröfugt farið og að elstu múmíurnar eru um 5000 árum eldri en Uhle taldi, eða um 8000 ára gamlar. Þær múmíur sem hafa fundist spanna 5000 ára tímabil og virðast þeir ættbálkar sem lifað hafa á svæð- anna lést af lungnatæringu og u.þ.b. sami fjöldi deyr af völdum þess sjúkdóms á svæðinum í dag. Sjá má á beinagrindunum að um helmingur kvenna hefur orðið fyrir ofbeldi en aðeins um 20% karla. Það virðist því hafa verið sama þörf á kvennaathvarfi fyrir 8000 árum og er í dag. Á þurrkasvæðinu þjást margar eldri konur af liðagigt og svo virð- ist einnig hafa verið hjá konum netaveiðimanna. Þær virðast þó hafa fengið sjúkdóminn mun fyrr en í dag. Þá var lungnabólga al- geng á þessum tímum einsog hún er í dag. Fram til þessa hefur ver- ið álitið að Evrópubúar hafi borið lungnabólguna til Ameríku en múmíurnar hnekkja þeirri skoðun. Þær staðfesta hinsvegar það sem álitið var, að sárasóttin sé upprunnin í Ameríku því fjórar af múmíunum virðast hafa þjáðst af þessum kynsjúkdómi. Einsog sjá má á þessari upp- talningu þá hafa múmíurnar frá mörgu að segja. Sumir vísinda- menn halda því fram að Arica- svæðið, sé besta rannsóknastofa læknavísindanna til að kanna þróun sjúkdóma í aldanna rás. Hinsvegar er erfitt að fá vísinda- menn til að setjast að á svæðinu vegna loftslagsins, en einmitt þetta loftslag hefur varðveitt þessi vitni aftan úr grárri forn- eskju. -Sáf/Illustreret videnskab Þessi indíáni er 4000 áragamall. Þaðvarskurð- grafa sem klippti hannísundurum mittið. Elstu múmíurnar voru þaktar leirlagi og andlitin voru hulin sérstakri leirgrímu. þeim vafið um líkið. Húð af sæ- ljónum og pelíkönum var notuð til að vefja um lík fullorðinna. Þegar smurningu var lokið voru múmíurnar ekki grafnar heldur hafðar inni á heimilunum. Þannig fengu þær að dvelja áfram í heimi lifenda og voru einslags verndarvættir heimilanna. Kynjamunur Með því að rannsaka múmí- urnar hefur tekist að átta sig á lifnaðarháttum netaveiðimann- anna. Þeir sóttu sína björg í hafið og veiddu smáfiska og skeldýr með netum við ströndina. Enn þann dag í dag eru svipaðar að- ferðir notaðar við veiðar á þessu svæði. Þá skutluðu þeir stærri sjávardýr og drápu sjófugl. Lifnaðarhættir þeirra voru ekki ósvipaðir lifnaðarháttum eskimóa. Einsog eskimóar gjör- nýttu þeir bráðina og bjuggu til verkfæri úr því sem ekki var hægt að éta. Húðir, höfuðkúpur og bein úr sæljónum. Þá bendir allt til þess að þeir hafi haft viðskipti við indíána í Andesarfjöllum því lamaull hefur fundist hjá múmí- unum. Tannskemmdir voru óþekktar hjá netaveiðimönnunum og er það að þakka samsetningu fæð- unnar, en indíánar sem stunduðu kornrækt með árveitum fengu skemmdar tennur. Töluverður munur virðist hafa verið á störfum karla og kvenna og er hægt að sjá þann mun á beinabyggingu múmíanna. Karl- mennirnir hafa kafað eftir skeljum en konurnar setið bogn- ar í baki á ströndinni og opnað þær. í hlustum karlanna eru of- vaxin bein og hafa sumir þeirra verið ansi heyrnarsljóir þess vegna. Þessi ofvöxtur þekkist hjá fólki sem lifir af því að kafa eftir skeljum í dag. Hryggskekkja er algeng hjá konunum og því er tal- ið að þær hafi séð um að opna skeljarnar. Þá er talið að konurn- ar hafi þurft að draga netin og hafa þau verið hnýtt um háls þeirra, en hálsliðir þeirra eru illa farnir af gigt. Þessi munur er mestur á elstu múmínum en fer minnkandi eftir því sem þær eru yngri. Þetta gengur þvert á allar kenningar um að sérhæfingin sé seinni tíma fyrirbæri, að á meðan þjóðflokk- arnir lifðu af söfnun og veiðum hafi allir stundað sömu störfin. Auk þess sem kynin fengust við mismunandi störf hefur að minnsta kosti einn hópur manna verið mjög sérhæfður, en það voru þeir sem smurðu líkin. Verkfæri sem tilheyrðu þessari stétt manna hafa fundist hjá sumum múmíum og er dregin sú ályktun af því að það séu múmíur af mönnum sem fengust við smurningu. Yfirleitt eru þetta karlar, en þó hafa slík verkfæri fundist hjá konum, þannig að iðnin hefur ekki einskorðast við annað kynið. Það er þó einkum hjá yngri netaveiðimönnum sem bæði kynin virðast hafa fengist við iðnina. Sömu sjúkdómar og í dag í 8000 ár hafa indíánar búið á þessu þurrkasvæði í N-Chile. Á beinum þeirra og tönnum má sjá að lífshættir þeirra hafa tekið breytingum í aldanna rás en séu sjúkdómar þeirra rannsakaðir kemur í ljós að þeir hafa þjáðst af sömu kvillum og þjá þá enn þann dag í dag. Um helmingur netaveiðimann- Sunnudagur 24. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.