Þjóðviljinn - 24.05.1987, Síða 4

Þjóðviljinn - 24.05.1987, Síða 4
Auglýsingar og rétt markaðssetning skiptir gífurlega miklu máli um það hvort tiltekin framleiðsla komist í tísku eða ekki, segir Sigurður Freyr, starfsmaður í tískuversluninni Kjallaranum. Mynd: Sig. Gestur Guðmundsson félagsfræðingur: I samfélagi þar sem peningar og ríkidæmi er mælikvaroi á manngildi, skipta ytri tákn eins og vörumerki miklu máli fyrir sjálfsímyndina. UfssHII «1 sölu Hvað er tíska og hvernig mótast hún? Tískan er einn allsherjar „bömmer". Þegarþú hefur einu sinni ánetjast því lífsvið- horfi að þú eigir að vera síung- urog „fit“, áttu vartaftur- kvæmt. Þú ert alltaf að leita að einhverju, sem þú færð aldrei uppfyllt þegar þú kemst áfull- orðinsárin, sagði konavið blaðamann Þjóðviljans. Víst er eitthvað til í þessum varn- aðarorðum konunnarog finnst víst mörgum að þau lýsi í hnotskurn einna ísmeygileg- ustu sölusálfræði kapitalískr- ar vöruframleiðslu. Til þess að forvitnast nánar um það hvað tíska er og hvernig hún verður til, leitaði blaðið á náðir nokkurra aðila, sem helga sig sölu tískuafurða, kaupmanna og afgreiðslufólks í tískuverslunum og félagsfræðings. Tíska að ofan - tíska að neðan Viðmælendur blaðsins voru allir á einu máli um það að tískan væri ekki búin til eða uppgötvuð af kaupahéðnum og tískuhönn- uðum. „Tískan á hverjum tíma er það sem fólk vill. Það býr enginn einn til tískuna. Vitanlega eru megin línurnar lagðar af stóru nöfnun- um í tískuheiminum, en hug- myndir þeirra eru oft og einatt fengnar að láni frá aimenningi og Sævar Karl Ólason, kaupmaður og skraddari: Að menn sækist eftir ákveðnum vörumerkjum er ekki dæmi um snobb. Dýrari merki þýða einfaldlega betri og vandaðri vöru. Mynd: Sig. fólki, sem hefur bryddað sjálft upp á nýjungum f klæðaburði," sagði Sævar Karl Ólason, skradd- ari og fatakaupmaður. í sama streng tók Guðlaug Jón- s dóttir, kaupmaður í Markusi - tískuverslun. „Ég held að þetta hafi breyst mikið á síðustu árum. Áhrif tískukónganna og stóru tískuhúsanna eru ekki eins mikil og áður. Bæði er að það eru miklu fleiri sem hanna föt núna en var og almenningur er orðinn sér meðvitaðri um eigin smekk og langanir í þessum efnum. Fjöl- breytnin er orðin miklu meiri en hún var fyrir fyrir fáum árum. Fólk mótar sér í auknum mæli sína eigin tísku og klæðist eftir því. Mér er það minnisstætt þegar „pínupilsin" voru í tísku rétt upp úr 1970, þá urðu allar konur að klæðast slíkum pilsum, hvort sem þeim Iíkaði það betur eða verr. Sá sem ekki var eins og aðrir, var álitinn eitthvað skrýtinn eða það- an af verra,“ sagði Guðlaug Jón- sdóttir. „Það er mikill misskilningur að tískan sé búin til af kaupahéðn- um. Á síðustu áratugum hefur kveikjan að hverri tísku orðið til hjá lágstéttarfólki í stórborgun- um, er mótar nýjan lífsstíl, með því að gefa nærtækum varningi nýtt gildi eða merkingu. Tísku- heimurinn þefar þessar hræringar uppi og gerir að því sem við köllum tísku, sem breiðist út til annarra stétta og annarra landa,“ sagði Gestur Guðmundsson, fé- lagsfræðingur. „Það má taka fjölda dæma sem sýna þetta ljóslega. Breakdans - eða skrykk-tískan, sem allir vita að er upprunnin í blökkumanna- hverfum New York-borgar er dæmi um lífsstíl, sem varð að gjaldgengri tískuvöru, eftir að tískufrömuðir höfðu slípað hann aðeins til. Teddy boys, sem voru einskon- ar „rokkarar" á sjötta áratugnum í fátæklingahverfum stórborga Bretlandseyja, sköpuðu ákveðna tísku. En upphaf hennar má rekja til þess að þeir klæddust jakkafötum, er upphaflega höfðu verið hönnuð fyrir yfirstéttafólk og voru kennd við Játvarð Eng- landskonung, en öðluðust aldrei neinar vinsældir. Þessi föt voru því til á fornsölum fyrir lítinn pening og Teddy boys keyptu þessi föt og breyttu þeim og sköpuðu þannig nýja tísku, sem um tíma var allvinsæl,“ sagði Gestur Guðmundsson. Markaðssetning og máttur auglýsinganna „Hvernig tilteknum merkjum vegnar byggist ekki síst á því hvernig tekst að koma vörumerk- inu á framfæri. Stóru fatahönn- uðurnir eru með ákveðna aðila á sínum snærum sem sjá um al- mannatengsl og að koma merk- inu á framfæri við fjölmiðla. Ég held að margt ráði því hvað er í tísku á hverjum tíma. Ein- hverskonar stemmning, ræður miklu, auglýsingar og rétt mark- aðssetning. Allir tískufrömuðir eru með menn á sínum snærum, sem ætlað er að innleiða tiltekna tísku á meðal neytendanna. Þetta eru oftast einhverjar fígúrur úr skemmtana- og listalífinu. Þetta fólk klæðist gjarnan bara fötum frá tilteknum framleiðanda og er í raun og veru merkt honum eða framleiðslumerkinu í bak og fyrir. Við höfum meira að segja dæmi um þetta hér á landi. Það veit hvert mannsbarn að Björg- vin Halldórsson söngvari gengur bara og kemur fram í fötum frá Sævari Karli,“ sagði Sigurður Freyr, verslunarstjóri í herra- deild Kjallarans. Merkismenn og merkiskonur Markaðssetning tískuvara byggist ekki síst á því að halda frammi ákveðnu vörumerki og höfðu sumir viðmælendur blaðs- ins það á orði að ef vörumerkið yrði mönnum tamt, væri hægt að selja fólki nánast hvað sem væri. Hluturinn sem slíkur skipti ekki lengur höfuðmáli - heldur vöru- merkið, sem væri þá oftast ák- veðin vísbending í hugum manna um virðingu og jafnvel völd og efnahag og fyrir vikið væru flestir reiðubúnir að gefa miklu meira fyrir vöruna, bara ef merkið væri það rétta. Æ oftar eru vörumerkin höfð á mjög áberandi stað á tískuvarn- ingi, svo að engum dyljist að til- tekin vara sé frá viðkomandi framleiðanda. Hver kannast ekki við að skyrtur, hálsklútar, slæð- ur, handtöskur og þar fram eftir götunum séu kyrfilega merktar í bak og fyrir með vörumerkjum á borð við Boss, Cartier, Nina Ricci. Og til þess að neytandinn hafi allt í stfl, bjóða helstu merkin upp á heila veröld merktra neysluvara og er þar fátt undan- skilið nema ef vera kynni heimils- hundurinn. Hefur verið haft á orði að hugtökunum merkismað- ur og merkiskona hafi verið Ijáð ný merking, þ.e. fólk sem klæðist nánast vörumerkjum í stað fata. Svo rammt kveður að þessari vörumerkjadýrkun, að ýmsir smærri spámenn í viðskiptalífinu hafa séð sér leik á borði og selja eftirlíkingar af dýrum og þekkt- um vörumerkjum. Erlendis er m.a. hægt að kaupa tiltekin vöru- merki í lausasölu, sem sérstak- lega eru ætluð til þess að sauma á „óekta“ flíkur. „Ég get ekki tekið undir það að viðskiptavinum mínum standi nákvæmlega á sama hvað þeir kaupa, bara ef merkið er rétt. Vitanlega öðlast ákveðin merki ákveðna virðingu í hugum manna, en það er bara af því að varan er góð,“ sagði Guðlaug Jónsdóttir. „Það sem kúnninn er fyrst og fremst að sækjast eftir er að varan falli að smekk viðkomandi. Menn eru oft reiðubúnir að borga meira fyrir vöru frá ákveðnum framleiðanda, sem þeir vita að kunnur eru af góðri vöru,“ sagði Guðlaug Jónsdóttir. „Þau merki sem ég er með eru mjög góð. Menn borga vitanlega mismunandi mikið fyrir vöruna eftir því hvað hún er góð. Ódýrari föt eru oftast ver sniðin og saumuð en þau dýrari og endast að auki oft miklu ver. En að það teljist snobb þó að menn velji fatnað að einhverju leyti eftir því frá hvaða merki hann er, get ég með engu móti fallist á,“ sagði Sævar Karl Ólason. „Áður var sjálfsímynd fólks bundin starfi. í nútímanum eru störf manna yfirleitt breytileg og oftast lítt skapandi, þannig að menn sækja sjálfsímynd sína æ meir í frístundirnar. Þar með verður áhersla á klæðaburð og lífsstfl mjög áberandi. Þægileg- asta leiðin til þess að skapa sér einhvern lífsstfl, er náttúrlega að gangast ákveðnum merkjum á hönd. í samfélagi þar sem pen- ingar og ríkidæmi er mælikvarði á manngildi og öllu gildir að vera í takt við tímann, telur fólk sig geta slegið tvær flugur í einu höggi með því að kaupa rándýr merki sem eru í tísku,“ sagði Gestur Guðmundsson. -RK

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.