Þjóðviljinn - 24.05.1987, Síða 6

Þjóðviljinn - 24.05.1987, Síða 6
Guðmundur R. Gíslason söngvari, Ingvar Jónsson hljómborö, Austfirðir eru Mekka rokksins! - Við erum lýðrœðis kynslóðin samankomin íeinni hljómsveitsegir SúEllen fráNorðfirði sem ómaklega er einalt ruglað saman við konuna hans J.R. íDallas GLÆTAN Umþærmundirsem reykvískir rokkarar voru festir á filmu í gagnmerkri bíómynd Friðriks Þórs Friðrikssonar var Jóhann GeirÁrnason að slá sér upp austur á Norðfirði. Það var heljarins mikil gróska í tónlistarlífinu og band að spila í hverjum bílskúr. Pönkið náði mestu vinsældum sem um getur í nokkru landi og er þá vitanlega miðað við fólks- fjölda... En Jóhann Geir var semsagt með þessari stúlku fyrir austan. Og í sjónvarpinu bar mest á J.R. Ewing og hyski hans og ættu menn nú að sjá nokkurt sam- hengi. Því J.R. átti konu, eins og þjóðin man, og konan hét Sue Ellen. Kærastan hans Jóhanns Geirs hét líka Ellen. Það var sem- sagt sú Ellen sem hann var með. Ekki Sue Ellen. Nokkrir drengir á Norðfirði urðu hugfangnir af rokkinu í Reykjavík. Þessvegna stofnuðu þeir hljómsveit, Jóhann Geir mundaði kjuðana og hefur barið húðir uppfrá því. En hljómsveitin var vitanlega skýrð Sú Ellen. Það hefur jafnan valdið mis- skilningi: Fólk þekkir náttúru- lega amerísku konuna hans J.R. betur en kærustu Jóhanns Geirs. Drengirnir í Sú Ellen voru farnir að semja músík áður en þeir lærðu á hljóðfæri. Hinsvegar fullyrða þeir að þeir hafi verið byrjaðir að læra á hljóðfæri áður en þeir fóru að spila. Sú Ellen eitt Sú Ellen er enn að og er á fimmta ári og kemst þannig bráð- lega í hóp virðulegra miðaldra hljómsveita. En jafnframt er Sú rétt að byrja og drengirnir í band- inu taka músíkina alvarlega. Og innan nokkurra vikna kemur fyrsta plata hljómsveitarinnar út. Jóhann Geir er enn fyrir austan. „Hann er í bræðslunni," sagði afgangurinn af hljóm- sveitinni sem um þessar mundir frílystar sig í Reykjavík. Og við þessi áttatíu prósent er þetta spjall. Þeir sátu á Hressó og blaða- manni til glöggvunar var borðið kirfilega merkt. Sú Ellen. Fönd- rarar kaffihúsanna ráku upp stór augu. Sú Ellen tvö Og drengimir í bandinu, auk Jóhanns Geirs, eru Steinar Gunnarsson á bassa, Tómas Tómasson á gítar, Ingvar Jónsson á hljómborð og Guðmundur R. Gíslason syngur svo undir öllu saman. Plata frá Sú Ellen. Hvernig gekk að fá útgefanda? „Við fengum útgefanda í gær...“ (Kumpánlegur náungi sem vantar einungis vindil til að undirstrika kaupsýslulegt útlit sitt brosir glaðlega) „Það verða Pjesta Records sem gefa plötuna út“. Fóruð þið ekkert til stórlaxanna í bransanum? „Við gerðum engar alvarlegar tilraunir. Við leyfðum þeim að heyra efni sem var enn í vinnslu og óklárað. Annars er mjög erfitt að fá útgefanda ef hljómsveitir eru ekki búnar að skapa sér nafn og vinsældir. Útgefendur fylgja bara markaðinum eftir“. Víkjum að sögu Sú Ellen. Hef- ur þetta verið starfsöm hljómsveit í gegnum árin? „Já, þetta er náttúrlega orðin býsna gömul hljómsveit og við höfum spilað víða. Á konsertum og sveitaböllum og víðar. Svo höfum við líka spilað í Atlavík- inni oftar en einu sinni og urðum raunar í öðru sæti í hljómsveitak- eppni þar fyrsta árið. Það var þegar Skriðjöklarnir unnu.“ (Greifarnir voru í þriðja sæti, - eigum við nokkuð að láta það fylgja með?) Sue Ellen þrjú Hvernig tónlist spilið þið? „Fyrst vorum við eiginlega lær- isveinar Utangarðsmanna... Já, við spiluðum rokk, hrátt rokk og undir miklum áhrifum frá þeim. En tónlistin hefur þróast mikið síðan og er orðin sjálfstæðari. ...Annars er okkur illa við að skilgreina músíkina okkar, það hefur ekkert upp á sig. Fólk verð- ur bara að hlusta sjálft og gera upp við sig hvort því líkar hún eða ekki. Er Sú Ellen vinsœl hljómsveit austur á fjörðum? „Ja, - við höfum vitaskuld spil- að víða og flestir þekkja okkur. Svo er harður kjami sem fylgir okkur eftir... 60 manns sem mæta alltaf. Það er nú ekki svo lítið miðað við fólksfjölda! Annars er mikil gróska í lifandi músík fyrir austan. Góðar hljóm- sveitir sem enginn þekkir héma fyrir sunnan. Og hvað sagði ekki Bubbi Morthens um Austfirðina: Að þeir væru Mekka rokksins á íslandi!“ (Sagði hann það, spyr einhver. Já, eða hann er a.m.k» búinn að því núna!) Veldur það ekki mikilli röskun að búa fyrir austan og standa í plötuútgáfu í Reykjavík? „Jú, svo sannarlega. En við erum ákveðnir að gefa þessa plötu út og spara ekkert til henn- ar. Þetta kostar helvítis helling, við þurfum til sæmis mikil frí úr vinnu. Það hefur komið okkur mjög vel að vinnuveitandi okkar sýnir þessu mikinn skilning. Þú mátt gjarnan skila þakklæti til hans í netagerðinni á Norðfirði. Þrír okkar vinna þar. Hún er stundum kölluð Poppsmiðjan... En við emm semsagt ákveðnir í því að gera þetta vel og eftir að platan kemur út þá fylgjum við henni eftir með tónleikum útum allt land“. Hver semur tónlistina hjá ykk- ur og textana? „Við geram það í sameiningu. Við höfum íslenskukennara á okkar snærum sem fer yfir alla texta til þess að þeir séu ekkert ragl. Hann hefur raunar samið fyrir okkur líka. Lögin eru öll skrifuð á hljómsveitina". Petta er afar samhent band? „Já... svo sannarlega. Lýðræð- iskynslóðin er samkomin í þessari hljómsveit!“ Það er nú Alþýðubandalagið sem hefur einkarétt á lýðræðis- kynslóðinni! „Já, það er rétt, en við eram nú frá Norðfirði...“ Sú Ellen fjögur Sú Ellen spratt uppúr nýbyl- gjunni í kringum Rokk í Reykja- vík. Hvernig finnst ykkur ástand- ið vera núna? „Það er svona nánast eins og það var áður en allt þetta gerðist. Það er allt á hverfanda hveli...! Það vantar nýja strauma og eitthvað ferskt. Það er fullt af góðum hljóm- sveitum en þær fá enga athygli. Útgefendur standa í veginum, því þeir era svo hræddir við nýjung- ar. En vonandi fer eitthvað að gerast...“ Og þið eruð samt hvergi smeykir, eða hvað? „Ónei, annars væram við ein- faldlega ekki að þessu. Við höf- um mikla trú á því sem við erum að gera. íslendingar eru upp á síðkastið orðnir dálítið duglegri við að kaupa íslenskar plötur, þótt það sé mikið til á sama sviði allt saman. Útlenskar plötur seljast vel hérna, alveg sama hvaða stefnur eiga í hlut, þannig að það ætti eins vel að vera hægt að selja íslenska músík þótt hún sé ekki öll eins“. Sú Ellen fimm Það stendur ekkert til að breyta þessu nafni á hljómsveitinni - eru þau enn saman Jóhann Geir og sú Ellen? „Við breytum ekki nafninu úr þessu. Þetta er gott nafn. Mjög gott nafn! Við urðum að láta okk- ur hafa það að vera ruglað saman við ameríska fyllibyttu áram sam- an. - Nú er hún á niðurleið en við á uppleið! (Hvernig var þetta með Jóhann Geir? Æ, hann er í bræðslunni.) Svo var það eiginlega hann Valgeir Guðjónsson sem gerði útslagið á Atlavíkurhátíðinni hér um árið. Hann snéri svo mikið út úr þessu nafni að við urðum að halda því...“ Sú Ellen er semsagt rétt að byrja, enda drengirnir í bandinu ákveðnir í því að láta hvergi sinn hlut. Það má því búast við því að í sumar verði Sú Ellen að austan á allra vöram og kærastan hans Jó- hanns Geir frá því um árið verði frægari en konan hans J.R. -hj- 6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 24. maí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.