Þjóðviljinn - 24.05.1987, Síða 11

Þjóðviljinn - 24.05.1987, Síða 11
Bœkur til menningar fyrir þjóðina „Hvað ætiarðu nú að ræða við mig? Ég get ekki séð að það sé neitt tilefni til þess, en þar sem þú ert mættur verðum við víst að reyna að klóra okkur fram úr þessu,“ segir dr. Jak- ob Benediktsson og býður mérsæti. Hannkveikirípípu sinni og viðurkennir að oft verði bestu spjöllin út af engu tilefni, en þó Jakob hafi gert lítið úr tilefninu þá þykir undir- rituðum samt ærið tilefni til að heilsauppáhann. Jakob fæddist 20. júlí árið 1907 og er því áttræður í sumar. Þaö eitt ætti að vera nægt tilefni til viðtals. Jakob er þó ekki einn um að eiga stórafmæli í sumar því bókaútgáfan Mál og menning verður fimmtug, en Jakob hefur alla tíð verið mjög virkur félagi þar. Hann var varaformaður fél- agsins frá 1946 og þar til hann lét af því starfi fyrir nokkrum árum. Hann situr enn í stjórn félagsins, reyndar sem varamaður nú, „enda tími til kominn að nýir menn taki við,“ einsog hann orð- ar það sjálfur. Þá var Jakob fram- kvæmdastjóri bókaútgáfunnar í tvö ár, 1946-1948. Tilefnið er því ærið og þó ekk- ert tilefni væri þá er samt full ástæða til að spjalla við Jakob því hann er viðræðugóður og hefur frá mörgu að segja. Á heimili hans ríkir ró bókamannsins og eftir að ljósmyndarinn hefur smellt af nokkrum myndum „með skruddurnar mínar í bak- sýn“ vindum við okkur í viðtalið. Stúdent utanskóla „Það var fyrir tilstilli Kristins E. Andréssonar, að ég kom heim frá Kaupmannahöfn sumarið 1946. Kristin vanhagaði um mann til að hlaupa í skarðið fyrir sig sem framkvæmdastjóra fé- lagsins. Ég get aldrei fullþakkað Kristni það að fá mig heim því ef hann hefði ekki gert það er alls- endis óvíst að ég hefði flutt til íslands.“ Jakob hafði dvalist í Kaup- mannahöfn í tuttugu ár þegar Kristinn bað hann að taka að sér rekstur Máls og menningar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1926. „Ég er einn af þessum mönnum sem Jónas frá Hriflu hafði svo miklar mætur á, maður með stúdentspróf án langskólas- etu. Ég var samtals einn vetur í skóla í Reykjavík. Ég tók gagn- fræðaprófið norður á Akureyri og var þar utanskóla alla tíð. Ég sat í fjórða bekk í Menntaskólanum en var svo ut- anskóla það sem eftir var.“ Haustið eftir að Jakob lauk stúdentinum fór hann í nám til Kaupmannahafnar. Árið 1932 lauk hann prófum í latínu og grísku. „Það var á þessum árum sem ég snérist til vinstri villu minnar og hef ég verið vinstrisinnaður alla tíð síðan. Ætli það hafi ekki verið Sverrir Kristjánsson sem sann- færði mig, en hann var allra manna mælskastur og harðsnú- inn mjög í umræðu. Annars voru stúdentar í Kaupmannahöfn mjög róttækir á þessum árum og reyndar fleiri en námsmenn, t.d. má nefna Ársæl Sigurðsson, sem var þá fulltrúi fyrir Sfldarútvegs- nefnd í Kaupmannahöfn. Hann hafði verið við nám í Þýskalandi enda mikill málamaður. Hann snéri seinna sínu kvæði alveg í kross og lærði trésmíði. Þegar hann var í Höfn stóð hann í afar dularfullu sambandi við komm- únista i Þýskalandi." Þegar Jakob lauk námi snéri hann heim. Þá var kreppan alls- ráðandi hér og því fékk Jakob ekkert að gera. Fór hann þá aftur til Hafnar og kenndi þar um tíma. Auk þess vann hann hjá dönsk- um prófessor sem var að gefa út grískar áletranir, sem hann hafði grafið upp á Ródos. Það starf ent- ist honum í átta ár. Fyrir tilstilli prófessors Jóns Helgasonar fór hann að vinna á Árnasafni að ís- lenskum fræðum. Svo skall stríðið á og nasistar hernámu Danmörk. Á stríðsár- unum komst Jakob í fasta stöðu við Háskólabókasafnið auk þess sem hann vann við Norrænu orð- abókina. Undir hernámi nasista Hvernig var að vera íslending- ur undir hernámi nasista? „í sjálfu sér var það ekkert öðru vísi en fyrir Danina, nema að við vorum mjög einangraðir frá öllu sem var að gerast heima. Sambandið var nauðalítið, nán- ast ekkert. Það var hægt að koma bréfum eftir krókaleiðum. Heim- ili okkar hjónanna var á tímabili einskonar pósthús fyrir íslend- inga í Kaupmannahöfn. Helgi Briem, sem þá var verslunarfull- trúi í Lissabonn, en Portúgal var þá hlutlaust land, tók við bréfum frá íslandi, sem hann sendi svo áf ram til okkar og við, eða réttara sagt kona mín, dreifði póstinum svo til fólksins. Vegna þessa litla sambands við ísland reyndi Stúdentafélagið að halda uppi meira félagslífi meðal íslendinga en áður. Við mynduð- um samtök um að halda reglu- legar kvöldvökur og voru þær opnar öllum. Það lenti einkum á okkur Jóni Helgasyni að standa fyrir þeim. Við gáfum líka út tímaritið Frón, sem kom út í tvö ár. Það var í Fróni sem Magnús Kjartansson birti sín fyrstu skrif. „Ég er einn af þessum mönnum sem Jónas frá Hriflu hafði svo miklar mætur á, maður með stúdentspróf án langskólasetu,“ segir Jakob Benediktsson. Hann fór til Svíþjóðar á stríðsár- unum.“ Kynntist þú störfum andspyrn- uhreyfingarinnar? „Ekki mikið. Ég þekkti að vísu ýmsa menn sem voru í henni, m.a. gamall kennari minn, Car- sten Höeg, sem var í frelsis- ráðinu. Hann var neðanjarðar mestan part stríðsáranna. Hann hafði við og við samband við mig og ég gerði honum stundum smágreiða, m.a. faldi ég fyrir hann plögg, þar sem ég hafði góða felustaði á Háskólabóka- safninu, það voru litlar líkur á því að neitt kæmi í leitirnar þar. Margt háskólafólk var í sam- bandi við andspyrnuhreyfinguna en bein þátttaka íslendinga var lítil, þó voru nokkrir sem störf- uðu fyrir hana.“ Nú hafa vinstri menn varla átt upp á pallborðið hjá hernáms- þjóðinni. „Meðlimum í Kommúnista- flokknum var einfaldlega stungið inn. Margir þeirra voru svo send- ir í útrýmingarbúðir í Þýskalandi og létust margir þar. Það þótti því ekki gott að hafa hátt um skoðan- ir sínar á almannafæri. Kommún- istaflokkurinn var frekar fá- mennur og nasistarnir fengu að- gang að skrám dönsku lögregl- unnar og tókst þannig að hafa hendur í hári margra. Það höfðu verið samþykkt lög í Danmörku sem heimiluðu handtöku komm- únista og voru þeir fluttir í búðir á Sjálandi, en þegar átti að flytja þá áfram til Þýskalands tókst mörg- um þeirra að sleppa. Vinstri menn voru vissulega áberandi í andspyrnuhreyfing- unni en þar starfaði samt fólk úr öllum flokkum.“ Heim til íslands Það var svo sumarið 1946 að Jakob kemur aftur heim til ís- lands til að taka við fram- kvæmdastjórn Máls og menning- ar, þar sem Kristinn E. Andrés- son ætlaði að taka sér ársleyfi til að skrifa Bókmenntasögu sína. Jabob var þá giftur kvæntur konu, Grethe, og hvatti hún hann mjög til ferðarinnar. Fékk Jakob ársleyfi frá Háskólabókasafninu en snéri þó aldrei aftur til starfa þar. „Ég hafði kynnst Kristni þegar hann var í Kaupmannahöfn vet- urinn 1939-40. Hann var nýslopp- inn til Svíþjóðar 9. apríl þegar Þjóðverjar hertóku Danmörk og komst svo eftir miklum króka- leiðum þaðan heim. Hann fór suður yfir Balkanskaga og til ítal- íu. Þaðan fór hann með einu af síðustu skipunum frá Genúa til New York og þaðan til íslands. Hann fór því um hálfa heimsbyggðina til að komast heim. Ég hitti svo Kristin aftur haust- ið 1945 en þá var hann staddur í Höfn með fyrstu samninganefn- dinni vegna heimflutnings hand- ritanna. Hann fór þá að ámálga þetta við mig og endirinn varð sá að ég sló til. Kristinn var tekinn við rit- stjórn Þjóðviljans þegar ég kom heim um vorið. Hann var einnig á kafi í pólitíkinni enda allt á suð- upunkti þar, Keflavíkursamning- urinn í uppsiglingu. Kristinn hafði því meira en nóg á sinni könnu. Framkvœmdastjóri Máls og menningar Ég tók því við framkvæmda- stjórn Máls og menningar um sumarið. Magnús Kjartansson tók svo við Þjóðviljanum semma árs og Kristinn hélt til Kaupmannahafnar til að ljúka Bókmenntasögunni. Dvöl hans þar varð þó lengri en ráðgert var því hann veiktist alvarlega og var á tímabili í beinni lífshættu. Þegar Kristinn kom svo aftur til starfa síðla árs 1947 var ég byrjaður að starfa við Orðabók Háskólans ásamt þeim Ásgeiri Blöndal og Áma Kristjánssyni. Það vom hæg heimantökin hjá þeim við Háskólann að ráða mig fyrst ég var kominn til íslands, en hvort þeir hefðu haft samband við mig til Kaupmannahafnar veit ég ekki. Það er því allsendis óvíst að ég hefði flust aftur til íslands ef Kristinn hefði ekki fengið mig til þess. Og ég sé ekki eftir því að hafa sest aftur að hér.“ í hverju var starf framkvæmda- stjóra MM falið á þessum árum? „Það fólst í því að stjórna út- gáfunni og sjá um allt sem því fylgdi. Auk þess sá framkvæmd- astjórinn um ritstjórn Tímarits- ins. Á þessum árum gáfum við út um þrjár félagsbækur á ári auk nokkurra annarra bóka, sem vora gefnar út á nafni Heimskringlu, sem MM hafði eignast. Mál oj^ menning var upphaf- lega stofnað af Félagi byltingar- sinnaðra rithöfunda og Heims- kringlu. í stofnnefndinni voru fyrir hönd rithöfunda þeir Hall- dór Laxness, Halldór Stefánsson og Eiríkur Magnússon, en fyrir hönd Heimskringlu voru þeir Kristinn E. Andrésson og Sigurð- ur Thorlacius. Sömu menn skipuðu svo fyrstu stjórn félags- ins, en stofnfundurinn var 17. júní. Félagið tók ekki formlega til starfa fyrr en um haustið 1937.“ Eru einhverjar af þeim bókum sem þú áttir þátt í að yrðu gefnar út þér minnisstæðari en aðrar? „Þegar ég tók við var búið að ákveða útgáfuna fram í tímann þannig að ég átti lítinn þátt í að ákveða hana. Ein af þeim bókum sem komu út þau ár sem ég var við útgáfuna, var ævisaga Van Goghs, Lífsþorsti, sem kom út í tveim bindum og varð mjög vin- sæl. Fyrsta bókin sem ég átti beinan þátt í að yrði gefin út, var úrval þýðinga Magnúsar Ásgeirs- sonar á erlendum ljóðum, Ljóð frá ýmsum löndum. Þá sá ég um aðra útgáfu af ljóðum Jóns Helgasonar, Úrlandsuðri. Fyrsta útgáfan kom út 1939. 1948 kom svo önnur útgáfan út, aukin og lagfærð og var hún endurprentuð tvisvar. Fimmta útgáfa af ljóðum Jóns kom svo í fyrra. Það er því víst að ljóð Jóns hafa selst meira en aðrar ljóðabækur hér á landi.“ Á undan samtímanum Hvaða menn vora það heist sem voru virkir í félaginu á þess- um árum? „Það voru nú ýmsir. Halldór Laxness var í stjórn og skrifaði töluvert í Tímaritið, þó Helgafell gæfi út bækur hans. Sömu sögu var að segja um Þórberg. Helga- fell gaf líka út bækur hans en hann skrifaði mikið í Tímaritið. Halldór Stefánsson sat lengi í stjórn félagsins og skrifaði mikið í Tímaritið auk þess sem við gáfum út allar bækur hans. Það var fjöldi manna sem lagði okkur lið einsog t.d. Snorri Hjartarson, Jó- hannes úr Kötlum, Sverrir Krist- jánsson og Björn Franzson, svo bara nokkrir séu nefndir. Á stríðsárunum var stofnað svokallað félagsráð sem kemur saman nokkra sinnum á ári og er ráðgjafaraðili, auk þess sem það kýs stjórn hverju sinni. Mál og menning er ekki hlutafélag, held- ur er það sjálfseignarstofnun og hefur verið svo frá upphafi.“ Hvað með starfsfólk félagsins þá? „Það var nú ekkert starfslið að nútímahætti. Við vorum þrír sem störfuðum að útgáfunni, ég, Ólafur Eiríksson, búðarstjóri og Einar Andrésson, bróðir Krist- ins, sem var umboðsmaður í Reykjavík, en hann var ótrúlega duglegur og auk þess að sjá um umboðssölu í Reykjavík sá hann um umboðsmenn úti á landi. Á þessum tíma var Mál og menning byggð upp á umboðs- mannakerfi. Það gekk mjög vel. Þegar félagið var stofnað settu menn sér það takmark að ná 2000 félögum á fyrsta ári. Menn fóru langt fram úr því markmiði og á öðru ári voru félagsmenn orðnir 5-6000 talsins og hélst sú tala nokkuð óbreytt. Þetta vora því stór upplög sem við gáfum út og þættu stór enn þann dag í dag. Þá voru bækurnar hræbillegar til fé- lagsmanna. Árgjaldið var 10 krónur fyrsta árið en hafði hækk- að lítillega þegar ég kom til starfa. Fyrir árgjaldið fengu menn Tímaritið og þrjár bækur. Umboðsmannakerfið gekk mjög vel en með breyttum versl- unarháttum fór að halla undan fæti. Það má eiginlega segja að Mál og menning hafi verið þarna langt á undan samtíð sinni því bókaklúbbarnir, sem nú era komnir fram, byggja á svipaðri hugmynd og útgáfa MM á íýrstu árum félagsins. Á sjötta áratugnum fóram við að gefa út bókaflokka og gáfum þá út allt að tíu bókum á ári, sem félagsmenn gátu valið um. Áður höfðu félagsmenn kvartað tölu- vert undan því að þeir hefðu ekk- ert val og var þetta gert til að mæta þeirri gagnrýni. I stað þess fóram við fram á að félagsmenn tilkynntu með fyrirvara hvaða þrjár bækur þeir ætluðu að velja, svo við hefðum einhverja hug- mynd um hversu stór upplög þyrfti að prenta. Á þessu varð mikill misbrestur og við urðum því að renna blint í sjóinn og sát- um oft uppi með stór upplög. Rœtt við Jakob Bene- diktsson, sem verður áttrœður í sumar, um Málog menningu sem á fimmtugsaf- mœli um svipað leyti Kiljuútgáfan sem við fórum af stað með í fyrra er svo óbeint framhald af bókaflokkunum. Sú útgáfa virðist ætla að ganga upp. Annars hefur gerst bylting í út- gáfumálum félagsins á síðustu áram. Útgáfan hefur aukist, bæði að magni og fjölbreytni. Tímarit- ið hefur einnig vaxið mjög á und- anförnum áram og kemur nú reglulegar út en áður.“ Gefum ekki út ruslbókmenntir Hver er tilgangur bókaútgáfu Máls og menningar? Er hann sá sami í dag eða hefur það breyst? „Þarna er stórt spursmál. Fé- lagið var í upphafi stofnað til að gefa út góðar bækur og bækur með menningarlegan tilgang. Það var aldrei ætlunin að félagið yrði pólitískt einlitt eða að það gæfi eingöngu út barátturit. Kristinn E. Andrésson orðaði það svo á sínum tíma að tilgang- urinn væri að gefa út bækur sem horfðu til menningar fyrir þjóð- ina og að gefa út lesefni sem ætti erindi við fólk. Þegar útgáfan er orðin jafn mikil og raun ber vitni þá verður hún náttúrlega að standa undir sér. Þarna takast því á þessi tvö sjónarmið, en sem betur fer fara þau oft saman. Þá hefur félagið ákveðnum skyldum að gegna gagnvart íslenskum samtímahöf- undum, en framboð af handritum frá þeim er mjög misjafnt og afar misgott. Við verðum því að velja og hafna og þar verðum við að hafa að leiðarljósi annarsvegar hvort verkið er frambærilegt og hinsvegar hvort hægt er að selja það. Hinsvegar höfum við aldrei fallið í þá gryfju að gefa út rasl- bókmenntir. Eftir því sem útgáfan hefur stækkað er auðveldara fyrir hana að standa undir bókum sem ekki bera sig, því þá er hægt að dreifa tapinu á fleiri bækur. Aðal vand- amálið í dag er að geta veitt fjár- munum í bækur sem taka langan tíma í undirbúningi. Það er ekki hægt að ætlast til að fólk vinni kauplaust við slík verkefni en ennþá hafa forlögin ekki mikla afgangspeninga til að leggja í slík stærri verk.“ Hvað er Jakobi efst í huga á þessu afmælisári? „Ég óska þess að félagið haldi áfram að þrífast. Nú er komið fullt af ungu fólki sem sér um reksturinn og ég hef fulla trú á að því takist að gera veg félagsins mikinn. Þetta er harðduglegt fólk sem hefur staðið vel í stykkinu og ég veit að það mun gera það áfram. Á þessum langa samskiptaferli mínum við MM hef ég kynnst fjöldanum öllum af harðduglegu og góðu fólki og margir þeirra urðu aldavinir okkar hjóna. Ég held að það sé á engan hallað þó ég fullyrði að félagið eigi Kristni E. Andréssyni mest að þakka. Kristinn var kraftaverkamaður og var allra manna slyngastur að telja menn á að gera ýmsa hluti. Sem dæmi má nefna þegar hann ákvað að MM skyldi reisa hús. Áður hafði félagið verið til húsa á Laugarvegi 19, gegnt núverandi húsi MM. Síðan þurfti það að flytja upp á Skólavörðustíg. Það var þá sem Kristinn ákvað að fé- lagið reisti hús. Reyndar hafði enginn trú á að það tækist en hon- um tókst með fortölum að telja félagsmenn á nauðsyn þess. Og húsið reis. Þó oft hafi gengið á ýmsu og oft verið myrkt framundan hefur fé- lagið alltaf komist upp úr lægði- nni. Núna stendur félagið með meiri blóma en nokkurntíman áður og ég á alla von á að svo verði áfram." -Sáf mim jwíIiim—Hwn SMIIBB'gaitfaWHE—■BMM■MaaawtntiHM maaaaaa

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.