Þjóðviljinn - 24.05.1987, Page 13

Þjóðviljinn - 24.05.1987, Page 13
/ÍTLA ÞAU AÐ GANGA? Nokkrir úr hópi „ ungra Reykvíkinga “ sem tóku þátt í Hvalfjarðargöngunni fyrir 25 árum spurðir hvort þeir œtli í Keflavíkurgönguna 6. júní (ár eru 25 ár liðin f rá Hvalfjarö- argöngunni svokölluðu, lengstu mótmælagöngu sem farin hefur verið til þess að mótmæla hern- aðarumsvifum Bandaríkjahers hér á landi. Efnt var til göngu frá Hvalfirði til Reykjavíkur árið 1962 í þeim tilgangi að vekja almenna athygli á þeirri hættu sem stafaði af því að hafa erlendan hér í landinu og sérstaka athygli á fyrirætlunum Bandaríkjamanna í firðinum en um þær mundir var verið að undirbúa samninga um bandaríska herskipahöfn og lægi fyrirkjarnorkukafbáta í Hvalfirði. Bandaríkjamönnum og stuðn- ingsmönnum þeirra hér á landi varð ekki að ósk sinni í það skiþtið og er ekki ólíklegt að Hval- fjarðargangan hafi átt einhvern þátt í að hindra áformin, enda kraftmikil ganga og skilaboð hennar afdráttarlaus. „Ég var svo bjartsýnn á þessum árum að halda að 5 árum síðar yrði enginn her á fslandi," sagði einn göngumanna í samtali við Þjóðviljann nú þegar aldarfjórð- ungur er liðinn frá Hvalfjarðarg- öngunni og fslendingar búa enn við ásælni Bandaríkjahers og vaxandi vígbúnað og umsvif. Göngumaðurinn er Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða, en hann var fyrir Hval- fjarðargönguna spurður, ásamt öðrum ungum Reykvíkingum í viðtali í blaði Samtaka hernáms- andstæðinga, hvers vegna hann ætlaði að ganga. Þjóðviljinn ák- vað að snúa sér til „ungu Reyk- víkinganna“ 25 árum síðar til þess að kanna hvort sannfæring þeirra væri sú sama og um árið og spyrja hvort þau ætluðu að taka þátt í Keflavíkurgöngunni þ. 6. júní nk., en það er reyndar tíunda Keflavíkurgangan sem efnt er til frá upphafi. Sú fyrsta var farin árið 1960, en síðast var Keflavík- urgangan árið 1983. Fjölmennust var gangan 1976 en þá gengu um 10 þúsund manns. Þjóðviljinn hafði samband við fjóra úr hópi „ungra Reykvík- inga“ af þessu tilefni. Þau Hrafn Magnússon, Rannveigu Haralds- dóttur prófarkalesara, Jón Júl- íusson leikara og Bryndísi Schram, varaborgarfulltrúa Al- þýðuflokksins. „Mikil skelfing, ég er sömu skoðunar í dag og þá,“ svaraði Hrafn Magnússon, en árið 1962 sagði Hrafn m.a. þetta: „Ég er sannfærður um að friður verður ekki tryggður nema öll hernað- armannvirki séu lögð niður og herbandalög leyst upp. Með því að vísa hernum úr landi værum við að hvetja aðrar þjóðir til að gera slíkt hið sama og myndum stuðla að friði þjóða í milli“. Hrafn notaði tækifærið til þess að rifja upp atburðinn. „Stemmningin var mjög góð. Gangan myndaði lítið samfélag þar sem fólk ræddi málin og skemmti sér stórkostlega. Ég man að ég keypti mér nýja skó fyrir gönguna og þegar við kom- um til Reykjavíkur voru þeir al- veg búnir.“ Hrafn sagðist ætla að líta við í Keflavíkurgöngunni um hvítasunnuna, en hann teldi ólík- legt að hann gengi alla leið að þessu sinni. „Mín afstaða hefur breyst í framhaldi af því sem hefur verið að gerast í veröldinni," sagði Bryndís Schram. Árið 1962 gekk Bryndís gönguna að hluta, en þessa helgi var hún upptekin við sýningar á My Fair Lady og gat því ekki gengið alla leið. Ln þá hafði hún þetta að segja: „Ég hef talsvert fylgst með baráttu Skota gegn kjarnorku- kafbátastöðvum í landi sínu þe^- ar ég hef dvalist í Edinborg. Eg hef sannarlega mikinn áhuga á að koma í veg fýrir að slíkum stöðv- um verði komið upp hér á lartdi „ Á þessum árum voru mér ut an- ríkismál okkar mjög hugleikin. En þá voru líka allt aðrir tímar. Ég hugsaði með mér: Af hverju erum við að leyfa þessari þjóð að vera hér sem á sama tíma er að murka lífið úr milljónum í Víet- nam? Mér fannst við vera ábyrg. En svo þegar innrásin varð í Tékkóslóvakíu 1968 og í Póllandi síðar fóru skoðanir mínar að breytast. Þá fannst mér að hættan blasti við okkur líka. Ógnir stór- veldanna voru komnar inní Evr- ópu. Ég held að ef við værum ekki í hernaðarbandalagi í dag þá gætum við ekki ráðið okkar ör- lögum," sagði Bryndís og ætlar því ekki í Keflavíkurgönguna. „Ég er algjörlega sama sinnis og ég var þá,“ sagði Jón Júlíusson en í viðtalinu við hann 1962 segir: „Jón hefur tekið þátt í báðum Keflavíkurgöngunum og ætlar áreiðanlega ekki að sleppa þessu tækifæri til að mótmæla herset- unni. Hann leggur áherslu á að engin vörn sé í hernum en marg- víslegur ósómi fylgi honum. Eg geng til að mótmæla hvers konar afsali landsréttinda, ekki síst þeirra sem framundan eru.“ ,.Ég sé engan frekari tilganga í því að vera í hernaðarbandalagi núna en 1962,“ sagði Jón og kvaðst ætla að ganga a.m.k ein- hvern spöl í Keflavíkurgöngunni framundan. „Afstaða mín hefur ekkert breyst á þessum 25 árum. Ég er ennþá herstöðvaandstæðingur," sagði Rannveig Haraldsdóttir, en 25 árum áður sagði Rannveig: „Ég vil leggja mitt fram eins og aðrir til að stuðla að því að herinn fari. Og það er fyrst og fremst hættan sem af honum stafar sem ég hef í huga“. Rannveig ætlar ekki að láta sig vanta í Keflavík- urgönguna, en hvort hún gengi alla leiðioa frá Keflavík vildi hún ekki lofa. Aðrir ungir Reykvíkingar sem talað var við höfðu m.a. þetta að segja fyrir Hvalfjarðargönguna: Ari Jósefsson: „Auðvitað ætla ég að ganga! Ég er á móti mann- drápum. Á íslandi eru tæki til slíkrar iðju. Burt með þau!“ Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Smáþjóð eins og við lslendingar getur aðeins tryggt líf sitt og sjálfstæða menningu gegn ásælni erlendra stórvelda með því að vera hlutlaus í hernaði..." Elísa- bet Guttormsdóttir: „Ég heyri suma segja að þessi ganga sé þýð- ingarlaus, en ég álít að ef svo er þá sé allt starf í þágu friðar gagns- laust“. Porsteinn Óskarsson: „..okkur er engin vörn í hernum, en hins vegar stafar af honum margvísleg hætta“. Helga Hauksdóttir: „Ég geng vegna þess að ég veit að okkur er engin vörn í herliðinu og ég vil taka þátt í að vekja athygli almennings á þessari augljósu staðreynd“. Lúövík Th. Helgason: „Hann (herinn K.Ól.) er afsiðunartæki og kallar yfir okkur stórfellda á- rásarhættu. Ég vil taka þátt í hvers konar aðgerðum sem losar okkur við þennan ófögnuð". Þór- arinn Jónsson: „Ég álít lang- hættulegast, að ungt fólk hefur verið alið upp í þeim hugsunar- hætti að þjóðin geti ekki lifað án hersins og peninganna þaðan“. Guðrún Sverrisdóttir: „Ég álít stórhættulegt fyrir þjóðina ef reisa á aðra herstöð á'þéttbýlasta svæði landsins". Björn Stefáns- son á síðasta orðið: „Utanríkis- stefna íslendinga er mótuð af nyt- sömum sakleysingjum. Og þar á ég við menn eins og Bjarna Ben. og Guðmund í., sem eru hand- bendi stéttarbræðra og samstarfs- manna morðhundanna í Alsír“. -K.Ól. Sunnudagur 24. maí 1987 i ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.