Þjóðviljinn - 24.05.1987, Page 14
Opnanir
New York 1. maí 1987
Þá er vorið loks komið af stað
hér í Bandaríkjunum, það get-
ur maður séð á sjónvarpsaug-
lýsingunum sem nú fjalla
einkum um svita sprei og
grasnæringu. Og um alla
borgina eru beraðir upphand-
leggir um leið og trjágreinarn-
ar klæðast tískulitum laufsins,
en í ár ber þar mest ágrænu.
Dag eftir dag er hér íslenskt
sumarveður uþp á sitt besta
með sínu skjóli og roki og
maður þykist finna Reykjavík-
urlykt á sumum götuhornum,
sem er náttúrulega meiri
ímyndun en raun því úr hverj-
um kima þessarastræta
renna lækir hlands og landa,
lyktandi af öllum fjanda. Innri
fnykur finnur einnig sína útleið
á þessu skítuga vori í þessari
skemmtilegu borg og banda-
rískir blökkumenn hrópa á
torgum sína tabú-hluti og
spyrja máttlausan fjöldann
hvort hann snæði sníp og það
kannski með þrjónum eins og
kínverjar.
Sé vorið hin eina sanna opnun,
þá eru þær þó ekki síður mikil-
vægari hinar endalausu opnanir í
galleríunum, einkum þó okkur
þeim myndlistarmönnum sem
hvorki viljum verða að einhverj-
um heimalningum né útigangs-
hestum. Á opnunum er tækifærið
til að sýna sig og sjá aðra, kynna
sig og minna á sig, hneígja sig og
búkka, blikka og nikka, hvá og
kveðja. Það er einmitt ákveðin
kúnst að koma vel fyrir á opnun-
um, þar sem samankomið er allt
valdasettið í litheiminum, gallerí-
bændur og þeirra búalið, safnarar
og hafnarar, snittumenn og
snuðrarar, allir með í glasi og
frjálslegir í fasi. Mikilvægast er
að vera mjög opinn sjálfur, já-
kvæður á svip og sískimandi
þjónsauga yfir salinn, vera snögg-
ur til að notfæra sér lítið rjóður í
samræðum og hafa alltaf á
reiðum höndum stikkorð og frasa
sem geta rúllað af stað nokkrum
fleiri þó sjaldan verði um neina
skriðu að ræða. Hér á ég við létt-
ar athugasemdir eins og „Nei, en
skemmtilegt bindi“. Þá hefur
einnig gefist vel að hnýta þjóð-
erninu aftan við nafn sitt í kynn-
ingu sem jafnan getur af sér
nokkrar forvitnisspurningar um
ísland, þetta græna flotholt við
hliðina á ísilögðu Grænlandi.
Hinsvegar má aldrei láta nappa
sig standandi einan sér á miðju
gólfi, eins og einhverja manna-
hræðu, nei þá er betra að þykjast
vera á leið eftir öðru glasi eða að
skoða verkin sem þó er að vísu
hálf aumt. Aðrir möguleikar eru
svotil engir svo best er að halda
sig í samræðum sem þó verður að
rjúfa reglulega og hefja nýjar ef
viðmælandi á ekki að fá þá til-
finningu að hann sé það hálmstrá
sem þú hangir í.
En þó það sé umgerandi að
vera opinn á svip og hress í bragði
má það ekki verða til þess að
maður verði hreinskilinn og fari
að segja móðgandi meiningu sína
um það sem á veggjunum er, í
þeim efnum er betur heima setið
en af stað farið. Þögnin er hið
þegjandi samkomulag og upplagt
að bíða með kommentin þar til
seinna undir sæng.
Áður en alla leið þangað er
komið er þó upplagt að elta liðið
á einhvern af hinum hátt stilltu
Kveldúlfsklúbbum borgarinnar,
segjum til dæmis the Tunnel, þá
nýjustu brautarstöð skemmtana-
lífsins þar sem fólk tekur sporið á
teinunum undir kristalskrónum í
neðanjarðarlestargöngunum.
Flestir standa þó á brautarpallin-
um og horfa á. Nú eða segjum
Nell’s, sem er eftirsóttasti staður-
inn „í dag“, þar sem enskt 19.
aldar-kallaklúbbs-andrúmsloft
svífur yfir níðþungum
plusssófunum, sem gott er að
halla sér uppað og finna andann
úr glasinu svífa á mann við undir-
leik þriggja þeldökkra eftirlauna-
manna og virða fyrir sér svartk-
læddar skuplurnar sem svífa hjá.
Aldrei er að vita nema við eitt
borðið á bakvið sólgleraugu sitji
hálfur Jack Nicholson og reyni að
bregða fyrir þær fæti.
Dag einn á þessu daunilla vori
stendur maður svo í miðjum mið-
bænum á horni fertugasta og
sjötta strætis og fimmtu
breiðgötu kallandi á leigubíl eins
og kútinn forðum, ef ekki bú-
kollu, með nýbakað og blautt
málverk í höndunum, sem maður
hefur von til að fái inni fyrir næstu
opnun í einu af neðanbæjar-
galleríunum. En í mannköldum
vorvindinum fýkur askan úr vind-
lingum vegfarendanna, hinna
dauðlegu manna, og festist á mál-
verkinu. Framhaldslíf manns er
útbíað af andlegu ryki hins fyrra.
HALLGRÍMUR
HELGASON
SKRIFAR FRÁ
NEWYORK
Loksins fær maður svo leigubfl,
en of seint og þarf því að verða
fyrir frekari vonbrigðum með
meðbræður sína þegar ekki er
lengur neitt pláss fyrir verkið, svo
það verður að hanga í skrifstof-
unni þar sem það er aðeins sjáan-
legt frá barnum. Sár þarf maður
að sætta sig við eitthvað terugl í
kókflösku eftir Jósef Boys og
önnur verk eftir aðra menn í lík-
um tedúr taka upp allt veggpláss-
ið.
Þess í stað þarf maður að elta
verk sín norður í land þar sem
hægt er að láta snjóa framundir
maí og málverk með kynfærum
fengi aldrei umfjöllun í staðar-
blaðinu. En maður lætur sig hafa
það að mæta þar á enn eina opn-
unina sem endar óvænt í dýra-
verndunarpartýi þar sem hin út-
brunna poppstjarna Lena Lovich
kyrjar aparéttindasönginn máluð
eins og hýena og klædd eins og
B-hliðin á Röggu Gísla.
Aftur í alvöruborginni er mað-
ur er maður rétt að komast í hina
sjálfumglöðu sigurvímu vinnu-
dagsins þegar vellyktandi gallerí-
eigandinn lítur inn undir mið-
nættið og biður um dekkri liti,
þetta séu svosem flottar myndir
en þessir ljósu pastellitir gætu
fælt fólk frá og þaraðauki séu
dökkir litir að komast í tísku.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Það nægir til þess að snúa öllu á
rönguna og daginn eftir vaknar
maður við „Post-páska-hret“ á
glugganum og sálarleysi í líkam-
anum sem nægir þó til að maður
staulist fram og aðeins til þess að
taka á móti rafmagnsreikningn-
um frá ConEdison sem þá er orð-
inn jafnhár skrifstofubyggingu
fyrirtækisins. Og til að fyrir-
byggja frekari hækkun á honum
er arkað út í slagveðrið regnh-
lífarlaust, (þeirri sfðustu var stol-
ið á síðustu opnun). Leigubílarn-
ir gelta á mann eins og gulir hund-
ar og regnhlífar smærri borga-
ranna stinga mann í kinnarnar,
en þær ónýtu liggja í götunni eins
og fuglshræ. Blankur blautur og
svangur nær maður þó að skjóta
sér leið um þessa fólksmýri að
einum af skýjakljúfunum, þeim
sem hefur lúgu sem opnast þegar
maður ýtir á takkann og út koma
peningaseðlar alla leið frá ís-
landi, hundrað íslenskir eyðidal-
ir. Og þá, um leið og regndrop-
arnir detta niður í höfuð manns
eins og atkvæðatölur úr alþing-
iskosningunum, verður manni
hugsað heim og það svo sterkt að
upp kemur heill og nýr þingflokk-
ur af orðum sem öll ríma við
landið sjálft:
Á frœðilegu fróni
er frægum meðaljóni
og gáfnalegu grjóni
greitt af fylgistjóni.
Skattalegur skjóni,
sem skartaði á nóni
sem sínum þarfa þjóni
þjóð, og varð að flóni.
En þó dropunum fjölgi og
verði að lokum jafnmargir hárun-
um á höfði manns, hefur maður
alltaf í huga huggunarorð hins
snjalla sjónvarpsmanns Davids
Lettermanns, en hann benti á
dögunum réttilega á það að sama
hve maður reyni, með skokki eða
leikfimisæfingum, þá geti maður
aldrei minnkað hausinn á sér.
Þar með kveð ég lesendur
Þjóðviljans og óska öðrum Al-
þýðubandalagsmönnum huggun-
arríks sumars.
Fóstra - fóstrur
óskast aö dagheimilinu Völvuborg nú þegar eöa
eftir samkomulagi.
Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 73040.
Frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík
Inntökupróf fyrir skólaáriö 1987-88 verða sem
hér segir:
Tónmenntakennaradeild. mánudaginn
25. maí kl. 13.00.
Blásaradeild, mánudaginn 25. maí kl. 14.00.
Söngdeild, þriðjudaginn 26. maí kl. 11.00.
Prófin fara fram í skólanum, Skipholti 33.
Umsóknir í aðrar deildir skólans skulu hafa borist
fyrir 1. júní n.k.
Skólastjóri
Hl LAUSAR STÖÐUR HJÁ
W REYKJAVIKURBORG
Staða forstöðumanns við leikskólann Fellaborg
Völvufelli 9 er laus til umsóknar. Fóstrumenntun
áskilin.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjón-
arfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í síma
27277.
Hafnarfjörður
gangstéttir
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í lagningu
steyptra gangstétta sumarið 1987.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar-
verkfræðings, Strandgötu 6, Hafnarfirði gegn
3000 króna skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2.
júní kl. 11.
Bæjarverkfræðingur