Þjóðviljinn - 24.05.1987, Qupperneq 17
Nafn vikunnar
siaurorau
Hannes Hlífar Stefónsson einn efstur á Heimsmeistaramóti
unglinga í skák fyrir síðustu umferð
Hannes Hlífar Stefánsson er
nafn vikunnar aö þessu sinni,
enda vart annar kandídat í sjón-
máli til að skipa þann
heiðurssess. Hannes teflir nú á
Heimsmeistaramóti unglinga
sem haldið er í Innsbruck í
Austurríki, og hefur staðið sig
með afbriðgum vel. Lokaumferð-
in stendur nú fyrir dyrum, en fyrir
hana hefur Hannes hlotið 8,5
vinninga í 10 skákum og er einn í
efsta sæti, hálfum vinningi hærri
en helsti keppinauturinn, Adams
frá Englandi. Átta vinningar hjá
Hannesin eitt tap og eitt jafntefli;
sannarlega glæsilegur árangur.
Skákveiran blómstrar enda
með þjóðinni núna eins og jafnan
fyrr þegar einhver okkar manna
er að gera það gott í þjóðaríþrótt-
inni. Eftir góða frammistöðu ís-
lensku skáksveitarinnar á síðustu
Ólympíumóti í skák virtist mör-
landanum skákheimurinn vera á
við hálft kálfskinn, en IBM-
mótið sællar minningar kom
mönnum nokkuð niður á jörðina
íþessum efnum. En nú geta skák-
áhugamenn sem sagt tekið gleði
sína á nýjan leik.
Blaðamaður sló á Austurrík-
isþráðinn í gærdag og vildi fá okk-
ar mann í símann, en hitti þess í
stað á þjálfara hans, Guðmund
Sigurjónsson, stórmeistara.
Guðmundur færðist ljúflega
undan því að trufla Hannes við
sín fræði. Mjög skiljanleg og
skynsamleg afstaða hjá þeim fé-
lögum, enda sagði Guðmundur
að Hannes gæti fáu öðru sinnt en
að tala við blaðamenn að heiman
ef hann gæfi kost á því. í staðinn
röktum við garnirnar úr þjálfar-
anum um gang mála í Austurríki.
Heimsmeistaramót unglinga í
skák er fyrir sextán ára og yngri.
Keppt er í piltaflokki og stúlkna-
flokki. f hinum fyrrnefnda eru
keppendurnir 46 talsins, en 28 í
hinum, þar á meðal Guðfríður
Lilja Grétarsdóttir, en hún hefur
staðið sig vel og er vel fyrir ofan
miðju. Arangur Hannesar er enn
athyglisverðari í ljósi þess að
hann er ekki nema fjórtán ára
gamall, en hann verður fimmtán
ára í sumar.
Við spurðum Guðmund hvað
honum fyndist um skákstyrk
Hannesar á svo ungum aldri, og
hvort hann teldi að þeir sem núna
eru upp á sitt besta í skákinni hjá
okkur, Helgi, Jóhann, Margeir
og Jón L., hefðu verið jafnöflugir
á hans aldri. Guðmundur sagði
að vonum að slíkt væri erfitt að
meta, en hann sagðist hafa á til-
fínningunni að í þessum saman-
burði stæði Hannes mjög framar-
lega.
Nú tapaði Hannes skák eftir
mikla sigurgöngu í byrjun móts en
það er ekki að sjá að hann láti það
mikið á sig fá; er hann sterkur á
tauginni?
- Hann er sterkari á tauginni en
ég bjóst við, en reyndar er hann
sjóaður í skákinni og hefur mikla
keppnisreynslu. Pað hefur vakið
athygli mína að hann virðist
miklu þroskaðri en jafnaldrarnir.
Til dæmis í endatöflum. Þar er
hann miklu nákvæmari og hefur
yfir að ráða meiri tækni, en enda-
taflið hefur nú viljað vefjast fyrir
fólki á ungum skákaldri, enda
þótt það geti teflt vel að öðru
leyti.
Hvaða byrjanir hafa helst verið
uppi?
- Gegn kóngspeðinu hefur
hann beitt franskri vörn og
skandínavíska leiknum jöfnum
höndum, en gegn drottningar-
peði hefur hann teflt Benoni-
vörn. Sjálfur leikur hann svo e4 í
fyrsta leik með hvítt.
Þetta gœti okkur venjulegum
flóðhestum í skáklistinni þótt
benda til að Hannes tefli hvasst; er
sú raunin?
- Jú, hann hefur hvassan stíl,
en er samt mjög fjölhæfur. Hann
reynir ekki af öllum mætti að fá
fram flækjur, en ræður við það
sem upp á kemur, hvort sem það
eru einföld töfl, flækjur eða
endatöfl. Hann teflir mjög
heilsteypt. Það hefur að vísu
komið fyrir að hann hefur staðið
höllum fæti í einstaka skák, en
hann hefur þá verið maður til að
vinna sig út úr því. En í flestum
skákunum hefur hann staðið með
pálmann í höndunum.
/ nœstsíðustu umferðinni tefldi
hann við stigahœsta keppandann
og vann. Var sú skák barningur?
- Við bjuggumst nú alltaf við
erfíðri viðureign þar. Andstæð-
ingurinn er Rússi búsettur í
Bandaríkjunum og þeir kunna nú
ýmislegt fyrir sér! Auk þess var
Hannes með svart í þessari skák.
Frönsk vörn kom upp og Hannes
lenti í erfiðri stöðu. Andstæðing-
urinn tefldi mjög hratt og var
greinilega búinn að undirbúa sig
vel. Það varð honum svo að falli
að hann hélt áfram að leika hratt
of lengi, og því tókst Hannesi að
snúa á hann. Eftir það var engin
spurning um úrslitin. í síðustu
umferðinni teflir Hannes við De
Graeve frá Frakklandi og hefur
hvítt, en De Graeve er nú í þriðja
til fimmta sæti með sjö vinninga.
Mér skilst að það sé byrjað að
tefla á þeim ókristilega tíma
klukkan átta á morgnana. Ekki
vœru morgunsvœfir kappar eins
og Fischer og Larsen ánœgðir
með það?
- Ekki bara þeir, þetta er ó-
þægilegur tími. Mér skilst að
þetta sé fyrst og fremst fyrir fjöl-
miðlana gert. Nú, en fyrir bragð-
ið ættu úrslitin að liggja fyrir í
hádeginu á laugardaginn. Von-
andi flytur hádegisútvarpið
heima góðar fréttir af mótslokun-
um.
Óttinn
Þeir sem reyna aö fylgjast meö tillögugerð
um eftirlit meö vígbúnaði og afvopnun hafa orð-
ið fyrir merkilegri reynslu að undanförnu.
Reynsla þessi er í því fólgin, að Sovétmenn
hafa tekið að sér það hlutverk að slaka á sínum
fyrri kröfum í hverri nýrri lotu meðan Vesturveld-
in fara undan þeim í flæmingi
Eins og menn rekur minni til var Reykjavíkur-
fundur þeirra Gorbatsjofs og Reagans ekki síst
merkur vegna þess.að þar var í nokkurri alvöru
þreifað á þeim möguleikum að fækka kjarnork-
uvopnum. En samkomulag strandaði á því, að
Sovétmenn vildu gera heildarsáttmála sem fæli
í sér að Bandaríkjamenn hættu við það nýja
skref í vígbúnaði sem Stjörnustríðsáætlunin
svonefnda er. Ekki var samt öll nótt úti. Gorbat-
sjof kom Nató á óvart með því að taka upp
svokallaða núlllausn, sem upphaflega kom frá
Bandaríkjamönnum. Hún felur í sér samkomu-
lag um að koma fyrir kattarnef flestum meðal-
drægum eldflaugum, búnum kjarnasprengjum,
- m.ö.o. boðið var upp á það langþráða tak-
mark að Evrópa gæti lifað án þess að liggja í
skugganum frá sovéskum eldflaugum af gerð-
inni SS-20 og bandarískum af gerðinni Pers-
hing II. Og þetta samkomulag átti ekki lengur að
tengjast við lausn ágreinings um Stjörnustríð.
Þar á ofan lýsir Gorbatsjof sig reiðubúinn til að
semja um skammdrægar eldflaugar (sem
draga 500-1000 km).
Um miðja síðustu öld komst Karl Marx svo að
orði, að vofa kommúnismans gengi Ijósum
___LEtÐARI_______
við afvopnun
logum um Evrópu og ylli þar mikilli skelfingu í
valdastéttum. Og í minningu þeirra orða eru
fréttaskýrendur og skopmyndateiknarar farnir
að tala um þá „vofu afvopnunar" sem Sovét-
menn hafa vakið upp, og hefur vakið upp miklar
geðshræringar meðal ráðamanna í þeim hluta
heimsins sem situr undir Natófána. í hvert skipti
sem Sovétmenn senda fram tillögur um af-
vopnun (og eru sumar svotil orðrétt endurtekn-
ing á því sem Bandaríkjamenn áður báru fram)
þá hrökkva Natóhöfðingjar í kút og finna sér ótal
ástæður til að hafna þeim áföngum í niður-
skurði kjarnorkuvígbúnaðar, sem Sovétmenn
gera tillögur um í stað þeirrar heildariausnar
sem ekki gat séð dagsins Ijós í Reykjavík. Og er
þá við hæfi að vísa í Rogers, yfirmann herráðs
Nato : hann segir að „útrýming kjarnorkuvopna
mun gera Evrópu berskjaldaða fyrir hefð-
bundnum herjum Varsjárbandalagsins".
Menn þurfa ekki lengi að blaða í pólitískum
vikublöðum álfunnar til að finna harða gagnrýni
á þennan flótta ráðamanna Nató undan „víg-
búnaðarvofunni". Menn benda á, að þeir sem
telja sig ekki geta lifað án kjarnorkuvopna megi
hugga sig við að jafnvel þótt samið væri um
„tvöfalda núllausn", væri enn mikið af kjarn-
orkuvopnum í álfunni - í flugvélum, kafbátum
og hjá stórskotaliðinu. Og þeim sem leika sér
að því að mikla fyrir sér þann mikla fjölda her-
manna og skriðdreka sem Varsjárbandalagið
hefur á að skipa í hefðbundum herjum, er eina
ferðina enn bent á það, að magn er ekki sama
og gæði: hver Natóherdeild er miklu betur búin
vopnum en hver sovésk herdeild. Fyrir nú utan
það, að menn eru gramir yfir því, að Vesturveld-
in vilji ekki - sér í hag á ýmsum sviðum reyndar
- grípa það tækifæri sem nú býðst til að gera
eitthvað af viti úr augljósri þörf Sovétmanna fyrir
að spara í vígbúnaði, augljósri þörf þeirra fyrir
aukna verslun og viðskipti.
Menn hafa vitanlega verið að velta því fyrir
sér, hvers vegna Natóhöfðingjar setja upp
hundshaus gagnvart tillöguregni Sovétmanna.
Hér í Þjóðviljanum var um daginn minnt á þá
öflugu „mafíu sem tengir saman hernaðarbrölt
og iðnaðarhagsmuni“. Morgunblaðið taldi á-
stæðu til að kalla það innlegg bæði „einfeldn-
ingslegt og úrelt“ í umræðum um öryggismál.
Það er reyndar ekki úr vegi að minna á það, að
það voru ekki marxistar og þá ekki íslenskir
sósíalistar sem fundu upp formúluna um þann
háska sem stafaði af „samkrulli iðjuhölda og
herforingja“. Það gerði Eisenhower, forseti
Bandaríkjanna, þótt undarlegt megi virðast. Og
í framhaldi af því skulum við vitna í pottþéttan
borgaralegan fréttaskýranda eins og ritstjóra
þýska blaðsins Stern, Heiner Bremer, sem lýk-
ursínum leiðara um „ótta kaldastríðsmannavið
afvopnun" á þessum orðum hér:
„Friðurinn er of mikilvægur til að hægt sé að
fela hann valdi heimskra herforingja, þrjóskra
pólitíkusa og gráðugra erindreka hergagnaiðn-
aðarins."
-áb
Sunnudagur 24. maf 1987 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 17