Þjóðviljinn - 26.05.1987, Blaðsíða 15
Hlíf
FRÉTTIR
Þorvaldur Heiðarsson smiður við vinnu í eldhúsi hinna nýju garða. Húsin eru að mestu tilbúin og verða afhent formlega
við skólaslit í búvísindadeild, 5. júnín.k. |Mynd gg.
Hvanneyri
Nýir garðar afhentir
Nemendur í búsvísindadeild og Bœndaskólinn sameinuðust um byggingu
nemendagarða. Fengu lán úr Byggingasjóði verkamanna. Flutt í húsin íhaust
Það er óhætt að segja að hús-
næðismál nemenda í búvísinda-
deild muni gjörbreytast með þess-
um nýju görðum. Fram til þessa
hefur verið nær ógjörningur fyrir
Gœslukonur
Fá ekkert
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins felldu í vikunni tillögu
fimm borgarfulltrúa minnihlut-
aflokkanna um að hækka laun
gæslukvenna á leikvöllum borg-
arinnar um einn launaflokk. Allir
borgarfulltrúar minnihlutans
greiddu tillögunni atkvæði sitt.
Borgarfulltrúarnir Kristín Á.
Ólafsdóttir, Össur Skarphéðins-
son, Bjarni P. Magnússon, Sig-
rún Magnúsdóttir og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir fluttu tillöguna
í kjölfar ákvörðunar borgarráðs
fyrir skömmu um að hækka laun
fóstra og þroskaþjálfa um tvo
launaflokka, en laun gæslu-
kvenna aðeins um einn launa-
flokk.
Sigurjón Pétursson Alþýðu-
bandalagi var ekki meðflutnings-
maður að tillögunni þar sem hann
er andvígur því að atvinnurek-
andi ákveði einhliða laun launa-
fólks, enda feli samningsréttur-
inn það í sér að aðilar komi sér
saman um laun. Sigurjón greiddi
tillögunni hins vegar atkvæði.
-gg
t.d. fjölskyldufólk að fá hér hús-
næði, sagði Þorgeir Hlöðversson
nemandi í búvísindadeild Bænda-
skólans á Hvanneyri í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Þorgeir er fulltrúi nemenda í
stjórn Nemendagarða búvísinda-
deildar á Hvanneyri, félags sem
stendur að byggingu garða fyrir
nemendur í búvísindadeild.
Bændaskólinn er stærsti aðilinn
að þessu félagi, en auk hans
standa samtök núverandi og fyrri
Kennara vantar
Kennara vantar aö Grunnskóla Þorlákshafnar.
Helstu kennslugreinar eru:
Mynd- og handmennt, íþróttir, tungumál, kennsla
yngstu barna.
Góð vinnuaðstaða og hagstætt húsnæði.
Upplýsingar veittar hjá formanni skólanefndar í
síma 99-3789 og hjá skólastjóra í síma 99-3910.
Tekið undir með
afkomutryggingu
Aðalfundur
Verkamannafélagsins
Hlífar í Hafnarfirði tekur
undir hugmyndir um
afkomutryggingu.
Launafólk standi saman í
þeirri kjarabaráttu sem er
framundan. Sigurður T.
Sigurðsson kosinn
formaður
„Við höfum lengi bent á það að
miða þurfí lægstu laun við ein-
hverja hærra launaða hópa, eða
greitt meðaltal launa í landinu.
Það skiptir engu hvort menn kalla
þessar hugmyndir afkomutrygg-
ingu eða eitthvað annað. Það sem
mestu skiptir er að hægt sé að
tryggja með einhverju mögulegu
móti aukinn launajöfnuð og um-
talsverða hækkun lægstu launa,“
sagði Sigurður T. Sigurðsson, for-
maður Verkamannafélagsins
Hlífar í Hafnarfírði, um hug-
myndir félagsins um afkomu-
tryggingu fyrir verkafólk.
I ályktun aðalfundarins segir
m.a. að verkalýðsfélögin verði nú
þegar að hefjast handa um að
knýja fram leiðréttan hlut lág-
launafólks. Bent er á að verka-
fólk hafi gengið með skarðan hlut
frá borði á yfirstandandi ári, þar
sem tekjuhærri hópar hafa knúið
fram launahækkanir, sem eru
langt umfram þær hækkanir sem
komið hafa á laun verkafólks.
Náist ekki samkomulag við at-
vinnurekendur um hliðstæðar
kjarabætur og aðrir hafa fengið,
bæði í samningum og launaskriði,
þá verða félögin að grípa til
harkalegra aðgerða, því annars
munu kjör verkafólks dragast
enn meira aftur úr en þegar er
orðið, segir í ályktun aðalfundar-
ins.
Á aðalfundinum var Sigurður
T. Sigurðsson kjörinn formaður
félagsins, í stað Hallgríms Péturs-
sonar, sem tekur við varafor-
mannsembættinu af Sigurði.
-RK
nemenda í búvísindadeild að fé-
laginu. Á grundvelli nýju hús-
næðislaganna fékk félagið lán úr
Byggingasjóði verkamanna og
framkvæmdir við garðana hófust
sl. haust. Ráðgert er að afhenda
húsin tvö við skólaslit í deildinni,
5. iúní n.k.
I hvoru húsi er ein íbúð og
fimm einstaklingsherbergi, auk
sameiginlegrar eldunaraðstöðu
og setustofu. Fyrstu íbúarnir
flytja í húsið í haust. -gg
Samvinnuskólinn á Bifröst
Tilkynning til prófasta,
sóknarpresta og safnað-
arstjóra.
Prófastar, sóknarprestar og safnaðarstjórar eru
minntir á að samkvæmt lögum um Þjóðskjala-
safn íslands nr. 66/1985, 6. grein, skal afhenda
safninu skilaskyld skjöl að jafnaði eigi síðar en
þegar þau hafa náð 30 ára aldri.
Minnt er á 3. grein laga nr. 3/1945, þar sem segir,
að kirkjubækur sóknarpresta skulu sendar
Þjóðskjalasafninu til varðveislu áður en 50 ár eru
liðin frá löggildingu þeirra, og má aldrei halda
þeim lengur en 15 ár frá því að þær eru fullritaðar.
Þá eru allir sem hafa með höndum eða vita um
embættisbækur og skjöl prófasta, presta og
kirkna, er engin skil hafa verið gerð á eindregið
beðnir að gera Þjóðskjalasafni Tslands aðvart.
Reykjavík 22. maí 1987.
Þjóðskjalavörður.
—
Vesturbœr
Bíða til
næsta árs
Borgarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins, Alþýðuflokks, Kvenna-
lista og Framsóknarflokks fluttu
á síðasta borgarstjórnarfundi til-
lögu þess efnis að hafin yrði starf-
semi skóladagheimilis í skóla-
hverfí Vesturbæjarskóla í haust.
Tillögunni var vísað til gerðar
fjárhagsáætlunar næsta árs.
Kristín Á. Ólafsdóttir Alþýðu-
bandalagi mælti fyrir tillögunni
og benti á að nú væri ekkert
skóladagheimili fyrir börn í þessu
skólahverfi, en þörfin væri brýn.
-gg
skólaheimili tvö námsár
undirbúningur undir störf og frama
þjálfun í félagsstörfum og framkomu
stúdentspróf
aZIE 31ZE
góð atvinnutækifæri
ágæt námsaðstaða og tölvubúnaður
kröftugt félagslíf
frekari menntunarleiðir
Inntökuskilyrði: Umsóknirsendist: Samvinnuskólinn
Tveggja ára framhaldsskólanámi lokið skólastjóri
— á viðskiptasviði eða með viðskiptagreinum Bifröst
— eða öðrum sambærilegum undirbúningi. 311 Borgarnesi
Umsóknarfrestur: 10. mars til ÍO. júní Upplýsingar í skólanum: Símar 93-5000/5001