Þjóðviljinn - 26.05.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.05.1987, Blaðsíða 8
Sigurgeir Þorgeirsson búfjárfrœc Þjóðviljinn heimsœkir tilraunabú Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Hesti í An fjárhúsum á aldrinum 20-40 ára. Fornaldaraðstaða, en niðurstöður tilrauna eru hagn neytenda. Sigurgeir Þorgeirsson: Nú átímumframleiðsluskerðingar skiptir meginmáli Sigurgeir með stoltinu sínu; forystuánni Hosu og afkvæmum hennar. íslenskt forystufé er gætt alveg sérstökum eiginleikum sem Sigurgeir segir að gangi í erfðir og hafi verið ræktaðir upp í gegnum aldirnar. Myndirgg. Nú á tímum samdráttar og framleiðsluskerðingar í sauðfjárrækt hefur það sjónarmið orðið æ algengara að rökrétt sé að draga úr tilraunum á þessu sviði í kjölfar samdráttar í framleiðslu. Sigurgeir Þorgeirsson búfjárfræðingurer alltannarrarskoðunar. Hann segir að þörfin fyrir öfluga rannsóknastarfsemi sem leiði til betri og hagkvæmari framleiðslu hafi aldrei verið meiri en einmitt nú. Þar er hann enda á heimavelli. Sigurgeir er í raun og veru doktor í vaxtarlífeðlisfræði og kjötgæðum frá Edinborgarhá- skóla, en honum finnst handhægara að nota orðið búfjárfræðingur. Hann vinnur að rannsóknum í sauðfjárrækt á tilraunabúi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Hesti í Andakflshreppi undir stjórn Stefáns Scheving Thorsteinsson- ar. Blaðamaður Þjóðviljans kom að Hesti fyrir skömmu. Sauðburður stóð þá sem hæst og heimafólkið í miklum önnum, en Sigurgeir tók blaðamanni vel og sá síðarnefndi spurði nánar út í gildi rannsókna á þessum síðustu og verstu tímum í sauðfjárrækt. Gœði og aukin hagkvœmni „Mér finnst það liggja í augum uppi að nú þegar menn mega ekki framleiða nema eitthvert ákveðið magn, skiptir það höfuðmáli fyrir viðkomandi bónda að fá sem mest út úr hverri einingu sem hann má framleiða. Við þær aðstæður sem við búum við nú skipta gæði framleiðslunnar meira máli en nokkru sinni fyrr. Ég nefni sem dæmi að missi bóndi dilk niður í O-flokk vegna of mikillar fitu, fær hann 12% lægra verð fyrir hann en ella. Það eru gæði og aukin hagkvæmni sem gera útslagið í sauðfjárrækt í dag.“ Og það er einmitt það sem Sigurgeir og félagar hans á Hesti eru að fást við. Tilraunabú var upphaflega stofnað á Hesti árið 1943, af landbúnaðardeild at- vinnudeildar Háskóla íslands. Markmiðið fyrstu árin var að rækta upp mæðiveikiþolinn fjárstofn auk þess sem stunda átti tilraunir sem lúta að ræktun og 8 SÍÐA —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.