Þjóðviljinn - 02.06.1987, Blaðsíða 1
Landsliðið
Sterkur hópur
Mœtir Austur-Þjóðverjum
ísland mætir Austur- úrslita í Evrópukeppni bikar-
Þjóðverjum á morgun á Laugar- hafa.
dalsvellinum I 3.riðli Evrópu- íslenski hópurinn er skipaður
keppni landsliða. Þrátt fyrir eftirtöldum leikmönnum:
sterkt lið Austur-Þjóðverja má Markverðir:
búast við spennandi leik og ís- Bjarni Sigurðsson, Brann.17
lenska liðið er með sterkasta Friðrik Friðriksson, Fram.8
m()(j Aðrir leikmenn:
Tv'ær breytingar hafa verið AgústMárJónsson.KE..............13
a < i-*- j ' * ArnorGuðjohnsen, Anderlecht ...24
gerðar á hðmu. Larus Guð- AsgcirSigurvinsson, Stuttgart....38
mundsson kemur mn fyrir Sigurð A tli Eðvaldsson, Uerdingen.43
Grétarsson sem er meiddur og GuðniBergsson, Val..........13
Pétur Arnþórsson í stað Péturs GunnarGíslason, Moss....28
Ormslevs. Lárus Guðmundsson, Uerdingen 14
Eins og flestum er í fersku ÓmarTorfason.Luzem.......25
minni töpuðu íslendingar gegn Pétur Arnþórsson,Fram....6
Austur-þjóðverjum á Karl Marx Petur i^etursson, KR . .••■■.•••33
c*. a*. ' a *. i i .• RagnarMargeirsson, Waterschei 24
Stadt i Austur Þyskalandi. Þa sigurðurJónsson, Sheff.Wed.11
leku Asgeir Sigurvinsson og Pet- Sævar Jónsson, Val...35
ur Pétursson ekki með. Á sgeir lá viðar Þorkelsson, Fram.8
í veikindum og Pétur í leikbanni.
Þeir verða báðir með á morgun. Forsala aðgöngumiða er í
f liði Austur Þjóðverja eru Austurstræti í dag og á morgun
m.a. fimm leikmenn Lokomotiv frá 12-18.
Leipzig sem léku gegn Ajax til -Ibe
V-Þýskaland
Stórleikur Páls
Frá Jóni H. Garðarssyni, fréttamanni ásamt Rathe og Schöne, með
Þjóðviljans í V-Þýskalandi: fimm mörk hver.
- , , , Dússeldorf sótti lengstum á
Páll Olafsson for a kostum þeg- brattann Qrosswaldstadt hafði
ar Dusseldorf sigraði yfirhöndina og leiddi { hálfleik,
Grosswaldstadt i fyrri urslitale|k 12_g En páU félagar náðu
liðanna í þýsku bikarkeppnmni i mjQg góðum endaspretti og
handbolta. tryggðu sér sigur.
Þetta var fyrri leikur liðanna og
Dússeldorf sigraði 22-21 og líklega verður róðurinn þyngri í
Páll var besti maður liðsins. þeim síðari, en þá er leikið á
Hann var einnig markahæstur heimavelli Grosswaldstadt.
V-Þýskaland
Offenbach
sigraði
Arnór Guðjohnsen og félagar
hjá Anderlecht tryggðu sér um
helgina Meistaratitilinn í Belgíu
með stórsigri, 5-0, gegn Berchem
á útivelli.
Arnór Guðjohnsen skoraði að
sjálfsögðu mark í þesum síðasta
leik og stóð sig mjög vel. Hann
hefur átt mjög stóran þátt í sigri
Anderlecht í deildinni. Hann var
markahæstur með 19 mörk og
valinn besti leikmaður deildar-
innar af stærsta dagblaði Belgíu.
Anderlecht hlaut 57 stig en
aðal keppinautarnir, Mechelen
sem höfnaðu í 2. sæti, hlutu 55
stig.
Það byrjaði ekki vel hjá Arnóri
þegar hann kom til Anderlecht.
Logi Bergmann Eiðsson
Hann var meiddur og gekk illa að
festa sig í sessi. En nú hefur hann
blómstrað og hróður hans borist
víða.
Udo Lattek, sem mun þjálfa
Köln á næsta ári, hefur lýst yfir
miklum áhuga á að fá Arnór.
Forráðamenn Kölnar vilja hins-
vegar frekar kaupa „nokkra“
leikmenn fyrir sömu upphæð. En
Udo Lattek er þekktur fyrir að
gefast ekki upp.
Arnór er nú kominn heim og
æfir með landsliðinu fyrir leikinn
gegn Austur-þjóðverjum á morg-
un.
„Þetta var virkilega gaman,
sérstaklega að vinna svona í síð-
ustu umferð, sagði Arnór í sam-
tali við Þjóðviljann í gær. Og það
spillti að sjálfsögðu ekki að vera
markakóngur.
Þetta er í raun fyrsta tímabilið
sem ég hef getað leikið með
Anderlecht á fullu. Ég gat lítið
leikið með vegna meiðsla, en nú
gekk það vel og ég missti aðeins
úr einn leik.
Ég hef áhuga á að vera í Belgíu
ef ég næ góðum samningi, en það
er möguleiki að ég fari til Kölnar.
Við eigum í viðræðum og Lattek
hefur sagt að hann hafi áhuga, en
það er bara að bíða og sjá.
Landsleikurinn leggst vel í mig
og ég hef trú á því að við náum
stigi eða stigum. Við erum sterkir
á heimavelli og ég vona bara að
sem flestir mæti.“
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9
Noregur
Basl hjá
Brann
Frá Baidri Pálssyni, fréttamanni Þjóðvilj-
ans í Noregi:
Bjarni Sigurðsson og félagar
hjá Brann áttu í mesta basli í
norsku bikarkeppninni. Þeir
mörðu þó sigur gegn Fana, sem
leikur í 4.deild, 1-0.
Brann átti í miklum vand-
ræðum og greinilegt að leikmenn
Fana ætluðu að selja sig dýrt. En
Bjarni og félagar höfðu þó sigur í
lokin.
Moss sigraði einnig sína and-
stæðinga sem voru Kvik úr
3.deild. Gunnar Gíslason lék
ekki með Moss.
Öll l.deildarliðin sigruðu sína
andstæðinga, en áttu þó mörg í
miklum vandræðum.
Meistari og mariiakóngur
Arnór meistari með Anderlecht og skoraðiflest mörk í
deildinni.
Belgía
Arnór Guðjohnsen, belgískur meistari og markakóngur, kominn heim til
að leika gegn Austur-Þjóðverjum. MyndtE.ÓI.
Guðmundur Steinsson og fé-
lagar hjá Kickers Offenbach eru á
hraðri leið upp í 2.dei)d í V-
Þýskalandi.
Þeir sigruðu Sandhausen, 2-0 í
úrslitakeppni um sæti í 2.deild.
Fjögur lið taka þátt í keppninni
og tvö þeirra fara upp. Offenbach
stendur nú vel, en þeir gerðu
jafntefli í fyrsta leiknum.
Guðmundur Steinsson kom
inná sem varamaður þegar
skammt var til leiksloka.
-Ibe
2.deild
Fullt hús Víkinga
Mark frá miðju!
Víkingur-ÍR 2-1 ★★ ★
Víkingar, sem nú verma efsta
sætið í 2.deild, áttu í miklu basli
með IR-inga, sem nú sitja á botn-
inum. Víkingar höfðu þó sigur og
eru því enn með fullt hús eftir
þrjár umferðir.
Leikurinn í gær var fjörugur og
bæði liðin sóttu stíft. Víkingar
voru sterkari framan af, en gekk
illa að færa sér það í nyt.
Á 10. mínútu náðu Víkingar
forystunni með undarlegu marki.
Staðan
I 2.deild í knattspyrnu
Víkingur................3 3 0 0 5-2 9
Þróttur................,3 2 0 1 6-4 6
Einherji................3 1 2 0 4-3 5
IBV.....................3 1115-54
KS......................3 1 1 1 4-4 4
Selfoss.................3 1114-54
iBl.....................3 1 0 2 5-5 3
Leiftur................3- 1 0 2 3-3 3
UBK.....................3 1 0 2 3-4 3
IR......................3 0 0 3 4-7 0
I___________________________
Þriðjudagur 2. júní 1987
Stefán Aðalsteinsson tók þá
aukaspyrnu frá miðju. Trausti
Ómarsson truflaði markvörð ÍR,
en inn fór boltinn án þess að
snerta nokkurn.
ÍR-ingar áttu einnig sín tæki-
færi, en Jón Otti Jónsson stóð sig
vel í marki Víkings.
ÍR-ingar jöfnuðu svo á 55.
mínútu. Páll Rafnsson fékk bolt-
ann í vítateig Víkinga og skoraði
af stuttu færi.
En Víkingar tryggðu sér sigur á
73.mínútu. Þá fékk Guðmundur
Pétursson boltann í vítateig ÍR og
skoraði með góðu skoti.
Leikurinn var nokkuð jafn,
ÍR-ingar gáfu ekkert eftir og voru
ekki langt frá því að ná stigi.
Hjá Víking voru þeir bestir
Atli Einarsson og Stefán Aðal-
steinsson sem var mjög sterkur í
vörninni og Jón Otti var góður í
markinu.
Hjá ÍR voru það Bragi Björns-
son og Heimir Karlsson sem voru
mest áberandi og Guðjón Ragn-
arsson átti góða spretti.
Maður leiksins: Stefán Aðal-
steinsson, Víking.
-Ibe