Þjóðviljinn - 02.06.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.06.1987, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTHR 3. deild Ömggt hjá Stjömunni / •• s Sigraði Aftureldingu. Sjö mörk í Árbœnum. Oruggt hjá IK Stjarnan hefur aldeilis byrjað af krafti í A-riðli 3.deildar. Þeir sigruðu ÍK í fyrsta leik og lögðu nú Aftureldingu að velli á útivelli, 1-3. Það var þó Óskar Óskarsson sem náði forystunni fyrir Aftur- eldingu snemma í leiknum. En Stjarnan sótti í sig veðrið og tvö mörk frá Valdimar Kristóferssyni og eitt frá Bjarna Benediktgssyni færðu þeim sanngjarnan sigur. ÍK, sem tapaði fyrir Stjörnunm um síðustu helgi, átti stórleik þegar þeir sigruðu Reynismenn, 4-1. Kópavogsbúarnir fengu ósk- abyrjun er Steindór Elísson skoraði eftir aðeins tvær mínútur. ívar Guðmundsson jafnaði fyrir Reyni úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik en rétt fyrir leikhlé náði Jón Hersir Elíasson foryst- unni fyrir ÍK á nýjan leik. ÍK-ingar gerðu svo útum leikinn með tveimur mörkum á síðustu fimm mínútunum. Hörð- ur Sigurðarson skoraði beint úr hornspyrnu! Reynir Björnsson innsiglaði svo sigurinn með marki með skalla eftir hornspymu. Fylkir vann stórsigur gegn Skallagrími, 7-0. Gunnar Orra- son skoraði tvö marka Fylkis og Ólafur Magnússon, Rúnar Vil- hjálmsson, Baldur Bjarnason, Orri Hlöðversson og Guðjón Reynisson eitt hver. Njarðvík og Leiknir skildu jöfn í baráttuleik. Jóhann Viðarsson náði forystunni fyrir Njarðvík, sá hinn sami og skoraði fjögur mörk gegn Létti. Albert Eðvaldsson jafnaði svo fyrir Njarðvík. Það vakti athygli að línuvörður fannst ekki þegar hefja átti leikinn og tafðist hann því um tæpan hálf- tíma. Haukar náðu forystunni gegn Grindavík með marki frá Arnari Hilmarssyni, en Grindavík sig- raði þó 3-1. Símon Alfreðsson, Hjálmar Hallgrímsson og Ólafur Ingólfsson skomðu mörk Grind- avíkur. Tveir leikmenn fengu að berja rauða spjaldið augum, Sig- urjón Dagfinnsson hjá Haukum og Helgi Bogason hjá Grindavík, báðir fyrir gróf brot. Staðan í A-riðli er þá þannig: Fylkir..... Stjarnan.... Grindavík.. Reynir..... ÍK......... Afturelding Njarövík. .. Leiknir.... Haukar..... Skallagríniur... ...2 2 ...2 2 ...2 1 ...2 1 ...2 1 ...2 1 ...2 0 ...2 0 ..2 C ...2 0 0 8-0 0 6-2 0 3-1 1 7-4 1 5-4 1 3-4 0 1-1 1 2-3 2 1-4 2 0-13 Einn leikur var í B-riðli og var það jafnfram fyrsti leikurinn í riðlinum. Tindastóll sigraði Þrótt Neskaupstað 1-0. Það var Eyjólf- ur Sverrisson sem skoraði sigur- markið. Sex leikmenn hafa skorað tvö mörk í 3.deild. Ólafur Magnús- son og Gunnar Orrason Fylki, Steindór Elísson ÍK, ívar Guð- mundsson Reyni, Óskar Óskars- son Aftureldingu og Valdimar Kristófersson Stjörnunni. -Ibe Vestmannaeyjar Tómas skoraði tvö ÍBV-UBK 3-1 (1-0) * * Tómas Pálsson er kominn aftur í lið Eyjamanna og ekki hægt að segja annað en hann hafi góð áhrif. Hann skoraði tvö mörk í sigri Vestmannaeyingar gegn Breiðabliki. Hann var þó ekki sérlega skemmtilegur leikurinn. Mikið rok á vellinum sem gerði leik- mönnum erfitt fyrir. Fyrri hálf- leikurinn var mjög daufur og að- l.deild kvenna Valur byrjar Sigraði Stjörnuna vel Valur hóf titilvörn sína í l.deild kvenna með sigri gegn Stjörn- unni, 3-0. Sigurinn var þó fullstór miðað við gang leiksins. Guðrún Sæmundsdóttir náði forystunni fyrir Val á 19. mínútu með marki úr aukaspyrnu. Hún endurtók þennan gjörning í síðari hálfleik er hún skoraði aftur beint úr aukaspyrnu, 2-0. Stjarnan átti einnig hættuleg færi og Margrét Sigurðardóttir átti skot í stöng úr aukaspyrnu. En á 73. mínútu skoraði Bryndís Valsdóttir þriðja mark Vals. Hún lék upp kantinn og skoraði af öryggi með föstu skoti. Leikurinn var nokkuð góður. Guðrún Sæmundsdóttir og Ragn- heiður Víkingsdóttir áttu góðan leik fyrir Val. Hjá Stjörnunni voru Erla Rafnsdóttir og Magnea Matthíasdóttir mest áberandi. Magnea varð þó að yfirgefa leikvöllinn í síðari hálfleik eftir að hafa fengið krampa. PÁ léku einnig ÍBK og KR og sigruðu KR-ingar, 2-0. Helena Ólafsdóttir náði foryst- unni á 10. mínútu og Kristín Hreinsdóttir bætti öðru marki við á75. mínútu. KR-ingar voru mun sterkari og Keflvíkingar komust ekki í hættuleg færi. Það munar miklu að Katrín Eiríksdóttir leikur ekki með Keflavík og mun ekki leika með í sumar sökum meiðsla. -Ibe ÍÞRÓTTIR eins hægt að tala um eitt færi. Það kom um miðjan hálfleikinn og úr því fyrsta mark ÍBV. Bergur Ág- ústsson lék upp kantinn og gaf fyrir á Tómas sem skoraði af stuttu færi. Vestmannaeyingar sóttu held- ur meira í síðari hálfleik, en ekki gekk þeim vel að koma sér í færi. Á 55.mínútu kom svo annað marki. Bergur fékk þá boltann við vítateig og skoraði með þrumuskoti í hliðarnetið. Laglegt mark og vindurinn hjálpaði til. Ekki batnaði útlitið hjá Blik- um á 80.mínútu. Eftir þvögu við mark þeirra náði Tómas Pálsson boltanum og skoraði auðveld- lega. En Rögnvaldur Rögnvaldsson minnkaði muninn fyrir Breiða- blik þegar fjórar mínútur voru til ieiksloka með marki á stuttu færi. Ingi Sigurðsson og Bergur Ág- ústsson voru bestu menn í liði ÍBV og gamla kempan Tómas Pálsson átti einnig góðan leik. Ólafur Björnsson var sá eini sem stóð uppúr slöku liði Breiðabliks. Maður leiksins: Ingi- Sigurðs- son, ÍBV. Jón Grétar Jónsson skorar fyrsta mark Vals gegn Keflavík. Á innfelldu myndinni skorar Sigurjón Kristjánsson þriðja mark Vals, snemma í síðari hálfleik. Mynd:E.OI. l.deild Sýning á Hlíðarenda Ótrúlegir yfirburðir Valsmanna. Fimm mörk á tólfmínútum í Valsmenn sýndu hvers þeir eru megnugir er þeir tóku Kefivíkinga í kennslustund á Hlíðarenda. Leiknum lauk með sigri Vals, 7-1! Ótrúlegar tölur, en vart hægt að segja annað en það sé verðskuldað. Valsmenn sýndu hreint ótrúlega yfirburði og á köflum þurfti nokkurt ímyndurnarafl til að sjá, að tvö lið væru á vellinum. Valsmenn fóru á kostum og Keflvíkingar, sem þó eru með gott lið, áttu í vök að verjast allan leikinn. Það var ljóst strax í byrjun að Vals- menn ætluðu sér stóra hluti. Þeir léku mjög vel og sóttu stanslaust. Á 6. mín- útu skoruðu þeir laglegt mark sem var dæmt af sökum rangstæðu. Stuttu síð- ar fengu þeir dauðafæri og a.m.k. fimm Valsmenn reyndu skot á mark- ið, en inn vildi boltinn ekki. Það var ekki fyrr en seint í síðari hálfleik að fyrsta markið kom. Hilmar Sighvatsson lék þá í gegnum vörn ÍBK og gaf fyrir á Jón Grétar Jónsson sem skoraði með föstu skoti. Þremur mínútum síðar bætti Guðni Bergsson öðru marki við með skalla, eftir hornspyrnu frá Ámunda Sig- mundssyni. hálfleik var staðan 2-0 Vals- mönnum í vil, en með smá heppni | hefðu mörkin getað orðið mun fleiri. Valsmenn hófu síðari hálfleikinn , rétt eins og þeir enduðu þann fyrri, í | sókn. Jón Grétar komst einn í gegn, en Þorsteinn Bjarnason varði skot hans mjög vel. Á 57. mínútu bættu Valsmenn þriðja markinu við. Valur Valsson tók , hornspyrnu og þaðan barst boltinn til ' Sigurjóns Kristjánssonar sem skoraði með skalla. Um miðjan síðari hálfleik fengu Keflvíkingar sitt besta færi. Eftir hornspyrnu barst boltinn út til Sigur- jóns Sveinssonar, en Guðmundur Hreiðarsson sá við skoti hans og varði með fætinum og þaðan fór boltinn í , þverslá og yfir. i Magni Pétursson átti þrumuskot af 25 metra færi sem Þorsteinn varði mjög vel, sló boltann í slá. Síðustu tólf mínúturnar komu fimm , mörk. Jón Grétar óð upp vinstri kant- | inn og gaf boltann fyrir. Hann fór í Ægi Kárason, Keflvíking, og þaðan í i netið, 4-0. Fimm mínútum síðar kom fimmta markið. Boltinn barst til Vals Vals- sonar, eftir hornspyrnu, og hann þrumaði honum í netið, 5-0. Næsta mark kom tveimur mínútum síðar. Valur gaf fyrir og Keflvíkingum mistókst að hreinsa frá. Sigurjón beið rólegur eftir boltanum og skoraði svo með föstu skoti, 6-0. En á 87. mínútu minnkuðu Keflvíkingar muninn. Peter Farrel braust í gegnum vörn Vals og gaf fyrir á Frey Bragason sem skoraði af stuttu færi, 6-1. Valur Valsson innsiglaði svo sigur- inn á lokamínútunum með marki af stuttu færi eftir sendingu frá Jóni Grétari. Valsmenn bókstaflega fóru á kost- um í þessum leik. Þeir réðu lögum og lofum á vellinum og aldrei spurning um hvorum megin sigurinn hafnaði. Liðið náði vel saman og sóknirnar hættulegar. Jón Grétar Jónsson og Valur Vals- son áttu báðir einstaklega góðan leik. Jón Grétar á fullri ferð allan tímann og Valur mjög útsjónarsamur og átti þátt í flestum mörkunum. Guðni Bergsson og Sævar Jónsson voru sterkir í vörn- inni auk Þorgríms Þráinssonar. Þá átti Ingvar Guðmundsson einnig góðan' leik. Hjá Keflavík mæddi mest á Þor- steini Bjarnasyni og stóð hann sig vel og Sigurjón Sveinsson átti ágæta spretti. Aðrir leikmenn náðu sér ekki á strik, en Keflavíkurliðið getur gert betur en þetta. -Ibe Valur-ÍBK 7-1 (2-0) ★ ★ ★ ★ Valsvöllur 31. mal Dómari: Bragi Bergmann ★ Áhorfendur 1050 1-0 Jón Grétar Jónsson (35.min), 2-0 Guöni Bergsson (38.min), 3-0 Sigur- jón Kristjánsson (57.min), 4-0 Ægir Kárason sjálfsm. (78.mín), 5-0 Valur Valsson (82.mín), 6-0 Sigurjón Krist- jánsson (84.min), 6-1 Freyr Bjarnason (88.mín), 7-1 Valur Valsson (89.mín). Stjörnur Vals: Jón Grétar Jónsson ★ ★ Valur Valsson ★ ★ Guöni Bergsson ★ Ingvar Guömundsson ★ Sævar Jónsson ★ Stjörnur ÍBK: Þorsteinn Bjarnason ★ Mikið skorað í 4.deild Níu mörk á Bolungarvík. Grótta sigraði nágrannana. Sjö mörkKeynis. Hvöt heldur hreinu. Jóhannmeðfjögur Vinningstölurnar 30. maí 1987 Heildarvinningsupphæö: 4.943.246,- 1. vinningur var kr. 2.476.368,- og skiptist hann á milli 3ja vinningshafa, kr. 825.456,- á mann. 2. vinningur var kr. 742.298,- og skiptist hann á 422 vinningshafa, kr. 1.759,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.724.580,- og skiptist á 10452 vinningshafa, sem fá 165 krónur hver. Upplýsingasfmi: 685111. 532 veiyu, en nest lið léku aðra umferð nú um helgina. Ármenningar sigruðu Stokkseyri í A-riðli 2-0. Leikurinn var allur hinn rólegasti og Gylfi Orrason og Arnar Unnarsson skoruðu mörk Ármanns. Þá gerðu Grundarfjörður og Ár- vakur jafntefli 1-1 í jöfnum leik. Gunnar Ragnarsson skoraði mark Grundarfjarðar en Ólafur Ólafsson skoraði mark Árvakurs, en þeir áttu m.a. skot í stöng. Árvakur er því í efsta sæti í A-riðli með 4 stig og Stokkseyri og Ármann í 2.-3. sæti með þrjú stig. Grótta lagði nágrannana Grótta sigraði Hvatbera í leik nág- ranna á Seltjarnarnesi. Grótta var heldur sterkari og komst í 3-0. Hvat- berar gáfust þó ekki upp og minnkuðu _______n í 3-2, en Grótta bætti svo við 4. markinu seint í síðari hálfleik. Bernharð Petersen, sem skoraði bæði mörk Gróttu í 1. umferð Mjólkurbik- arsins, skoraði tvö mörk og Arnþór Gylfi Árnason og Kjartan Steinsson eitt hvor. Mörk Hvatbera skoraði Þór Ómar Jónsson. Skotfélag Reykjavíkur vann stór- sigur gegn Víking, Ólafsvík, 4-0 á úti- velli. Agnar Hansson, Snorri Már Skúlason, Þorfinnur Ómarsson og Arnar Sigurbjartsson skoruðu mörk Skotfélagsins. Grótta er í efsta sæti í B-riðli með 6 stig úr tveimur leikjum, í 2.-3. sæti Hvatberar og Skotfélag Reykjavíkur með 3 stig úr tveimur leikjum. Rafn Rafnsson skoraði þrjú mörk í stórsigri Snæfells gegn Höfnum, 5-1. Hin mörk Snæfells gerðu þeir Bárður Eyþórsson og Lárus Jónsson. Mark Hafna gerði Halldór Halldórsson. Hveragerði sigraði Víkverja í bar- áttuleik. Það var Ólafur Jósefsson sem skoraði sigurmark Hveragerðis snemma í leiknum. Hveragerði hefur hlotið 6 stig úr tveimur leikjum, en í 2.-3. sæti eru Víkverji og Snæfell með 3 stig. Bolungarvík vann stórsigur á Bíldu- dal, 9-0. Jóhann Ævarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk. Her- mann Jónsson skoraði tvö mörk og þeir Jóhann Hákonarson, Svavar Ævarsson, og Jón Kristjánsson eitt hver. Reynismenn unnu einnig stórsigur gegn Höfrungum, 7-0. Jóhannes Ól- afsson og Vilhjálmur Matthíasson skoruðu tvö mörk hvor og þeir Ólafur Birgisson og Hálfdán Óskarsson eitt hvor, auk sjálfsmarks heimamanna. i Badmintonfélag ísafjarðar lék tvo leiki í vikunni og gerði jafntefli í þeim báðum. Gegn Geislanum 1-1 og Gegn Bíldudal 2-2. Það voru Egill Fjeldsted og Viðar Ástvaldsson sem skoraðu mörk Bfldudals. Reynir er í efsta sæti í D-riðli með 6 stig úr tveimur leikjum og Bolungar- vík í 2. sæti með 3 stig. Hvöt frá Blönduósi vakti mikla at- hygli fyrir að fá ekki á sig mark í unda- nkeppninni í fyrra. Þeir halda uppt- eknum hætti og hafa ekki fengið á sig mark í tveimur fyrstu leikjunum. Þeir sigruðu Svarfdæli 2-0 með mörkum frá Páli Jónssyni og Ásgeiri Valgeirssyni. Þá gerðu Kormákur og Neisti jafn- tefli, 0-0. Höttur sigraði Súluna 6-0. Hilmar Gunnlaugsson skoraði tvö mörk og þeir Jóhann Sigurðsson, Heimir Þor- steinsson, Kjartan Guðmundsson og Ámi Jónsson eitt hver. Þórir Ólafsson skoraði tvö mörk þegar Huginn sigraði Hrafnkel, 5-1. Birgir Guðmundsson og Sveinbjörn Jóhannsson skoruðu sitt markið hvor og gestirnir læddu inn einu sjálfs- marki. Leiknir sigraði Val Reyðarfirði, 4-2 á útivelli. Árni Gíslason, Frosti Magnússon, Jóhann Jóhannsson og Kristmann Larsson skoruðu mörk Leiknis, en Aðalsteinn Þorvaldsson og Aðalsteinn Böðvarsson skoraðu mörk Vals. Markahæstu menn í 4.deild: Jóhann Ævarsson, Bolungarvík....5 Páll J ónsson, Hvöt.............4 Ólafur Birgisson, Reynir Hnífsdal... 4 ÞórÓmarJónsson,Hvatberum........3 Ólafur Jósefsson, Hveragerði....3 Rafn Rafnsson, Snæfelli.........3 Jón Kristjánsson, Bolungarvík...3 -Ibe l.deild Storleikur Framara Fóru á kostum gegn Skagamönnum Framarar virðast loksins vera komnir í gang. Eftir tap í síðustu leikjum náðu þeir loks saman og sigruðu Skagamenn sannfærandi, 3-1 á Akranesi. Það var aðeins fyrstu mínút- urnar sem Skagamenn áttu möguleika. Og reyndar byrjuðu þeir vel. Friðrik Friðriksson, markvörður Fram hrinti frá sér í vítateignum og Skagamenn fengu vítaspyrnu. Heimir Guðmunds- son skoraði af öryggi. Staðan i 1-deild i knattspyrnu KR 2 2 0 0 4-0 6 Valur 2 1 1 0 8-2 4 Þór 2 1 0 1 3-2 3 Fram 2 1 0 1 4-4 3 KA 2 1 0 1 1-1 3 2 1 0 1 3-4 3 IA 9 2 1 0 1 2-3 3 IBK 2 1 0 1 5-9 3 Víðir 2 0 1 1 1-2 1 FH 2 0 0 2 0-4 0 Eftir markið komu Framarar meira inní leikinn og smátt og smátt náðu þeir undirtökunum. Jöfnunarmarkið kom á 29.mínútu. Viðar Þorkelsson skoraði með skalla eftir góða aukaspyrnu frá Pétri Ormslev. Laglega gert. Það sem eftir var leiksins sóttu Framarar. Birkir Kristinsson varði vel skot frá Pétri Arn- þórssyni og skömmu síðar náði Fram forystunni. Arnljótur Dav- íðsson fékk sendingu innfyrir vörn ÍA og skoraði af öryggi. Stuttu síðar átti Pétur Ormslev gott skot yfir. Framarar voru einnig sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Pétur Arnþórsson óð í færum, átti m.a. skot í slá og Janus Guðlaugsson átti þrumuskot sem Birkir varði vel. Það var svo um miðjan síðari hálf- leik að þriðja markið kom. Pétur Ormslev skoraði með skalla eftir góða sendingu frá Ormari Ör- lygssyni. Rétt fyrir leikslok átti Orm- arr gott færi en Birkir varði vel frá honum. Framarar náu loks að sýna sitt rétta andlit. þeir léku mjög vel og munaði miklu að þeir fóru loks að skora. Pét- ur Ormslev og Pétur Arnþórsson áttu báðir mjög góðan leik og Janus Guð- laugsson var sterkur á miðjunni auk Viðars Þorkelssonar. Hjá Skagamönnum var Birkir í markinu besti maður, en aðrir langt frá sínu besta. Vart hægt að sjá að þetta væri sama lið og sigraði Fram í meistarakeppninni. ÍA-Fram 1-3 (1-2) * * * Akranesvöllur 30. maí Dómari:Eyjólfur Ólafsson * * Áhorfendur 916 1 -0 Heimir Guðmundsson (8.mín), 1-1 Viðar Þorkelsson (29.mín), 1 -2 Arnljót- ur Davíðsson (38.mín), 1-3 Pétur Ormslev (65.mín) Stjörnur ÍA: Birkir Kristinsson * Stjörnur Fram: Pétur Ormslev * * Pétur Arnþórsson * Janus Guðlaugsson * Viðar Þorkelsson * Gunnar Beintelnsson svífur inn af línunni og skorar eitt fimm marka sinna. Mynd:E.ÓI. Handbolti Með tvö mörk til Noregs Sigruðu Norðmenn í baráttuleik með tveggja marka mun ísland sigraði Noreg 21-19 í sveifiukenndum baráttulcik í Hafnarfirði á sunnudag. Þessi leikur var hinn fyrri um sæti í Heimsmeistarakeppni U-21 árs landsliða, en sá síðari verður í Noregi um helgina. Það er ekki mikið veganesti tvö mörk og róðurinn verður því án efa þungur fyrir íslenska lands- liðið U-21 árs í Noregi. ísland byrjaði vel og náði góðu forskoti, 4-1. Þá komu fjögur mörk í röð frá Norðmönnum, 4- 5. Þá small íslenska liðið saman og Bergsveinn Bergsveinsson bókstaflega lokaði íslenska markinu. Þetta var mjög góður kafli hjá íslenska liðinu og tókst þeim að halda fimm marka forskotinu fram að leikhléi. í síðari hálfleik náðu Norð- menn að minnka muninn í þrjú mörk, 15-12. íslendingar tóku þá við sér á nýjan leik og skoruðu tvö mörk í röð. Þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan 21-17, fs- lendingum í vil. En Norðmenn skoraðu tvö síðustu mörkin og skáru allverulega niður veganesti íslendinga. íslenska liðið lék nokkuð vel, en vantaði tilfinnanlega stöðug- leika. Þrátt fyrir gott forskot tókst þeim ekki að sigra með nema tveggja marka mun. Þá settu dönsku dómararnir strik í reikninginn á lokamínútunum með undarlegum dómum og end- uðu á því að gefa Viggó Sigurðs- syni rautt spjald fyrir að mót- mæla. Bergsveinn Bergsveinsson átti stórleik í markinu og varði mjög vel, þ.á m. þrjú vítaköst. Þeir Bjarki Sigurðsson og Einar Ein- arsson áttu einnig góðan leik auk Gunnars Beinteinssonar. Hjá Norðmönnum var það Rune Erland sem var mest áber- andi. Hann lék með U-18 ára landsliðinu á Norðurlandamót- inu og var þó kosinnn besti sókn- arleikmaður mótsins. Vel að þeim titli kominn. Mörk íslands:Einar Einarsson 6, Gunnar Beinteinsson 5, Héðinn Gils- son 3, Bjarki Sigurðsson 3, Árni Frið- leifsson 1, Pétur Petersen 1 og Stefán Kristjánsson 1. Schönfeldt og Erland skoruðu flest mörk Norðmanna, fjögur hvor. 10 SfDA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 2. júní 1987 Þrlðjudagur 2. júní 1987 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.