Þjóðviljinn - 07.08.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.08.1987, Blaðsíða 3
 F8ETFBR Húsnœðislánakerfið LeggiðlST hliðar Björn Þórhallsson, varaforsetiASÍ: Kerfið ekki sprungið. Biðlistarnir eðlilegir. Fólk áþess nú kost að leggjafyrir og ávaxta sittfé og leggja með sér til húsnæðiskaupa. Vissir agnúar á lögunum. Nýja kerfið óneitanlega betra Menn mega ekki verða orð- sjúkir og tala gífuryrt. Ýms- ir aðilar hafa haldið þvi fram að húsnæðislánakerfið væri sprung- ið og annað þaðan af verra. Þetta hefur bæði verið notað sem uppsláttar- og æsingamál í kosn- ingabaráttunni. Vissulega skapar það erfiðleika að menn þurfi að bíða lengi eftir lánum, en ég hef ekki talið að kerfið væri sprung- ið, sagði Björn Þórhallsson, vara- forseti Alþýðusambandsins. - Ég hygg að margar þeirra um- Hafnargallcrí í Hafnarstræti er tiltölulega nýtt gallerí í borg- inni. Það er til húsa á annarri hæð fyrir ofan Bókabúð Snæbjarnar sem Mál og menning rekur nú. I sumar hefur í galleríinu verið röð Thorsplanið Áfrýjun frestað Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði: Bœjarráð vill leita álits lögfrœðinga áðuren ákvörðun verður tekin um áfrýjun. Dómsforsendur Bœjarþingsins fráleitar - Menn vilja skoða þetta mál nánar og leita álits fleiri lögfræð- inga, áður en ákvörðun verður tekin um áfrýjun, sagði Guð- mundur Árni Stefánsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, að afloknum bæjarráðsfundi í gær, þar sem úrskurður Bæjarþings Hafnar- fjarðar um að bæjarsjóði beri að greiða Landsbankanum 37,1 milljóna króna í bætur fyrir eignarnám á Thorsplani var með- al umræðuefna. - Kveldúlfur keypti lóðina á sínum tíma undir ákveðna starf- semi og framkvæmdir, sem aldrei urðu og síðan kemst lóðin í hend- urnar á Landsbankanum. Ef þetta hefði gerst núna hefði lóðin verið leigð undir ákveðna starf- semi en ekki seld. Fullnægi lóð- arleigjandi ekki leigusamningi gengur samningurinn til baka og lóðin er hispurslaust tekin af hon- um. Það sem er fyrst og fremst frá- leitt við þennan úrskurð Bæjar- þingsins, er eignarmat lóðarinn- ar. Það er ekkert mið tekið af upphaflegri verðlagningu og núg- ildandi arðsemissjónarmiðum. Verðmæti lóðarinnar byggist ekki á framkvæmdum lóðar- eiganda heldur framkvæmdum bæjarins, sagði Stefánsson. sókna sem komið hafa fram séu frá fólki, sem ekki er búið að fast- ákveða sig, enda gera lögin ráð fyrir því að menn komist á sinn biðlista og undirbúi sig vel. Það er ekki óeðlilegt að yngra fólk sem hyggur á húsnæðiskaup reyni að safna sér einhverju eigin fé - auðvitað er ekki allt lánað. Nú geta menn lagt til hliðar og ávaxt- að sitt pund og það er mjög eðli- legt að menn geri það. Ég álít að þetta sé ekki eins hrikalegt mál og menn vilja gera sýninga ungra myndlistarmanna nýútskrifaðra úr Myndlista- og handíðaskóla íslands. Elsa Stefánsdóttir er forstöðu- maður gallerísins og sagði hún að þegar Mál og menning yfirtók bókaverslunina fyrir um það bil ári hafi húsnæðið uppi staðið al- gerlega ónýtt. „Anna Einarsdóttir fram- kvæmdastjóri verslunarinnar bauð mér að gerast forstöðumað- ur einhvers konar gallerís hérna uppi og gaf mér alveg frjálsar hendur með það og galleríið opn- aði svo í júní síðast liðnum. Mig langaði til að hafa hér nokkurs konar nemendagallerí en nem- endur mega ekki sýna opinber- lega á meðan þeir eru í námi svo ég tók þá stefnu að gefa nýút- skrifuðum myndlistarmönnum köst á að sýna hérna. Það má segja að þau hefji feril sinn sem listamenn hér. Þetta er geysilega gaman og hefur gengið vel, það hafa komið allt að 60 manns hingað upp á dag. Aðalmarkmiðið er að sjálf- sögðu að gefa götunni og verslun- inni meira líf og ég held að það hafi tekist.“ Nú er verið að taka niður sýn- ingu þriggja myndlistarkvenna í galleríinu og Haraldur Jónsson að opna nýja sýningu. Haraldur Framkvæmdir við byggingu ratsjárstöðvarinnar á Bola- fjalli fóru seint af stað í vor vegna snjóalaga. Eitthvað stóð á teikningum og ennfremur var eitthvert karp á milli hersins og íslenskra aðalverktaka um kostn- aðinn, og segja mér mínar heim- ildir að það sé orðið að venju með nokkurra ára millibili að herinn kvarti yfir miklum kostnaði ísl- enskra milliliða sem vinni verk fyrir hann,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, bæjarfulltrúi Al- úr því. Mér finnst ekkert óeðli- legt að fólk sem er að stofna til heimils taki sér ofurlítinn tíma þar til það getur eignast íbúð. Fólk þarf auðvitað að hafa eitthvað milli handanna til að festa sér íbúð, sagði Björn Þór- hallsson. - Það er ekkert vafamál að núgildandi husnæðislánakerfi er miklu betra en það sem var. Bæði er að miklu meira fé er til ráðstof- unar en áður var og lán eru meiri hluti kaupverðs og byggingark- er nýútskrifaður úr Myndlista-.og handíðaskólanum eins og aðrir sýnendur í sumar en heldur til framhaldsnáms í Kúnstakademí- una í Dusseldorf á komandi hausti. Hann sýnir fjóra skúlp- túra, bók og videomynd og eru öll verkin ein heild sem ber nafn- ið GENESIS EROTICAE. Har- aldur segir þetta viðfangsefni þýðubandalagsins í Bolungarvík. Að sögn Kristins verður lokið við að steypa upp 1200 fermetra aðalhús stöðvarinnar í sumar. Auk þess verður unnið við bygg- ingu á olíugeymum, þyrluflug- palli, vatnstönkum og vegi frá Skálavíkurheiðinni og niður í bæ. Töluvert af vinnuafli úr Bolung- arvík vinnur við þessar fram- kvæmdir, sem auk framkvæmda heimamanna hefur skapað geysi- lega þenslu á vinnumarkaðinum. Sagði Kristinn að stjórn Verka- ostnaðar en í gamla kerfinu. Vissulega eru agnúar á lögunum. En það var ljóst, að jafn viða- mikill lagabálkur og húsnæðism- álalögin þyrftu að fá sinn reynslutíma áður en í ljós kæmi hvar þyrfti að slípa þau til og sníða af agnúa. Það er vitanlega brotalöm á lögunum að menn sem eiga fleiri en eina íbúð fyrir geti gengið í húsnæðislánakerfið, meðan öðrum er vikið til hliðar, sem ekki eru eins vel settir, sagði Björn Þórhallsson. -rk vera sér hugleikið og megi segja að mottó sýningarinnar sé: í upp- hafi var orðið og orðið varð form. í hverju verki á sýningunni eru tvö element sem ganga inn í eða út úr hvort öðru, samruni efnis og forms segir Haraldur. Verkin eru unnin í tré, járn og grafikliti. mannabústaðanna í Víkinni hafi hugsað sér að láta gera vissar endurbætur á þeim í sumar, en orðið frá að hverfa vegna þess að tilboð sem bárust í verkið voru of há. Helstu framkvæmdir í Bolung- arvík í sumar eru meðal annars stækkun grunnskólans um 1500 fermetra, þekjur á hafnargarð- inn, að ógleymdum framkvæmd- um Vegagerðar ríkisins á Óshlíð, en þar er verið að reisa vegaskála umferðinni til heilla. grh Afþreying Blóin í sókn Dauflegtframan afsumri „vegna veðurs” „Aðsóknin hefur að mörgu leyti verið lík og undanfarin ár, en þó hefur fyrripartur sumars verið með slakara móti, enda hef- ur það sýnt sig að þegar veðrið er gott koma fáir í bíó,“ sagði Frið- bert Pálsson formaður Félags kvikmyndahúsaeigenda, þegar Þjóðviljinn leitaði frétta af að- sókninni. „Aðsóknin er mjög góð núna, en venjulega nær hún hámarki í ágústiok og septemberbyrjun þegar skólarnir eru að byrja,“ sagði Friðbert. „Á hinn bóginn hefur útleiga á myndböndum dottið verulega niður í sumar, og svo virðist að Stöð tvö bitni meira á myndabandaleigunum en að- sókn kvikmyndahúsanna,” sagði Friðbert. „Þetta hefur verið frekar dauft, en þó er júlímánuður mun skárri en júní,“ sagði Póroddur Stefánsson í Vídeóhöllinni í Lág- múla um útlán myndbanda í sumar. „Það er ekki spurning að Stöð tvö dregur frá okkur, en þar við bætist að kvikmyndahúsin eru rétthafar að mörgum myndum og draga það mjög að gefa þær út. Það kemur óhjákvæmilega niður á okkur,“ sagði Þóroddur, „enda virðist það vera stefnan hjá þeim að halda myndbandaleigunni sem mest niðri.“ HS Skák Indverjinn vann Þrösturí 18. sætiá Filippseyjum Indverjinn Anand varð heimsmeistari unglinga á mótinu í Baguio á Filipsseyjum sem lauk um verslunarmannahelgina, fékk 10 vinninga. Þröstur Þórhallsson var í 18. sæti með 7 vinninga en Hannes Hlífar Stefánsson, heimsmeistari unglinga undir 16 ára, mætti of- jörlum sínum og lenti í 45. sæti með 5 vinninga. í öðru sæti mótsins var Tsjuk frá Sovét með 9V2 vinning, landi hans Serper þriðji. Laugarvatn Skjala- verðir þinga Endurgerð horfínna skjala- safna, skjalasöfn sveitarstjórna og vísindaleg not af tölvuvæddum skjalasöfnum í nútímastjórn- sýslu. Þetta verða meginviðfang- sefni norrænna skjalavarða á þingi sem í gær hófst á Laugar- vatni, hinu fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Þjóðskjalasafnið sér um skip- ulagninguna hér, en þingið mun óvenju fjölmennt, alls um 160 manns af öllu norrænu þjóðerni. Menntamálaráðherra tekur á móti ráðstefnugestum á laugar- dag á Þingvöllum, og forsetinn tekur á móti þeim að ráðstefnu lokinni. Þetta er 15. þing norrænna skjalavarða, en þau eru haldin þriðja hvert ár. 1 undirbúnings- nefnd eru Aðalgeir Kristjánsson, Jón Böðvarsson og Vigdís Jóns- dóttir. -m Myndlist Listaverk á loftinu Ungir myndlistarmenn í nýju galleríi. Nýtt gallerí á hœðinni ofan við Snæbjörn í Hafnarstræti Haraldur Jónsson við eitt verka sinna í Hafnargalleríinu. (Mynd: Sig) Bolungarvík Ratsjárstöðin steypt upp Kristinn H. Gunnarsson: Mikið um stórframkvœmdir. Þensla á vinnumarkaði Föstudagur 7. ágúst 1987!ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.