Þjóðviljinn - 07.08.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.08.1987, Blaðsíða 6
VIÐHORF B-3 vítamín og áfengisfíkn Athugasemd við ummæli Óttars Guðmundssonar læknis Ævar Jóhannesson skrifar Föstudaginn 31. júlí s.l. var á baksíðu Þjóðviljans stutt grein með nafninu „B-3 vítamín. Lyf við áfengislöngun.” Greinin var undirrituð af blaðamanni Þjóð- viljans g.r.h. Þar sem efni þessarar greinar er þeim er þetta ritar nokkuð við- komandi finnst honum óhjá- kvæmilegt að gera athugasemd við ummæli Óttars Guðmunds- sonar læknis um B-3 vítamín og áfengisfíkn. Forsaga málsins er sú að á síð- asta ári kom löng grein í kanad- íska vísindatímaritinu „Journal of Orthomolecular Medicine” eftir lækninn John P. Cleary um rannsóknir vísindamanna víða um heim á orsökum áfengisfíknar og líffræðilegar ástæður þess að sumir einstaklingar virðast ánetj- ast áfengi en aðrir ekki. Niðurstöður þessara rann- sókna og nokkurra læknisfræði- legra tilrauna sem á eftir fylgdu var sú að sumir einstaklingar virðast af einhverjum ástæðum þarfnast miklum mun meira B-3 vítamíns í fæðu en eðlilegt er talið ef þeim á að líða vel. Þessir sömu einstaklingar leiðast gjarnan út í ofnotkun áfengis því efnasam- bönd sem myndast við niðurbrot áfengis tengjast taugastöðvum í heila þeirra á Iíkan hátt og efna- sambönd sem myndast úr B-3 vít- amíni og koma í stað þeirra. Undirritaður þýddi og endur- sagði hluta umræddrar vísinda- greinar og var sú grein birt í tíma- ritinu „Hollefni og heilsurækt”, 3.-4. tbl. 1986. Greinin er of löng til að birta hana hér en þeim sem áhuga hefðu á að kynna sér efni hennar er bent á að þetta blað er ennþá fáanlegt hjá Heilsuhringnum sem gefur blaðið út, sími 44499 og sennilega einnig í einhverjum heilsufæðubúðum. Prófanir á áfengissjúklingum sýndu að með því að gefa þeim stóra skammta af B-3 vítamíni hvarf áfengisfi'kn þeirra að mestu og fráhvaifseinkenna gætti lítið sem ekkert. Blaðamaður Þjóðviljans átti stutt viðtal í síma við undirritað- an um efni þessarar greinar og geri ég ekki neinar athugasemdir við það sem eftir mér er haft í greininni í Þjóðviljanum. Einnig átti blaðamaður viðtal við Óttar Guðmundsson lækni á Vogi um sama efni en hann sagði m.a. í viðtalinu: að þetta væri ein af þessum bólum sem annað slagið kæmu upp hér á landi—” og einnig: „Áfengissýkin er fiók- ið samspil margra samverkandi þátta og við henni er ekki til nein allsherjarlausn. Ef hún væri til þá væri heimurinn annar en hann er í dag hvað áfengisvandamálið varðar, en þetta með B-vítamínið er ekkert nýtt. Það er talað um að ef maður tekur inn C-vítamín fái maður ekki kvef og ef karlmaður tekur inn E-vítamín þá geti hann haldið getnaðarlim sínum stinn- um svo og svo lengi.” Tilvitnun lýkur. Hvað þessir meintu eiginleikar C- og E-vítamína koma áfengis- fíkn við er ekki nánar útskýrt. Mig langar þó til að gera at- hugasemdir við nokkur atriði í þessum ummælum læknisins. Hann segir að þetta sé ekkert nýtt, sem er ekki rétt. Áður- nefndar rannsóknir eru glænýjar og voru niðurstöður þeirra fyrst birtar opinberlega fyrir tæpu ári. Ég legg vitanlega ekkert per- sónulegt mat á áreiðanleik þess- ara rannsókna né dóm á gildi meðferðarinnar gegn drykkjuf- íkn en það getur Óttar Guð- mundsson heldur ekki gert fyrr en hann hefur kynnt sér rannsóknirnar og helst prófað meðferðina á eigin sjúklingum. Að vísu hafa nokkrir áfengis- sjúklingar sem reynt hafa með- ferðina haft símasamband við mig og talið hana áhrifaríka en þeir eru ennþá of fáir til að hægt sé að draga ákveðnar ályktanir af því einu. Ég vona bara að afstaða Óttars Guðmundssonar endurspegli ekki líkt hugarfar og hjá þeim fræðimönnum fortíðarinnar neituðu að horfa í sjónauka Gal- ileo Galileis og sannfærast um að tungl gengju umhverfis plánet- una Júpiter, en þeir „vissu” sam- kvæmt fræðum þess tíma að Júp- iter hafði engin tungl og því á- stæðulaust að ómaka sig við að horfa í sjónaukann. Lík afstaða kom fram hjá lækn- um á öldinni sem leið þegar Sam- melweiss læknir uppgötvaði að barnsfararsótt stafaði af sótt- kveikjum sem læknar og hjúkr- unarfólk báru milli sængur- kvenna. Aðrir læknar „vissu” að barnsfararsóttin stafaði ekki af sóttkveikjum og dr. Sammelw- eiss hrökklaðist frá sjúkrahúsinu með háðung. Hið sanna kom þó um síðir í Ijós en þá höfðu tugþús- undir kvenna látist vegna tregðu læknanna að meðtaka augljós sannindi. Hugmyndir um að nota C- vítamín til að lækna kvef eru ekki upprunnar á íslandi en eru þekkt- ar og notaðar um víða veröld. Lesendabréf Umferð og ökuhraði við Njáls- götuna í lesendabréfsdálki blaðs yðar þ. 1. ágúst sl. er bréf „íbúa við Njálsgötu” þar sem ákveðnum tilmælum er meðal annars beint til embættis lögreglustjórans í Reykjavík, um aukið eftirlit hvað varðar ökuhraða og bifreiðastöð- ur á gangstéttum. Af þessu tilefni óskast eftirfar- andi birt. Fyrstu 20 daga júlímán- aðar sektaði lögreglan 75 öku- menn fyrir að hafa lagt bifreiðum sínum ólöglega á Njálsgötu. Auk þessa voru nokkrar bifreiðar fjar- lægðar með kranabifreið. Fylgst hefur verið með hraða ökutækja á Njálsgötu og 23. júlí sl. kl. 22-22.30 var gerð sérstök hraðakönnun með ratsjártæki. Þá var mældur hraði 227 öku- tækja og reyndist hraðinn vera frá 14 til 51 km pr. klst., meðal- hraði 20 km pr. klst. Á Njálsgötu er 30 km hámarks- hraði og af þessum 227 ökutækj- um sem mæld voru reyndust 22 vera yfir 30 km þar af 7 yfir 40 og 1 yfir 50 km. Þá má geta þess að Iögreglu- þjónar verða varir við ökumenn aka hraðar þegar umferð er minni. Þá hefur gangandi lögreglu- þjónn farið við og við að um Njálsgötu í almennu eftirliti, en eftirlitsferðum á lögreglubifhjól- um og bifreiðum haldið óbreyttum. Vísindamaðurinn dr. Linus Pau- ling, sem tvisvar sinnum hefur hlotið Nobelsverðlaun, kom með hana fyrir nokkrum áratugum. Dr. Pauling er einn þekktasti vís- indamaður sem nú er uppi og uppgötvun hans á því hvernig erfðaefni frumanna vefst upp í gormlaga þráð er af sumum taiin ein snjallasta uppgötvun sem gerð hefur verið í líffræði frá upp- hafi. Hann skrifaði heila bók um áhrif C-vítamíns á kvef og aðra um inflúensu og C-vítamín. Síðar hafa ýmsir aðrir tekið þráðinn upp sem ekki verður rakið hér. Mín eigin reynsla og fjölda annarra bendir eindregið til að dr. Pauling hafi rétt fyrir sér. Vitanlega hefur Óttar Guð- mundsson fullt leyfi til að vera á annarri skoðun en þá verður að koma fram að það sé hans per- sónulega álit en ekki samdóma skoðun vísindamanna almennt. Þetta með getnaðarliminn. Ég verð að játa að það hef ég aldrei fyrr heyrt og enginn sem ég hef spurt. Að vísu var talið fyrir nokkrum áratugum að E-vítamín tengdist frjósemi vegna þess að skortur þess veldur fósturláti hjá sumum dýrum og e.t.v. konum. Annað nafn á E-vítamíni „tocof- erol” þýðir raunar barnsburður og á sennilega að höfða til þess að það hindri fósturlát. En að það hafi eitthvað með getu eða getu- leysi að gera held ég að hljóti að vera óskhyggja. Ekki er að furða þó að þeir sem litla trú hafa á lækningum með vítamínum haldi fast í þá skoðun hafi þeir ein- hverntíman reynt að auka getu sína með E-vítamíni einu saman. Eigi að síður er E-vítamín mjög mikilvægt næringarefni en um það ætla ég ekki að ræða hér. Ég vona að Óttar Guðmunds- son taki það ekki illa upp þó að ég geri þessar athugasemdir við um- mæli hans. Ég vildi nefnilega gjarna að hann tæki grein mína í Hollefni og heilsurækt alvarlega og gerði marktæka tilraun á Vogi til að kanna áhrif B-3 vítamíns á of- drykkjusjúklinga. Þá þætti mér gaman að fylgjast með árangrin- um og vildi því eiga vinsamleg samskipti við Óttar og aðra lækna þar. Árangur þeirrar tilraunar yrði síðan birtur í Hollefni og heilsu- rækt á ekki minna áberandi stað en fyrri greinin. STOKKSEYRI Kennarar óskast Við Grunnskóla Stokkseyrarhrepps eru tvær kennarastöður lausar til umsóknar. Kennslu- greinar: enska og kennsla yngri barna. Ódýrt húsnæði. Upplýsingar veita skólastjóri í símum 99-6300, 99-3263 eða sveitarstjóri í síma 99- 3267. Skólanefnd SÍNE félagar athugið! Sumarráðstefna. Sumarráðstefna SÍNE verður haldin í Félags- stofnun stúdenta v/Hringbraut laugardaginn 8. ágúst kl. 14.00. MÆTUM ÖLL Stjórnin Lögreglustjórinn í Reykjavík Böðvar Bragason Fiskeldi Bændaskólinn á Hólum óskar eftir sérfræðingi í fiskeldi. Verkefni: Kennsla - rannsóknir - leiðbeiningar. Umsóknir sendist til landbúnaðarráðuneytisins f. 1. september n.k. Landbúnaðarráðuneytið 5. ágúst 1987 Hrossarækt - tamningar - reiðkennsla Kennari óskast að Bændaskólanum á Hólum. Aðalkennslugreinar: hrossarækt, tamningar og reiðmennska, ásamt umsjá með hrossarækt kynbótabúsins á Hólum. Umsóknir sendist til landbúnaðarráðuneytisins f. 1. september n.k. Landbúnaðarráðuneytið 5. ágúst 1987 tf) Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í stálp- ípur fyrir Nesjavallaæð. Um er að ræða: Q 800 mm 23,1 km Q 900 mm 4.5 km Alls um 4700 tonn. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkir- kjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 30. september kl. 11 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 yyAð vísu hafa nokkrir áfengissjúk- lingar, sem reynt hafa meðferðina, haft símasamband við mig og talið hana á- hrifaríka, en þeir eru ennþá offáir til að hægt sé að draga of ákveðnar ályktanir af því einu. “ 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.