Þjóðviljinn - 13.08.1987, Síða 2

Þjóðviljinn - 13.08.1987, Síða 2
■"SPURNÍNGIN™ Hvernig leggst opnun Kringlunnar í þig? (Spurt í verslunum við Laugaveg- inn) Herdís Harðardóttir í Libia: En sæt spurning! En opnun Kringlunnar leggst bara vel í mig. Ég er ekkert hrædd um að allt hverfi héðan. Frank Ú. Michelsen hjá Franch Michelsen, úr- smíðameistara: Ég held að við höfum ekkert að óttast. Það eru frekar fata- verslanirnar. Lilja Jónsdóttir verslunarstjóri í Faco: Ekkert allt of vel. En það verður bara að koma í Ijós hvað verður. FRÉTTIR Frœðsluumdæmi Vestfjarða Tugi kennara vantar Pétur Bjarnason, frœðslustjóri Vestfjarða: 20 til30 kennhra vantar. Astandið verst á ísafirði. Augljóstað vandrœði hljótast af í haust þegar skólar byrja Við lendum sýniiega í vand- ræðum í haust þegar kennsla byrjar. Það vantar víða kennara. Ástandið er þó sýnu verst á Isa- fírði, - eins undarlegt og það kann að virðast, sagði Pétur Bjarna- son, fræðslustjóri Vestfjarða. - Ég kann engar einhlítar skýr- ingar á því hvers vegna svo er. Undanfarin þrjú ár hefur gengið illa að manna kennarastöður á ísafirði. Hugsanlega kann það að hluta að stafa af því að margir þeir sem ráðast til kennslu hyggja á styttri dvöl og vilja því gjarnan setjast að á smærri stöðum en þeim stærri. Jafnframt eygja menn oftastnær meiri yfirtíð við fámennari skólana en þá sem fjölmennari eru, sagði Pétur Bjarnason. - Það er dálítið erfitt að slá því föstu hvað marga kennara vant- ar. Undanþágunefnd fjallar núna um umsóknir þeirra sem rétt- indalausir eru og ég veit ekki hvernig hún kemur til með að af- greiða umsóknir þeirra. Það er þó víst að okkur vantar ennþá milli 20 og 30 kennara, sagði Pét- ur Bjarnason. - Um helmingur kennara á Vestfjörðum hefur verið rétt- indalaus. Þrátt fyrir að kennarar hafi fengið nokkra leiðréttingu sinna mála í síðustu samningum, náði sú leiðrétting einungis til réttindakennara og þeir réttinda- lausu voru skildir eftir. Réttinda- laust fólk sækir trúlega ekki eins í kennslu eftir að launabilið jókst milli réttindamanna og þeirra sem réttindalausir eru. Þetta kann að geta sett strik i reikning- inn hjá okkur þar sem við höfum þurft að styðjast til jafns við rétt- indalaust fólk og fólk með rétt- indi, sagði Pétur Bjarnason. -rk Skáksveit Seljaskóla á leið I Finnlandsslaginn. F.v. Sigurður Daði Sigtússon, (fararstjóri) og Snorri Karlsson. Bakgrunninn prýðir skilirí af tveimur afreks- Sæberg Sigurðsson, Kristinn Friðriksson, ÞrösturÁrnason, ÓlafurH. Olafsson mönnum í skáklistinni: Spasskí og Fischer. Skólaskák Seljaskóli á Norðuriandamót Bestu grunnskólasveitirnar etja kappi. Titilvörn hjá Seljaskólapiltum, en þeir unnu keppnina í fyrra Arnar G. Hjálmtýsson verslunarstjóri í Skífunni: Fyrir mína parta get ég ekki ann- að en glaðst yfir henni. Fyrirtækið er með verslun þar líka. Birna Hafstein í Ólympíu: Vel. Ég held að þetta verði allt í lagi. Nú er búið að opna Lauga- veginn og hann er svo fallegur. Arlegt Norðurlandamót grunn- skólasveita í skák stendur nú fyrir dyrum. Mótið fer að þessu sinni fram í Finnlandi, og tekur skáksveit Seljaskóla þátt í því fyrir Islands hönd. Mótsstaðurinn er Pietarsaari (Jakobstad) í Finnlandi, og verð- ur teflt um næstu helgi, 14. til 16. ágúst. Rétt til þátttöku eiga besta^ grunnskólasveit frá hverju Norðurlandanna. Skáksveit Seljaskóla heldur uppi merkinu fyrir íslands hönd, en hún sigraði á íslandsmóti grunnskólasveita í vor. Sveitin á titil að verja, en hún vann Norðurlandameistara- titilinn á mótinu hér í Reykjavík í fyrra. Sömu skákmenn skipa hana nú og þá. Keppnin er liður í hinum sam- ræmdu norrænu skólaskák- mótum auk þess að vera Norður- landamót framhaldssveita. Jafn- framt er hún einstaklingskeppni í norrænni skólaskák í fimm ald- ursflokkum. íslendingar taka nú þátt í þess- um þremur mótum árlega, og er það mál manna að þau hafi mikla þýðingu í uppbyggingarstarfi æskulýðsskákar hér á landi. HS Vímuefni Okkar á milli á hvert heimili Samstarfshópur um vímuefnamál gefur út Okkar á milli Okkar á milli - fræðslurit um vímuefnavandann - er ný- komið út. Ritið fjallar öðru frem- ur um unglinga og vímuefnaljón- in sem verða á þcirra vegi, en er beint sérstaklega til foreldra í þeirri von að efnið geri þeim bet- ur kleift að ræða við börn sín um vímuefni. Það er Samstarfshópur um vímuefnamál sem gefur ritið út, í samvinnu við Áfengisvarnarráð, íþróttasamband íslands, Ung- mennafélag fslands og foreldra- samtökin Vímulausa æsku. Full- trúar þessara aðila auk fulltrúa ffkniefnalögreglu rita ávörp í rit- ið. Ritstjóri og höfundur texta er Árni Einarsson, fulltrúi Áfengis- vamarráðs, en Brian Pilkington hefur annast myndskreytingar. Okkar á milli er prentað í sjö- tíuogfimmþúsund eintaka upp- lagi og dreift inn á öll heimili á landinu. HS __ Varst það þú sem skrifaðir um ritstjórann sem sagði upp? rfjwx iS ^ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.