Þjóðviljinn - 13.08.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.08.1987, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Til sölu 2 VW 1303. Einnig JVC ferðavideo og upptökutæki. Uppl. ísíma 15305 eftir kl. 18. Til leigu Herbergi til leigu fyrir geymslu á húsgögnum eða hreinlegri vöru. Rakalaust, bjart og upphitað. Uppl. í síma 681455. Starfsmann Þjóðviljans vantar litla íbúð. Skilvísum greiðslum og mjög góðri umgengni heitið. Uppl. í sima 35236. Veiðileyfi Veiðileyfi í Langavatni. Góð að- staða í húsum og traustir bátar. Einnig er hægt að fá aðstöðulaus veiðileyfi. Nánari upplýsingar gefur Halldór Brynjólfsson í síma 93- 7355. Hjónarúm til sölu frá IKEA (bæsuð fura), 6-7 ára gamalt, með 2 náttborðum og dýn- um. Uppl. í síma 20045. Vistarvera Ef þú ert heiðarlegur húseigandi á Stór-Reykjavíkursvæðinu og átt 1- 3 herbergja íbúð sem þú vilt leigja fyrir sanngjarnt verð þá erum við tvær 21 árs og reyklausar Elínar ofan úr Borgarnesi sem bjóðum þér á móti: Öruggar mánaðargreiðslur, (fyrirframgreiðslu ef þú ert blankur) og snyrtilega og hávaðalausa um- gengni. Við erum í skóla og vinnum í banka og höfum meðmæli. Uppl. í síma 23089 (á kvöldin) og 93- 71337. 2 reglusamar stúlkur, sem stunda nám i Kvennó óska eftir 3-4 herb. íbúð á leigu. öruggar greiðslur og góð með- mæli. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. eftir kl. 19 í síma 622118. Óska eftir að kaupa þrekhjól Sími 75518. Dagmamma óskast fyrir tæplega 2ja ára dreng, Þing- holt eða miðbær, hálfan daginn, vinnutími eftirsamkomulagi. Uppl. í síma 24091. Svalavagn Okkur vantar ódýran (eða jafnvel gefins) svalavagn. Vinsamlegast hringið í síma 84686 eftir kl. 19.00. Kalkhoff hvítt telpuhjól var numið á brott af Skólavörðuholti (Lokastíg) um síðustu mánaðamót. Hvítt með rauðum stöfum og rauð- um lyklalás. Skilvís finnandi vins- amlegast snúi sér til lögreglunnar eða hringi í síma 621481. Fundar- laun. Barnakerra Óska eftir að kaupa notaða skerm- kerru með svuntu. Þarf að vera í góðu lagi. Sími 17639. Karólína. Ódýrir farmiðar tii Kaupmannahafnar 21.8. fyrir fullorðinn og barn. Seljast ódýrt. Uppl. í síma 18343. Til sölu vel með farinn BOSCH ísskápur 105 cm á hæð. Einnig barnabílstóll, bakburðarpoki og hlið fyrir stigaop. Á sama stað fæst gefins svefnbekkur. Uppl. í síma 16557 eftir kl. 17. íbúð óskast Ung reglusöm hjón með 1 barn óska eftir 2ja-4ra herb. íbúð á Stór- Reykjavíkursvaaðinu. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Vinsamlegast hringið í síma 18583. Reglusama fjölskyldu vantar 4-5 herb. íbúð til leigu. Uppl. í síma 30704. Saumavél gefins Gömul en skemmtileg iðnaðar- saumavél í lagi fæst gefins. Uppl. í síma 681310 á daginn. Barna- og unglingahúsgögn til sölu DOMINIG II; skrifborð með einni skúffu undir og kommóðu með fjór- um skúffum, hillu ofan á hvoru tveggja. Uppl. í síma 41311. Óska eftir unglingsstúlku til að passa 3ja ára stúlku öðru hverju á kvöldin. Uppl. í síma 30887 eftir kl. 17. Bý í Hólmgarði. Óska eftir unglingsstúlku til að passa 3ja ára dreng. Uppl. í síma 24203 eftirkl. 17. Býá Lauga- vegi. Til sölu Skoda árg. '83, ekinn 38 þús. km. Skoðaður ’87. Uþpl. í síma 53090. Brio kerra og svalavagn furuhjónarúm 1,60x2 m með dýn- um. Svefnsófi frá IKEA. Uppl. í síma 13921. Lada Samara ’87 Til sölu '87 módel af Lada Samara. Keyrður ca. 8 þús. km. Upþl. í síma 35196. Stór og vandaður fataskápur til sölu á 4 þús. kr. Mjög góð hirsla. Uppl. hjá Dagnýju í síma 18114 eftir kl. 17 eða ísíma 17042 (Heiða) Laxamaðkar til sölu Sími 34627. Óskum eftir bakburðarpoka fyrir 1 árs barn. Uppl. í síma 25398. BEGGA Veistu hvað Tarsan sagði þegar hann sá fílana koma yfir hæðina? Ásta, sími 18356. Barnfóstra 10-12 ára stúlka óskast til að gæta stelþu á 4. ári kvöld og kvöld. Búum í Skiþholti. Uppl. í síma 13907. Óskast keypt Leikgrind úrtréóskastkeypt. Uppl. í síma 13105. Gamait reiðhjól Ódýrt hjól fyrir 7-9 ára dreng til sölu. Uppl. í síma 671578. Gunnar. Frá menntamálaráðuneytinu §5§ LAUSAR STÖÐUR VIÐ FRAMHALDSSKÓLA: Umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu kennara í dönsku við Iðnskólann í Reykjavík framlengist til 17. ágúst. Við Menntaskólann í Hamrahlíð vantar stundakennara í ensku og stærðfræði. Umsóknir skal senda fyrir 20. ágúst til skólameistara, sem veitir nánarí upplýsingar. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi er laus staða kennara í efnafræði og líffræði, rafiðnaðargreinum. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytlð Útför móður okkar og tengdamóður Guðmundínu Einarsdóttur frá Dynjanda fer fram frá Kapellunni í Hnífsdal laugardaginn 15. ágúst Kristín Ólafsdóttir Inga Hanna Ólafsdóttir Hallgrímur Ólafsson Magna Ólafsdóttir Samúel Ólafsson Kristján H.B. Ólafsson og aðrir aðstandendur Kristmundur Bjarnason Sigurður Tryggvason Guðný Sigurðardóttir Margrét Ingimundardóttir Fjóia Sigurðardóttir Sigríður Sigurðardóttir BÚ87 Gott að hafa húsaskjól Reiðhallarvísur Sennilegt er að erfitt hefði orð- ið að koma upp svo umfangs- mikilli landbúnaðarsýningu og |>eirri, sem nú er að líta dagsins íjós, ef hin nýja Reiðhöli væri ekki fyrir hendi. Magnús Sig- steinsson, framkvæmdastjóri BÚ ’87 telur trúlegt, að styttra líði miili landbúnaðarsýninga hér eftir en hingað tii, vegna J>ess hversu góð aðstaða hefur skapast þarna til sýningarhalds. Það eru því fleiri en „grjót- harðir“ hestamann, sem fagna byggingu Reiðhallarinnar þótt þeirra kunni fögnuðurinn að vera mestur. Hagorður hestamaður, Jói í Stapa - Jóhann Guðmunds- son frá Stapa í Skagafirði - lýsir tilfinningum sínum með þessum orðum; Reisur víða um fjöllin fríð fjörga lýða sinni, en geri hríð og garratíð, gott er að ríða inni. Jón í Skollagróf hefur aftur á móti sínar efasemdir og segir: Fer ég létt um fjallaleið, fjötrum sprett af sinni, en heims í þéttri hallarreið hef ég þrettakynni. -mhg HLUNNINDI (lax, silungur, LOÐDÝR 1,6% heysala, æöardúnn, reki, trjávara ofl.) 6,2% SVÍNAKJÖT 3,9% ALIFUGLAR OG EGG 8,4% GARÐÁVEXTIR OG GRÓÐURHÚSAAFURÐIR 8,7% HROSS 1,9% ULL, GÆRUR, SLÁTUR OG HEIMASLÁTRAÐ KINDAKJÖT ---MJÓLK 34,1% NAUTGRIPAKJÖT 6,5% 6,2% 22,4% Búvörur Framlag landbúnaðar- ins í þjóðarbúið Árlega gerir Framleiðsluráð iandbúnaðarins verðmætaáætl- un. Kemur þar fram hvað hver grein landbúnaðarins leggur fram I þjóðarbúið. Á tímabilinu 1985-1986 var verðmæti land- búnaðarafurða áætlað rúmlega 8,5 miljarðar. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig verðmætin skiptast milli einstakra búgreina. Kýmar eru hér drýgstar með afurðir upp á 3,45 miljarða. Pá kemur sauðféð með rúmlega 2,4 miljarða. Þar af er ullin með 161 milj. kr., gærur 169 milj. kr. og slátur 105 milj. kr. Stærsti liður- inn í hrossaverðmætinu eru líf- hross seld í þéttbýli, 6,5 milj. kr. og kartöflur vega þyngst af garðá- vöxtunum, rúmar 400 milj. kr. Eggjunum veitir heldur betur en kjúklingunum 376 milj. á móti 308 milj. kr. I hlunnindaliðnum vega þyngst lax og silungur, 345 mili. kr. A myndinni koma þó ekki öll kurl til grafar. Þar vantar t.d. Ferðaþjónustu bænda með rúm- ar 10 milj. og kanínurækt með 6,5 milj. Framleiðsluráð sendir Hag- stofunni að sjálfsögðu áætlunina. Hún verður að hljóta blessun þeirrar stofnunar áður en hún færist fjármálaráðherra. Hag- stofan gerir jafnan sínar athuga- semdir og eru ekki allar auð- skildar. Að þessu sinni lækkaði hún áætlunina niður í 7.821.525 miljarða. Nákvæmt skal það vera. Munar þar mest um lækk- anir á hlunnindaliðnum eða um 287 milj. kr. Ýmsir aðrir liðir eru lækkaðir verulega. Ofan í kaupið viðurkennir Hagstofan ekki ferð- aþjónustu, afurðir af loðdýrum og kanínum, hrossasölu innan- lands, selt hryssublóð, blóm, runna og plöntur og minnkar með þeim hætti útflutningsbóta- réttinn af heildarupphæðinni. Mörgum sýnist, og ekki að á- stæðulausu, að hér sé verið að skerða lögbundin réttind' bænda- stéttarinnar, auk þess sem afurðir nýbúgreina eru ekki viðurkennd- ar, sem þáttur í búvörufram- leiðslunni. -mhg 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN , Flmmtudagur 13. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.