Þjóðviljinn - 13.08.1987, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 13.08.1987, Qupperneq 10
Karl Linnas er einn þeirra stríðsglæpamanna nasista sem hafa haldið til í Bandaríkjunum. Hann var framseldur til Sovétríkjanna og dæmdur fyrir glæpi sem hann framdi í seinni heimsstyrjöldinni í útrýmingarbúðum í Tartu í Eistlandi. Klaus Barbie við réttarhöldin í Lyon í Frakklandi. „Hann var á mála hjá banda- rísku leyniþjónustunni," segir Sanchez. Stríðsglœpir Böðlager í Bandaríkjunum Sanchez fyrrum innanríkisráðherra Bólivíu: Baráttan beinistfyrstog fremst gegn hugmyndafrœði fasismans en ekki gömlum nasistum að er nauðsyniegt að gera sér Ijóst að Frakkland og reyndar Evrópa öll hefur unnið mikinn Suður-Afríka Harkan eykst Lögreglan í Suður-Afríku hand- tók í gær 78 verkfallsmenn, og færist aukin harka í verkfall hundruða þúsunda verkamanna í gull- og kolagreftri með hverjum deginum sem líður. Lögregluyfirvöld í Pretoríu hafa látiö fara frá sér yfirlýsingu um málið, og segir í henni að mennirnir hafi verið handteknir í áhlaupi á skrifstofur verkalýðsfé- laga í Klerksdorp fyrir vestan Jó- hannesarborg. Lögreglan segir að til standi að ákæra mennina fyrir að skipuleggja morð og önnur óhæfuverk, en vildi ekki tjá sig nánar um málið. sigur, en sá sigur byggist á ákvörðun lítillar þjóðar í Suður- Ameríku. Árið 1983, í forsetatíð Hernán Siles Suazo, handtóku Bólivíumenn stríðsglæpamann- inn Klaus Barbie og framseldu hann frönskum yflrvöldum. Petta eru ummæli Gustavo Sanchez á nýlegum blaðamanna- fundi en hann var innanríkisráð- herra Bólivíu fyrir fjórum árum og er það ekki síst honum að þakka að það tókst að handsama Barbie. Eins og kunnugt er af fréttum var þessi fyrrum yfirmað- ur Gestapó í Lyon í Frakklandi dæmdur til lífstíðarfangelsis ný- lega fyrir glæpi gegn mannkyn- inu. Sanchez bar vitni í réttarhöld- unum gegn Barbie en ekki fékk hann barið kauða augum, þar sem Barbie neitaði að vera við- staddur eigin réttarhöld. „Mér þykir verst að hann skyldi ekki sjá mig en dómurinn er þó það sem máli skiptir. Frönsk réttvísi á alla mína virð- ingu, sem og fórnarlömb nasism- ans, gyðingarnir sem útrýmt var í stórhópum og ég er hreykinn af hlutdeild Bólivíu í því að það tókst að koma lögum yfir Bar- bie,” segir Sanchez. Hann vísar til föðurhúsanna orðrómi í þá veru að Bólivíumenn hafi þegið fé og matargjafir frá Frökkum Contadoraríkin fýrir vikið og vill meina að þann orðróm megi rekja til Bandaríkj- anna. „Ég vona að ríkisstjórnir í Suður-Ameríku fylgi fordæmi Bólivíu og að fjórði júlí - þann dag var dómurinn kveðinn upp - verði héðan í frá einn af merkis- dögunum í sögu mannkynsins.” Sanchez er á því að lýðræðisþró- unin í Paraguay og Chile eigi enn erfiðara uppdráttar en þyrfti að vera vegna þess að fyrrum her- menn nasista séu þar við störf. Að sögn Sanchez viðhélt Bar- bie ýmsum tengslum við Evrópu allt þar til hann var handtekinn. Meðal annars hafi hann haft gott samband við fasistabandalag á Spáni og að sonur hans hafi menntast í Barcelona. Sanchez leggur áherslu á að baráttan beinist ekki fyrst og fremst gegn „gömlum nasistum” heldur miklu fremur gegn hug- myndafræðinni, en hún hafi dafn- að meðal Iærisveinanna sem njóti verndar Pinochets og hans nóta með fullu samþykki Bandaríkja- stjórnar. „Ég heiti á fólk að berjast gegn nasisma og fasisma, en þessum stefnum hefur verið að vaxa fisk- ur um hrygg í ýmsum löndum,” segir Sanchez. Hann heldur því einnig fram að í vissum skilningi megi líta svo á að Che Guevara sé meðal fórnarlamba Klaus Bar- bie; Sá síðarnefndi hafi verið ráð- gjafi René Barrientos hershöfð- ingja en þá notast við nafnið Klaus Altmann og verið á því svæði þar sem sveitir Guevara störfuðu. Sanchez fullyrðir að sægur af gömlum nasistum sé enn í Chile og Paraguay, Argentínu og Bras- ilíu. Flestir búi þeir þó í Banda- ríkjunum og njóti verndar og fjárhagsaðstoðar stjórnvalda enda séu ýmsir þeirra á mála hjá leyniþjónustunni. í þessum hópi telur hann Klaus Barbie. Sanchez er grjótharður á því að Barbie hafi notið verndar Banda- ríkjanna. „Dómurinn sem var kveðinn upp yfir honum í Lyon verður öðrum þjóðum hvatning til að draga stríðsglæpamenn fyrir lög og dóm,” segir hann. (Stuðst við Gramma) HS ísrael Shultz fcr hvergi Vangaveltur hafa verið uppi í þá veru að George Shuitz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hygði á ísraelsför til að greiða fyrir friðarviðræðum í Mið- Austurlöndum. Bandarískir embættismenn fullyrða nú að ekki sé flugufótur fyrir þessum fregnum. Mjög er nú óljóst hvort af friðarviðræöum verður á næst- unni, en innan ísraelsstjórnar eru skiptar skoðanir um alþjóðlegt ráðstefnuhald í þessa veru. Shamir forsætisráðherra má ekki heyra á slíkt minnst, en á hinn bóginn er Simon Peres utanríkis- ráðherra hugmyndinni fylgjandi. Shultz hefur áður sagt að Banda- ríkjamenn muni ekki þrýsta á um að af alþjóðlegri friðarráðstefnu verði nema ísraelsstjórn styðji slíka hugmynd einhuga. HS Gustavo Sanchez. Hann var innanríkisráðherra Bólivíu þegar Klaus Barbie var handtekinn og á drjúgan hluta af heiðrinum af því þjóðþrifaverki. Með stuðningi frá Kreml Sovétmennfagna Guatemalasamþykktinni oghvetja jafnframt Bandaríkjamenn til að makka rétt Ríkisstjórn Sovétríkjanna hef- ur sent frá sér yfirlýsingu um niðurstöðu fundar Mið- Ameríkuríkjanna fimm fyrr í mánuðinum, og er bert að samkomulagið mælist vel fyrir í Kreml. í samþykktinni segir meðal annars: „Það samkomulag sem þama náðist sannar raunhæfni og árangur þess starfs sem Conta- doraríkin hafa unnið til að koma á heiðarlegu, pólitísku sam- komulagi í Mið-Ameríku, á veg- um ríkja Rómönsku Ameríku sjálfrar og á grundvelli fullrar virðingar fyrir fullveldi þessara ríkja og án íhlutunar um innan- ríkismál þeirra, þar sem virtur skal réttur hverrar þjóðar til að ráða eigin þróun.“ Sovétmenn velta að vonum vöngum yfir því hvaða afstöðu Bandaríkjamenn muni taka, „hvort þau séu reiðubúin til að virða vilja fullvalda ríkja eða haldi áfram að reka fyrri íhlutun- arstefnu sína, brjóta alþjóðalög og setja sig upp á móti allri Róm- önsku Ameríku.“ „Nýir tímar sem upp em runnir í þróun heimsmáia krefjast þess að fyrirframgerðar stórvelda- hugmyndir verði aflagðar, og að um öll málefni verði fjallað á ábyrgan hátt, þar á meðal um málefni Mið-Ameríku,“ segir í samþykkt Sovétstjórnarinnar. Síðan segir: „Sovétríkin fagna niðurstöðu ráðstefnunnar í Gu- atemala. Þau lýsa stuðningi sín- um við það samkomulag sem þarna náðist, og álíta það verð- mætt framlag Contadoraríkjanna og stuðningsríkja þeirra. Sovét- ríkin munu vissulega virða ákvörðun hinna fimm þjóðarleið- toga.“ HS 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.