Þjóðviljinn - 13.08.1987, Side 15

Þjóðviljinn - 13.08.1987, Side 15
ÍÞRÓTTIR Frjálsar íþróttir Þrefalt heimsmet Alessandro Andrei frá Ítalíu gerði sér lítið fyrir í gær og sló heimsmetið í kúluvarpi þrívegis. Hann náði ótrúlegri kastseríu og öll köstin voru yfir 22 metra. Andrei setti metið á frjáls- íþróttamóti á Ítalíu. Hann byrjaði á að slá ítalska metið með 22.19, því næst kast- aði hann 22.37 metra og loks féll heimsmet Udo Bayer, 22.64 sem var sett í ágúst 1986. Andrei kast- aði 22.72 metra. En hann lét ekki þar við sitja. Hann bætti metið að nýju með 22.84 og loks endaði hann á 22.91 metra, glæsilegt heimsmet og ótrúlegur árangur. -Ibe/Reuter Knattspyrna Óskabyrjun Þjóðverja Varnarmistök í upphafi leiks kostuðu Frakka tap gegn Vestur- Þjóðverjum, 2-1 í vináttulands- leik í knattspyrnu i gær. Strax eftir tíu mínútur var stað- an 2-0 Þjóðverjum í vil. Rudi Völler nýtti sér misskilning í frönsku vörninni og skoraði af ör- yggi á 4. mínútu. Hann bætti svo öðru marki við á 10. mínútu eftir hornspyrnu. 6. flokkur Skagamót Hið árlega HI-C Skagamót í knatt- spyrnu verður haldið á Akrancsi um helgina. Þar mæta til leiks 10 félög með 20 lið í 6. flokki drengja. Keppt verður bæði innan- og utan- húss og glæsileg verðlaun í boði. Auk knattspyrnunnar verður svo margt til gamans gert, knattþrautir, leikir, grillveisla og kvöldvaka. Mótið hefst kl. 13 á föstudag og lýkur á sunnudag. Þjóðverjar sóttu svo stíft og fóru illa með góð færi. Þeir voru heldur ekki hressir með dóm- gæsluna sem hafði af þeim tvö mörk. Guido Buchwald skoraði mark með skalla sem var dæmt af án nokkurrar sjánlegrar ástæðu og Amoros felldi Völler fyrir innan vítateig, en dómarinn dæmdi aðeins aukaspyrnu. Það var svo Eric Cantona, ný- liði í franska liðinu, sem minnkaði muninn á 42. mínútu. Franz Beckenbauer, landsliðs- einvaldurinn þýski, var mjög ánægður með leik sinna manna í fyrri háfleik, en að sama skapi óánægður með síðari hálfleik. Frakkar eru úr leik í Evrópu- keppninni, en Vestur-Þjóðverjar eru gestgjafarnir og því þegar komnir í úrslitakeppnina. Þeir eru taldir með mjög sigurstrang- legt lið. Þá léku Noregur og Svíþjóð vináttuleik í gær sem lauk með jafntefli, 0-0. -Ibe/Reuter Það fer án efa illa um Kjartan Steinsson undir hendinni á Hálfdáni Örlygssyni. Kjartan og félagar í Gróttu hrósuðu þó sigri að lokum. Mynd.Ari. 4. deild Naumt hjá Gróttu Grótta styrkti stöðu sína í úr- slitakeppni 4. deildarinnar með sigri gegn Árvakri, 2-1 á gervi- grasinu í Laugardal. Leikurinn var jafn, en Sverrir Sverrisson náði forystunni fyrir Boccia Firmakeppni Fyrsta firmakeppni í boccia verður haldin í dag á íþróttavellinum við Bjarkarás í Stjörnugróf. Rúmlega fimmtíu fyrirtæki taka þátt í þessari keppni sem hefst kl. 15. Gróttu í fyrri hálfleik. Björn Pét- ursson jafnaði fyrir Árvakur þeg- ar 15 mínútur voru til leiksloka. Það var svo Sverrir sem var aftur á ferðinni og skoraði með skalla rétt fyrir leikslok. Þá léku Bolungarvík og Vík- verji í Bolungarvík. Leiknum lauk með jafntefli, 0-0. Leikurinn var jafn og bæði lið fengu ágæt færi, sem þeim tókst þó ekki að nýta. Þá sigraði Hvöt HSÞ.c, 2-0 í hinum riðli úrslitakeppninnar. Ingvar Magnússon og Áxel Rún- ar Guðmundsson skoruðu mörk Hvatar. Víðismenn komu nokkuð á óvart með því að gera jafntefli gegn Val í báðum leikjum liðanna i deildinni. Á myndinni, sem er úr leiknum á Valsvelli, bjargar Sævar Leifsson á línu eftir þunga sókn Valsmanna. Mjólkurbikarinn Undanúrslití kvöld Valsmenn í Garðinn og Þór og Fram á Laugardalsvelli í kvöld eru undanúrslit Mjólk- urbikarkeppni KSÍ. Fram og Þór leika á Laugardalsvelli og Víðir og Valur i Garðinum. Báðir leikirnir hefjast kl. 18.30. Það er allt útlit fyrir hörku- leiki, enda öll liðin í toppbaráttu- inni nema Víðir. Þeir hafa þó sýnt að þeir gefa hinum liðunum ekk- ert eftir og geta m.a. státað af jafnteflum við öll helstu toppliðin og hafa sigrað KR í 8-liða úrs- litum. Framarar oftast sigrað Af þeim liðum sem eftir eru í Bikarkeppninni, geta Framarar státað af besta árangri. Þeir hafa fimm sinnum sigrað í Bikar- keppninni. Þeir hafa 11 sinnum komist í sjálfan úrslitaleikinn, en tapað sex sinnum. Framarar sig- ruðu síðast 1985, en töpuðu gegn ÍA í úrslitaleik í fyrra. í 16-liða úrslitum sigruðu Framarar lR 6-0 og Leiftur, 3-1 í 8-liða úrslitum. Valsmenn hafa einnig staðið sig vel í Bikarkeppninni. Þeir hafa sjö sinnum komist í úrslit og sigrað fjórum sinnum. Valsmenn sigruðu síðast í bikarkeppninni 1977, en töpuðu úrslitaleikjunum 1978 og 79, gegn ÍA og Fram. Valsmenn sigruðu Grindvík- inga í 16-liða úrslitum, 2-1 og Völsunga, 4-3 í 8-liða úrslitum, eftir vítaspyrnukeppni. Þórsarar hafa aðeins einu sinni áður náð í undanúrslit. Það var 1985. Þá mættu þeir Fram og töpuðu, 0-3. Þeir hafa án efa hug á að gera betur nú og hafa farið illa með Framara í deildar- leikjum. Þór sigraði KA, 6-5 eftir víta- spyrnukeppni í 16-liða úrslitum og ÍBK í 8-liða úrslitum, 4-3, einnig eftir vítaspyrnukeppni. Víðismenn hafa aldrei náð svo langt. Það lengsta sem þeir kom- ust áður var í 8-liða úrslit 1985. Þá mættu þeir KA og töpuðu, 1-2. Víðir sigraði Þrótt Neskaup- stað, 2-0 í 16-liða úrslitum, eftir framlengdan leik. Þeir sigruðu svo KR-inga, 2-0 í 8-liða úrslit- um. Hörkuleikir í deildinni Innbyrðis leikir liðanna í deildinni hefa verið jafnir. Valur og Víðir gerðu jafntefli, 1-1 í Garðinum í fyrsta leik og leik liðanna á Valsvelli lauk einn- ig 1-1. Þór sigraði Fram í fyrsta leik, 3-1 og á Akureyri, 4-1. Markatal- an gefur þó líklega ekki rétta mynd af gangi leikjanna og Fram- arar án efa staðráðnir í að hefna ófaranna. Það er þó líklega hæpið að bera leiki í deildinni sama við undan- úrslit bikarkeppninnar. Þar eru liðin úr leik ef þau tapa og án efa ekkert gefið eftir. _jbe 2. deild Stórleikur Þorvaldar ÍBV-Leiftur 1-1 ★ ★ ★ Leiftursmenn geta þakkað markverði sínum, Þorvaldi Jónssyni, fyrir annað stigið í Eyjum. Hann átti stórleik og varði m.a. vítaspyrnu. Það voru Leiftursmenn sem náðu forystunni strax á 2. mín- útu. Sigurbjörn Jakobsson skoraði með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu. Óskar Ingi- mundarson fékk svo gott færi á að bæta við, en hann skaut framhjá eftir að hafa komist einn í gegn- um vörn ÍBV. Heimamenn jöfnuðu á 24. mínútu. Elías Friðriksson átti góða sendingu á Hlyn Stefánsson sem skoraði með góðum skalla í bláhornið, 1-1. Vestmannaeyingar voru svo sterkari aðilinn næstu mínúturn- ar. Lúðvík Bergvinsson átti þrumuskot frá markteigshorni sem Þorvaldur varði meistara- lega. Ingi Sigurðsson skaut svo rétt yfir af markteig. Leifturs- menn fengu einnig gott færi, en Óskar skaut í stöng. Þá var komið að þætti Þorvald- ar í markinu. Lúðvík átti þruntu- skot frá vítateig sem Þorvaldur varði glæsilega og hann varði mjög vel skalla frá Jóhanni Ge- orgssyni og Hlyn Stefánssyni. Síðsutu mínúturnar voru svo ein samfelld sókn Vestamannae- yinga. Lúðvík var brugðið í víta- teig og heimamenn fengu vítasp- yrnu. Elías Friðriksson tók spyrnuna, enÞorvaldur varði vel. Síðan sóttu Vestmannaeyingar stanslaust, en stórkostleg mark- varsla Þorvaldar og óheppni Eyjamanna kom í veg fyrir sigur. Þorvaldur var yfirburðamaður á vellinum, blátt áfram ótrúlegur í markinu. Þá áttu þeir bræður Steinar og Óskar góðan leik. Hjá ÍBV bar mest á ómari Jó- hannssyni og Lúðvík Bergvins- syni. Eftir þennan sigur hafa Lewift- ursmenn tveggja stiga forskot í deildinni og stefna ótrauðir á sæti í 1. deild. Maður leiksins: Þorvaldur Jónsson, Leiftri. -j*1 3. deild Steindór með sjö! ÍK hressti heldur betur upp á markatöluna með ótrúlegum sigri gegn Skallagrími, 15-0! Af þessum 15 mörkum skoraði Steindór Elísson 7 og er nú lang markahæstur í 3. deildinni. í hálfleik var staðan 6-0 og í síðari hálfleik komu níu mörk þrátt fyrir að Steindór brenndi af vítaspyrnu. Það gerir mark á sex mínútna fresti! Auk Steindórs skoruðu þeir Skúli Þórisson, Reynir Björnsson og Jón Hersir Elíasson tvö hver.og Björn Bjömsson og Friðrik Friðriksson eitt mark hvor. -Ibe Fimmtudagur 13. ágúst 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.