Þjóðviljinn - 13.08.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 13.08.1987, Page 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Fimmtudagur 13. dgúst 1987 175. tðlublað 52. ðrgangur LEON AÐ FARSÆLLI SKÓLACÖNCU 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF Sjávarútvegsráðuneytið Dómskerfinu snúið við Jökull eittþeirrafimmfyrirtœkja sem sökuð hafa verið um kvótasvindl. SkúliAlexanderssonframkvœmdastjóri: Viðerum bornir röngum sökum. Ráðuneytið ekki sýntþvíminnsta áhuga að kanna sekt eða sakleysi okkar. Veist að mér sem þingmanni Með þessu hefur sjávarútvegs- ráðuneytið snúið íslensku réttarkerfi við. Fram til þessa hefur einstaklingurinn verið sak- laus þar til sekt hans hefur verið sönnuð en nú á sakborningurinn að sanna sakieysi sitt, sagði Skúli Alexandersson, þingmaður og framkvæmdastjóri útgerðarfyr- irtækisins Jökuls á Hellissandi. Jökull er eitt þeirra fimm útgerð- arfyrirtækja sem sökuð hafa ver- ið um kvótasvindl. „Ráðuneytið hefur borið upp á okkur að það vanti 120 lestir af þorski svo aflinn standi undir framleiðslu okkar árið 1986. Þetta er byggt á alröngum for- sendum, meðaltali af nýtingu fyr- irtækja á aflanum. Sá sem rekur fyrirtæki vel á því á hættu, einsog núna, að verða ákærður um laga- brot, en skussarnir sleppa. Það vita allir að afli nýtist mjög mis- jafnlega hjá fyrirtækjum og það hefði verið auðvelt fyrir ráðu- neytið að kanna það hvort hér hafi verið landað framhjá, en það hefur ekki verið gert. Þá hef ég sent þeim upplýsingar úr bók- haldinu um landaðan afla hjá fyrirtækinu og greiðslur fyrir aflann, en þeir ekki tekið mark á því. Ráðuneytið hefur því ekki gert neitt til þess að fá óyggjandi sannanir um hlutina." Skúli sagðist mótmæla þessu kröftuglega þar sem ekki væri bara verið að ráðast á fyrirtækið heldur ekki síður á hann sem al- þingismann og bera hann sökum, sem væru uppspuni. Skúli sagðist líta svo á að viðbrögð ráðuneytis- ins væru mjög vítaverð. „Svona vinnubrögð eru síst til þess fallin að auka traust á öðrum vinnu- brögðum ráðuneytisins í sam- bandi við eftirlit með nýtingu fiskstofnanna.“ Skúli hefur á undanförnum árum gagnrýnt kvótakerfið. Tel- ur hann að með þessari aðför ráðuneytisins sé verið að kippa fótunum undan honum þannig að hann sé í miklu erfiðari aðstöðu til að gagnrýna kvótann þegar ráðuneytið hafi dæmt hann, þar sem það taki hann ákveðinn tíma að sanna sakleysi sitt. „Ráðu- neytið leggur nú ofurkapp á það að halda uppi því að ég sé sekur þó að ég sé saklaus. Það er verið að skerða heiður ráðuneytisins ef það þarf að renna til baka með fullyrðingar gegn mér.“ -Sáf Barnabókaverðlaun Guðmn og Bdan tilnefnd Guðrún Helgadóttir og Brian Pilkington hafa verið tilnefnd afíslands hálfu til hinna viðurkenndu H. C. Andersen verðlaunafyrir barna- og unglingabœkur Af hálfu íslands hafa Guðrún Helgadóttir og Brian Pilking- ton verið tilnefnd til hinna viður- kenndu H.C. Andersen verð- launa fyrir barna- og unglinga- bækur, og er þetta í fyrsta skipti sem tilnefning til þessara verð- launa er gerð af Islands hálfu. Formaður tilnefningarnefndar- innar er Sigrún Klara Hannes- dóttir dósent. Guðrún Helgadóttir sagði að það væri geysilega gaman að fá þessa tilnefningu þó hún gerði sér ekki miklar vonir um að fá verð- launin. Gefið er út sérstakt rit um alla þá sem tilnefndir eru til verð- launanna til kynningar og sagði Guðrún slíkt vera hverjum rit- höfundi mikils virði, auk þess sem þessi útgáfa hvetti til þýð- inga. Ákvörðun um hver hlýtur verðlaunin verður væntanlega tekin í október og fer verðlauna- afhending fram í Oslo í kringum áramótin. H.C. Andersen verðlaunin eru alþjóðleg verðlaun veitt af Int- ernational Board on Books for Young People og voru þessi verð- laun fyrst veitt 1956 en þau eru veitt annað hvert ár. Síðan 1966 hafa þau jafnframt verið veitt fyrir myndskreytingar. Guðrún Helgadóttir sagði þessi verðlaun ekki veitt fyrir ein- stakar bækur heldur fyrir allt höfundarverk viðkomandi rithöf- undar. „Margir merkir rithöf- undar hafa fenglð þessi verðlaun, svo sem Astrid Lindgren, Tove Jansson og Maria Gripe þannig að maður er í fínu selskapi þarna,“ sagði Guðrún Helgadótt- ir. -ing Stefnir í metár Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi íslands fyrir júlímánuð bendir allt til þess að árið í ár sigli hraðbyri í það að verða aflamesta ár sem komið hefur. Samtals hafa komið á land tæplega milljón tonn af físki, eða 969.333 þúsund tonn á móti 799.978 þúsundum tonna á sama tíma í fyrra. Sé iitið á aflabrögð í júlímán- uði þá hefur þorskafli bátaflotans aukist um tæp 3 þúsund tonn frá sama mánuði í fyrra, úr 11.841 þús. tonna í 14.835 þúsund tonn. Rækjuaflinn hefur einnig aukist frá fyrra ári, en í júlí komu á land 6.477 þúsund tonn á móti 3.715 þúsund tonnum í sama mánuði í fyrra. Þorskafli togara í júlí í ár er mun betri en í fyrra á sama tíma. í síðasta mánuði veiddu togararnir 28.392 þúsund tonn en rétt 19 þúsund tonn í júlí ’86 sem er aukning um 9 þúsund tonn. Þó er togaraaflinn ekki nema tæpum þúsund tonnum meiri í júlí í ár miðað við sama tíma í fyrra og kemur þar til að ekki hefur eins mikið veiðst af öðrum botnfisktegundum. Togaraaflinn er því 42.010 í júlí ’87 en var 41.292 í júlí ’86. grh gær var verið að leggja síðustu hönd á endanlegan frágang I Kringlunni. Þessi stúlka hafði þó fengið sér sæti í rúllustiganum með ryksuguna, enda lítill tími gefist til að tylla sér niður undanfarna daga. Mynd: Sig. Kringlan OpnaTT dag Stœrsta verslunarmiðstöð hér á landi. 400 manns munu vinna þar. Á TVR hefur opið í hádeginu Stærsta verslunarmiðstöð sinn- ar tegundar hér á landi, Kringlan, opnar með viðhöfn klukkan 10 fyrir hádegi í dag. Byggingin er um 28.000 fermetr- ar að flatarmáli og um 150.000 rúmmetrar. Um er að ræða 9% aukningu á verslunarrými höf- uðborgarsvæðisins. Alls verða 76 verslanir, veitinga- og þjónustu- aðilar í Kringlunni. A næstunni ve.rður tekin í notkun 2.800 fer- metra hæð sem ætluð er fyrir skrifstofur og þjónustustarfsemi. Áætlaður starfsmannafjöldi í Kringlunni er um 400 manns. Við opnun verða um 1.400 bílastæði. Þar af verða um 900 stæði að vest- anverðu á tveimur hæðum. Ráð- gert er að byggja til viðbótar 400 stæði á næsta ári. Sameiginlegur opnunartími verður sem hér segir: Mánudaga- fimmtudaga klukkan 9.30-19.30, föstudaga klukkan 9.30-20.00 og laugardaga klukkan 9.30-18.00. Á laugardögum verður einungis opið til klukkan 16.oo þar til reglugerð Reykjavíkurborgar um opnunartíma hefur verið numin úr gildi. Nokkrir aðilar eru und- anþegnir sameiginlegum opnun- artíma, meðal annars veitinga- staðirnir, ÁTVR og fleiri. En þess má geta að ÁTVR verður með opna verslun í hádeginu, sem eru nýmæli. grh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.