Þjóðviljinn - 15.08.1987, Page 6

Þjóðviljinn - 15.08.1987, Page 6
MINNING Kennarar - kennarar Enn vantar nokkra kennara á Akranes Við Grundaskóla: Kennara yngri barna, sér- kennara, kennara á bókasafn. Upplýsingar veita Guðbjartur Hannesson, skóla- stjóri í síma 93-12811 og 93-12723 og formaður skólanefndar, Elísabet Jóhannesdóttir í síma 93- 12304. Við Brekkubæjarskóla: Sérkennara við deild fjölfatlaðra. Upplýsingar veita Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri í síma 93-11193 og 93-11388 og Ing- var Inqvarsson, yfirkennari í síma 93-13090 og 93-12012. Við aðstoðum við útvegun húsnæðis og flutning. Skólanefnd Forstaða safnahúss Vestmannaeyjabær auglýsir stöðu forstöðu- manns safnahúss laust. Háskólamenntun í bókasafnsfræðum er æskileg. Safnahús Vestmannaeyja hýsir bókasafn bæjar- ins, eitt elsta bókasafn í landinu, byggðasafn og listmunasafn svo og skjalasafn í rúmgóðu og nýlegu húsi. Frekari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 98- 1088 og 98-1092 á vinnustað. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, Arnaldur Bjarnason Frá Kennaraháskóla íslands Óskum eftir að ráða bókasafnsfræðing í 75% starf í bókasafni Kennaraháskólans. Um er að ræða starf samkvæmt ráðningarsamn- ingi til óákveðins tíma. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila í bókasafnið fyrir 28. ágúst. Nánari upplýsingar í bókasafninu í síma 688700. Kennarar - kennarar Hér er auglýsing með gamla laginu Enn vantar kennara til starfa við Grunnskóla Siglufjarðar. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla, stærð- fræði, erlend mál, raungreinar, samfélagsgreinar og íþróttir. Húsnæði í boði. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 96-71686 og formaður skólanefndar í síma 96-71614. Skólanefnd 4 iM>J Kópavogsbúar Okkur vantar dagmömmur Athygli skal vakin á því að leyfi til daggæslu í heimahúsum eru veitt á tímabilinu 1. ágúst-15. október. Dagmömmur vantar nú sérstaklega neðan Ný- býlavegar og í Hjallahverfi. Þær sem hafa áhuga á þessu starfi hafi samband við umsjónarfóstru á Félagsmálastofnun Kópavogs í síma 45700. Lúðvík J. Albertsson Hellissandi Fœddur 13.7. 1912 — Dáinn 8.8. 1987 Lúðvík Júlíus Albertsson lést á Borgarspítalanum síðla kvölds 8. ágúst, einmitt um það leyti sem sólin gekk undir og rökkur lagðist yfir láð og lög. Dagsverkinu var lokið. Hann slóst í för með röðl- inum til þess heims þar sem alltaf er bjart og eilífur friður ríkir. Hvíld þessa hafði hann þráð í erf- iðri sjúkdómslegu. Kraftarnir voru þrotnir og hlutverki hans lokið. Hann hefur nú hlotið lausn frá helsi sínu og hvílir í faðmi þess sem vakir yfir öllu lífi. Lúðvík J. Albertsson fæddist á Súðavík og ólst þar upp. Hann var elstur sex systkina. Foreldrar hans voru þau Albert Einarsson sjómaður og Þórdís Magnúsdótt- ir. Lúðvík útskrifaðist frá Sam- vinnuskólanum vorið 1935 og ári seinna kom hann á Sand og hóf stöf hjá Kaupfélagi Hellissands. Þar vann hann í 18 ár. Á Hellis- sandi kynntist hann eftirlifándi konu sinni, Veróniku Hermanns- dóttur. Þau giftust árið 1937 og stofnuðu þar heimili sitt. Síðan tóku við ýmis störf eftir því hvað tii féll. Meðal annars starfaði hann í nokkur ár við smíðar hjá Smára, syni sínum. Honum voru falin margvísleg trúnaðarstörf á Hellissandi. f 25 ár hafði hann umsjón með sjúkrasamlaginu og í meira en tvo áratugi var hann prófdómari við Barna- og miðskóla Hellissands. Hann var einn af stofnendum Lions-klúbbs Nesþinga og var fé- lagi hans til hinstu stundar. Hann var einnig meðal stofnenda ung- mennafélagsins Reynis og var ásamt konu sinni heiðursfélagi þess. Svo mætti lengi telja. Lúðvík og Verónika eignuðust sjö börn. Þau eru: Smári Jónas trésmíðameistari, kvæntur Auði Alexandersdóttur bankafulltrúa; Þórdís Berta sjúkraliði, gift Björgvini Ólafssyni verkstjóra; Lúðvík trésmíðameistari, kvænt- ur Steinunni Kristófersdóttur húsmóður; Sigríður húsmóðir, gift Runólfí Grétari Þórðarsyni trésmið; Ómar trésmíðameistari, kvæntur Kay Wiggs tónlistar- kennara; Hermann rafvirki, kvæntur Steinunni Erlu Árna- dóttur skrifstofustúlku; og yngst er Helga Ágústína póstaf- greiðslustúlka, ógift. Þegar Lúðvík fellur frá eru barnabörnin 18 en barnabarna- börnin 6. Það hefur gefið lífi þeirra Veróniku mikið gildi að hugsa um afkomendur sína og fylgjast með þeim vaxa úr grasi. Þau hafa hlúð vel að þeim og veitt þeim mikla umhyggju. Hans verður nú sárt saknað. Lúðvík og Verónika áttu gull- brúðkaup á 75 ára afmælisdegi hans 13. júlí s.l. Þau lifðu í afar farsælu og kærleiksríku hjóna- bandi, - það duldist ekki neinum sem kynntist þeim. Alltaf fóru hlýleg orð á miili þeirra. Þau voru ákafíega samhent og reyndu að vera saman öllum stundum. Heimili þeirra var fagurt og gest- risnin í fyrirrúmi. Það var opið öllum sem vildu og ósjaldan var ferðalangi boðið að gista og borða. Kannski var það burtflutt- ur Sandari eða einhver á vegum félagasamtaka í byggðarlaginu. Það mátti aldrei greiða þeim með neinu á móti. Sá sem þetta ritar hefur oft á ferðum sínum í átthag- ana undir Jökul notið einstakrar gestrisni og velvildar á heimili þeirra hjóna. Ég veit að þannig verður það áfram þegar ég heim- sæki Veróniku frænku mína að Lúðvíki gengnum. Þó að okkur finnist í fljótu bragði höfundur lífsins vera miskunnarlaus að klippa á vin- áttu hjóna sem auðgað hafa hvort 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN annars líf í hálfa öld getum við þó verið honum þakklát fyrir að hafa gefið þeim að lifa við hamingju allan þennan tíma. Það er svo miklu meira en mörgum öðrum er gefið. Lúðvík var einstaklega vel lið- inn maður, áreiðanlegur og vel- viljaður. Hann var fremur hlé- drægur að eðlisfari en vandaður til orðs og æðis. Ekki minnist ég þess að hafa nokkru sinni heyrt hann tala um veikindi sín að fyrra bragði. Hann háði stríð sitt hljóð- ur. En alltaf spurði hann mig um heilsufar ættingja minna þegar við hittumst. Það segir meira en mörg orð um þann góða hug sem hann bar til vina sinna. Þá var hann sjálfur farinn að heilsu. Þegar ég spurði hvemig honum sjálfum liði svaraði hann því með örfáum orðum og þar með var það afgreitt. Æðruleysi var eitt af einkennum hans. Síðustu tvö árin lá Lúðvík meira og minna veikur á sjúkra- húsum í Reykjavík. Kona hans vék sjaldan frá honum allan tím- ann. Þó að hún skryppi í örfáa daga vestur á Sand til að huga að húsinu þeirra og garðinum, sem þau hafa lagt svo mikla rækt við, var hugurinn alltaf hjá honum. Mikið hefur á henni og börnum þeirra mætt í þessu langa veikind- astríði. Þeir sem hafa setið hjá helsjúkum ástvini sínum og hald- ið í hönd hans skilja það einir til fulls hvílíka orku það tekur. Trú- in var styrkur Veróniku. Hún veit að nú er ævivinur hennar í góðum höndum. Þó að Lúðvík væri fæddur á Súðavík leit hann alltaf á Hellis- sand sem heimabyggð sína enda átti hann þar heima í 50 ár. Þau Verónika hafa alla tíð borið sterkar taugar til byggðarlagsins. Marga ánægjustundina áttu þau í ökuferðum um nágrennið. Sögu- sviðið undir Jökli og Jökullinn sjálfur voru þeim hugleikin. Þau sáu fleira en dautt grjót og gras í náttúrunni. Fyrir þeim var lands- lagið lifandi. Út um suðurglugg- ana heima á Svalbarða höfðu þau gott útsýni til konungsins tignar- lega, Snæfellsjökuls, sem skagar upp úr Snæfellsnesfjallgarðinum og gnæfir yfir önnur fjöll. Þegar Jökullinn tekur ofan og skartar sínu fegursta í röðulbjarma er hann dásemd ein. í veikindum heima fyrir fannst Lúðvíki það veita sér mikla hugarró að geta virt hann fyrir sér á björtum dögum. I byrjun sumars í fyrra áttum við Verónika einu sinni sem oftar símaspjall. Þá var Lúðvík nýlega kominn heim af sjúkrahúsi og leið miklu betur. Ég man svo vel hvað þau bundu miklar vonir við að mega njóta sumarsins heima undir Jökli því að þau fundi bæði hve máttur Lúðvíks dvínaði. Þau vildu geta fylgst með börnunum sínum í nágrenninu, hlúð að fal- lega garðinum sínum, skroppið í ökuferð á fögrum kvöldum, og notið þeirrar lotningar sem aðdá- endur Jökulsins fyllast þegar þeir líta á hann. En ekki varð þeim að ósk sinni. Nokkrum vikum seinna var Lúðvík kominn á sjúkrahús og helstríðið hófst. í dag er þessi heiðursmaður borinn til moldar í Ingjaldshóls- kirkjugarði. Mörgum vinum sín- um hefur hann fylgt sömu leið til grafar en nú er komið að honum. Ekkert okkar kemst hjá því að ganga í spor liðinna kynslóða. Þannig er lífíð. Eftir lifir minning um góðan dreng sem skilað hefur góðu dagsverki. Þó að hausti í hugum ástvina á kveðjustundu vita þeir innst inni að þeir eru börn hins eilífa ljóss sem aldrei víkur frá þeim. Þegar við göngum til náða vegmóð að kveldi er það til þess eins að við getum hvflst og vaknað efld í fyll- ingu næsta dags. Þannig munu dánir styrkjast til nýs og betra lífs í heimi sem Guð einn veit hvernig er. Blessuð sé minning Lúðvíks J. Albertssonar. Eðvarð Ingólfsson Fulltrúastarf Stjórn kennarasambands íslands auglýsir eftir starfsmanni til aö sinna verkefnum er varða kjara- og félagsmál kennara. Um er að ræða 50% starf og hugsanlega aukið starfshlutfall á álagstímum. Umsækjendur þurfa að hafa kennaramenntun og kennslureynslu auk þess að hafa áhuga á félags- starfi í stéttarfélagi kennara. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst 1987. Allar frekari upplýsingar gefur formaður KÍ í síma 91-24070. Umsóknir skulu sendar til stjórnar Kennarasambands íslands, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, merktar „Fulltrúastarf”. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Árna Gíslasonar Ásbúðartröð 9, Hafnarfirði Ester Kláusdóttir Ásgeir Árnason Sigríður Jóhannesdóttir Páll Árnason Bryndís Skúladóttir Kristín Árnadóttir Einar Sindrason Hólmfríður Árnadóttir Friðrik Rúnar Guðmundsson Anna Pálína Árnadóttir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.