Þjóðviljinn - 15.08.1987, Side 10

Þjóðviljinn - 15.08.1987, Side 10
ÖRFRÉTTIR III REYKJHIÍKURBORG III ^ ^ ^»** <*^ *■* *** £<zu&cvi Sfödca Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar AUGLÝSIR Lausar stöður félagsráögjafa á hverfaskrifstofum fjölskyldudeildar í Vonarstræti 4 og Síðumúla 34. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknarfrestur er til 28. ágúst. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíikurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Lóðarvinna Tilboð óskast í lóðargerð við Vistheimilið við Holt- aveg í Reykjavík. Verkið nær til lögunar lóðar, hellulagðra svæða, snjóbræðslulagna, gras- og gróðursvæða og ýmiss konar búnaðar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg- artúni 7, Reykjavík gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, mánudaginn 24. ágúst kl. 11:00 f.h. 111 REYKJHIÍKURBORG IW k _________________________n» H rs i*n r* <^^ JLautevi Stödíci Dagvist barna óskar að ráða forstöðumenn til starfa á eftirtalin dagvistarheimili Reykjavíkur- borgar: - Dagh./leiksk. Fálkaborg v/Fálkabakka, frá og með 1. ágúst. - Dagh./leiks. Foldaborg v/Frostafold. - Leiksk. Árborg v/Hlaðbæ. - Leiksk. Leikfell v/Æsufell, frá og með 1. sept- ember. - Dagh. Múlaborg v/Ármúla, frá og með 1. sept. Um er að ræða 9 mánaða starf vegna námsleyfis forstöðumanns. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjón- arfóstrur í síma 2 72 77. Kynningarnámskeið fyrir fóstrur og aðra með sambærilega upp- eldismenntun verður haldið á vegum Dagvistar barna í Reykja- vík í Tjarnarborg v/Tjarnargötu dagana 17.-18. ágúst frá kl. 10.00 - 15.00. Námskeið þetta er fyrst og fremst hugsað sem kynning á hinni fjölbreyttu starfsemi Dagvistar barna, auk þess sem kynntar verða nýjungar í dagvistaruppeldi á íslandi s.l. 5-10 ár. Námskeið þetta er ætlað fóstrum sem hafa verið frá störfum í lengri eða skemmri tíma. Námskeiðsstjórar eru umsjónarfóstrurnar Fanny Jónsdóttir og Arna Jónsdóttir, sem jafnframt veita allar nánari upplýsingar annast innritun þátttakenda í síma 27277. Dagvist barna í Reykjavík tilkynnir opnun leyfisveitinga fyrir DAGGÆSLU Á EINKA- HEIMILUM á tímabilinu 1. ágúst til 31. október. Vakin skal athygli á því að sérstaklega er þörf fyrir dagmæður í eldri borgarhverfum. Nánari upplýsingar veita umsjónarfóstrur með dagvist á einkaheimilum á skrifstofu Dagvistar í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, sími 27277. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Dagvistar. Fóstrur vantar í 100% störf og hlutastörf á skóladag- heimilið Völvukot sem er 16 barna heimili við Völvufell. Upplýsingar í síma 77270. FJÖLBRAUTRSKÓLiNl BREIÐHQLTI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Stundakennara í íslensku vantar við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 75600. Skólameistari Fóstrur - starfsfólk Bakkaborg v/Ðlöndubakka Okkur á Bakkaborginni vantar hresst fólk í hópinn til að vinna með okkur að markvissu uppeldis- starfi í líflegu umhverfi og góðum starfsanda. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 71240. íþróttafulltrúi Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir stöðu íþróttafulltrúa lausa til umsóknar íþróttafulltrúi hefur umsjón og eftirlit með rekstri mannvirkja, aðstöðu og starfsemi á vegum íþrótt- aráðs Kópavogs. Hann er starfsmaður íþróttaráðs, undirbýr fundi þess og annast framkvæmd samþykkta ráðsins. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir undirritaður á Félags- málastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12, sími 45700 á milli kl. 11-12, en þar liggja umsóknar- eyðublöð frammi. Félagsmálastjóri A Forstöðumaður íþróttahúss og valla Laus er til umsóknar staða forstöðumanns íþrótt- ahússins Digraness og íþróttavalla Kópavogs. Forstöðumanni er m.a. ætlað að annast daglega verkstjórn í Digranesi og á íþróttavöllum. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst n.k. og liggja umsóknareyðublöð frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 45700 milli kl. 11-12. Félagsmálastjóri Vesturþýskir ráðamenn hafa fram aö þessu haldið stift fram þeirri kröfu að 72 Pershing-1A flaugum þeirra verði haldið utan samninga risaveldanna um eyðingu kjarnflauga úr Evrópu en nú virðist samstaða sambandsstjórnarinnar vera að rofna um það mál einsog fleiri. Tveir þekktir þingmenn Frjálsra demókrata hafa tekið undir með leið- togum jafnaðarmanna sem hvetja Kohl kanslara til að fórna flaugunum fremur en stuðla að því að sögulegir afvopnunarsamningar risaveldanna fari út um þúfur. 40 ár voru í gær frá stofnun ríkisins Pakist- an sem fyrrum var hluti bresku ný- lendunnar Indlands. Stjórnvöld höfðu ákveðið að hafa hátíðarhöld í lág- marki af ótta við að hryðjuverkamenn létu til skarar skríða. Engu að síður sprungu sprengjur í borginni Pes- hawar og urðu tveim mönnum að bana. Allir krókódílar sem heimilisfastir eru í dýragarðinum í Moskvu eru í hungurverkfalli um þessar mundir og hafa verið um nokkurra mánaða skeið. Ástæðan kvaö vera sú að þeir voru fluttir úr gryfju sinni yfir í annan samastað í vetur vegna framkvæmda í dýragarð- inum en um þær mundir voru vetrar- hörkur með eindæmum eystra. Krók- ódílunum þóttu tilfærslurnar ekki virð- ingu sinni samboðnar og jafnskjótt og þeir höfðu verið fluttir hófu þeir mót- mælaaðgerðirnar. Þegar hafa þrjú dýr drepist úr hungri og mörg eru mjög aðframkomin. Málgagn komm- únistaflokksins, Pravda, hefur krafist þess að yfirmenn dýragarðsins bæti aðbúnað skepnanna verulega ekki seinna en strax. Kári Willoch frændi okkar og fyrrum forsætisráð- herra Noregs þykir koma sterklega til greina sem næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Norskir valdahafar hafa þegar stungið upp á honum til starfans við aðalstjórn her- bandalagsins og norskir sendiherrar reka áróður fyrir honum í öllum höfuð- borgum aðildarríkja þess. Hreppi Willoch hnossið mun hann taka við af Carrington lávarði á næsta ári. Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinn- ar um eyðni hafa skorað á mæður sem hafa veiruna í líkama sínum að hætta ekki að gefa börnum sínum brjóst. Þeir segja líkurnar á því að veiran berist á milli í móðurmjólkinni mjög litlar. Ekki þurfi að hafa mörg orð um mikilvægi brjóstagjafar og missir hennar getur reynst korna- börnum afdrifaríkur. Grænfriðungar láta ekki deigan síga og í gær hrintu þeir af stað herferð gegn þeim ósiði breskra fyrirtækja að veita allskyns efnasulli og úrgangsdrulli beint í haf- ið. Þeir kveða bresku stjórnina hunsa gersamlega viðleitni annarra ríkja við Norðursjó í þá veru að draga úr mengun hans og segja Bretland ótví- rætt verðskulda nafngiftina „subbu- karl Evrópu." HAKLQ5P

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.