Þjóðviljinn - 15.08.1987, Side 11

Þjóðviljinn - 15.08.1987, Side 11
ERLENDAR FRETTIR Indland Hvað hefur áunnist? Um helgina eru fjórir áratugir liðnirfrá því Indverjar urðu sjálfstæð þjóð en ástandið hef- ursjaldan verið ískyggilegra Þegar klukkan slær tólf á mið- nætti og þjóðirnar sofa mun Indland vakna til lífsins og frelsis- ins. Þannig fórust Jawaharlal Ne- hru orð aðfaranótt fimmtánda dags ágústmánaðar árið 1947 en þann dag öðluðust Indverjar sjálfstæði og voru ekki lengur ný- lenduþegnar brcska heimsveldis- ins. Nehru var fyrsti leiðtogi Ind- lands, faðir Indiru Gandhi sem var númer tvö í valdaröðinni og afi Rajivs er nú trónir á tindi pýr- amídans. Nehru dreymdi stóra drauma um framtíð landsins og vildi hefja það til hásætis meðal þjóða sem voru að brjótast undan nýlenduoki skömmu eftir síðari heimsstyrjöld. Fjörutíu árum síð- ar virðast draumsýnir hans ekki koma heim og saman við þann veruleika sem dóttursonurinn þarf að glíma við. Indverjar eru nú um 800 milj- ónir talsins og stór hluti þjóðar- innar er enn fanginn í þeirri sjálf- heldu sem Nehru vildi losa lands- menn úr. Arið 1947 kom til grimmilegra átaka hindúa og mú- hameðstrúarmanna þegar þessari nýlendu Breta var skipt í tvö ríki, Pakistan og Indland. Enn þann dag í dag berast þeir á banaspjót auk þess sem aðrir trúhópar beita æ meir ofbeldi í samskiptum sín á milli. Nehru hefði aldrei getað ímyndað sér að dóttir hans myndi falla fyrir hendi sikha en þeir höfðu ætíð verið í hávegum hafð- ir sem sérstakir verndarar Ind- »iattSSsS5s*«««rt: fetí Indland öðlast sjálfstæði þann 15. ágúst árið 1947. Nehru og Mountbatten lávarður, síðasti landstjóri Breta, standa við hljóðnemann. lands og hindúismans. Að þeir myndu vilja stofna sjálfstætt ríki í Punjab hefði honum þótt fráleitt. Hann og lærifaðir hans, Ma- hatma Gandhi, gerðu sér glögga grein fyrir hörmulegum afleið- ingum erfðastéttaskipunarinnar og unnu gegn henni. Þeir vildu veita „hinum ósnertanlegu" Danmörk Kosið eftir mánuð? Information segir að Schliiter boði til kosn- ingal5. septembervegna vandræða kringum fjárlög og erfiðrar stöðu krata Ðanska blaðið Information hef- ur eftir heimildum nærri ríkisstjórninni að eftir réttan mánuð verði þingkosningar í Danmörku, og muni Schlúter for- sætisráðherra boða til þeirra þeg- ar hann kalli saman þing eftir rúma viku. Blaðið segir að forsætisráð- herra hægristjórnarinnar ætli að kalla þingmenn saman úr sumar- leyfi 25. ágúst til að bregðast við kjaradeilu milli ríkisins og stétt- arfélags tölvumanna, PROSA, og noti þá tækifærið um Ieið til að boða til kosninga. Til kosninganna hafi Schlúter og félagar ýmsar ástæður, segir Information. Efnahagsspár allar séu stjórninni nú mjög nei- kvæðar, og geri ráð fyrir hnignun í dönsku efnahagslífi á næstunni samfara stórauknu atvinnuleysi. Enn sjáist ekki teljandi merki um þessa mögru tíma og sé fjór- flokkastjórninni því heppilegt að endurnýja umboð sitt fyrir vet- urnætur og hætta ekki á kosning- ar rétt eftir áramót einsog áður var gert ráð fyrir. Þá geti kosningar frestað erf- iðu uppgjöri um fjárlög næsta árs. Róttæki flokkurinn, sem stutt hefur minnihlutastjórn Schluters, hefur sýnt fjárlaga- gerðinni fálæti og engan veginn heitið stuðningi sínum. Rót- tækum kynni að reynast erfiðara að þæfa þau mál komi stjórnin sterk úr kosningum, -og fái hún meirihluta þarf engar áhyggjur af þeim samferðamönnum að hafa. Enn er nefnt til að hneykslis- mál að undanförnu í fyrirtækjum tengdum krötum og verkalýðs- hreyfingunni hafa veikt kjör- þokka krata, og auk þess er talið að sósíaldemókratar í Danmörku Poul Schluter vill styrkja stöðu sína með kosningasigri áður en veður gerast válynd. standi verr að vígi í skammvinnri kosningabaráttu en langærri, þarsem það taki nokkurn tíma fyrir Jörgensen og hans menn að ræsa kosningavélina. Gert er ráð fyrir að Schlúter segi ráðherrum sínum af eða á nú um helgina, þegar ríkisstjórnin hittist á norðanverðu Sjálandi til að ganga frá sameiginlegri kosn- ingastefnuskrá stjórnarflokk- anna fjögurra. Nýja Sjáland Þingkjör í dag Fáir búast við því að stjórnarandstaðan hnekki veldi Verkamannaflokks Davids Lange Stjórnmálabroddar á Nýja Sjá- landi köstuðu mæðinni í gær og höfðu hægt um sig eftir kosn- ingabaráttu umliðinna vikna. Þeir munu ekki kveða sér hljóðs á ný fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum og dómur kjós- enda liggur fyrir eftir þingkosn- ingar í dag. Rúmar tvær miljónir manna munu greiða atkvæði í dag og á- kveða hvort Verkamannaflokkur Davids Lange mun áfram fara með völd í eyríkinu eða hvort Þjóðarflokkur Jims nokkurs Bol- gers fær að spreyta sig við stjórn landsins næstu þrjú árin. En satt best að segja eru þeir fáir sem reikna með að stjórnar- andstaðan hnekki veldi Langes. Vitaskuld þykjast félagar Þjóð- arflokksins vera bjartsýnir en enginn stjórnmálaskýrandi tekur í sama streng. Ritskýrendur allra helstu dag- blaða eru á einu máli um að Lange sé traustur í sessi enda ekki ástæða til að ætla annað þar eð skoðanakannanir gefa til kynna að Verkamannaflokkur- inn muni hreppa vænan meirL hluta á þingi. Jafnvel fjölmiðlar sem alla- jafna styðja Þjóðarflokkinn hafa þegnrétt. Á fjörutíu árum hafa engar breytingar átt sér stað á stéttakerfinu. Og hungur og fá- tækt eru hlutskipti manna víða úti á landsbyggðinni. Vandinn er samur og fyrr. Þekktur indverskur menntamað- ur, Rajni Kothari að nafni, hefur orðið: „Það er sama hvar borið er niður. Allsstaðar blasa við hrika- legar andstæður sem skerpast í sífellu. Öndvert mikilli auðlegð er himinhrópandi örbirgð, an- spænis stjórnvöldum stendur al- menningur, hindúar setja sig upp á móti trúhópum minnihluta og í borgum og í sveitum býr ekki sama þjóð.“ Ofbeldi færist sífellt í aukana einsog alkunna er úr fréttum en menn á borð'við Kothari halda því fram að átök milli trúhópa og stétta séu mun tíðari og mann- skæðari en stjórnvöld vilji vera láta. Vinstrisinnaðir menntamenn velkjast ekki í vafa um það hver sé undirrót átakanna. „Það hafa orðið efnahagsframfarir á Ind- landi en alþýða manna hefur ekki fengið notið þess. Vera má að fólk fari í mótmælagöngur gegn miklu atvinnuleysi á Vestur- löndum. En hér á Indlandi fær fólk útrás fyrir vonbrigði sín með öðrum hætti. Það berst við fólk úr öðrum trúhópum og erfðastétt- um,“ segir einn félaga kommún- istaflokks landsins. -ks. Sovéskar þrœlakistur Ungirafbrotameim giátt leiknir Unglingar sem afplána dóm í vinnubúðum þurfa að strita alla daga vikunnar og eru plagaðir afallskyns sjúkdómum og kvillum Mýverið birtist grein í sovéska r - ■ snúið við honum baki nú og telja hag landsmanna best borgið undirforystu Langes. f kosninga- baráttunni hafa efnahagsmálin verið í brennidepli og er það mál manna að stjórn Verkamanna- flokksins hafi haldið vel á spöð- unum í þeim málaflokki. Fyrir þessar kosningar lögðu þeir því- næst fram ítarlega áætlun um ný- sköpun í efnahagslífinu og telja leiðarahöfundar stórblaðsins Christchurch Star Þjóðarflokk- inn ekki bjóða uppá neitt sem komist í hálfkvisti við áformuð nýmæli ríkisstjórnarinnar. -ks. dagblaðinu Sovetskaya Rossi- ya um aðbúnað afbrotaunglinga í þrælakistum nærri Leníngrað. Greinin er eftir blaðamanninn A. Markovich og þykir marka tíma- mót þvt aldrci fyrr hefur verið fjallað um þetta feimnismál í fjöl- miðlum eystra. En nú er „Glas- nost“ lausnarorðið í Kreml og fyrir vikið er ekki lengur goðgó að ræða um skuggahliðar sovésks samfélags. Grein Markovich er mjög gagnrýnin. Hann dregur upp átakanlega mynd af ungmennum sem vita að þeir eiga sér ekki við- reisnar von í samfélaginu þegar þeir hafa tekið út refsingu sína. Hann horfir á þá halda frá vinnu- staðnum í átt að svefnskálunum og „úr augum þeirra skýn upp- gjöf og leiði." Hann ræðir við þann einstakl- ing sem hefur umsjón með „póli- tískri endurhæfingu" fólksins. „Við reynum af fremsta megni að mennta unglingana og veita þeim starfsþjálfun. Benda þeim á að einstaklingum beri að vera skap- andi en ekki ástunda eyðilegg- ingu. En sumum þurfum við að kenna frumstæðustu hegðunar- reglur, að þvo sér, að búa um rúm sín og jafnvel að halda á skeið.“ En víða er pottur brotinn í stjórnun búðanna. Það er brýnt fyrir unglingunum að halda í heiðri allar reglur og minnsta yf- irsjón varðar straffi. Ekki virðast yfirmennimir sjálfir telja sér skylt að hlýða ákvæðum reglu- gerða því þeir skirrast ekki við að láta fangana vinna á sunnudögum sem aðra daga þó hann sé lögboð- inn frídagur, einnig í þrælakist- um. Ástæðan er sú að stjórnend- urnir óttast að geta ekki staðið í skilum með jafn mikið magn af skrúfum, boltum og ýmsu smá- dóti öðru sem framleitt er í búð- unum og þeim ber að standa skil á innan ákveðins tíma. Blaðamaðurinn hjó eftir öðru sem honum fannst ískyggilegt. Við fyrstu sýn virðist hreinlæti í hávegum haft í vinnubúðunum en þó er algengt að þar grasseri allskyns smitsjúkdómar og sumir mjög alvarlegir. Markovich leiðir hugann að því hver verði örlög unglinganna eftir að þeir losna úr búðunum. Hann telur þá ekki eiga í nein hús að venda og nefnir dæmi máli sínu til stuðnings. Einn þeirra er í þann mund að ljúka refsivist sinni. Hann gerir sér fulla grein fyrir því að erfið- lega muni ganga að hasla sér völl í samfélaginu á nýjan leik og á- kvað því að ganga í herinn. En hann fékk þvert nei við umsókn sinni. Markovich klykkir út: „Piltur- inn er nú að snúa aftur í mann- heim og vill fá að axla ábyrgð. Hann vill gegna skyldu sinni eins- og jafnaldrarnir þurfa að gera. En hann fær ekki tækifæri.“ -ks. Laugardagur 15. ógúst 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.