Þjóðviljinn - 25.08.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 25.08.1987, Qupperneq 4
LEIÐARI „Máttur lífs og moldar“ Meira en fimmtíuþúsund manns hafa skoðað landbúnaðarsýninguna Bú ’87, sem lauk síðastliðið sunndagskvöld, en sýningin var haldin í tilefni þess að nú eru liðin 150 ár frá stofnun búnaðarsamtaka á íslandi. Það er ánægjulegt til þess að vita að sýningin fékk góðar undirtektir og var fjölsótt, því að íslenskur landbúnaður á nú við ýmis vandamál að etja, og þessi undirstöðuatvinnugrein þarfnast þess að þjóð- in í heild skilji gildi hennar og sé samhent við að leysa úr erfiðleikunum. í ávarpsorðum sínum í sýningarskrá komst Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri svo að orði: „Kjörorð sýningarinnar „Máttur lífs og moldar“ á að minna á hver er grundvöllur lífs okkar allra - alls mannkyns á jörðu - það er að yrkja jörðina, fá hana til að gefa meira af sér af matvælum og hverju því sem maðurinn þarfnast. Án matvælaframleiðslu með nýtísku búskaparháttum væri ekki lífsgrund- völlur nema fyrir brot af þeim mannfjölda sem nú byggir jörðina. Þetta gleymist mörgum í þeim löndum þar sem framleiðslan hefur farið fram úr þörfum og það veldur vandræðum að takmarka hana. Saddur maður fæst ekki til að borða meira. Honum hættir til að gleyma því að enn hefur mikill hluti mannkyns of lítið fyrir sig að leggja og lifir við hungurmörk. Á meðan ekki hafa fundist leiðir til að jafna kjör þjóð- anna þannig að tök séu á að miðla matvælafram- leiðslunni á milli þeirra sem nú eru við sultarmörkin og hinna sem búa við ofgnótt verðum við að búa við 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlftjudagur 25. ágúst 1987 þessa ógnvekjandi þversögn. Við íslendingar höfum nú um nokkurt skeið verið í hópi hinna ríku, þó að enn lifi hér fólk, sem man hvernig það var að hafa of lítið að borða. Landbúnaðurinn gerir sér vissulega grein fyrir vandamálum sínum og unnið er að því ötullega að sníða framleiðsluna við hæfi.. Til þess þarf að- lögunartíma og til þess þarf skilning bæði almenn- ings og ráðandi rnanna." Án efa hefur sýningin Bú ’87 orðiö til að auka skilning og áhuga almennings á landbúnaði, en það er undirstaða þess að hægt sé að leysa með skynsamlegu móti þá erfiðleika sem nú steðja að þessari atvinnugrein. Offramleiðslan er vandamál sem er torvelt viður- eignar. Almenningi blöskrar að fá sífellt fréttir af því að verið sé að flytja kjöt á öskuhauga ellegar að bændur séu að hella niður mjólk. Og ekki er það auðvelt fyrir bændur að sætta sig við þá staðreynd, að ekki sé þörf fyrir starfskrafta þeirra og framleiðslu- getu - nema að vissu marki. Sú staðreynd er líka sorgleg og illskiljanleg, að ekki skuli vera hægt að nýta öll matvæli sem fram- leidd eru í heimi, þar sem svo fjölmargir svelta. Þetta eru stóru vandamálin, en fleira kemur til. Nútímalandbúnaðurkostarmiklarfjárfestingar, eink- um í tækjum, sem eru nauðsynleg til þess að hægt sé að reka bú með takmörkuðum mannafla. Einfalt dæmi: Nýtískuheyhleðsluvagn kostar til dæmis um sexhundruð þúsund krónur. Þessi vagn ereingöngu nýtturtil að hirða hey, þannig að nýting- artími hans á hverju ári er kannski ekki nema 20 til 30 dagar. Og þá er dýr hver dagurinn. En engu að síður er vandséð hvernig hægt væri að ná betri nýtingu, því að þurrkdagar að loknum slætti eru ekki alltaf margir, svo að erfitt gæti verið fyrir marga bændur að sameinast um kaup á slíkum tækjum. En þótt vandamál landbúnaðarins séu mörg hér á landi eru þau ekki óleysanleg, og í rauninni á margan hátt auðveldari viðfangs en gerist í ýmsum ná- grannalöndum okkar. Nú þegar hefur margt verið aðhafst til að leysa vandann. Bændur hafa sýnt vilja og dirfsku til að takast á við nýjar búgreinar, og þjóðin í heild hefur sýnt vandamálum landbúnaðarins skilning, enda þótt oft heyrist óánægjuraddir þeirra sem halda því fram að réttast væri að leggja niður íslenskan land- búnað fyrir fullt og allt af „hagkvæmnisástæðum”. Sem betur fer eru slíkar úrtöluraddir hjáróma, því að flestum er Ijós nauðsyn þess að hér séu framleiddar landbúnaðarvörur. Sömuleiðis skilja flestir, að vandamál landbúnaðarins er hægt að leysa, en það tekur tíma. íslenskir bændur hafa þjónað þjóðfé- laginu í margar aldir og geta nú með fullri sanngirni ætlast til þess að þjóðfélagið sýni vandamálum þeirra skilning nú þegar tækniöld er gengin í garð. Höfuðtilgangur landbúnaðarsýningarinnar var að efla þann skilning, og í framhaldi af heppnaðri sýn- ingu þurfa bændasamtökin að halda áfram að vinna nauðsynlegt kynningarstarf. -Þráinn KUPPT OG SKORIÐ Harkan sex Margt er stórfróðlegt í Útvegs- bankamálinu, ekki síst það hvernig það hakkar í sig þá syfju- legu kurteisi eða hunsku sem góðborgarar venjulega skýla sér á bak við í samskiptum hver við annan. Heiftin í garð Sambands- ins springur út með glæsibrag á síðum Morgunblaðsins rétt eins og Jónas frá Hriflu væri upprisinn og færi mikinn: SÍS er hinn eini sanni og dularfulli auðhringur fs- lands, kannski einskonar samsæri Síonsöldunga - og Tíminn er postuli hans. Og Tíminn fer á kostum og man nú allt í einu eftir orðbragði sem ekki hefur þótt hæfa í betri húsum lengi, rétt svo að litið væri til þess með yfir- burða vorkunnsemi að við kommar og hálfkommar værum að brúka það hér í Þjóðviljanum. Tíminn í stétta- þjóðfélaginu í laugardagsblaði Tímans er í leiðara látin uppi furða mikil yfir því hve lágt „talsmenn auðstétt- arinnar“ leggjast þegar þeir eru að „elta gróðann og völdin eins og hentar eiginhagsmunum þeirra sjálfra og nánustu skyld- menna eða svarabræðra í auðsöfnuninni". Tíminn er svo innilega hneykslaður á atferli þessara „gróða- og valdaspekúl- anta“ að hann hrekkur allt í einu upp við það að við búum ekki í þeim skyrhræringi, því stéttlausa þjóðfélagi, sem tekur mið af alls- herjar miðjusókn og landsföður- legu tali Steingríms Hermanns- sonar. Enn eitt dæmi um það hvernig; hvesst hefur á stjórnarheimilinu skal hér tilfært úr Tímabréfi um Útvegsbankamálið nú um helg- ina. Þar segir um tugmiljóna króna tilboð einstakra fulltrúa „ættaveldisins" gegn SÍS í út- vegsbankahlutabréfin: „Þegar samið hefur verið um kaup og kjör hefur hvergi sést glitta á þessa peninga, en uppi hafa verið stórar tölur um tap- rekstur á öllum sviðum. Nú vitum við að höfðingi Aðalverktaka getur losað sig við tuttugu og fimm milljónir, og atvinnufor- maður íhaldsins í öllum fyrirtækj- um getur líka hrækt út úr sér tutt- ugu og fimm miljónum til að bjarga landinu frá samvinnu- mönnum, þótt skattagjöld hans bendi ekki til slíkra eigna. Jafnvel heildsali sem þurfti að taka lán hjá húsnæðismálastjórn með niðurgreiddum 3,5 % vöxt- um fyrir elliheimilisíbúð, getur lagt fram tíu miljónirgegn félags- hyggjunni." Osköp eru að heyra þetta. Svona hafa þeir talað hjá Dags- brún, Guðmundur jaki og Þröstur, svona skrifar Þjóðvilj- inn. Hvar endar þetta eiginlega? Útibú stór- kapítalista Svona er allt orðið undarlegt. Ellert Schram skrifar í DV hug- leiðingu um helgina úr þægilega írónískri fjarlægð fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir nú bara eins og Steinn Steinarr forðum: hvaða læti eru þetta? Hann játar að sér hafi eins og góðum Sjálfstæðismanni sæmir alltaf verið meinilla við Sambandið „en hef eiginlega aldrei gert mér grein fyrir hvers vegna." Hann getur ómögulega skilið hvaða máli það skiptir hvort „stórkapítalistarnir í Sam- bandinu eða stórkapítalistarnir í fjölskyldufyrirtækjunum fái að leggja milljónirnar sínar í Út- vegsbankann." Og að lokum er hann farinn að spyrja sjálfan sig tilvistarspurninga eins og þeirra, hvort það geti virkilega verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé fyrst og síðast „útibú“ þessara stórkapíta- lista. Fleiri gerast námfúsir Við þetta vinstrapakk teljum okkur lengi hafa vitað að svo sé. Þó nú væri. En við fögnum því vitanlega heils hugar þegar leitandi sálir þokast inn á okkar samfélagsskilning eins og ofan- greind dæmi sýna. Og mætti lengi við þau bæta. Ásgeir Hannes Eiríksson, varaþingmaður Borg- araflokksins, skrifar ádrepu í Morgunblaðið á fimmtudaginn var, og fer þar háðulegum orðum um íslenska kapítalista og sníkju- líf þeirra á ríkisvaldi sem þeir hafa pólitísk tök á. Hann segir m.a.: „Hrörnun kapítalistanna er einkum fólgin í því að þeir trúa ekki lengur á mátt sinn og megin heldur treysta í blindni á opin- bera forsjá. Hið opinbera reynist svo trausti þeirra vaxið og leiðir sína menn undir pilsfaldinn.“ Pilsfaldakapítalisminn er reyndar hugtak sem til varð hér á Þjóðviljanum og hefurmikið ver- ið notað í framlagi blaðsins til umræðu um þjóðleg sérkenni ís- lenskra borgara. Og fleiri gerast nú námfúsir um hagsmunastreitu og stéttaþjóðfé- lag en Ásgeir Hannes. Sjálfur foringi hans, Albert Guðmunds- son, sendir félögum sínum fyrr- verandi í Sjálfstæðisflokknum þung skeyti í Tímanum og sakar þá um sýsla fyrst og síðast við „hagsmunagæslu fyrir hina fáu“, púkka reyndar undir „alræði hinna fáu“. Hann stillir sér svo upp að venju sem hinum kristi- lega fyrirgreiðslumanni „litla mannsins" - en hann lætur ekki þar við sitja. Hann hnykkir á með að demba því á fyrrverandi flokksbræður sína, að þeir séu að sínu leyti ekki annað en auvirðu- legir „fyrirgreiðslumenn hinna ríku og auðvaldsins". Með öðrum orðum : auðvald, kapítalistar, gróðahyggja og fleira þesslegt er allt orðið að verstu skammaryrðum á ólíkleg- ustu stöðum. Allt „jákvætt" úr þeim orðum horfið. Eins og fyrr segir: maður veit ekki hvernig þetta endar. Það er engu líkara en að ekki sé barasta Hriflu- Jónas upp risinn í þeim andkapít- alíska vígaham sem á honum var á yngri árum, heldur leiki vofa sjálfs Karls Marx lausum hala í samfélagskumbaldanum eina ferðina enn. Mey skal að morgni lofa, dag að kveldi en banka þegar upp boðinn er. ÁB. þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fréttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÖlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlltatelknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfatofuatjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýalngaatjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýaingar: UnnurÁgústsdóttir, OlgaClausen, GuðmundaKrist- insdóttir. Símvarala: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílatjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. UtbrelÖ8lu-og afgreiðaluatjóri: HörðurOddfríöarson. Afgreiðala: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjömsson. Utkeyrsla, afgrelðsla, ritatjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, almi 681333. Auglýaingar: Síðumúla 6, afmar 681331 og 681310. Umbrot og aetnlng: Prentsmlðja Þjóðviljana hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lauaaaölu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áakrlftarverð á mánuðl: 550 kr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.