Þjóðviljinn - 25.08.1987, Side 5

Þjóðviljinn - 25.08.1987, Side 5
Vandað skipulag - liður í umhverfisvemd „Skilningsleysi ráðamanna á gildi samþœtts skipulags kemur skýrtfram ífjársvelti tilþessara mála. Ríkið œtlar sér ísenn ákvörðunarvaldið um skipulag og skömmtun fjármuna í þessu skyni“ Þegar skipulagsmál ber á góma dettur mér í hug reynsla atorku- sams bæjarstjóra í heimabyggð minni fyrir 15-20 árum. Hann hafði lengi beðið árangurslaust eftir deiliskipulagi frá Skipulagi ríkisins af nýju byggingarsvæði í kaupstaðnum. Enn einu sinni var hann kominn til Reykjavíkur til að knýja á um efndir, en greip í tómt hjá skipulagsstjóra. Hann greip þá til þess ráðs að hóta því að setjast upp í höfuðstaðnum uns uppdráttur lægi fyrir. Þetta hreif. Tillaga að deiliskipulagi fyrir hverfið var í höndum hans innan tveggja daga og bæjarstjór- inn hélt hróðugur með hana austur. Bæjarstjórnin samþykkti afraksturinn möglunarlítið, enda þótti framganga bæjarstjórans hetjuleg jafnt af talsmönnum meirihluta og minnihluta. Hann hafði snúið á Reykjavíkurvaldið og haft sitt fram. Forminu var fullnægt og alltjent sýndi uppd- rátturinn götur og hús; það var hægt að byrja að byggja. Vanþróuð þjóð í skipulagsmálum Ég held að þessi saga sé nokk- uð táknræn fyrir stöðu skipulags- mála hérlendis til skamms tíma og samskipti sveitarstjórna við yfirstjórnina í höfuðstaðnum. Sitthvað hefur þó verið að þokast í rétta átt síðustu árin, en þó er óralangt frá því að í skipulag sé lögð sú vinna og hugsun sem þarf. Þetta á við um skipulag í þéttbýli og ekki síður um skipulag eða réttara sagt skipulagsleysi í strjál- býli og óbyggðum. Fátt er af- drifaríkara fyrir umhverfið en vanhugsaðar ákvarðanir um mannvirkjagerð og landnotkun. Hér hefur tæknivæðingin við mannvirkjagerð, í samgöngum og atvinnuháttum í mörgum til- vikum tekið völdin og sú hugsun sem hefði þurft að koma á undan og móta athafnir okkar eða a.m.k. að marka þeim farveg er langt á eftir eða hreinlega ekki til staðar. Það var viss stórhugur að baki fyrstu lagasetningar um skipu- lagsmál á íslandi árið 1921. Ég hef lesið greinargerðir um aðai- skipulag eftir menn eins og Geir Zoega og Guðmund Hannesson frá þriðja áratug aldarinnar og fullyrði að þar ríkti skilningur og framsýni. Én síðan kom aftur- kippur og stöðnun í hálfa öld, og það er rétt svo að þess sjáist merki að menn séu að vakna af værum blundi. Að vísu voru sam- þykkt ný skipulagslög árið 1964, þar sem allt þéttbýli með 50 íbúa eða meiri var gert skipulagsskylt og 1978 var sú skylda einnig lögð á strjálbýli. Frá þeim tíma á að heita að landið sé allt skipulags- skylt, nema kannski almenningar utan marka sveitarfélaga. Skilningsleysi og fjárskortur Þrátt fyrir endurskoðun skipu- lagslaga og góðan hug einstaka sveitarstjórna í þessum efnum, hefur skipulagsvinna yfirleitt ver- ið af miklum vanefnum gerð og að mestu einskorðast við aðal- skipulag og deiliskipulag af þétt- býli. Svæðaskipulag, þar sem leitast er við að draga upp mynd af mörgum sveitarfélögum og fella saman hugmyndir um hag- ræna þróun og landnotkun, heyrist nánast til undantekninga. Atrenna var gerð á slíku landnýt- ingarskipulagi með samvinnu Ölfuss-, Hveragerðis- og Selfoss- hrepps fyrir um 10 árum, og nú er unnið að svæðaskipulagi á höfuð- borgarsvæðinu og í Eyjafirði. Þetta er vísir, en alltof veikburða, því að slíkt leiðbeinandi skipulag hefði þurft að liggja fyrir í öllum landshlutum fyrir áratugum. Skilningsleysi ráðamanna á gildi samþætts skipulags kemur skýrt fram í fjársvelti til þessara mála. Ríkið ætlar sér í senn á- kvörðunarvaldið um skipulag og skömmtun fjármuna í þessu skyni. Undirstöðuþættir eru í höndum ríkisvaldsins, allt frá kortagerð til almennra náttúru- rannsókna, og á öllum sviðum er skorið við nögl og byrgt fyrir glugga. Fræðsla um skipulagsmál er að sama skapi lítil og áhugi almennings takmarkaður. Hér er þó um að ræða málaflokk sem snertir líf okkar allra, umhverfi Hjörleifur Guttormsson skrifar okkar og framtíð komandi kyn- slóða í landinu. Lýðrœðisleg áhrif fjöldans Oft er reynt að læða því að fólki, að skipulag sé af hinu vonda, þvingun sem setji skorður við frelsi og framtaki einstak- lingsins. Þeir sem hæst hafa í þeim efnum eru oft hinir sömu og ganga á hlut annarra eða seilast til landgæða meira en góðu hófi gegnir. Ákvarðanir um umhverf- isvernd eru t.d. liður í skipulagi, hvort sem um er að ræða nýtingu náttúruauðlinda, takmörkun á mengun frá atvinnurekstri, frið- lýsingu til útivistar eða reglur um umferð og hávaða. Skipulag á að endurspegla samkomulag um gagnkvæmt tillit, einnig í garð óborinna. Ég hygg að fátt sýni betur stöðu lýðræðis í viðkom- andi samfélagi en þátttaka al- mennings í skipulagsákvörðun- um og styrkur almannavaldsins í krafti stjórnarskrár og löggjafar til að tryggja víðtæka hagsmuni með skipulagi. Það gefur auga leið, að slíkt skipulag þarf stöðugt að vera til umræðu og opið til endurskoðun- ar í ljósi nýrrar þekkingar og breyttra viðhorfa. Kröfunni um lýðræðislegt inntak á þessu sviði verður heldur ekki fullnægt nema ákvarðanir séu teknar dreift, sem næst fólki sem í hlut á, í stað mið- stýringar. Vissulega fer það eftir eðli máls, hvernig best er að kom- ast að niðurstöðu og gæta um leið almannahagsmuna. Ákvarðanir um samgöngur milli byggða og landshluta varða t.d. fleiri en um- ferð innan þéttbýlis. Stofnun þjóðgarðs í þágu alþjóðar er við- ameira mál og snertir fleiri en fólkvangur sem aðallega nýtist íbúum aðliggjandi byggða til úti- vista. Færum verkefnin til heimaaðila Brýnustu breytingar varðandi skipulagsmál eru að flytja þau sem viðfangsefni úhendur héraða og sveitarfélaga og tryggja veru- legt fjármagn til skipulagsvinnu. Ríkið á að skilgreina almennar reglur og ramma, sem fylgja ber, og tryggja fjármagn til almennra rannsókna og þjónustu í þágu skipulagsvinnu, t.d. hagrænar upplýsingar og kortagerð. Verk- efnin á hinsvegar að leysa eins og frekast er kostur svæðisbundið, þar með taldar margháttaðar rannsóknir og fræðslu við al- menning. Það er eitt af brýnustu aðgerðum í byggðamálum að flytja þessi verkefni út í lands- hlutana og koma þar upp þróun- arstofum til stuðnings við vinnu að skipulagi. Slíkt starf á að vera undir stjórn heimaaðila, m.a. skipulagsnefnda í hverju kjör- dæmi. Viðleitni í þessa átt er til staðar, t.d. á austurlandi þar sem sveitarfélög hafa sameinast um rekstur skipulagsstofu. Hins veg- ar þarf löggjafinn að hlúa að slíku starfi með því að framselja vald í skipulagsmálum frá ríkinu til hér- aða og sveitarfélaga og tryggja tekjustofna í allt öðrum og meiri mæli en nú er. Nokkur dœmi um jákvœðar aðgerðir Meira en áratugur er liðinn síð- an tillögur komu fram í þessa átt. í stefnuyfirlýsingu vinstri stjórn- arinnar sem tók við völdum 1971 sagði m.a. „að gerð skuli heildar- áætlun um alhliða landgræðslu og skipulega nýtingu landsgæða.“ Nefnd sem sett var í þetta verk- efni undir forystu Eysteins Jóns- sonar alþingismanns skilaði til- lögum um iandgræðslu- og gróð- urverndaráætlun 1974-78. Um landnýtingarskipulagið var það skoðun og tillaga nefndarinnar, að það ætti að mótast í héruðun- um. Sagði m.a. um þetta í skila- grein. „Er það tillaga nefndarinnar, að ríkið veiti landshlutasamtök-. unum fjárstuðning til þess að þau hafi forystu um að undirbúa áætl- anir um landnýtingarskipulag í samráði við sveitarstjórnir, eða sveitar- og sýslustjórnir.“ Því miður var þessu áliti ekki fylgt eftir. Tíu árum síðar, 1984, samþykkti Alþingi þingsályktun- artillögu um landnýtingaráætlun. Nefnd sem sett var í það verk skilaði áliti í maí 1986 í formi skýrslu undir heitinu „Landnýt- ing á íslandi og forsendur fyrir landnýtingaráætlun.“ Þar er að finna margar gagnlegar upplýs- ingar um stöðu mála, en aðeins „forsendur" að því sem gera þarf. Skipulagið er enn óunnið og- margt af því sem til þess þarf er í molum eða brotum, sem eftir er að raða saman. Náttúruverndarráð hefur af sinni hálfu lagt fram mikla vinnu í að skilgreina náttúruverndar- hagsmuni í landinu, bæði með til- lögum um friðlýsingu lands og náttúruminjaskrá yfir svæði, sem friða ætti eða sérstaklega þarf að huga að við ákvarðanir um land- notkun. Einstök ráðuneyti og stofnanir hafa lagt fram nýtilegar hug- myndir, hvert á sínu sviði. Eyðumar í þekkingu okkar eru þó miklu stærri að vöxtum og annað órætt, áður en til ákvarð- ana getur komið um skipulag. Gróðurvernd og beit er eitt af brýnum úrlausnarefnum, skortur á stefnu í ferðamálum annað dæmi af mörgum. Sagan um bæjarstjórann að austan, sem bíður úrlausnar frá stofnun í Reykjavík er enn að endurtaka sig. Éitt mikilvægasta . verkefni til breytinga í lýðræðis- átt á íslandi er að slíkum ferðum fækki og ekki þurfi stimpil í Reykjavík vegna fyrirhugaðra húsa og bflskúra og jafnvel stærri ákvarðana úti um landið. Hjörleifur Guttormsson Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá Á undanfömum misserum hef- ur mér oft dottið í hug að stinga niður penna vegna ritstjórnar- stefnu Þjóðviljans eins og hún birtist í greina- og fréttaskrifum blaðsins af þeim vettvangi, sem ég þekki gerst, þ.e. vettvangi kvennabaráttu og borgarmála. Samt held ég að ég hafi aðeins einu sinni látið verða af þessu og uppskar eftir það afskaplega tak- markaða hylli hjá þeim blaða- manni sem þá fór með borgar- málin. Ég ætla þó að gera aðra tilraun og nú af minna tilefni en oft hafa gefist á síðum blaðsins. Tilefnið vekur engu að síður upp þá spumingu, hvernig á því standi að Þjóðviljanum sé alger- lega fyrirmunað að ástunda sæmilega hlutlœga frétta- mennsku? Tilefnið er frétt í blaðinu í dag um innheimtumál Hita- og Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Frétt- in, sem skrifuð er af rk, er að mestu höfð eftir Kristínu Á. Ól- afsdóttur borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins. Er sérstaklega tekið fram að þessi borgarfulltrúi hafi greitt atkvæði gegn aðskil- inni innheimtu þessara tveggja fyrirtækja og haft eftir henni að aðskilnaðurinn muni leiða til meiri innheimtukostnaðar og verri þjónustu. Þá er haft eftir borgarfulltrúanum að hún telji átöluvert að þetta mál skyldi ekki koma til kasta kjörinna fulltrúa fyrr en nú. Er ekki nema gott eitt um þetta að segja og víkur þá sögunni að undirritaðri. Um efnislega af- stöðu mína í málinu segir: „Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sat hjá við atkvæðagreiðsluna, þar sem hún taldi sig ekki geta greitt at- kvæði þar sem öll kurl væru ekki komin til grafar í málinu" og síð- an segir að ég hafi átalið harðlega að ákvörðun um málið skyldi tekið af embættismönnum en ekki kjörnum fulltrúum. í sjálfu sér er ekkert rangt við þessa frá- sögn en það er bara hálf sagan sögð. I fyrsta lagi hafði ég viku áður vakið athygli á því í borgarráði að ákvörðun um þetta mál var tekin á fundi borgarstjóra, borgarrit- ara, hitaveitustjóra og borgar- verkfræðinga í maí s.l. og kjörnar nefndir borgarinnar þar með sniðgengnar. í öðru lagi er ekkert á það minnst í fréttinni hvaða kurl það eru sem ekki eru enn komin til grafar. Slíkt skiptir þó sköpum ef skilja á afstöðu mína og þ.a.l. gerði ég sérstaka bókun um málið í borgarráði. Þá bókun hafði blaðamaðurinn sem best getað fengið á borgarskrifstofun- um. Svo tekið sé á málinu efnislega, þá eru kurlin sem sé þau, að í áætlunartölum Rafmagns- veitunnar kemur fram að fyrir- tækið telur sig þurfa 41 stöðugildi og 47.3 milljónir króna til að sinna innheimtumálum fyrirtæk- isins. í sínum áætlunartölum tel- ur Hitaveitan sig komast af með 7 stöðugildi og 12.6 m. kr. til að reka sitt innheimtukerfi. Til að ekkert fari á milli mála þá er rétt að taka það fram að Rafmagns- veitan sendir út tæplega tvöfalt fleiri reikninga en Hitaveitan, en það getur samt engan veginn út- skýrt þann margfalda mun sem er á stærð og kostnaði þessara tveggja innheimtukerfa. Það gef- ur því augaleið, að mínu mati, að annaðhvort vanáætlar Hitaveitan verulega - og það hugsanlega af ásettu ráði - eða kostnaður af innheimtukerfi Rafmagns- veitunnar er mun meiri fyrir skattgreiðendur í Reykjavík en eðlilegt getur talist. Þetta mál var rætt töluvert í borgarráði, að við- stöddum yfirmönnum þessara tveggja fyrirtækja, án þess að nokkur viðhlítandi skýring feng- ist. Og sú var ástæðan fyrir hjá- setu mini. Ég get ekki tekið af- stöðu þegar rökin eru „af því bara“. Sú talnaþraut sem ég hef hér sagt frá, er að mínu mati verulega Þrlðjudagur 25. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.