Þjóðviljinn - 25.08.1987, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 25.08.1987, Qupperneq 8
hátt, um áróðursstíl nasista og andrúmsloftið í Þriðja ríkinu. Fleira mætti nefna, jafnvel atr- iði sem erfiðara gæti virst að festa hendur á. Fyrir þann sem kynnst hafði andrúmsloftinu "í gömlu Þjóðviljaprentsmiðjunni fyrir meira en 15 árum, var það næsta fróðlegt að sjá vinnubrögðin í setjarasal „Politiken“ árið 1913 - þó svo að þau atriði væru ekki tekin í „raunverulegu“ umhverfi: andrúmsloftið var svo furðulega skylt. Þetta má skýra enn ná- kvæmar. Það mun vera hæpið hjá Fledeliusi að tengja náið samstarf setjara og ritstjóra blaðsins í myndinni við persónuleika þá- verandi ritstjóra „Politiken“. Reynslan bendir a.m.k. til þess að slík samvinna blaðamanna og yfirmanna þeirra við setjara hafi fylgt þessari gömlu tækni. Sá sem hér heldur á penna minnist langra kvöldstunda í prentsmiðjunni, þegar blaðamenn voru við borð ásamt setjurum að raða blýspölt- um í ramma og brjóta þannig um síður blaðsins. Þetta stutta atriði í myndinni er þvf jafnvel meiri heimild en Fledelius taldi sjálfur í fyrirlestri sínum: Hún sýnir andrúmsloftið í kringum tækni og vinnubrögð sem nú munu horfin að mestu. Heimildargildi annarra atriða á ritstjórn „Politiken“ er sennilega einnig mikið þótt með öðrum hætti sé. Þótt þær séu ekki teknar í réttu umhverfi og sýni því ekki hvernig innanhúss var á danska blaðinu, gefa þær annað til kynna, sem er kannski ennþá merkilegra; hvernig blaðamenn vildu sjálfir að menn ímynduðu sér þá við starfið... Þetta kemur reyndar glögglega fram í ýmsum smaátriðum, svo sem því hvernig raunverulegir blaðamenn tví- henda telefóninn valdsmanns- lega fyrir framan kvikmyndavél- ina. Mætti bera þetta saman við alþýðlegar skáldsögður frá svip- uðum tíma, þar sem aðalhetjan er blaðamaður, þótt skáldsagan sé heimild um eitt og kvikmyndin annað. Aðferðir En þegar komið er út í slík atr- iði, rekst maður á það hvað að- ferðir ná skammt. Reyndar mætti segja, að sú niðurstaða blasti ein- mitt við á umræðufundinum, að brýn nauðsyn væri á að búa til einhvers konar „sögulega merk- ingafræði" myndmálsins: væri það gagnlegt bæði fyrir þennan miðil og fyrir sagnfræði. Að lokum væri ekki úr vegi að fara út í allt aðra sálma. Á um- ræðufundunum var einungis rætt um heimildargildi kvikmynda um þann tíma þegar þær voru gerðar, en alls ekki vikið að hinu, hvort sögulegar kvikmyndir gætu e.t.v. haft eitthvert heimildargildi um þann tíma sem þær segja frá, - enda hljómar slíkt vafalaust eins og hin mesta fjarstæða í eyrum margra. Myndu flestir segja um- svifalaust, að í sögulegri kvik- mynd gæti alls ekkert komið fram um fyrri tíma sem ekki væri þekkt af öðrum heimildum. Á þessu máli eru þó fleiri hliðar en menn hyggja. Þegarýmsir atburðirhafa verið settir á svið í sögulegum myndum, t.d. bardagar eða kappleikir, hefur það komið fyrir, að leikstjórarnir hafi farið í gamlar heimildir og reynt að fylgja nákvæmlega þeirri tækni, sem notuð var á þessum tíma: þannig mun Eisenstein hafa sett á svið „bardagann á ísnum“ í „Al- exander Nevskí“ samkvæmt her- tækni 13. aldar. Nú er það al- kunna, að við rannsóknir á slys- um eða glæpum grípur tækni- vædd lögregla stundum til þess ráðs að setja atburðina á svið, og er talið að við það komi ýmislegt í ljós, sem ekki sést beint í vitnis- burði þeirra sem til frásagnar eru um málið. Það er engin fjarstæða að slíkt gildi einnig urn sagnfræði- rannsóknir, enda sýnir reynslan að það getur verið harla fróðlegt að horfa á myndir þar sem fornir atburðir eru endurgerðir: t.d. kappleikinn í þöglu myndinni „Ben Húr“, umsátursatriðin frá 15. öld í þöglu frönsku kvik- myndinni „Kraftaverk úlfanna", eða þá bardagann við Azincourt í „Hinrik 5.“ eftir Lawrence Olivi- er. Þetta virðist vera opin leið fyrir sagnfræðinga, en það er kannski önnur saga - og spenn- andi. e.m.j. Eitt nýstárlegasta atriðið á sagnfræðingaþinginu í Reykjavík var tvímælalaust umræðan um notkun mynda og kvikmynda sem sögulegra heimilda. Fyrir þeim þætti dagskrárinnar stóð gal- vaskur og spaugsamur Dani að nafni Karsten Flcdelius, sem sagðist upphaflega hafa verið miðaldafræðingur en síðan farið að fást við sögulegar kvikmyndir og haldið áfram á þeirri braut. Talaði hann sænsku, þar sem hann hafði komist að raun um að Karsten Fledelius byrjaði á því að segja, að kvikmyndir væru yf- irleitt ekki heimildir um sjálfa at- burðina og rás þeirra, slíkt þekktu menn venjulega af öðrum heimildum, enda auðvelt að falsa myndir og láta þær sýna það sem menn vildu með kænlegri klipp- ingu. Hins vegar væru kvikmynd- ir ómetanlegar heimildir um „tíð- arandann“ og gætu sýnt hann öðru vísi og oft betur en nokkrar aðrar heimildir sem völ væri á. Hann reyndi þó ekki frekar að skilgreina hvað hann ætti ná- kvæmlega við með orðinu „tíðar- andi“, en í orðum hans lá að ekki var þörf að gera neinn djúpstæð- an greinarmun á leiknum mynd- um og beinum heimildar- og fréttamyndum: á svipaðan hátt og hinar síðari væru leiknar myndir heimildir um „tíðarand- ann“ á þeim tíma, þegar þær voru gerðar. Þessi orð gáfu tilefni til margvíslegra hugleiðinga og dæmin sem sýnd voru gáfu einnig fjölbreyttan efnivið í þær. „Dagur í lífi blaðamanns“ Sá umræðufundur sem helgað- ur var heimildarmyndum hófst á þögulli danskri mynd frá 1913, sem hlaut að gleðja kalið hjarta hvaða blaðamanns sem var: hún var nefnilega gerð af starfsbræðr- um hans við „Politiken“ og hét „Dagur í lífi blaðamanns“, og eins og nafnið bendir til var þar brugðið upp ýmsum svipmyndum af mönnum og atburðum eins og þetta birtist augum blaðamanns á einum degi, harla fjölskrúðugum og viðburðaríkum að vísu. Hófst myndin á því að blaðamaðurinn reis úr rekkju árla morguns, með- an ung kona var að bera út blöð í húsi hans, og endaði á því, að ráðskona kom með morgunkaff- ið að auðu rúmi hans morguninn eftir og las þá í blaðinu, að hann hafði verið sendur með hraðlest sfðla kvöldið áður til Balkan- landa, þar sem „stríðið var haf- ið“, þ.e.a.s. ein af Balkanstyrj- öldunum, sem voru undanfari heimsstyrjaldarinnar fyrri. En þá hafði býsna margt gerst og margir menn komið við sögu, sem allir léku sín eigin hlutverk. Kannski var það merkilegast að sjá þarna stutta heimsókn í Kaupmannahafnarháskóla, þar sem Georg Brandes var að halda fyrirlestur, og hefði sá sem þessar línur ritar ekki trúað því að til væri kvikmynd af þeim merka manni. Að sögn Fledeliusar höfðu varalesarar verið fengnir til að ráða í hvaða snilldarorð honum hrytu af munni í þessu ör- stutta atriði og reyndist hann þá vera að segja, að leikkonan mikla, frú Heiberg, hefði verið svanur á sviðinu en gæs þegar út af fjölunum var komið. Verður varla sagt, að þau orð bæti miklu við „Samlede værker“ meistar- ans, enda voru þau ekki aðal- atriðið. En fyrir utan þetta kenn- di fjölmargra grasa í myndinni: blaðamaðurinn fór í heimsókn í skipasmíðastöð Burmeister & Wain, þar sem verið var að danskan hans skildist treglega þegar komið var yfir Eyrarsund, og var það reyndar verðugt um- hugsunarefni hvað danskur húm- or gat hljómað afspyrnu kátlega á brokkgengri sænsku... Um verk- efni þetta, heimiidargildi kvik- mynda, voru halndir tveir langir umræðufundir og fjölmörg dæmi sýnd af myndböndum, og var annar fundurinn helgaður leiknum kvikmyndum en hinn heimildarmy ndum. hleypa skipi af stokkum, hann heimsótti einn þekktasta leikara Dana í búningsklefa hans í Kon- unglega leikhúsinu og mikið var sýnt frá ritstjórnarskrifstofum „Politiken", þar sem þáverandi forsætisráðherra kom m.a. í heimsókn til að kvarta undan ein- hverju sem um hann hafði verið skrifað. Karsten Fledelius lagði út af þessari mynd í nokkuð löngu máli. Benti hann á, að heimildar- gildi hennar væri ekki alltaf eins mikið og það virtist, m.a. væru öll inniatriðin, hvort sem þau gerð- ust á ritstjórnarskrifstofum blaðsins eða í fyrirlestrasalnum í Kaupmannahafnarháskóla, þar sem broddborgarar hlýddu á Brandes, tekin í kvikmyndaveri og gæfu því ranga hugmynd um hvernig staðirnir hefðu litið út í raun og veru. Þyrftu menn jafnan að bera atriði myndarinnar sam- an við aðrar tiltækar heimildir til að átta sig á gildi þeirra, og nefndi hann sem dæmi það nána sam- band sem virðist vera milli rit- stjóra „Politikerí* og setjara blaðsins í myndinni: gæfi það rétta mynd af andrúmsloftinu innan blaðsins, þar sem í öðrum heimildum kæmi einmitt fram, að ritstjórinn hefði haft virkan áhuga á öllum tækniþáttunum í sambandi við setningu, umbrot o.þ.h. Þetta virtist ekki ýkja djúp- stætt, enda lagði Fledelius aðal- áhersluna á allt annað. Sýndi hann fram á, að efnisval þessarar stuttu heimildarmyndar, þar sem einungis var fjallað um atburði í Kaupmannahöfn en ekkert um landsbyggðina og hvergi var minnst á konung og kirkju, endurspeglaði nákvæmlega við- horf blaðsins og sjóndeildar- hring. Þetta var fyllilega sannfærandi, en þó var ekki laust við að þeim sem þetta párar þætti niðurstaðan dálítið þunnur þrett- ándi: um viðhorf blaðsins er það sjálft fullnóg heimild svo ekki þarf kvikmyndina til að kynnast þeim, og reyndar vandséð hverju hún getur bætt við það sem ann- ars er um þau vitað. Um aðra þætti „tíðarandans“ var hins veg- ar lítið sagt. Fréttafölsun Á eftir þessari sérstæðu heimildarmynd var sýnd önnur mynd frá 1917 um stórverslunina Magasin du Nord í Kaupmanna- höfn, þar sem öll inniatriðin úr versluninni voru tekin í réttu um- hverfi og sýndu það þess vegna vel, en öll atriðin utan þess voru óraunveruleg og „ramminrí* skáldsaga, sem virðist harla draumórakennd nú á dögum. Síðan var sýnd finnsk fréttamynd frá 1945 um Paasikivi þáverandi forsætisráðherra, ogvarhún höfð sem dæmi um það hvernig hægt væri að gefa ranga mynd af raun- veruleikanum í slíkum myndum. En að lokum sýndi Fledelius mjög skýrt dæmi úr samtímanum um hreina fölsun í fréttamynd og rakti það nokkuð ftarlega. Þannig var málum háttað, að Eisenstein við töku myndarinnar „Ivan grimmi". 14. nóvember 1984 var sýnd í fréttatíma danska sjónvarpsins 3Vi mínútu löng fréttamynd frá styrjöldinni í Afghanistan, sem bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hafði gert. Voru þar sýndar að- gerðir skæruliða sem höfðu þann tilgang að gera höfuðborgina Ka- boul rafmagnslausa með því-að sprengja í loft upp háspennulín- ur. Ýmsum sjónvarpsáhorfend- um fannst myndin grunsamleg og raddir komu fram um að hún kynni að vera fölsuð. Þá sneri danska sjónvarpið sér til Kar- stens Fledeliusar og bað hann að athuga myndina. Var hún síðan sýnd aftur 25. nóvember, fyrst í upphaflegri mynd en svo með skýringum Fledeliusar. Var nú öll þesi dagskrá sýnd hér á um- ræðufundinum. Með því að bera saman ýmis atriði myndarinnar leiddi Flede- lius sterk rök að því, að myndin sýndi alls ekki það sem hún var sögð gera: í fyrstu atriðum henn- ar sáust t.d. turnar, sem gátu vel verið úr háspennulínu til Kaboul, en sá turn sem síðan var sprengd- ur gat hins vegar ekki verið frá sama stað eða hluti af sama mannvirki, - þegar litið var á smaátriði var hann öðru vísi og virtist alls ekki vera hluti af neinni háspennulínu eða bera yf- irleitt uppi nokkurn rafmagns- þráð. Ýmis önnur atriði bentu einnig til að myndin væri gerð annars staðar en sagt var, þótt þau gætu ekki talist fullgild sönn- un fyrir því að hún væri „fölsuð“. Myndirnar af skæruliðunum minntu t.d. meira á herflutninga en herferð. Röksemdafærsla Karstens Fle- delisuar virkaði mjög sannfærandi og virðist lítill vafi á því að myndin væru „fölsuð“ á þennan hátt. En ýmislegt fleira mátti um þetta segja. Fledelius skýrði frá heimildum sem bentu til þess, að þeir atburðir, sem sjónvarpsmyndin sagði frá, hefðu gerst í raun og veru: í september 1984 hefði skæruliðum tekist að vinna skemmdarverk á há- spennulínu til Kaboul þannig að borgin varð rafmagnslaus um skeið. Þannig virtust fréttamenn bandarísku sjónvarpsstöðvarinn- ar hafa „sett á svið“ heldur á- lappalega - raunverulega atburði vegna þess að þeim hafði ekki tekist að ná myndum af þeim þeg- ar þeir gerðust. Gætu menn þá spurt, hvort þetta skipti ýkja miklu máli, hvort eyðandi væri miklu púðri í að sanna að fremur lítilfjörleg fréttamynd væri tekin við aðrar kringumstæður en sagt var, þegar hún sagði frá raun- verulegum atburðum - og hvort þá væri hægt að halda því fram að hún væri beinlínis „fölsuð“ í fullri merkingu þess orðs. En þetta var þó ekki allt og sumt. Til að sanna mál sitt benti Fledelius á ýmis smáatriði og ó- samkvæmni í einstökum atriðum. Þessi atriði - sem virtust óyggj- andi þegar á þau var bent - komu samt naumast í ljós þegar horft var á myndina á venjulegan hátt og með venjulegum hraða, og það voru því ekki beint þau sem höfðu vakið grunsemdir manna um að myndin væri fölsuð. Spurningarnar höfðu kviknað vegna andans í myndinni í heild og þeirrar lýsingar sem þar var gefin á baráttu skæruliðanna, og ef eitthvað var „falsað“ í raun og veru, var það þessi „andi“, - en svo virtist sem ekki væru til- tækar neinar aðferðir til að kom- ast lengra en smáatriðin og skil- greina hann í sjálfu sér. Custer og Alexander Nevskí Á seinni umræðufundinum, sem helgaður var Ieiknum mynd- um, voru sýnd nokkur dæmi um það í hvers konar gervum alþýðu- hetjur úr sögunni hefðu verið látnar birtast áhorfendum á hvíta tjaldinu. Fengu menn þannig að sjá þrjár ólíkar myndir af Ríkarði Ljónshjarta og tvær gersamlega andstæðar myndir af Custer hers- höfðingja (úr kvikmyndunum „They died with their boots on“ og „Little Big Man“). Var það nokkuð augljóst hvernig með- ferðin á þessum hetjum hafði far- ið eftir „tíðarandandum" á þeim tíma, þegar kvikmyndirnar voru gerðar: Imynd sem gerð var þeg- ar Bandaríkjamenn höfðu góða samvisku og voru lausir við allar Alþýðuhetja úr sögunni: Hrói höttur. efasemdir um ýmsa þætti sögu sinnar, svo sem styrjaldirnar gegn Indíánum, var Custer lýst sem vammlausri hetju sem spilltir stjórnmálamenn sviku, en í „Little Big man“, sem gerð er eftir að Víetnam-stríðið hafði vakið með þeim vonda samvisku, var Custer orðinn að heimskum og óráðþægum gortara, sem gerði hvað sem var, einungis fyrir sína eigin frægð og dýrðargloríu. Slík samsvörun milli kvik- mynda og „tíðaranda" varð enn ljósari, þegar myndirnar tengd- ust stjórnmálaástandinu. Athygl- isverðasta dæmið um það var „Alexander Nevskf“ eftir Eisen- stein, sem gerð var 1938 ogfjallar um baráttu Rússa gegn þýskum innrásarmönnum („tevtónsku riddurunum") á 13. öld en endur- speglar að sjálfsögðu ótta Rússa samtímans við hakakrossriddara Hitlers og vilja þeirra til að veita þeim viðnám. Kemur þetta fram í fjölmörgum atriðum myndarinn- ar og gefur til kynna á mjög at- hyglisverðan hátt hvernig Stalín vildi stappa stálinu í landa sína, áður en hann gerði griðasáttmál- ann við Hitler, - en þá var mynd- in snarlega tekin úr umferð... Hægt er að setja á svið stóratburði sögunnar: orrustan við Austerlitz eins og hún var sýnd í sovésku myndinni „Stríð og friður". Þótt harla fróðlegt væri að hlýða á skýringar Fledeliusar við þetta meistaraverk Eisensteins - hann benti t.d. vel á þann tví- skinnung í trúmálum sem fram kemur í myndinni, en hún endar •á Biblíutilvitnuninni „allir þeir sem grípa til sverðs munu farast fyrir sverði“ (Matt. 26,53) - fannst manni samt, að eitthvað vantaði á, að unnt væri að ná tökum á viðfangsefninu með þeim aðferðum sem hann beitti. Fledelius dró fram margs kyns samband og samsvaranir milli efnisatriða og efnismeðferðar myndanna sem hann sýndi og þess ytra ástands sem menn þekkja af öðrum heimildum. En um þann „tíðaranda“ sem sér- staklega getur komið fram í kvik- mynd og innihald myndanna sjálfra eða samskeytingu þeirra, sagði hann hins vegar lítið: hann reyndi ekki að skilgreina hann í sjálfu sér og benti ekki á neinar aðferðir til að festa á hann hend- ur. Tíðarandi Þótt „tíðarandi“ sé ákaflega óljóst hugtak, - svo óljóst að Úr myndinni „Ivar hlújárn", þar sem Ríkharður Ijónshjarta kemur mjög við sögu. ýmsir kynnu að yppa öxlum yfir því og segja að það sé óviðkom- andi allri fræðimennsku af hvaða tagi sem er - finnur maður vel fyrir honum og það er auðvelt að benda á hann. Um leið og maður fer t.d. að horfa á þögla kvik- mynd (þ.e.a.s. gerða fyrir 1931 eða svo) tekur hann eftir því að andlit manna eru gjarnan öðru vísi en hann er vanur að sjá nú á dögum, hvort sem það stafar af því að andlitssnyrting og hár- greiðsla voru þá með öðrum hætti, eða af því að önnur svip- brigði tíðkuðust, eða þá af því að menn höfðu aðra „fegurðarhug- mynd“ og leikarar voru valdir í samræmi við hana - eða af öllu þessu í senn. Það hefur vafalaust haft sín áhrif líka, að svart-hvítar filmurnar á þessum tíma voru á talsvert annan hátt næmar fyrir litum en síðar gerðist (blátt t.d. allt of ljóst en rautt hins vegar nánast því svart), en þó hér sé um að ræða tæknilegt atriði getur sú breyting sem það olli á andlitum (og öðru) í kvikmyndum og ljós- myndum líka haft áhrif á skynjun áhorfenda og smekk, og stuðlað að þeirri „andlitshugmynd“ sem þá var við lýði. Andlitssvipur manna í þessum gömlu kvik- myndum er eitt atriði sem auðvelt er að koma auga á, en önnur mætti líka nefna, svo sem látbragð og hreyfingar, að ó- nefndu umhverfinu sjálfu, innan- húss og utan. Öll þessi atriði leggjast á eitt til að skapa ákveð- inn „tíðaranda“. Þótt erfitt sé að gera fræðilega rannsókn á honum, er auðvelt að gera vissa grein fyrir ýmsum at- riðum, sem kvikmyndir einar gera varðveitt. í kvikmyndinni „Kolberg", sem nasistar gerðu með ærnum tilkostnaði í lok styrjaldarinnar til að hvetja Þjóð- verja til að gefast ekki upp, segir frá andspyrnu íbúa samnefnds smábæjar við Eystrasalt gegn innrásarher Napóleons. Myndin var nefnd á umræðufundinum en ekkert sýnt úr henni, en svo vildi til, að sá sem þessar línur ritar átti þess kost að sjá hana nýlega í sérstakri gerð, þar sem bútum úr samtíma fréttamyndum (frá 1943-44) hafði verið skotið inn til samanburðar. Þá kom eitt harla athyglisvert atriði í ljós: aðal- hetja myndarinnar, sem stendur fyrir andspyrnu íbúanna í Kol- berg, þegar allar aðstæður virðast vonlausar, og hvetur þá til dáða, talar alveg eins og Göbbels, og er það þeim mun augljósara og kemur skýrar fram að slíkur ræðustfll tíðkast ekki lengur. Atr- iði eins og þetta segir ótrúlega mikið, sem í raun og veru væri ekki hægt að kynnast á annan „Heimildargildi kvikmynda“ Ennfrá 20. þingi norrœnna sagnfrœðinga 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 25. ágúst 1987 Þriðjudagur 25. ágúst 1987 VjÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.