Þjóðviljinn - 25.08.1987, Side 10

Þjóðviljinn - 25.08.1987, Side 10
Evrópa Græningjar hvarvetna í sókn Þriðja alþjóðaráðstefna Grœningjaflokka hefst í Stokkhólmi nú í vikunni. Græningjar hafa víða sett strik íreikninginn íþingkosningum og hefur beinskeitt ádeilaþeirra á umhverfisspjöll og hœttuspil með kjarnorku haft áhrifá stefnumótun annarraflokka Fulltrúar Græningjaflokka héðan og þaðan en einkum úr Vestur-Evrópu munu koma sam- an í höfuðborg Svíaveidis í þessari viku til skrafs og ráðagerða. Þetta er í þriðja sinn sem slík alþjóða- ráðstefna er haldin en nú er and- rúmsloftið annað en fyrrum þar eð engum blandast hugur um það Iengur, hvorki andstæðingum né samherjum, að Græningjar hafa haslað sér völl í vesturevrópskum stjórnmálum en eru ekki sú dæg- urfluga sem menn ýmist vonuðu eða óttuðust að myndi hverfa af vettvangi jafnskjótt og hún birt- ist. Kosningasigrar Græningjar eiga víða fulltrúa á löggjafarsamkundum í Vestur- Evrópu og hafa sumstaðar unnið glæsta sigra í þingkosningum. í janúar síðastliðnum juku þeir fylgi sitt verulega í sambands- þingskjörinu í Vestur-Þýska- landi. Þá hrepptu þeir 8,3 af hundraði atkvæða en fengu 5,6 í kosningunum áður. Á Ítalíu fékk samband umhverfisverndarsam- taka 13 fulltrúa kjörna í neðri deild þingsins í júní. í báðum þessum löndum hefur fylgis- aukningin verið á kostnað gam- alla og hefðbundinna vinstri- flokka, Jafnaðarmannaflokksins í Vestur-Þýskalandi og Komm- únistaflokksins á Ítalíu, að mati forystumanna þeirra flokka. Græningjar hafa ennfremur feng- ið þingmenn kjörna í Belgíu, Lúxemborg, Finnlandi, Austur- ríki og í Sviss. Á næsta ári munu Svíar ganga til þingkosninga og er það mál manna að þá muni flokkur sænskra Græningja ná fótfestu á þingi. Skoðanakannanir í Sví- þjóð gefa til kynna að þeir geti vænst þess að fá allt að 10 af hundraði atkvæða. Maður er nefndur Pehr Gar- hton. Hann var einn af frum- kvöðlum hreyfingarinnar í Sví- þjóð og er nú annar af tveim rit- urum samstarfsnefndar evr- ópskra Græningja. „Ég tel miklar líkur á að Græn- ingjar muni gegna lykilhlutverki í evrópskum stjórnmálum á næstu öld. Evrópskir flokkar Græn- ingja eru ekki í ósvipaðri aðstöðu nú og Jafnaðarmannaflokkar voru í við lok nítjándu aldar og á öndverðri þeirri tuttugustu. Hvað veldur? Það er kunnara en frá þurfi að segja hvflíku róti kjarnorkuslysið í Tsjernóbýl kom á hugi manna hvarvetna í Evrópu og ennfremur hafði mengun árinnar Rínar af völdum bruna efnaverksmiðju Sandozfyrirtækisins þau áhrif að almenningur sannfærðist um að Græningjar höfðu mikið til síns máls. Enda jókst fylgi þeirra verulega í kosningum einsog að ofan er getið. Garhton: „Fólk fékk staðfest- ingu á því að málflutningur okkar var tímabær. Hættan á stórslys- um sem þessum er mikil. Skyndi- lega var hætt að líta á okkar sem svartagallsrausara og vitstola dómsdagsprédikara. “ Vaxandi uggur manna vegna mengunar skóga, elfa og hafs- svæða og meðvitund um að kjarnorkan er beggja handa járn veldur því að almenningur setur traust sitt á hreyfingu sem setur umhverfismál á oddinn. Mislit hjörð En hreyfing Græningja er ekki mmm Á landsfundi vesturþýskra Græningja í vor skarst í odda með staðfestu- mönnum og raunsæismönnum um það hvort leita bæri samstarfs við jafnaðar- menn og taka þátt í stjórn. Hinir fyrrnefndu voru andvígir því og báru sigur úr býium þegar kjörnir voru þrír forystumenn hreyfingarinnar. Þeir eru hér á mynd. Frá vinstri: Ditfurth, Schmidt og Michalik. „Kjarnorkulandslag." Eftir Tsjernóbýlslysið vöknuðu margir uþp við vondan draum og áttuðu sig á því að Græningjar höfðu haft rétt fyrir sér. Myndin er tekin í Hyde Park í Lundúnum þegar menn minntust þess þann 26. apríl síðastliðinn að ár var liðið frá slysinu. samstíga hjörð. Par koma saman umhverfisverndarsinnar, trú- menn sem ekki geta fellt sig við neysluhyggju og gullkálfsdýrkun svonefndra kristilegra flokka, andstæðingar kjarnvopna, rót- tæklingar, dýravinir og kvenrétt- indakonur. Menn eru býsna sam- stíga þegar talið berst að því hvernig þjóðfélagið eigi ekki að vera en ef spurt er hver skuli vera skipan mála fást margvísleg svör. Garthon viðurkennir þetta en nefnir þó nokkur mál sem eru rauði þráðurinn í stefnu flestra Græningjaflokkanna. Þorri þeirra er andsnúinn kjarnorku hvort sem hún er notuð til víg- búnaðar ellegar í „friðsam- legum“ tilgangi. Flestir eru á móti hernaðarbandalögum, jafnt Varsjárbandalagi sem Atlants- hafsbandalagi. Evrópubanda- lagið er litið óhýru auga, einnig hverskyns fjölþjóða fyrirtæki og auðhringar. Flokkarnir vilja vekja menn til vitundar um mengun umhverfisins og nauðsyn þess að snúa við blaðinu í þeim efnum. Ennfremur eru þeir á móti „kerfispólitík." Græningjum þykir „smátt vera fagurt", segir Garthon, og þeir vilja að umhverfisverndarsjón- armið gangi fyrir hagvaxtarsjón- armiðum, sem sé öfugt við hefð- bundin viðhorf jafnaðarmanna og frjálshyggjumanna. „Við erum einnig flokkur gegn flokkum," segir hann og leggur áherslu á að Græningjar viðhafi önnur vinnubrögð í sínum hópi en tíðkast í gömlu flokkunum, þeir skipti ört um talsmenn og fulltrúa á þingi til að forðast „spillingaráhrif valdsins.“ Ágreiningur fyrr og nú Hugurinn hvarflar nú að gömlu jafnaðarrnannaflokkunum sem klofnuðu einmitt margir hverjir fyrr á öldinni vegna afstöðunnar til þátttöku í stjórn hins borgara- lega samfélags. Umbótamenn, þeir sem síðan hafa verið nefndir jafnaðarmenn, voru hlynntir þátttöku í því augnamiði að ná fram breytingum til bóta á samfé- laginu án þess að umbylta því. Kommúnistar voru á öndverðum meiði, sögðu auðvaldsskipulagið komið að fótum fram og því bæri að steypa því og reisa nýtt á rúst- um þess. Vesturþýskir Græningjar héldu landsráðstefnu í maí síð- astliðnum og þar sló í brýnu milli fulltrúa tveggja sjónarmiða. Annarsvegar voru svonefndir „raunsæismenn“, einstaklingar sem telja flokkinn ekki geta haft áhrif til góðs í samfélaginu nema menn brjóti odd af oflæti sínu og' leiti samvinnu við jafnaðarmenn. Hinsvegar voru hinir fastheldnu sem ekkert vilja hafa saman við „kerfið“ að sælda. Að endingu báru hinir síðar- nefndu sigur úr býtum og fengu sína menn kjörna til forystu. Þetta þótti samvinnumönnum að vonum súrt í broti og létu það óspart í ljós í fjölmiðlum. Til að mynda lét einn þingmanna úr þeim hópi, Hubert Kleinert, þessi orð falla eftir landsráðstefn- una: „Ef við látum við það eitt sitja að mótmæla og kvarta þá verður brátt farið að líta á okkur sem hirðfíflin á sambandsþing- inu.“ Einingin er ekki heldur sem skyldi meðal austurrískra Græn- ingja. Átta þeirra voru kjörnir á þing í nóvember í fyrra en allar samningaviðræður um stofnun þingflokks hafa farið út um þúfur fram að þessu. Hinsvegar er annað uppi í Belgíu. Þar eiga níu Græningjar sæti á þingi og hafa frönskumæ- landi og hollenskumælandi full- trúar náið samstarf. Blikur á lofti En vera má að velgengni evr- ópskra Græningja sé hreyfing- unni skeinuhættari en innbyrðis deilur þótt það kunni að hljóma sem þversögn. Gömlu flokkarnir eru að átta sig á því að öll umræðan um um- hverfismál og kjarnorkumál hef- ur fallið í frjóa jörð hjá ungum kjósendum og því smám saman farið að gefa þeim gaum og jafnvel potað köflum um þau í kosningastefnuskrár. Sænskir jafnaðarmenn voru áfram um byggingu kjarnvera og börðust fyrir því máli fyrir þjóð- aratkvæðagreiðslu árið 1980. Þeir hafa nú söðlað um. Vestur- þýskir jafnaðarmenn hafa misst mikið fylgi yfir til Græningja og hafa í auknum mæli sett umhverf- ismál á oddinn. Ekki er loku fyrir það skotið að Oskar Lafontaine verði kanslaraefni þeirra í næsta þingkjöri en hann hefur getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í umhverfisverndarmálum í Saar þar sem hann er forsætisráð- herra. Jafnvel hin íhaldssama stjórn Helmuts Kohls veit hvar skórinn kreppir og hefur reynt að höfða til ungra kjósenda með því að setja á laggirnar sérstakt um- hverfismálaráðuneyti. Sýknt og heilagt tönnlast nú hinir frjáls- lyndari ráðherra hennar á „nauð- syn þess að setja efnahagsmál í samhengi við umhverfismál." En fyrrnefndur Gahrton er hvergi banginn og telur flokka 1 Græningja þá einu sem raunveru- lega láti sér annt um umhverfið í víðtækri merkingu þess orðs. Gömlu flokkana skorti allan trú- verðugleika, þeir hugsi fyrst og fremst um niðurstöður kosninga en kæri sig kollótta um hinn raun- verulega vanda. _ks. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.