Þjóðviljinn - 25.09.1987, Page 3

Þjóðviljinn - 25.09.1987, Page 3
FRETTIR Eskifjörður Sjómenn hunsaðir Aðalsteinn Jónsson útgerðarmaður: Ovísthvenœr viðræður hefjast. Hrafnkell A. Jónsson: Sjálfsögð mannréttindi að við okkur sé talað. „Það er ljóst að það á að reyna að taka sjómennina á taugum með þessu framferði að virða kröfur þeirra ekki viðlits. Þessi framkoma Aðalsteins Jónssonar er fyrir neðan alit velsæmi og sýnir bara hvaða hug hann ber til sinna sjómanna sem margir hverjir hafa unnið hjá honum í tugi ára,“ segir Eiríkur Stefáns- son, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Fáskrúðsfjarðar. Deila sjómanna á Eskifjarðar- togurunum tveimur, Hólmanesi og Hólmatindi, við Alla ríka um fiskverð virðist ætla að verða bæði hörð og ströng. Þrátt fyrir það að sjómenn hafi lagt fram kröfur sínar um 15% uppbót á allan þorsk frá áramótum til dagsins í dag og 10% á annan fisk frá sama tíma, hunsar Aðalsteinn sjómenn algjörlega og er ekkert á þeim buxunum að svara þeim á einn né annan hátt. „Það er alveg óvíst hvenær ég ræði við sjómennina um þeirra kröfur. Að öðru leyti vil ég ekk- ert tjá mig um þetta, annað en það að það er mjög vitlaust að þessu öllu staðið og sjómenn velja til dæmis í sína viðræðu- og samninganefnd menn úr annarri sveit, frá Fáskrúðsfirði. Ef ég þekki mína menn rétt, þá sljákk- ar í þeim þegar frá líður og þang- að til skulum við bara sjá og bíða,“ segir Aðalsteinn Jónsson, útgerðarmaður á Eskifirði. „Sjómenn hér á Eskifirði á báðum togurunum höfðu í fjóra mánuði óskað eftir viðræðum við Aðalstein Jónsson um fiskverðið, áður en þeir gengu í land. Allan þann tíma var ekki eytt svo miklu sem einu orði á þá. Frá mínum bæjardyrum séð er hann einungis að sýna mátt sinn og megin og ekkert annað. En maður hefur hingað til haldið það vera sjálf- sögð mannréttindi að við mótað- ila sé talað, þó ekki væri annað,“ segir Hrafnkell A. Jónsson á Eskifirði. -grh Hamarshúsið Verður áminningu aflétt? Þráinn Karlssonfékk áminningufyrir lagnahönnun í ólöglegar íbúðir í Hamarshúsinu. Hann hefuryfirlýsingu pípulagningamanns um að hann hafi ekki hannað lagnirnar og vill að áminningunni verði aflétt. Erfiðlega gengur aðfá málið á dagskrá bygginganefndar ráinn Karlsson verkfræðing- ur fékk á sínum tíma áminn- ingu fyrir að hafa hannað lagnir í þær íbúðir í Hamarshúsinu, sem ekki voru samþykktar. Þráinn hefur farið fram á að áminning- unni verði aflétt, þar sem hann segir það rangt að hann hafi hannað þessar lagnir. Hamarshúsið átti að vera á dagskrá fundar bygginganefndar í gær, en Gunnar Sigurðsson byggingafulltrúi, sem fer með formennsku í nefndinni í fjarveru Hilmars Guðlaugssonar, ákvað að fresta frekari umræðum um Hamarshúsið. Gissur Símonarson, fulltrúi krata í bygginganefnd, bar þá fram tvær fyrirspurnir sem tengj- ast Hamarshúsinu. Sú fyrri fjall- aði um hvenær tekið yrði fyrir bréf frá Þráni Karlssyni, þar sem hann fer fram á að áminningunni verði aflétt. Þráinn mun hafa fengið áminn- ingu vegna tillögu frá Hjörleifi Kvaran, lögfræðingi og skrif- stofustjóra borgarverkfræðings. Þráinn neitar því að hafa hannað lagnir í þessar íbúðir og hefur yfirlýsingu frá pípulagninga- manninum, sem sá um lagnirnar. Sá segist ekki hafa lagt í íbúðirnar eftir teikningum Þráins. Það mun hafa verið snemma í ágúst að Þráinn sendi bréf sitt og frá svipuðum tíma er tillaga frá Haraldi Sumarliðasyni, einum af fulltrúum meirihlutans í bygg- inganefnd, um að áminningunni verði aflétt. Fundurinn í gær er þriðji fundur bygginganefndar síðan bréfið barst. Gunnar Sigurðsson lofaði að málið yrði tekið fyrir á næsta fundi bygginganefndar en þá verður Hilmar Guðlaugsson mættur. Hann mun vilja vera við- staddur afgreiðslu málsins. Hin fyrirspurnin um Hamars- húsið var um það hvort Ólafur Björnsson hefði orðið við tilmæl- um bygginganefndar um lagfær- ingar. Var farið fram á sundurlið- að svar um hverju enn væri ábótavant. Það kom í ljós að enn er eftir að kippa flestu því í liðinn sem ábótavant var. Nú eru komnar dagsektir á ÓS en fulltrúar minnihlutans óttast að þetta mál muni dankast í kerf- inu. Dagsektir hafa næstum undantekningalaust verið felldar niður og óttast menn að Ólafur telji sér því ekkert liggja á. -Sáf Húsgagnasmiðir Hýtt tilboð í dag Sáttafundur í dag að frumkvæði Félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði Að frumkvæði Félags starfs- fólks í húsgagnaiðnaði hefur ver- ið boðað til sáttafundar í deilu þcirra við vinnuveitendur hjá ríkissáttasemjara klukkan 10. Að sögn Kristbjörns Árnason- ar, formanns verkalýðsfélagsins, ætla þeir að leggja fram nýtt til- boð til lausnar verkfallinu á fund- inum í dag. í síðasta tilboði Félags starfs- fólks í húsgagnaiðnaði til vinnu- veitenda voru tillögur þeirra í fullu samræmi við niðurstöður kjararannsóknanefndar, en sam- kvæmt könnun hennar eru raun- laun í greininni frá 229 krónum á klukkustund í dagvinnu, en 20% félagsmanna verkalýðsfélagsins eru með yfir 369 krónur á tímann. Þessi könnun kjararannsókna- nefndar var gerð síðustu tvær vik- urnar í mars, en frá þeim tíma hefur launaskriðið verið veru- legt. Verkfall Félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði hefur nú staðið frá 15. september, en til þess var boðað eftir árangurslausar við- ræður við atvinnurekendur, um gerð fastlaunasamnings, og höfðu þær staðið frá 11. júní síð- astliðnum er verkalýðsfélagið kynnti sínar fyrstu kröfur. -grh Gufugos í Reykjavík Sá í neðra var ekki kominn í heimsókn til Fíladelfíusafnaðarins þó mikinn reyk legði upp af kirkjulóð safnaðarins við Höfðatún í gær. Það voru starfsmenn Jarðborana sem stóðu fyrir gosinu er þeir voru að hreinsa út gamla borholu á lóðinni. Holan er orðin fjörgömul og hefur ekki verið notuð um langt skeið en í gær var byrjað að hreinsa hana og athuga ástand hennar. Holan sem er rúmir 400 metrar skvetti duglega en að sögn starfsmanna Jarðborana gætu örlög hennar orðið þau að steypt yrði uppí hana. Mynd: Sig. Vestnorrœna þingmannaráðið Samband þjóðanna verði eflt Tillaga um að opna skrifstofur í höfuðborgum landanna. Steingrímur J. Sigfússon: Gaman að upplifa hvernig er að vera ekki einn á kantinum Hálfgildings sendiráð, niður- greidd ferðalög ungmenna, sjávarmcngun, bókmenntaverð- laun og aukið samstarf á sviði verslunar og markaðsmála. Þetta eru nokkur af þeim málum sem vestnorræna þingmannaráðið lagði til á þriðja ársfundi sínum í Þórshöfn 14.-15. september sl. að stjórnvöld Færeyja, Grænlands og íslands taki til athugunar. „Áhugi er mikill á samstarfi Færeyinga, Grænlendinga og ís- lendinga. Þar gætir ekki þeirrar tortryggni sem oft einkennir sam- skipti lítilla þjóða við miljóna- þjóðir. Það er ágætt að þingmenn frá þessum löndum hittist og fylg- ist með þróuninni. Og mörg mál er þarft að ræða þótt ekki séu gerðar um þau sérstakar sam- þykktir í hvert sinn er þau ber á góma. Ég bendi t.d. á loðnu- veiðar milli Grænlands og íslands og laxveiðar Færeyinga í sjó. Ljóst er að nú er t.d. nauðsyn- legt að endurskoða reglur um tollamál og samninga um loft- ferðir. En samstarfið blómstrar ekki nema fólkið sjálft vinni sam- an jafnt á sviði verslunar og við- skipta sem menningar og lista," sagði Steingrímur J. Sigfússon en hann var einn af fulltrúum fs- lands á fundi nefndarinnar. Þessi fundur í Þórshöfn var þriðji fundur vestnorræna þing- mannaráðsins. Fyrsti fundurinn, stofnfundurinn, var haldinn í Nuuk á Grænlandi 1985 og annar fundurinn í fyrrahaust á Selfossi. Meirihluti hverrar sendinefnd- ar verður að samþykkja þau mál sem fram eiga að ganga á fundum vestnorrænu þingmannanefndar- innar og allar samþykktir eru í formi tilmæla eða áskorana til stjórnvalda í aðildarlöndunum. Ríkisstjórn íslands og alþingi eiga því eftir að fjalla um þau mál sem samþykkt voru í Þórshöfn. Á fundinum í Þórshöfn voru samþykktar tvær tillögur frá ís- lendingum. Önnur er um að kannað verði hvernig unnt er að auka samskipti landanna í versl- un og markaðsmálum, einkum með hliðsjón af auknum útflutn- ingi frá svæðinu. Hin er ítrekun á samþykkt frá fundinum í fyrra um að mótmælt verði fyrirhug- aðri endurvinnslu kjarnorkuúr- gangs við Dounreay í Skotlandi og að unnið verði gegn hvers kon- ar mengun hafsins. Töluverðum tíðindum sætir sú samþykkt nefndarinnar að opn- aðar verði skrifstofur á vegum landstjórnanna í höfuðborgunum þremur; færeysk og íslensk í Nuuk, færeysk og grænlensk í Reykjavík og grænlensk og ís- lensk í Þórshöfn. Danir fara með utanríkismál Færeyinga og Grænlendinga. En grænlensku og færeysku skrifstofurnar eiga að heyra beint undir landstjórn- irnar í Nuuk og Þórshöfn. „Ég tel samstarf þessara þjóða mjöggagnlegt," sagði Steingrím- ur. „Eg hafði dálítið gaman af að fylgjast með því hvað sumir nefndarmenn frá Grænlandi og Færeyjum voru róttækir. Maður er svo vanur hægfara hægri sinn- uðum þingmönnum á íslandi. Allt í einu kemur í ljós að það er töluverður hópur sem er á vinstra kantinum. -óp Föstudagur 25. september 1987 ^JÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.