Þjóðviljinn - 25.09.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.09.1987, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRÉTTIR Danska þingið Er Grænland þorp í Rússíá? Nýrþingmaður Grœnlendinga í Kaupmannahöfn œtlarað bretta upp ermarnar. Danir verða að standa sig ífjárveitingum, - Grœnlendingar eiga að verafremstir ífriðarfylkingu Hans-Pavia Rosing: Enn til Danir sem halda aö ísbirnir séu á vappi ágötunum í Nuuk. Einn nýrra þingmanna á öllum á óvart velti úr sessi sam- anna tveggja í kosningunum um danska þinginu er Grænlend- flokksmanni sínum Preben Lange daginn. Rosing rak kosningabar- ingurinn Hans-Pavia Rosing, sem við kjör grænlensku þingmann- áttu sína undir slagorðinu „Nýjan þlÓÐVILJINN 0 68 13 33 Tímiiin 0 68 18 66 0 68 63 00 Blaðburður er og borgar sigL i£Sx BLAÐBERAR ÓSKAST í: Vesturbæ Seltjarnarnes þlÓDVILIINN Nýja Miðbæ Smáíbúðahverfi Fossvog Seljahverfi (Breiðholt) Bakkahverfi Breiðholt) Hafðu samband við okkur þjómnuiNN Síðumúla 6 0 68 13 33 stil!“ og ýmislegt bendir til að hann muni láta meira á sér bera en hingaðtil hefur verið venja Grænlandsfulltrúanna. Rosing er úr Siumut- flokknum, mið-vinstriflokknum sem haldið hefur um stjórnar- taumana í Nuuk síðan þar kom heimastjórn, og í kosningabarátt- unni beindi hann jafnt spjótum að Lange og fulltrúa hægriflokks- ins Atassut, Otto Steenholdt, - báðir litu þeir á þingsætið í Kaup- mannahöfn sem „þægilega auka- vinnu fyrir atvinnupólitíkusa“. Rosing ætlar sér til dæmis sæti í utanríkisnefnd þingsins, þarsem Steenholdt hefur setið - sumir segja sofið - hingaðtil, og hyggst hann semja um það sæti við krata og SF, - og hann vill líka í fjár- veitinganefnd til að geta barist þar fyrir grænlenskum málefn- um. Rosing segist í viðtali við In- formation vera hræddur um að hægrimaðurinn Steenholdt hafi í utanríkisnefndinni beinlínis lagst á upplýsingar sem með réttu hefðu átt að ganga til landstjórn- arinnar í Nuuk. Rosing telur að Grænlendingar eigi að standa þjóða fremst í bar- áttu fyrir friði og afvopnun, og hann segist ætla að nota ræðustól danska þingsins til að út-varpa grænlenskum viðhorfum í þeim efnum. í viðtalinu minnist Rosing á ný- afstaðna menningarhátíð í Nuuk og sérstaklega á heimsókn ís- lensku Sinfóníunnar, - þetta hafi vakið honum stolt, en þær tilfinn- ingar hafi þó verið blendnar. Vissulega eigi Grænland að taka þátt í norrænu samstarfi, en hinn póllinn í grænlenskri utanríkis- stefnu verði að vega jafnþungt, nefnilega samstarf heimskauta- þjóðanna í sambandi þeirra ICC. Norræna húsið í Nuuk sé glæsi- legt, en þar þurfi líka að reisa heimskautahús, jafnstórt og öflugt og hið norræna. Hér verði Danir að koma til hjálpar og endurgreiða skuld sína við nýlenduna meðal annars með því að styðja ICC-samtökin sem nú eiga í fjármálakreppu. Grænlenski þingmaðurinn í Kaupmannahöfn telur reyndar að danska stjórnin reyni einsog 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN hún getur að komast í kringum fjárhagslegar skuldbindingar sínar gagnvart Grænlendingum. í Danmörku ríki lítill skilningur á þessum fjárhagssamskiptum, - eitt af stefnuatriðum Framfara- flokksins var að hætta að svara þessum „sníkjum" úr norðri. Ro- sing minnir á að þegar heima- stjórnarsamningurinn var gerður hafi verið samið um að tilfærsla valda yrði með þeim hætti að hvorugur tapaði á, danska stjórn- in eða heimastjórnin í Nuuk. Schlúter-stjórnin hafi hinsvegar haft á þann hátt að skömmu áður en Grænlendingar taka sjálfir við ýmsum þáttum landstjórnarinnar sé skorið niður fé til þeirra, þann- ig að fjárhagsbyrði Grænlend- inga eykst við að vinna upp niður- skurðinn. En fyrst og fremst ætlar Hans- Pavia Rosing sér að vekja athygli danskra þingmanna og dansks al- mennings á því að Grænland er til sem nútímasamfélag með nú- tímaþarfir og útímapólitík. „Því miður eru enn til þeir Danir sem halda að ísbirnir séu dagleg sjón á götunum í Nuuk,“ sagði Rosing við Information, „mörgum Dönum finnst Grænland vera nánast þorp á sléttunum í Sovét.“ -m Ítalía Ævafom flóðhestur Á síðustu tveim dögum hafa ítalskir fornleifafræðingar fengið hvern stóravinninginn á fætur öðrum þar sem þeir eru við upp- gröft í Serravalle del Chienti. Það sem þeir hafa haft uppúr krafsinu fram að þessu er heilleg beinagrind flóðhests og hinir að- skiljanlegustu hlutar nashyrninga og fila. Allt kvað þetta góss vera á að giska 800 þúsund ára gamalt. Þegar hinn nýfundni flóðhestur var og hét var hitabeltisloftslag á Ítalíu. Hann verður brátt sýndur almenningi í nýju safni í Flórens- borg. -ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.