Þjóðviljinn - 03.11.1987, Page 1
Staðan
í 1. deild handbolta
FH...........6 5 1 0 186-130 11
Valur........6 5 1 0 132-90 11
Víkingur.....6 4 0 2 156-142 8
UBK..........6 4 0 2 122-123 8
Stjarnan.....6 3 1 2 143-151 7
[R...........6 2 1 3 126-139 5
KR...........6 2 0 4 128-140 4
KA...........6 1 1 4 118-137 3
Fram.........6 1 1 4 136-157 3
Þór..........6 0 0 6 123-161 0
í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik
UMFN 2 2 0 0 213-123 4
Valur 3 2 0 1 253-199 4
(BK 2 2 0 0 148-124 4
KR 2 2 0 0 153-140 4
UMFG 3 2 0 1 214-203 4
Haukar 2 1 0 1 151-136 2
(R 2 0 0 2 135-169 0
Þór 3 0 0 3 217-279 0
UBK 3 0 0 3 154-265 0
Rugby
Dýrblti!
Rugby-Ieikmaður frá Nýja Sjá-
landi hefur verið dæmdur í sex
mánaða fangelsi fyrir að bíta eyra
af andstæðingi í leik.
í dómsúrskurði sagði m.a.„Að
bíta eyra af andstæðingi samræm-
ist ekki leikreglum og því síður
hinum almennu venjum sem
gilda í íþróttum yfir höfuð.“
Lögfræðingur hins dæmda
sagði hinsvegar að skjólstæðingar
hans hefði ekki gert þetta af yfir-
lögðu ráði!-Ibe/Reuter
Blak
Þróttarsigur
íslandsmeistararnir í blaki,
Þróttarar, sigruðu Víkinga um
helgina, 3-1.
Fram sigraði Þrótt frá Nes-
kaupstað 3-0 og HK sigraði Þrótt
einnig, 3-0. Þá sigraði IS KA, 3-0.
í 1. deild kvenna sigraði Þrótt-
ur Reykjavík HK 3-0 og UBK
sigraði Þrótt Neskaupstað 3-0. Þá
sigruðu Stúdentar KA, 3-0.
-Ibe
Víkingur og Stjarnan léku um helgina fyrri leiki sína í Evrópukeppninni í handknattleik. Víkingur sigraði Kolding
19-16 og Stjarnan sigraði Urædd 20-19. Á myndinni er Víkingurinn Siggeir Magnússon tekinn föstum tökum af
varnarmanni Kolding. Nánar segir frá leikjunum í opnu. Mynd.KGA.
Knattspyrna
Hörður til
Leifturs
Hörður Benónýsson, einn
markahæsti maður Völsunga i
sumar, mun leika með Leiftri á
Ólafsfirði næsta sumar.
Hörður var næst markahæstur í
liði Völsunga, skoraði fimm
mörk og mun án efa styrkja nýlið-
ana verulega.
Þá er líklegt að Þórsarinn Árni
Stefánsson gangi til liðs við
Leiftursmenn, en það mun að
öllum líkindum skýrast á næstu
dögum. HK/Akureyri
Lyftingar
íris setti
þrjú met
íris Grönfeld setti þrjú íslands-
met í 60 kg. flokki á
heimsmeistaramóti kvenna í ol-
ympískum lyftingum um helgina.
íris lyfti 57.5 kg. í snörun og 75
kg. í jafnhöttun, samtals 132.5.
Allt eru þetta íslandsmet.
íris hafnaði í 10. sæti á mótinu
sem var haldið í Florida í Banda-
ríkjunum. -Ibe
Knattspyrna
Guðjón til
Grindavíkur
Guðjón Ólafsson, sem þjálfaði
Reyni Sandgerði í sumar mun
þjálfa lið Grindavíkur í sumar.
Guðjón mun þó ekki vera einn
því að Júlíus Pétur Ingólfsson
mun einnig sjá um þjálfun liðsins.
Júlíus lék vel í sumar og var
markahæsti maður liðsins. Hann
mun Ieika áfram með liðinu á
næsta ári, en Guðjón mun stjórna
í leikjum. ibe
V-Pýskaland
i
Góðir möguleikar
Frá Jóni H. Garðarssyni, fréttamanni
Þjóðviljans i V-Þýskalandi:
íslendingaliðunum í V-
Þýskalandi gekk vel í Evrópu-
keppninni. Bæði liðin töpuðu þó
á útivelli, en eiga engu að síður
góða möguleika á að komast
áfram.
Essen lék gegn Rostock frá
Austur-Þýskalandi og tapaði 19-
22. í hálfleik var staðan 8-13. Al-
freð Gíslason var markahæstur í
liði Essen með 6 mörk ásamt Fra-
atz.
Gummersbach Iék gegn Gran-
itas Kaunas frá Sovétríkjunum og
tapaði 10-14.
Bæði liðin ættu að eiga nokkuð
góða möguleika á að komast
áfram. Þriðja liðið frá V-
Þýskalandi í Evrópukeppninni,
Groswaldstadt sigraði Cretcil frá
Frakklandi á útivelli, 30-17.
Svíþjóð
Gautaborg meistarar
Gautaborg tryggði sér um helg-
ina sænska meistaratitilinn í
knattspyrnu. Liðið tapaði fyrir
Malmö í síðasta leik, 1-2, en það
nægði þeim til sigurs.
Það var mark Gautaborgar á
útivelli sem réð úrslitum. Gauta-
borg sigraði 1-0 í fyrri leiknum og
það var því mark þeirra í síðari
leiknum sem tryggði þeim titi-
linn.
Stefan Petterson skoraði þetta
þýðingarmikla mark fyrir Gauta-
borg, en Haakan Lindman og
Thorbjörn Persson höfðu áður
skorað fyrir Malmö.
Með þessum sigri tryggði
Gautaborg sér sæti í Evrópu-
keppni á næsta ári, en félagið sig-
raði í fyrra í UEFA-bikarnum.
-Ibe
Umsjón: Logi B. Eiðsson
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Belgía
Amór gekk ut
Þjálfarinn setti hann á varamannabekkinn ogArnór tók
pokann sinn
Þegar Arnór Guðjohnsen
mætti til leiks með Anderlecht
gegn Waregem í bikarkeppninni
á laugardag tilkynnti þjálfarinn
honum að hann ætti að sitja á
varamannabekknum. Arnór
sagði nokkur vel valin orð við
þjálfarann og fór.
Þjálfari Anderlecht, Georges
Leekens, hefur verið mjög um-
deildur og tók steininn úr er hann
tók Arnór úr liðinu og setti í hans
stað 18 ára leikmann frá Sambíu.
Sá heitir Charles Musonda og
kemur frá Cercle Brugge, en þar
var Leekens einmitt þjálfari í
þrjú ár áður en hann kom til
Anderlecht.
Amór fór á fund með forráða-
mönnum félagsins í gær og voru
þeir ekki hrifnir af því sem Amór
sagði í viðtölum við belgísk blöð.
Amór má líklega eiga von á því
að þurfa að borga háar sektir og
jafnvel leika með varaliðinu.
Amór sagði í viðtölum við
belgísku blöðin að sér fyndist
framkoma þjálfarans óskiljanleg.
í stað þess að láta hann leika
sömu stöðu og í fyrra, sem færði
honum markakóngstitilinn, hef-
ur hann látið hann leika í mörg-
um mismunandi stöðum á vellin-
um. Hann hefur sífellt verið að
reyna eitthvað nýtt og það hefur
bitnað á leik liðsins.
Hann sagði einnig að þjálfar-
inn virtist hafa eitthvað mikið á
móti sér og nýtti hvert tækifæri
sem hann fengi til refsinga.
Leikmenn Anderlecht em ó-
ánægðir með aðferðir þjálfarans
og það er ekki aðeins Árnór sem
hefur kvartað.
Anderlecht mætir Sparta Prag
á miðvikudag í síðari leik liðanna
í Evrópukeppni meistaraliða.
Þessi leikur er mjög þýðingar-
mikill, en svo gæti farið að Amór
yrði látinn sitja á bekknum.
-4be
Amór Guöjohnson stendur I deilum
við þjálfara Anderlecht.