Þjóðviljinn - 19.11.1987, Page 1

Þjóðviljinn - 19.11.1987, Page 1
Eldsvoðinn í Garðinum Rosalegt áfall 40-50 manns atvinnulaus. Tjónið sem eldurinn olli nemur tugum milljóna Þessi eldsvoði er rosalegt áfall fyrir atvinnulífið hér í Garðinum og sorglegt að horfa upp á þessa eyði- leggingu. Hjá Nesfiski hf. unnu að staðaldri 40-50 manns og á þessari stundu er ekkert vitað hver fram- vindan verður með atvinnu þess. En tjónið er örugg- lega upp á tugi milljóna króna, því húsið var kjaftfullt af fiski, bæði unnum og óunnum, sagði Sigurjón Krist- insson verkstjóri hjá Nesfiski hf. við Þjóðviljann í gær. Að sögn Guðmundar R.J. Guðmundssonar, slökkviliðsmanns og starfsmanns Eldvarnaeftirlits Suðurnesja, var í gær ekkert vitað um hvað olli eldin- um en starfsmenn Brunamálastofnunarinnar vinna að rannsókn málsins. Tilkynnt var um eldinn í fiskvinnsluhúsinu um hálf- fjögurleytið í fyrrinótt. Stuttu eftir að komið var á vettvang varð geysiöflug gassprenging í tækjasal þess og við það breiddist eldurinn óðfluga út. Náði hann að komast í bifreiðaverkstæði Magnúsar Guðbergs- sonar, við hliðina á fiskvinnslunni, og brann það einn- ig til kaldra kola og tveir bílar sem þar voru inni. Bæði slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli og í Sandgerði komu fljótlega til hjálpar en án árangurs og brann allt sem brunnið gat. _ grh Fimmtudagur 19. nóvember 1987 259. tölublað 52. árgangur Starfsmenn Nesfisks virða fyrir sér rústirnar af vinnustað sínum í gærmorgun. Mynd: E.ÓI. y Samningar VSI brýnir klæmar hagsspá Vinnuveitenda. Þröstur Ólafsson: Forsendur spárinnar ekkitrúverðugar. Mikiar líkur eru á því að slitni uppúr samningaviðræðum Verkamannasambandsins og Vinnuveitendasambandsins í dag, en horfurnar á áframhald- andi viðræðum hafa heldur versnað eftir að vinnuveitendur lögðu fram svarta þjóðhagsspá sína í gær. Viðræður munu því líklega tefjast enn frekar, en margir telja að vinnuveitendur sjái sér hag í því að teija viðræð- urnar eins lengi og þeim er unnt. í spá vinnuveitenda er m.a. gert ráð fyrir því að viðskiptahalli verði rúmir 9 miljarðar á næsta ári og kaupmáttur launa komi óhjákvæmilega til með að minnka vegna ytri aðstæðna. Ólafur Davíðsson hagfræðingur sá um gerð spárinnar, en hann heldur því fram að ríkisstjórnin hljóti að þurfa að endurmeta efnahagsstefnuna í ljósi þessarar spár. Það sé ljóst að fjárlagahall- inn verði verulegur á næsta ári grípi ríkisstjórnin ekki til að- gerða. Sagði Ólafur niðurskurð á útgjöldum og gengisfellingu ekki óraunhæfa möguleika í stöðunni. Þröstur Ólafsson í fram- kvæmdastjórn Verkamannasam- bandsins sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að þær forsendur sem spáin væri byggð á væru ekki mjög trúverðugar. T.d. væri mið- að við gengi dollarans eins og það er í dag en allt bendi til þess að dollarinn sé á uppleið á ný. Þá sé ekki gert ráð fyrir því í forsend- unum að Evrópulöndin séu markaðslönd fyrir fiskafurðir og þar sé ekki greitt í dollurum. Þröstur var ekki bjartsýnn á að samningaviðræður bæru árangur á næstunni. Það er ljóst að spá vinnu- veitenda flýtir ekki fyrir samning- um, en ýmsir innan verkalýðs- hreyfingarinnar telja að ekki sé ólíklegt að þeir hafi hug á að fresta samningagerð við Verka- mannasambandið eins og hægt er og þeir séu jafnvel að vonast til þess að sambandið fari á endan- um í samflot með ASÍ. Með því að fresta samningum munu vinnuveitendur að öllum líkind- um spara töluverð útgjöld. —K.ÓI. Sjá bls. 3 Staðgreiðsla skatta Meðaljóninn hækkar 34.75% dragastfrá launum, en 15 þúsund krónapersónuafsláttur kemurámóti. Björn Þórhallsson, varaforseti ASI: Vinnuskylda eftirásköttunarfyrir bí ví kann að verða haldið á lofti að þeir sem hafa hæstu tekj- urnar hagnist á hinum flata tekju- skatti miðað við gamla kerfið, en þá má heldur ekki gleyma því að ýmsir þeir frádráttarliðir sem voru við lýði í því skattakerfi komu einkum hinum hæst- launuðu til góða. Skattstofninn hefur nú verið breikkaður mikið, og það miðar í jöfnunarátt, segir Björn Þórhallsson, varaforseti ASI, en af hálfu Alþýðusam- bandsins átti hann sæti í milli- þinganefndinni sem fjallað hefur um staðgreiðslu skatta. Að sögn Björns er það lykilatr- iði í hinu nýja skattakerfi að það frelsar fólk undan þeirri viðvar- andi vinnuskyldu sem gamla kerfið lagði því á herðar með eftirásköttun. „Menn sem ein- hvern tímann höfðu góðar tekjur voru knúnir til að halda að minnsta kosti jafnháum tekjum hlutfallslega næstu árin til að eiga fyrir sköttunum,“ sagði hann. Nokkrir fulltrúar í milliþinga- nefndinni eru ekki að fullu sáttir við álitsgerð nefndarinnar í öllum greinum. Þannig eru Kristín Sig- urðardóttir, Kvennalista, og Ragnar Árnason, Alþýðubanda- lagi, á því að hærra skattþrep eigi að koma til fyrir hina tekjuhæstu. - Menn verða að koma auga á skóginn fyrir trjám, segir Björn: mestu skiptir að koma stað- greiðslukerfinu á. Það gefst tóm til að sníða af þá agnúa sem fram kunna að koma í ljósi reynslunn- ar. Staðgreiðslukerfinu er komið á að frumkvæði Alþýðusambands- ins. Að sögn Björns eru grunn- hugmyndirnar sem unnið var út frá, sama tekjuskattsprósenta á öll laun og sami persónuafsláttur, þaðan komnar. HS Sjá bls. 2 Handbolti Stórsigur Islendinga íslendingar unnu glæsiiegan sigur yfir Pólverjum í gær, 28-21, í skemmtilegum leik. íslendingar voru yfir allan tím- ann og gerðu út um leikinn með mjög góðum kafla í síðari hálf- leik. Þetta var stærsti sigur íslend- inga gegn Pólverjum frá upphafi, en við höfum ávallt átt í vand- ræðum með Pólverja. Þjóðirnar leika að nýju í kvöld kl. 20.30, en kl. 18.30 leikur ís- lenska unglingalandsliðið gegn ísrael. -Ibe Sjá nánar bls. 15. Nýja Delí Ólafur tekur við Gandhi- verðlaunum Ólafur Ragnar Grímsson tekur í dag við verðlaunum sem forseti Indlands afhendir í minningu Indiru Gandhi fyrrverandi ieið- toga landsins. Ólafur tckur við viðurkenningunni fyrir hönd al- þjóðlegu þingmannasamtakanna PGA, „Parliamentarians for Glo- bal Action“. Samtökin hljóta verðlaunin, 100 þúsund Bandaríkjadali, vegna frumkvæðis síns að sam- starfi þjóðarleiðtoganna sex og vegna aðstoðar sinnar við samn- inga vísindamanna risaveldanna um eftirlit með kjarnorkutil- raunum. Shri Ramaswami Venkataram forseti afhendir verðlaunin í fyrsta sinn í dag að viðstöddum forsætisráðherranum Rajiv Gandhi og öðru stórmenni ind- versku. 19. nóvemberer afmælis- dagur Indiru Gandhi, sem var skotin til bana fyrir þremur árum. ______ -m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.