Þjóðviljinn - 19.11.1987, Síða 3

Þjóðviljinn - 19.11.1987, Síða 3
FRETTIP VSI Dregin upp svört mynd Samkvœmtspá Vinnuveitendasambandsins verður viðskiptahallinn á nœsta ári 9 miljarðir. Kaupmáttur launa talinn fara minnkandi Vinnuveitendasambandið hef- ur látiS gera úttekt á horfum í efnahagsmálum fyrir komandi ár og telur sambandið að niður- stöðurnar séu þess eðlis að ríkis- stjórnin hljóti að bregðast við með því að endurskoða fjárlaga- frumvarpið. Því er spáð að við- skiptahallinn verði rúmlega 9 miljarðar króna á næsta ári í stað 4.4 miljarða eins og Þjóðhags- stofnun hafði spáð. Þá dregur Vinnuveitendasambandið þá á- lyktun af niðurstöðunum að ytri aðstæður gefi til kynna að kaupmáttur tekna muni fara minnkandi á næsta ári. Efnahagsúttektin, sem Ólafur Davíðsson hagfræðingur hefur gert, er grundvölluð á þremur megin forsendum. í henni er gert ráð fyrir að þorskafli verði tak- markaður við 345 tonn, að við- skiptakjör versni um 2 % og að kaupmáttur tekna verði svipaður á árinu 1988 og við lok ársins 1987, en kaupmáttur taxtakaups verði mun minni. Því er spáð að með minnkandi aflakvóta dragist sjávarafurða- framleiðsla saman um 6 % á næsta ári. Vöruútflutningur muni dragast saman um 4 %, en sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar hafi verið gert ráð fyrir 1/2 % aukningu. Þá er því spáð að miðað við núverandi gengi dollarans gætu viðskiptakjör rýrnað um 2-3 %, Hasssmyglið í varðhaldi fram í janúar Rannsókn risasmyglmálsins beinist að því hvort þessi leikur hafi verið leikinn áður Tveir karlar og ein kona sitja nú í varðhaldi vegna hins stór- fellda smyglmáls sem fíkniefna- deild lögreglunnar hefur komið upp um í samvinnu við rannsókn- ardeild Tollgæslunnar. Fólkið er á fertugs- og fimmtugsaldri. Þau munu sitja í varðhaldi fram í janúar hið skemmsta, og er talið að rannsókn málsins beinist ekki síst að því að kanna hvort þau hafi leikið sama leik áður, en grunsemdir eru uppi í þá veru. Reynir Kjartansson, starfs- maður fíkniefnadeildar, varðist allra frétta um hvernig yfir- heyrslum miðaði. Hann var einn- ig fámáll um hvernig deildin hefði komist á snoðir um góssið. Að sögn Reynis er hér um að ræða langmesta magn sem lagt hefur verið hald á þetta árið, en ekki endilega hið mesta frá upp- hafi. Eins og fram hefur komið stofnuðu þremenningarnir inn- flutningsfyrirtæki á nafni óvið- komandi manns. Á vegum fyrir- tækis þessa var síðan hafist handa um innflutning á málningu, en áður var hasspartíinu sökkt í málningardollurnar. Sendingin kom með skipi frá Belgíu í síð- ustu viku. Framtak þremenninganna er með stærstu smyglmálum sem upp hafa komið hér á landi, sem sést á því að allt árið í fyrra var lagt hald á minna magn, eða um tíu og hálft kíló. Verðmæti smyglgóssins er metið á um 11 milljónir króna. HS en í þessari spá er gert ráð fyrir því að ekki megi búast við hækk- un afurðaverðs á Bandaríkja- markaði og verð í Bretlandi muni ekki fara hækkandi nema ef vera skyldi í stuttan tíma. Kaupmáttur tekna um næstu áramót er sagður verða svipaður og að meðaltali á árinu 1987, en kaupmáttur taxtakaups mun minni, enda horfur á að vísitala framfærlsukostnaðar hækki um 10 % frá 1. september til ára- móta. Þá er því spáð að vegna ytri áhrifa muni kaupmáttur tekna á næsta ári fara minnkandi. Spá um viðskiptahalla vegur einna þyngst í úttektinni, en eins og áður kom fram er því spáð að hann verði rúmlega 9 miljarðir. K.Ól. Tekið við platínuplötu fyrir „Frelsi til sölu" og gulli fyrir „Dögun". Mynd: Sig.. Hljómplötur Bubbi fær gull og plabnu Óútkomin plata seld í 6000 eintökum Nýjasta plata Bubba Mort- hens, Dögun, kom út í gær og var Bubba samdægurs afhent gull- plata fyrir sölu á henni, sem er einsdæmi hér á landi. Útgáfufyr- irtæki Bubba, Grammið, hafði selt 6000 eintök í verslanir áður en platan kom út. Um leið og hann veitti gullplöt- unni móttöku ásamt úgefanda og útsetjara, tók hann við platínu- plötu fyrir að hafa selt síðustu plötu sína, „Frelsi til sölu” í hátt í tuttugu þúsund eintökum. Nýja platan er tileinkuð Amnesty Int- ernational. Það varð tilefni nokkurrar um- ræðu við afhendinguna í gær að nýlega var reglum um veitingu gullplatna hér á landi breytt þannig að nú þurfa menn aðeins að selja 3000 eintök í stað fimm þúsunda áður, á sama tíma og plötusala hefur aukist allveru- lega. Lýstu þeir Bubbi og Ás- mundur Jónsson í Gramminu óá- nægju sinni með þá breytingu. Nánar verður fjallað um þessa nýju plötu Bubba á poppsíðum blaðsins síðar. _ ÆÖJ Kannanir Jafnt sfjornarfylgi Stuðningur við ríkisstjórnina og andstaða gegn henni virðist lítið breytast ef miðað er við kannanir í sumar og haust, þrátt- fyrir töluvcrðar fylgishreyfingar í nánast sömu könnunum. í DV-könnun sem birtist ný-' lega nýtur stjórnin fylgis 61% þeirra sem afstöðu taka, 39% leggjast gegn stjórninni. í fyrstu könnun um þetta eftir stjórnar- myndun voru hlutföllin 55-45, en í könnunum eftir það (HP, DV, Hagvangur) 64-36, 63-37, 60-40. Megi marka þessar kannanir hafa litlar breytingar orðið á af- stöðu til stjórnarinnar frá því um mitt sumar, þótt kannanir sýni talsverðar fylgissveiflur flokk- anna sjálfra. Stjórnarflokkarnir þrír fengu samtals rúmt 61% í kosningunum og hefur samanlagt kannanafylgi þeirra síðan rokkað frá 63,6% uppí 73,7. Þegar tekið er tillit til þeirra sem ekki taka afstöðu í könnun- unum kemur í ljós að stjórnin ný- tur varla meirihlutafylgis. í fimm könnunum frá júlí til nóvember mælist beinn stuðningur við stjórnina í tölunum 34, 55, 46,47 og47 prósent. Samsvarandi ands- töðutölur eru 26, 32, 27, 32 og 30 prósent. -m Samningar Stór orð óþörf Það er óþarfi að hafa stór orð um það að VMSÍ fái að heyra hversu illa þjóðarbúið stendur en ekki við. Við fáum nákvæmlega sömu rulluna, sagði Kristbjörn Árnason, formaður Félags starfs- fólks í húsgagnaiðnaði, vegna þeirra ummæla Karvels Pálma- sonar í gær að þegar verið væri að semja um lægstu launin væru dregnar upp svartar þjóðhags- spár en ekki þegar verið væri að byggja yfir banka eða semja við iðnaðarmenn. Kristbjörn sagði að innan síns félags væri bæði faglært fólk og ófaglært og engu auðveldara fyrir þessa hópa að ná samningum en fyrir VMSÍ. „Ég get ekki betur séð en að þeir hafi náð talsverð- um árangri fyrir stóra hópa í Dagsbrún þótt þeir hafi ekki get- að samið almennilega fyrir fisk- vinnslufólk. Það er hins vegar fráleitt að kenna okkur um það, það er alfarið á þeirra ábyrgð.“ -K.ÓI. Gorbatsjov Perestrojka um allan heim Sumarbók Sovétleiðtogans kom útsamtímis í vestrœnum Igær kynntu forráðamenn bókaforlagsins Iðunnar nýja bók eftir Mikhaíl Gorbatsjov sov- étleiðtoga er ber heitið „Perest- rojka Ný hugsun Ný von.“ Það varð uppi fótur og fit í sumar leið er mönnum þótti Gor- batsjov dveljast um skör fram lengi í sumarfríi og töldu ýmsir að aðalritarinn lægi banaleguna eða eitthvað þaðan af verra. En úr leyfi kom hann lífs og við góða heilsu. Á daginn kom að hann hafði varið tíma sínum til að ljúka við samningu bókar er hann hafði upphaflehga heitið banda- rískum forleggjurum, „Harper og Row,“ að semja. í fréttatilkynningu Iðunnar segir: „„Perestrojka. Ný hugsun. Ný von“ er bók er fjallar frá sjón- arhorni Sovétleiðtogans um ástand mála í heimalandi hans og heimsbyggðinni allri. Hann segir þar umbúðalaust skoðun sína á höfuðborgum Frá kynningu á hinni nýju bók Gorbatsjovs. Heimir Pálsson les uppúr bókiAii og á hann hlýða Jón Karlsson, framkvæmdastjóri Iðunnar, Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra og ígor Krasavín, sendiherra Sovétmann á ís- landi. Mynd Sig.Mar. sögu og samtíð, gerir upp við fortíðina án þess að reyna að gera sjálfan sig að hetju á kostnað fyrri leiðtoga, enda segir hann sjálfur að meginatriðið hljóti að verða samtíðin og framtíðin, ekki sagan og mistök fyrri tíðar.“ Bókin kom út samtímis um all- an hinn vestræna heim í gær. ís- lenska frumþýðingin var unnin af tíu manns í miklum flýti um mið- bik síðasta mánaðar en síðan hafði Heimir Pálsson með hönd- um það vandasama og erfiða hlutskipti að samræma ólík stfl- brigði þýðenda. Á fundi með fréttamönnum í gær fluttu þeir Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra og fgor Krasavín, sendiherra Sovét- manna á íslandi, ávörp auk þess sem Heimir gerði grein fyrir að- draganda útgáfu bókarinnar hér- lendis. -ks. Fimmtudagur 19. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.