Þjóðviljinn - 19.11.1987, Page 5
Umsjón:
Magnús H
Gíslason
| ' -
Á annað hundrað manns mættu í
Staðarskála. (Mynd: J.Sig.).
Þúsundasti gesturinn, Birna Lár-
usdóttir, tekur við matarkörfunni
úr hendi Ingvars Guðmunds-
sonar matreiðslumeistara.
Kynnirinn, Eyjólfur Gunnarsson, spjallar við veislugesti. (Mynd: J.Sig.)
Staðarskáli
Hálfsmánaðar matarveisla
Lambakjötskynning-verðlaunaveiting- getraunakeppni
Tímarit
Eiðfaxi
í 10. tbl. Eiðfaxa ritar Hjaiti
Jón Sveinsson forystugrein þar
sem hann víkur að þeim ásöku-
num íð hestamenn eigi verulegan
þátt í að spilla gróðurlendi lands-
ins. Telur greinarhöfundur þar í
ýmsu ofmælt en hvetur á hinn
bóginn hestamenn til þess að taka
höndum saman og ganga í lið með
áhugamannasamtökum og
stjórnvöldum í baráttu gegn land-
eyðingu.
Anders Hansen ritar um hið
nýja nafnnúmerakerfi á hross
sem til stendur að taka upp. Telur
það horfa til bóta en vill jafn-
framt halda í gamla ættbókar-
númerakerfið. Sagt er frá
heimildakvikmynd um íslenska
hestinn sem Hróðmar Bjarnason
o.fl. eru að gera. Áfram halda
deilurnar um val á næsta lands-
mótsstað og birtist nú grein frá
þeim Leifi Jóhannessyni og Kára
Arnórssyni, fyrir hönd stjórnar
L.H., um það mál. Reynir Aðal-
steinsson ritar um lull við upphaf
töltþjálfunar, ástæður og ráð til
úrbóta. Erna Arnardóttir hvetur
konur til að taka meiri þátt í
hestamannamótum sem kepp-
endur, en þar hafi þær verið allt
of hlédrægar. Rætt er við Baldur
Jónsson fyrrverandi forstöðu-
mann íþróttavalla Reykjavíkur.
Er það viðtal bæði fróðlegt og
skemmtilegt. Síðan Baldur lét af
störfum fyrir aldurs sakir hefur
hann stundað hestamennskuna af
lífi og sál. Sigrún Björgvinsdóttir
heldur áfram að segja söguna um
Perlu, framhaldssögu fyrir börn
og unglinga. Sagt er frá heimsókn
til Höskuldar Aðalsteinssonar og
Michaelu Uferbach í Frosthöf í
Austurríki. Birtar eru fréttir frá
hestamannafélögunum Létti,
Þyt, Herði, Þjálfa og Grana.
Og eins og ævinlega er fjöldi
ágætra mynda í ritinu, m.a. frá
Landbúnaðarsýningunni í sumar
og mótum á Murneyri og Vind-
heimamelum.
- mhg
Laugardaginn 31. okt. sl.
gerðu menn sér heldur betur
glaðan dag hjá þeim bræðrum
Magnúsi og Eiríki í Staðarskála í
Hrútafirði. Þar kom þá saman á
annað hundrað manns, sat að
dýrindis veisluhöldum og
skemmti sér fram eftir nóttu.
Með þessu hressilega hátíðar-
haldi norður við Hrútafjörð lauk
kynningu á íslensku lambakjöti,
sem þeir bræður höfðu staðið
fyrir samfleytt í tvær vikur. Var
Markaðsnefnd landbúnaðarins
höfð með í ráðum, án þess þó að
hún þyrfti nokkru til að kosta
öðru en því að gefa góðar
leiðbeiningar.
Þegar svo þúsundasti gesturinn
hafði mætt í Staðarskála frá því
að kynningin hófst, voru honum
veitt sérstök verðlaun. Verð-
launin voru blómum skreytt og
vöxtuleg matarkarfa, sem útbúin
hafði verið hjá Kjötiðnaðarstöð
Kaupfélags Eyfirðinga. Gestur-
inn sem hnossið hlaut var
Reykvíkingurinn Birna Lárus-
dóttir.
Namm namm
Eins og nærri má geta var
lambakjöt á borðum kvöldið
góða í Staðarskála. Á matseðlin-
um var lambakjötsseyði, pálma-
lamb með kartöflum og ávaxta-
terta í eftirmat. Höfundur mat-
seðilsins var matreiðslumeistari
Staðarskála, Ingvar Guðmunds-
son, en hann var áður yfirmat-
reiðslumaður hjá Möllen í Osló.
Dylst engum sem einhvers neytir
í Staðarskála að hann kann vel til
verka. Meðan setið var undir
borðum, lék Sigurður Daníelsson
tónlistarkennari á Blönduósi á
orgel. Loks var dansað og lék
hljómsveitin Upplyfting fyrir
dansinum.
Kynnir og stjórnandi hófsins
var Eyjólfur Gunnarsson frá
Bálkastöðum í Hrútafirði og ann-
aðist hann það af miklu fjöri og
skörungsskap. Tók hann ýmsa
gjarnan tali en síðan var þeim
viðræðum varpað til veislugesta
með þráðlausum hljóðnema og
þótti hin besta skemmtun.
Gettu nú
í sambandi við matarkynning-
una var efnt til getraunasam-
ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5
Staðarskáll í Hrútafirði.
keppni og stóð hún yfir frá 25.
sept. til 9. okt. í henni tóku þátt
þeir mátargestir sem komu við í
Staðarskála á umræddu tímabili.
Spurningarnar á getraunaseðlin-
um voru einkum tengdar heima-
héraði húsráðenda, ferðamálum
og svo náttúrlega lambakjötinu.
Þátt í getrauninni tók 1351 gestur
og 1209 getraunaseðlar skiluðu
sér.
Veislukvöldið var svo dregið í
getrauninni og veitt fern verð-
laun. Fulltrúi sýslumanns Hún-
vetninga við þá athöfn var Þórar-
inn hreppstjóri Þorvaldsson á
Þóroddsstöðum í Hrútafirði.
Fyrstu verðlaunm, ferð til Am-
sterdam fram og til baka, á veg-
um Ferðaskrifstofunnar Ferða-
bæjar, hlaut Helgi Ingimarsson,
Siglufirði.
Önnur verðlaun fékk Elísabet
Lilja Stefánsdóttir, 6 ára
Reykvíkingur, 30 kg af nýju
lambakjöti frá Jóni bónda á
Skarfhóli í Miðfirði. Og til að
fyrirbyggja hugsanlegan mis-
skilning skal það tekið fram að
kjötið kom beint úr sláturhúsi á
Hvammstanga.
Þriðju verðlaun, ljósmyndavél
af Fuji-gerð, komu í hlut Sóleyjar
Stefánsdóttur, Garðavegi 24,
Hvammstanga.
Fjórðu verðlaun fékk svo Að-
alsteinn Már Þorsteinsson, Mím-
isvegi 17, Dalvík, tvær hljómplöt-
ur: Bóndinn og Með góðum mat.
Allt fór þetta hóf fram með
miklum myndarbrag og aðstend-
endum þess og öllum viðstödd-
umtil verðugs sóma.
Þýðingarmikil
þjónustustarfsemi
Hrútfirðingar eru ekki heillum
horfnir á meðan þeir hafa í sveit
sinni starfsemi á borð við þá sem
rekin er í Staðarskála. Þar fer
saman vistlegt og haganlegt hús-
næði, þægileg afgreiðsla, góðar
veitingar, alúð og liðlegheit hús-
ráðenda. Um leið er skálinn eins
konar samkomustaður og fé-
lagsheimili sveitarinnar. Loks er
hann þýðingarmikill tengiliður í
samgöngum milli landsfjórð-
unga. Kemur það sér ekki síst vel
að vetrinum því þar er greiðasala
og gisting árið um kring. Væri þó
eflaust hagstæðara fjárhagslega
að loka staðnum yfir háveturinn
en hjálpsemin má sín meir.
- mhg
Fiskeldi
Togstreita milli ráðuneyta
Átök eru um það, kannski
meira undir yfirborðinu en ofan-
sjávar, hvort fiskeldismál skuli
heyra undir sjávarútvegsráðu-
neytið eða landbúnaðarráðu-
neytið, svo sem er og hefur verið.
Stjórn Búnaðarfélags íslands
hefur eðlilega fjallað um þetta
mál og er það eindregin skoðun
hennar að landbúnaðarráðuneyt-
ið eigi áfram að fara með fiskeld-
ismál. Þau rök sem stjórnin færir
fram fyrir skoðun sinni eru eink-
um þessi:
Fiskeldi er í eðli sínu búskapur
hliðstæður öðrum greinum rækt-
unar á ýmsum dýrategundum.
Um hann gilda sömu lögmál, t.d.
hvað varðar kynbætur og ræktun,
og við eldi annarra dýrategunda.
Þær starfandi stofnanir sem
búa yfir mestri þekkingu og
reynslu í fiskeldi, heyra flestar
undir landbúnaðarráðuneytið
svo sem Veiðimálastofnun,
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins, dýralæknaþjónustan, fisk-
sjúkdómanefnd, Búnaðarfélag
íslands og bændaskólarnir.
Veiðimálastofnun og Veiðimála-
nefnd, sem lögum samkvæmt
hafa lengi stjórnað veiðimálum
og leiðbeint um fiskirækt í ám og
vötnum, hafa einnig staðið fyrir
rannsóknum á fiskeldismögu-
leikum og hlutum sem tengjast
því, svo sem hafbeit.
Mikilvægt er að efla sjúkdóma-
varnir og starfsemi á því sviði
undir forystu dýralækna og fisk-
eldisrannsóknir svo sem á sviði
fóður- og kynbótafræði.
Fiskeldi er kennt við báða
bændaskólana og sérstök náms-
braut í fiskeldi hefur verið við
Hólaskóla um nokkurt skeið.
Hjá Búnaðarfélagi íslands starfar
nú sérmenntaður ráðunautur í
fiskeldi.
Fiskeldi snertir á margan hátt
annan búskap svo sem í sambandi
við nýtingu lands-, vatna- og
veiðihlunninda. Gæti það leitt til
óþarfa árekstra ef farið væri með
þessi mál af öðrum aðilum en þau
heyra undir nú.
Fiskeldi er ein af þeim nýbú-
greinum sem líklegar eru til að
skapa aukna atvinnu í sveitum.
Er mikilvægt að hún verði tekin
upp af bændum þar sem náttúrleg
skilyrði leyfa. Minna má á að þær
búháttabreytingar, sem nú fara
fram í sveitum landsins, eru að
sjálfsögðu á verksviði landbún-
aðarráðuneytisins og stofnana
sem undir það heyra.
- mhg