Þjóðviljinn - 19.11.1987, Page 6
Kjararannsóknanefnd
opinberra starfsmanna
óskar eftir aö ráöa mann til starfa fyrir nefndina.
Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun eöa
reynslu á sviði hagfræði, viöskiptafræöi, tölfræöi
eöa talnavinnslu.
Um getur oröið að ræöa ráöningu í hlutastarf eða
fullt starf. Umsóknarfrestur er til 24. nóvember
n.k.
Umsóknum skal skilað til:
Kjararannsóknanefndar
opinberra starfsmanna
b/t. fjármálaráðuneytið
Arnarholti
Reykjavík
Auglýsið í Þjóðviljanum
St. Jósefsspítali
Landakoti
Kvöldvaktir - býtibúr
Óskum eftir starfsmanni á kvöldvaktir í býtibúr.
Vinnutími frá 16.30-21.
Unnið er í 7 daga í senn og frí í 7 daga.
Upplýsingar gefur ræstingastjóri í síma 19600/
259 frá kl. 10-14 daglega.
Reykjavík 18. nóv. 1987
/íp\ Til sölu
'>5/; Þönglabakki 6,
Reykjavík
Kauptilboð óskast í byrjunarframkvæmdir ásamt
lóðarréttindum eignarhluta ríkissjóðs í fast-
eigninni Þönglabakka 6, Reykjavík.
Sökklar hafa verið steyptir að um 800 fm. grunni.
Kaupandi er skuldbundinn á sama hátt og fyrri
lóðarhafar af öllum bygginga- og skipulagsskil-
málum, sem um lóðina gilda, þar með talin þátt-
taka í sameiginlegum framkvæmdum með öðr-
um lóðarhöfum í Mjódd.
Skriflegt kauptilboð er greini kaupverð og
greiðsluskilmála berist skrifstofu vorri, Borgar-
túni 7, Reykjavík fyrir kl.11.30 f.h. fimmtudaginn
26. nóv, n.k., en þá verða kauptilboð opnuð.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Borgartúni 7, sími 26844
REYKJKMÍKURBORG
JLauMn, St&uvi
Sálfræðingar -
unglingadeild
Unglingadeild Félagsmálastofnunar Reykjavík-
urborgar óskar eftir sálfræðingi í fullt starf. Skil-
yrði er að viðkomandi hafi a.m.k. 2 ára starfs-
reynslu sem sálfræðingur. Starfið felst m.a. í
meðferð, ráðgjöf við starfshópa og þátttöku í
stefnumótun og skipulagningu unglingastarfs-
ins.
Umsóknarfrestur er til 8. desember.
Upplýsingar veita Snjólaug Stefánsdóttir,
deildarstjóri unglingadeildar í síma 622760 og
Gunnar Sandholt yfirmaður fjölskyldudeildar í
síma 25500.
Umsóknum skal skilað til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar á umsóknareyðublöðum sem
þar fást.
Þeir tóku hraustlega til matar síns, slökkviliðsmennimir hjá Brunavörnum Suðurnesja, þegar slöngumálastjórinn þeirra
kom með kaffi og meðlæti til þeirra í gær. Enda orðnir lúnir og þreyttir eftir ósköp næturinnar í glímunni við eldinn. Mynd
E.ÓI.
Eldurinn í Garðinum
Hörfuðum fet lyrir fet
Kristberg Kristbergsson slökkviliðsmaður: Mesta mildi að
engin slys urðu á mönnum þegar gassprengingin varð
í tœkjasal Nesfisks hf
„Við vorum nýkomnir uppá
þakið á fiskvinnslunni þegar allt í
einu varð geysiöflug gassprenging
í tækjasalnum og þakið rifnaði af
■ bókstaflegri merkinu. Eftir það
varð ekki við neitt ráðið og við
urðum að hörfa undan eldtung-
unum fet fyrir fet,“ sagði Kríst-
berg Krístbergsson slökkviliðs-
maður í gær í Garðinum við
Þjóðviljann í gær.
Þegar Þjóðviljinn kom á vett-
vang í gær, voru slökkviliðsmenn
úr Brunavörnum Suðurnesja enn
að störfum við rústir fiskvinnslu-
húss Nesfisks hf. og bifreiða-
verkstæði Magnúsar Guðbergs-
sonar, sem brunnu til kaldra kola
í eldsvoða í fyrrinótt. Eyðileg-
gingin blasti allsstaðar við og ljóst
að tjónið nemur tugum milljóna
króna því fiskvinnslan var yfirfull
af fiski þegar eldurinn kviknaði.
Að sögn Kristbergs var það
mikil mildi að engin slys urðu á
mönnum við slökkvistarfið þegar
mest gekk á eftir að gasspreng-
ingin varð. Ekki hjálpaði það til
við slökkvistarfið að vindur var
mjög hvass að sunnan. Þegar
ljóst var að ekkert yrði ráðið við
eldinn, var reynt eftir föngum að
bjarga nærliggjandi húsum sem
voru hulin reyk, og tókst það
giftusamlega. grh
„Þegar gassprengingin varð í tækja-
sal fiskvinnslunnar varð ekki við neitt
ráðið og við urðum að hörfa undan
eldtungunumfetfyrirfet,'' sagði Krist-
berg Kristbergsson slökkviliðsmað-
ur. Hann ásamt fleiri slökkviliðs-
mönnum var hætt kominn þegar þak-
ið rifnaði af í bókstaflegri merkingu
við sprenginguna. Mynd E.ÓI.
Slökkviliðsmenn úr Brunavörnum
Suðurnesja voru enn að störfum við
rústirfiskvinnsluhúss Nesfisks hf. um
miðjan dag í gær. Eins og sjá má er
eyðileggingin alajör eftir hamfarir
eldsins. Mynd E.OI.
Fiskvinnsla Nesfisks hf. var kjaftfull af
fiski, bæði unnum og óunnum, þegar
eldurinn kviknaði í fyrrinótt. Ljóst er
að tjónið nemur tugum milljóna
króna. Mynd. E.ÓI.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN