Þjóðviljinn - 19.11.1987, Side 7
VIÐHORF
Sókn að þjoðfélagslegum marioniðum
eftir Guðrúnu Sigríði Friðbjörnsdóttur
Því hefur þráfaldlega verið
slegið fram að sjálfvirka þvotta-
vélin hafi verið það sem kveikti
neista frelsisins í brjóstum
kvenna. Augljóst er að það er
afar mikil einföldun á langri og
flókinni sögu, en vissulega hafa
undanfarnar tvær til þrjár kyn-
slóðir að miklu leyti losnað
undan oki líkamlegs strits. Bætt-
ur efnahagur hefur hvarvetna á
Vesturlöndum breytt lífsskilyrð-
um allrar alþýðu, kvenna þó trú-
lega enn meir en karla, og Vest-
urlandakonan stígur nú sín fyrstu
skref á braut efnalegs sjálfstæðis.
Það er trúlega ein af stærstu þver-
sögnum kvennabaráttunnar, að
aukið efnahagslegt og tilfinninga-
legt sjálfstæði kvenna gerir líf
þeirra ekki auðveldara en áður,
þvert á móti virðist lífið verða
stöðugt erilsamara og stressaðra
og þrátt fyrir minnkað líkamlegt
strit verður vinnuálagið meira,
vinnudagurinn lengri. Líf nútíma
konunnar verður stöðugt flókn-
ara og erfiðara í skipulagningu og
trúlega hefur öryggistilfinning
hennar minnkað fremur en vax-
ið. Við getum velt því fyrir okk-
ur, hvort líf kvenna sé innihalds-
ríkara og skemmtilegra en áður,
en niðurstöðurnar verða trúlega
margbreytilegar, enda sækjast
ekki allar konur eftir sama inni-
haldi í líf sitt.
Hafa konur verið spurðar þess,
hvaða braut þær vilji ganga, hafa
þær verið spurðar þess hvort þær
rísi undir hinu tvíþætta hlutverki
nútíma konunnar, sem húsmóðir
og sem láglaunavinnuafl í iðnað-
arsamfélagi, eða eru þær kannski
aðeins leiksoppar sjálfvirkra
efnahagslegra afla? Verða ekki
hinir ríku á Vesturlöndum, karl-
mennirnir, stöðugt hlutfallslega
ríkari og hinir fátæku, konur og
innflutt verkafólk, þar af leiðandi
stöðugt fátækari? Og við hljótum
að svara því svo til að konur hafa
aldrei verið spurðar og verða
aldrei spurðar, fyrr en þær rísa
upp og spyrja sig sjálfar. Að fyrra
bragði spyr samfélagið enn sem
komið er konur ekki neins.
íslenskt sjávarþorp
Áður en lengra er haldið ætla
ég að bregða upp mynd af sjávar-
þorpi einhvers staðar á íslandi.
Þar búa 450 manns og byggist
atvinnulífið upp í kringum einn
togara og frystihúsið, sem hvort
tveggja er að mestu í eigu sama
mannsins. Karlmennirnir vinna á
togaranum og fá afar há laun á
mælikvarða kvenmannanna,
enda vinnan erfið og hættuleg og
mennirnir langdvölum fjarri
heimilum sínum. Konurnar vinna
í frystihúsinu, ýmist allan daginn
eða hálfan, en sumar aðeins í
aflahrotum. Starf þeirra er lág-
launastarf og enginn myndi
nokkru sinni kalla það erfitt eða
hættulegt, né eins vandasamt og
að stjórna þungum vélum. I
þorpinu eru einnig gerðir út fá-
einir bátar, sem leggja upp afla
sinn í frystihúsinu, auk þess sem
lítið kaupfélag veitir kaupfélags-
stjóra og tveimur starfsstúlkum
atvinnu. Lítil einkarekin verslun
er í eigu og umsjá einnar fjöl-
skyldu, tvær konur starfa við
heilsugæslustöðina og þrír kenn-
arar að viðbættum prestinum við
barnaskólann. Loks erflugvöllur
sem ein kona vinnur við hluta-
starf.
Flestar komur í þorpinu vilja
vinna utan heimilis og reyndin er
sú, að þær tína upp hvert það
starf sem til fellur innan ramma
þess sem talin eru kvenleg störf.
Þorri þeirra vinnur, eins og fyrr
segir, í fi7stihúsinu en geta má
þess að í byrjun þessarar aldar
voru konur sem unnu við fisk-
verkun minna en hálfdrættingar á
við karlmenn sem unnu sömu
störf. Það er því löng og góð hefð
fyrir því að meta lítils störf þess-
ara kvenna.
Og nú kemur upp deila milli
frystihússkvenna og forstjórans.
Konurnar hafa hingað til komist
heim í hádeginu, en nú gerir nýr
vélakostur og aukin hagræðing
kröfu til þess að unnið sé sam-
fellt. Um tíma lítur út fyrir að
konurnar muni leggja niður
vinnu. Forstjórinn hótar að flytja
inn verkakonur, verkalýðsfélagið
á staðnum mótmælir og forstjór-
inn svarar með því að láta sigla
með aflann; bendir á að í raun-
inni borgi sig varla að vinna
aflann á Islandi.
Þessari deilu lýkur aldrei nema
á einn veg. Konurnar eru fulltrú-
ar lífsviðhorfa liðins tíma, for-
stjórinn fulltrúi hámarksafrakst-
urs fjármagnsins í sinni atvinnu-
grein. Konurnar hljóta að tapa,
þó að á herðum þeirra hvíli
fullvinnsla á undirstöðuhráefni
þjóðarinnar.
Þörf kvennanna á að vinna
utan heimilis er sterkt afl í lífi
þeirra og hefur mikið efnahags-
legt gildi fyrir fjölskyldur þeirra
og ekki síður fyrir þær sjálfar per-
sónulega, en efnahagslegt sjálf-
stæði er eitt það mikilvægasta í
samfélagslegri mótun nútíma-
manneskjunnar. En óttinn við að
fastráða sig er einnig afar rót-
gróinn með þeim, enda bera þær
flestar einar ábyrgð á daglegu
uppeldi barna sinna.
Konur verða undir
Eins og áður segir tapa konur
deilunni. En forstjórinn sem sér
fram á aukin afköst, verðmætari
útflutningsvöru og meiri afrakst-
ur af frystihúsinu, segir við kon-
urnar: Ég hef heyrt að konur á
íslandi vilji á ýmsan hátt breyta
hinu félagslega skipulagi samfé-
lagsins og það er gaman fyrir okk-
ur öll að við í þessu þorpi ríðum á
vaðið. Við byrjum á að láta frysti-
húsið reka dagheimili fyrir öll
börn á aldrinum 6 mánaða til 6
ára og skóladagheimili fyrir börn
allt að fermingu. Við rekum
mötuneyti þar sem konur geta
keypt tilbúnar máltíðir á kostn-
aðarverði fyrir fjölskyldur sínar
og tekið með sér heim til sín. Og
við rekum þvottahús þar sem
þvotturinn er þveginn og heimil-
unum skilað honum hreinum og
viðgerðum.
Sagði forstjórinn þetta? Það
gerði hann nú víst ekki, við vitum
öll vel hvað hann sagði. Hann
sagði: Þetta er aukin samneysla
og samneysla er þjóðfélagsleg
úrkynjun, hún eyðileggur sið-
gæðisvitund og sjálfsbjargarvið-
leitni einstaklingsins. Forstjórinn
trúir á hið frjálsa val einstakling-
sins og hann segir: Ég er ekki
hrifinn af því að ýta undir þá þró-
un að öll böm séu alin upp inni á
stofnunum. Eða hafið þið kann-
ski gáð að því hvað verður í
launaumslögunum ykkar og karl-
anna ykkar ef við förum að
spreða peningunum svona út um
allt? Hann bætir að síðustu við:
Ef þið eruð ekki ánægðar hérna
skuluð þið sjá ykkur út vinnu ein-
hvers staðar annars staðar.
Varaliðið
Hið kapitalíska þjóðskipulag
telur sig ætíð þurfa að eiga vara-
forða af atvinnulausu verkafólki,
bæði faglærðu og ófaglærðu.
Þetta verkafólk er í löndum
Vestur-Evrópu fyrst og fremst
konur, en á síðustu árum einnig
innflytjendur frá öðmm heims-
álfum. Á tímum þenslu dregur
atvinnulífið í borgum og bæjum
að sér aukinn vinnukraft, hús-
mæður, konur sem áður unnu
landbúnaðarstörf í sveitunum og
þegar ekki dugir til - útlendinga.
Eins stórum hluta þessa vinnuafls
og hægt er er haldið lausráðnum.
Stefnuyfirlýsingu atvinnulífsins í
þá átt sjáum við í tregðu samfé-
Íagsins við að byggja barnahei-
mili og koma á samfelldum skóla-
degi. En með því að hafa jafnan
minna framboð af dagvistunar-
plássum en atvinnu er hægt að
halda konum rígbundnum sem
íhlaupavinnuafli. Á tímum sam-
dráttar er auðvelt að losna við
þetta vinnuafl kvenna, því að
konur eiga, samkvæmt hefð, ekki
jafn sterkan siðferðislegan rétt á
fastri vinnu og karlmenn. Krafa
kvenna um rétt til fullrar vinnu og
lífssæmandi launa er enn hvorki
mótuð né viðurkennd, að sögn,
af hagkvæmnisástæðum fjöl-
skyldunnar. Konan á því aðeins
siðferðilegan rétt á því að vinna
fyrir mannsæmandi launum, að
karlmaðurinn í lífi hennar, fyrir-
vinnan, bregðist.
Róðurinn er þungur og skortir
á einbeitni kvennanna, því að við
eigum í höggi við gylliboðið um
hina einu varanlegu lífshaming-
ju. Lág laun konunnar eru hvorki
meira né minna en fyrirheitið um
eilífa ást og umhyggju.
Launamisréttið eykst
Hin veika staða kvenna á
vinnumarkaðinum er höfuðorsök
þess að launamisréttið eykst en
minnkar ekki um allan hinn vest-
ræna heim. Það er heildarvið-
leitni hinna frjálsu markaðsafla
að halda þessu ástandi óbreyttu.
Frelsi markaðsaflanna byggist á
ástarþörf konunnar. Til að rétt-
læta að jafnan er viðhaldið nægi-
legum forða af varavinnuafli,
leggur þetta frelsi athafnamann-
anna þá kvöð á hendur karl-
manninum að hann taki á sig
ábyrgðina á lífi konunnar. Þetta
er rómantík hinna lágu launa.
Það er afar mikilvægt að sú
hugmynd sé kveðin niður að úti-
vinna kvenna sé byggð á hæpnum
siðferðilegum forsendum, þar eð
hún sé aðallega til að svala per-
sónulegum metnaði þeirra sjálfra
og frelsisþörf. Þá er ekki síður
nauðsynlegt að undirstrika að
konur vinna í fæstum tilfellum úti
til að afla þess sem kaila má auka-
peninga fyrir fjölskyldur sínar.
Víst er að án atvinnuþátttöku
kvenna væru miklu fleiri fjöl-
Það er kunara enfrá þurfi að segja að
vinstri menn hafa á þessu tímabili talið
sig standaframmifyrir stöðnun verka-
lýðshreyfingarsem hefur, aðþvíer virð-
ist, fyrirfullt ogfast sœst á ákveðið hlut-
fall þjóðarteknanna og þar með misst
frumkvœðið í kjara- ogfélagsmálum úr
höndum sér
Fimmtudagur 19. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7