Þjóðviljinn - 19.11.1987, Side 8
VIÐHORF
Hugleiðingar í tilefni lands
Ólafur Þ. Jónsson skrifar
Illa agaður, innbyrðis sundurþykkur
flokkur, með loðna og óljósa stefnu, á
einfaldlega ekki upp á pallborðið hjá
vinnandi alþýðu þessa lands oggetur
heldur ekki átt við hana brýnt erindi
Það hefur verið fróðlegt nokk-
uð að fylgjast með formanns-
raunum Alþýðubandalagsins,
þessa myrku haustdaga, þótt að-
eins sé það fjölmiðlaþáttur
þeirra, sem hingað berst, í fásinn-
ið. Opinberiega hófst baráttan
milli frambjóðendanna tveggja, í
Þjóðviljanum 12. september s.l.
á því, að Mörður Árnason birti
þar stutt viðtöl við þá báða.
Spurningar Marðar voru mildar
og ljúfar og enda svörin við þeim
eftir því.
Sigríður Stefánsdóttir fullyrðir
að það sé rangt hjá Guðrúnu
Helgadóttur að hún (þ.e. Sig-
ríður) sé frambjóðandi „ráðherr-
agengisins“ (Svavars, Ragnars,
Hjörleifs) í flokknum, hún vill
engar yfirlýsingar gefa um Ólaf
Ragnar, hún telur mikilvægt að
konur komi við sögu í þessu eins
og öðru í flokknum og hún stað-
festir þá skoðun margra, að helsti
kosturinn við búsetu á Akureyri
sé sá að þaðan sé einkar auðvelt
að komast til Reykjavíkur „með
nútíma samgöngum og tækni,
ætti það ekki að vera vandamál.“
Ólafur Ragnar Grímsson fær
mjög hliðstæðar spurningar í sinn
hlut, nema hvað honum er af
skiljanlegum ástæðum ekki gert
að fjalla um búsetu manna á Ak-
ureyri og er hvorki bendlaður við
„ráðherragengi" né konur. Hon-
um finnst óeðlilegt að vera að tjá
sig, á þessu stigi, um Sigríði, hann
fellst á að hann sé umdeildur. „Sá
stjórnmálamaður, sem aldrei
verður ágreiningur um - hann er
lítils virði.“ (Að mati spyrils er
Sigríður trúiega ekki umdeild.)
Og það gleður hann, hve margir
flokksfélagar hafa lagt að honum
að taka við forystu í flokknum.
Þetta höfðu sum sé frambjóðend-
ur að segja lesendum Þjóðviljans
í upphafi kosningabaráttunnar að
viðbættu því auðvitað, að báðir
ætla að vinna ötullega að því, á
málefnalegan hátt, að ná Al-
þýðubandalaginu upp úr öldu-
dalnum.
Þessi snotru viðtöl þóttu held-
ur bragðdauf á Hornströndum,
en menn sögðu sem svo: Þetta er
nú varla marktækt, hér er aðeins
um upphafið að ræða. Það gekk
eftir, þótt með nokkuð öðrum
hætti væri en vér ætluðum.
Baráttan milli frambjóðend-
anna og þá ekki síst stuðnings-
manna þeirra harðnaði mjög,
einkum eftir frægt fulltrúakjör á
landsfund í Alþýðubandalaginu í
Reykjavík. Forystumenn flokks-
ins, sumir hverjir, er töldu sig
hafa farið halloka í nefndu full-
trúakjöri, ruku beint í ljósvaka-
miðlana, eins og mikill siður er
orðinn íhreyfingunni, og jusu þar
úr skálum reiði sinnar. Stóryrðin
auðvitað ekki spöruð, talað um
aðför, bolabrögð, ruddaleg,
sóðaleg og óeðlileg vinnubrögð,
svo eitthvað sé nefnt.
Þessum skeytum var beint að
sigurvegurum fulltrúakjörsins í
Reykjavík, og jafnframt gefið í
skyn, „að þess yrði hefnt í héraði,
er hallaðist á Alþingi", eða séð
yrði til þess, að alþýðubandalags-
menn á landsbyggðinni kysu sína
fulltrúa á landsfund, af réttri sort.
Óbreyttir flokksfélagar hafa
svo notað Þjóðviljann óspart,
bæði til að vitna um ágæti fram-
bjóðenda, henda svolitlum skít í
nánustu samherja sína og síðast
en ekki síst, lýsa innstu hugrenn-
ingum sínum og því, hversu þeir
sjálfir hafi unnið og vinni enn
þýðingarmikið starf í þágu
hreyfingarinnar. Og áreiðanlega
er mikið magn ókomið enn af
þessum litteratúr, ef að líkum
lætur. Þessu greinarkorni er
hvorki ætlað að mæra annan
frambjóðandann né kasta rýrð á
hinn. Bæði er að litlar horfur eru
á að þetta nái á prent fyrir lands-
fund og svo hitt að það er skoðun
höfundar að einu gildi hvor fram-
bjóðenda verði kjörinn formaður
flokksins; uppdráttarsýki hans er
komin á alvarlegra stig en svo að-
hún verði læknuð með formanns-
skiptum einum sér og fylgi
flokksins hjá vinnandi alþýðu
mun ekki vaxa að mun, þótt nýr
formaður verði valinn, ef ekkert
fleira verður að gert. Hvers
vegna ekki og hvað er að hjá
flokknum?
Nú skulum við skoða aðeins
glæný skrif tveggja flokksfélaga,
sem báðir voru kosnir á lands-
fundinn. 27. okt. s.l. ritarStefan-
ía Traustadóttir hjá Jafnréttisráði
grein í Þjóðviljann, sem ber yfir-
skriftina „Af hverju styð ég Sig-
ríði?“ í þessari ritsmíð fræðir
Stefanía okkur á því að sósíalism-
inn sé í hennar huga hvorki mark-
mið né samfélagsgerð, heldur lífs-
viðhorf „en getur þó verið og á að
vera sterkt afl, sem hægt er að
beita í baráttunni fyrir samfélagi
jafnaðar, frelsis og jafnréttis".
Sósíalisminn er með öðrum orð-
um ekki samfélagsgerð, heldur
afl til að búa til samfélagsgerð,
þarsemm.a. frelsið ríkir. Hverjir
skyldu nú eiga að vera frjálsir og
samfélags verða í einkaeign og
eigendur þeirra þar með hafa
frelsi til að arðræna þá sem ekki
eiga annað en vinnuafl sitt?
Skyldi vera í því samfélagi frelsi
fyrir hægrisinnaðan rumpulýð til
að reka áróður fyrir stríði og kyn-
þáttamisrétti? Eða gengur þetta
frelsistal kannski ekki upp, eru
lágþokublettir í hugsuninni og
skyggni til framtíðarlandsins
eitthvað bágborið?
Össur Skarphéðinsson ritar
innsýnargrein í Þjóðviljann 24.
okt. s.l. Orð eru dýr, skrifar
Össur, en hristir samt heilsíðu-
grein fram úr erminni í hvelli. Þar
segir m.a.: „f stefnuskrá flokks-
ins (Abl.) er tekið skýrt fram, að
það eigi að þjóðnýta banka og
aðrar fjármálastofnanir, trygg-
ingafélög, utanríkisverslun að
mestu, og stærstu fyrirtækin í
sjávarútvegi, iðnaði, samgöngum
og verslunina innanlands eigi
annaðhvort að gera að eign sam-
vinnufélaga'eða taka undir ríkið.
Þessi viðhorf eru auðvitað að
verulega leyti löngu úrelt“. Og
Össur spyr: „Hvers vegna ættu
allir bankarnir að vera ríkisbank-
ar? Af hverju ætti að þjóðnýta
tryggingafélögin?" Og enn spyr
hann: „Er sjálfgefið að Alþýðu-
bandalagið sé á móti hinum svok-
ölluðu frjálsu fjármagnsmörku-
ðum? Er þjóðnýting kannski
ekkert annað en úrelt þing, sem
við höfum ekkert við að gera
lengur?" Þannig spyr ritstjóri
Þjóðviljans fáum dögum fyrir
landsfund og mundi ekki gera,
nema vegna þess að bæði hann og
ýmsir aðrir í flokknum eru á móti
þeim stefnuskráratriðum, sem
vitnað var til í grein hans áðan.
Enda segir Össur, hreint út:
„Þessi viðhorf (þ.e. þjóðnýting)
eru auðvitað að verulegu leyti
löngu úrelt“. Sem sagt gott, þetta
hefur íhaldið líka alltaf sagt.
Þessir tveir landsfundarfull-
trúar munu án efa verða valdir til
þess á landsfundinum að fjalla
um og móta stjórnmálaályktun
flokksins og jafnvel endurskoða
stefnuskrána. Má ef til vill gera
ráð fyrir að innan skamms taki
Alþýðubandalagið og Þjóðvilj-
inn til við að yfirbjóða fhaldið og
Moggann í „einkavæðingu" á
sama hátt og í sovétníði?) (Eins
og það hefur nú eflt flokkinn). Ég
segi nú bara eins og sagt var
stundum í gamla daga: „Guð
hjálpi þér mannlega eymd“. Eða
er kannski allt saman „hinn nýi
sósíalíski búningur í nútíð og til
frambúðar, sem flokkurinn ætlar
son í DV 19. okt. s.l.) Væri þá
betur að sem flestir félagar í Ál-
þýðubandalaginu færu að dæmi
Stefaníu Traustadóttur og litu á
sósíalismann sem lífsviðhorf ein-
göngu og settu sér ekki það mark-
mið að breyta samfélagsgerðinni.
„Takk fyrir, sagði skáldið og
heitkona hans óskaði enn að Jes-
ús vildi styrkja framkvæmda-
stjórann. En mikið lángar mig
sem ómentað alþýðuskáld að
spyrja þig að einu Pétur: Hvað
eigum við að gera við flugvél hér
á Sviðinsvík?
Hvað við eigum að gera við
flugvél, sagði framkvæmdastjór-
inn hneykslaður. Ertu eitthvað
verri kalli minn. Skilurðu ekki
hvað við eigum að gera við flugv-
él. Við eigum auðvitað að fljúga í
loftinu maður. Flugvél, það er
nútíminn.
Ég hélt að nútíminn, það væri
fyrst og fremst að hafa f sig og á,
sagði skáldið. Framkvæmdastjó-
rann rak í rogastans." (HKL.
Hús skáldsins bls. 42-43).
Þeir alþýðubandalagsmenn,
sem ég vitnaði til hér áðan, eru
dæmigerðir fyrir þann skoðana-
hrærigraut, sem einkennir Al-
þýðubandalagið og stendur því
jafnframt fyrir þrifum. Illa agað-
ur, innbyrðis sundurþykkur
flokkur, með loðna og óljósa
stefnu, á einfaldlega ekki upp á
pallborðið hjá vinnandi alþýðu
þessa lands, og getur heldur ekki
átt við hana brýnt erindi.
Og það á ekki af þessum flokki
að ganga. Sem ég nú sit og rita
þessar línur, heyri ég í útvarpinu
(rás 1) valinn kafla úr ræðu Þrast-
ar Ólafssonar, sem hann var að
flytja á 13. þingi Verkamanna-
sambands íslands. Hvað skyldi
nú fréttamanni útvarpsins hafa
þótt athyglisverðast í ræðunni?
Greinilega það, að í ræðunni var
Þröstur að burðast við að gera
sjómenn og opinbera starfsmenn
tortryggilega í hugum fisk-
vinnslufólks. Læða því inn hjá
því, að sjómenn og opinberir
starfsmenn beri á vissan hátt
ábyrgð á þeim endemis launa-
kjörum, sem fiskvinnslufólk sætt-
ir sig við. Með öðrum orðum,
stéttabaráttan hefur til þessa ver-
ið á hinum mestu villigötum,
svokallaðir eigendur framleiðslu-
tækjanna í fiskiðnaðinum eru
ekki höfuðstéttarandstæðingur
fiskvinnslufólks, enda oftast kall-
aðir vinnuveitendur t.d. í fjöl-
miðlum, heldur skal nú etja sam-
an vinnandi fólki eftir starfsgrein-
um, t.d. fiskvinnslufólki gegn
sjómönnum og vitavörðum. Það
þarf varla aðtaka það fram að
Þröstur var kosinn á landsfund-
inn og mun þar stöðu sinnar
vegna einkum fjalla um ályktun
landsfundar um verklýðsmál.
hafa frelsi til að gera hvað, í
samfélagi Stefaníu? Allir kann-
ski? Skyldu framleiðslutæki þess
að klæða grundvallarhugmyndir
sínar í“? (Ölafur Ragnar Gríms-
skyldur undir fátæktarmörkum,
eins og þau eru opinberlega á-
kveðin í landi okkar. Störf
kvenna eru því, jafnvel þó þau
séu í meira mæli hlutastörf en
störf karla, ekki dútl sem þjóðfé-
lagið getur leyft sér að lítilsvirða.
Án vinnuframlags kvenna hefði
þjóðfélagsþróun vissulega orðið
önnur og hægari hér á landi, en
við vitum öll að íslenska þjóðin
hefur af fádæma metnaði unnið
sig upp úr ótrúlegri fátækt á að-
eins örfáum áratugum.
Það er einnig vert að undir-
strika, að í sjónmáli er ekki
þjóðfélag þar sem konur eru
jafnsterkar og karlmenn á vinn-
umarkaðnum. Aðeins með því að
meta stöðu sína rétt geta konur
losað sig úr því þrátefli sem þjóð-
félagsstaða þeirra er nú í. Móður-
hlutverk konunnar hlýtur á ýms-
um sviðum að gera hana að var-
anlega veikari þjóðfélagsþegni
en karlmanninn. Én með því að
leysa úr Iæðingi alla þá orku sem
felst í vitneskjunni um að
mannréttindunum má jafnan
skjóta á frest og að réttlætið er
tvíkynja eins og mannkynið, get-
ur konan hafið sig jafnhátt karl-
manninum sem félagsvera. Kon-
ur verða með öðrum orðum að
vita að þær verða jafnan að geta
meira og gera meira en karlar ef
þær ætla að uppskera hið sama.
Athafnafrelsi -
neyslufrelsi
Á þeim tveim áratugum sem
liðnir eru frá upptökum hinnar
nýju kvennahreyfíngar hefur hið
sjálfsprottna þjóðskipulag mark-
aðshyggjunnar lengst af verið í
sókn í flestum löndum Vestur-
Evrópu. Frjálshyggjan, sem
hrósar sér af því að vera óháð
mannlegu skipulagi, mannlegum
vitsmunum og mannlegum ófull-
komleika, er í raun sú hagfræði
þar sem einstaklingurinn frjálsi
er fjölskyldufaðirinn, frelsishug-
myndir frjálshyggjunnar eru hug-
myndir um athafnafrelsi karl-
manna og neyslufrelsi kvenna.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að vinstri menn hafa á þessu
tímabili talið sig standa frammi
fyrir stöðnun verkalýðshreyfing-
arinnar sem hefur, að því er virð-
ist, fyrir fullt og fast sæst á ákveð-
ið hlutfall þjóðarteknanna og þar
með misst frumkvæðið í kjara- og
félagsmálum úr höndum sér. Við
vitum öll að pólitískar umræður
vinstri manna hafa hin síðari ár
snúist um uppbyggingu hreyfing-
arinnar, en ekki markmið og
innri störf og flokkadrættir og til-
raunir til að sprengja hina svok-
ölluðu gömlu stjórnmálaflokka
og stofna nýja hafa dregið þrótt-
inn úr pólitísku starfi. En er víst
að jafnframt hafi verið um hug-
myndafræðilega stöðnun að
ræða? Getur hugsast að menn
hafi ekki gefið hinum nýju pólit-
ísku straumum nægilegan gaum,
vegna þess að þeir komu þaðan
sem síst var átaks að vænta, frá
konum?
Sókn
félagshyggjuafla
Þessar spurningar, sem mér
finnst tímabærar, svo og hinn
mikli lýðræðisstyrkur kvenna-
hreyfingarinnar, sýnir pólitíska
sókn félagshyggjuaflanna, sem í
fyrsta áfanga beindist inn á við til
rýmkunar frelsishugmynda
þeirra. Það er mitt mat að verka-
lýðshreyfingin sé nú langt komin
með að vinna sig frá hinum hefð-
bundna pólitíska skilningi, sem
gerir ráð fyrir að markmið henn-
ar sé baráttan fyrir frelsi, jafnrétti
og bræðralagi fjölskyldufeðranna
með konurnar einhvers staðar
baksviðs. Næsta stigið hlýtur að
vera ný heildarstefnumótun fé-
lagshyggjumanna sem geri
hreyfingunni fært að snúa sókn
sinni að þjóðfélagslegum mark-
miðum.
Næstu áratugir hljóta að skera
úr um, hvaða samfélagslega
stöðu konur framtíðarinnar skipa
í landi okkar. Stunda konur þá
enn sem fyrr vinnu sína mest
megnis innan um aðrar konur,
verða þær meðlimir í stéttarfé-
lögum kvenna, munu þær skipa
sér í pólitískar fylkingar mest-
megnis með konum? Sjáum við
kannski fyrir okkur fulltrúalýð-
ræði, þar sem konur verða full-
trúar kvenna? Verði þróunin
þessi hlýtur hún að staðfesta kon-
ur sem valdalítinn láglaunahóp í
tæknivæddu iðnaðarsamfélagi
þar sem öll raunveruleg völd
verða í höndum annars vegar
8 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. nóvember 1987
Fimmtudagur 1