Þjóðviljinn - 19.11.1987, Side 9

Þjóðviljinn - 19.11.1987, Side 9
LANDSFUNDUR fundar Á meðan þeir láta mest af sósí- alismanum í flokknum, sem hvorki hafa heyrt hann né séð, og þeir Iátnir um að móta stefnuna, sem halda að nútíminn sé mestmegnis flug í loftinu, þá kemur fyrir lítið, hvort þessi eða hinn gegnir trúnaðrstöðu hjá flokknum. Þær lágmarkskröfur verður vinnandi alþýða að gera og gerir til stjórnmálaflokks, sem kennir sig við sósíalisma, verkalýðs- hreyfingu og þjóðfrelsi að forysta hans öll, í það minnsta, þekki í meginatriöum muninn á sósíal- ísku og kapítalísku hagkerfi og þá um leið orsakir og eðli stéttabar- áttunnar. Viti að í kapítalísku hagkerfi er einkaeign á framleiðslutækjun- um, en í sósíalísku hagkerfi er sameign á stórum framleiðslu- tækjum og samvinna á sviði smáframleiðslunnar. Viti að tilgangur fram- leiðslunnar í kapítalísku hagkerfi er gróði eigenda framleiðslutækj- anna, en í sósíalísku hagkerfi er tilgangur framleiðslunnar að fullnægja sem best þörfum þeirra, sem við búa. Viti að einkennandi fyrir hag- kerfi kapítalismans er stjórnleysi framleiðslunnar, þótt ríkisvald og auðhringar hafi orðið að koma á vissri skipulagningu vegna þarfa sinna. Einkennandi fyrir hagkerfi sósíalismans er aftur á móti framleiðsla samkvæmt áætl- un í samræmi við þann tilgang framleiðslunnar að fullnægja sem best þörfum alls þjóðfélagsins og hvers einstaklings. Með áætlunarbúskap hins sósíalíska hagkerfis er komið í veg fyrir kreppur og atvinnuleysi, sem eru fylgifiskar stjórnlausrar einstaklingsframleiðslu. Þetta eru þau meginatriði, sem skilja á milli samfélagsgerðar kapítalism- ans og samfélagsgerðar sósíalis- mans. Ef Alþýðubandalagið getur ekki tileinkað sér þessar einföldu staðreyndir, komið niður á jörð- ina og orðið þar með baráttutæki þess fólks í landinu, sem berst fyrir því hér og nú að hafa í sig og á, þá fæ ég ekki séð að nein sér- stök rök hnígi að því að oftar verði haldinn landsfundur á veg- um þessa flokks. Það eru þá að minnsta kosti ekki rök lífsins. Hornbjargsvita síðast í október 1987 Ólafur Þ. Jónsson Ólafur Þ. Jónsson er vitavörður á Hornbjargsvita. þeirra sem kapítalinu halda, hins vegar í höndum teknókrata og annarra langskólagenginna sér- fræðinga. En við getum líka spurt: Halda konur, alþýðufylking samtíðar okkar, því pólitíska frumkvæði sem þær virðast vera að skapa? Og hvert ber þær þá? Hver getur framtíðarsýn kvenna verið? Eiga þær ekki að vinna út frá framtíð- arsýn, eða á þær að reka fyrir veðrum og vini? En hvað sem kann að eiga eftir að gerast er gaman að hugsa til þess nú í lok þessa spjalls að kvennahreyfingin íslenska á slíkan þrótt, að konur í hinum langþróuðu nágranna- löndum okkar líta hingað eftir frumkvæði. Guðrún Sigríður Friðbjörnsdótt- ir er söngkona. Grein þessi er að stofni til erindi sem hún hélt um daginn og veginn í Ríkisútvarpinu 9. nóvembcr sl. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Á landsfundi Alþýðu- bandalagsins 5.-8. nóv- ember var meðal annars samþykkt ítarleg ályktun um umhverfismál, sem birtist hér að neðan ásamt nokkrum öðrum álykt- unum fundarins ístyttra máli. A ðrar ályktanir og samþykktir fundarins voru birtarí Pjóðviljan- umlO. og!2. nóvember. Nokkrir félagar úr Æskulýðsfylkingunni ráðgast við Svavar Gestsson á landsfundinum. Auðlindimar em þjóðareign Alþýðubandalagið hefur ætíð lagt ríka áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. Það hafði for- göngu um útfærslu landhclginnar og hefur eitt flokka staðið gegn ásælni erlendra auðhringa. Þrátt fyrir mikinn árangur af þessari baráttu eru fjölmörg atriði í ó- lestri í umhverfismálum. Heildar- stjórn vantar á umhverfismálin og því skortir mikið á að lög og reglugerðir um náttúruvernd nái tilgangi sínum. Viðurlögum er sjaldan beitt og fjármagn til nátt- úruverndar hefur dregist saman á undanförnum árum. Stöðugt eru að bætast við nýir hættuboðar vegna tæknivæðing- ar og mengunar, m.a. erlendis frá. Island er ekki lengur eyland, sem getur treyst á að fjarlægð og einangrun veiti því skjól. Brýnustu urlausnarefni Umhverfismálin snerta fjöl- marga þætti. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld og Alþingi marki stefnu um forgangsröðun og nýt- ingu fjármuna. Landsfundurinn telur brýnustu úrlausnarefnin vera: - Ný tök á stjórn umhverfismála. - Verndun gegn kjarnorkuvá. - Gróðurvernd og endurheimt landgæða. - Verndun fiskimiðanna gegn mengun. - Verndun viðkvæmra og eftir- sóttra staða gegn átroðslu. Audlindirnar þjóðareign Alþýðubandalagið berst fyrir því að litið verði á náttúruauð- lindir í landinu sem sameign þjóðarinnar. Þetta á við um fiski- stofna, orkulindir, nýtanleg jarð- efni og gróðurlendi. Bændur geti þó átt jarðir með hefðbundnum hlunnindum, ef þeir svo kjósa, en hindra ber brask með jarðnæði, lendur og lóðir. Tryggja þarf verndun lífrænna auðlinda, þannig að ekki sé gengið á höfuðstólinn og haga nýtingu þeirra með það að mark- miði. Stjómun umhverfismála Landsfundurinn ítrekar þá stefnu Alþýðubandalagsins, að sameina eigi yfirstjórn helstu þátta umhverfismála, m.a. al- mennrar náttúruverndar, meng- unarmála og skipulagsmála í einu ráðuneyti og tryggja nauðsynlegt samráð milli ráðuneyta og stofn- ana á þessu sviði. Togstreita og sundurvirkni innan stjórnkerfis- ins er fyrir löngu orðin hindrun í vegi fyrir úrbótum og jafnframt nýtist takmarkað fjármagn verr en skyldi. Rannsóknir í svelti Rannsóknir í þágu umhverfis- mála eru af mjög skornum skammti. Þær eru þó undirstaða þess að hægt sé að taka málin réttum tökum og koma í veg fyrir rányrkju og óhöpp. Því leggur landsfundurinn áherslu á að auka fjárveitingar til umhverfis- rannsókna, m.a. til rannsókna á vistfræði íslenskra hafsvæða, á dýrastofnum. á gróðurlendi og piöntustofnum og aðferðum til landgræðslu. Einnig þarf að fylgj- ast skipulega með hvers konar mengun og leita leiða til að draga úr henni. Á sviði ferðamála er einnig þörf á rannsóknum og eft- irliti, svo og í þágu skipulags- mála. Mývatnsrannsóknir Vegna starfsemi Kísiliðjunnar við Mývatn og í samræmi við námaleyfi hennar ber að rann- saka áhrif námavinnslunnar á lífríki vatnsins. Brýnt er að afla gagna um áhrif námavinnslunnar á lífríki vatnsins, áður en ákvörð- un verður tekin um framhald vinnslu árið 1991. í því skyni var ákveðið að verja sem svarar 2.5 milljónum króna á árinu 1985, en það svarar til um 3.8 milljóna króna á yfirstand- andi ári. Vegna lækkandi gengis á bandaríkjadal og minni fram- leiðslu á kísilgúr hefur fjármagn samkvæmt námaleyfinu rýrnað. Ekkert framlag hefur fengist í staðinn frá ríkinu, þrátt fyrir ítrekaðar óskir þeirrar nefndar sem menntamálaráðuneytið skipaði til að sjá um rannsóknirnar. Þetta hefur nú leitt til þess að sérfræðinganefndin hefur sagt af sér og framhaldi rannsóknanna er stefnt í fullkomna tvísýnu. Landsfundur AB lýsir ábyrgð á hendur stjórnvalda vegna þessa máls og krefst þess að framhald rannsóknanna verði tryggt sam- kvæmt upphaflegri áætlun. Fundurinn minnir á að sérstök lög eru um verndun Mývatns og Laxársvæðisins. Ófullnægjandi rannsóknir mega ekki verða til að stefna náttúru þessa einstæða svæðis í hættu. Gróðurvernd og endurheimt landgæða Gróðurvernd og endurheimt landgæða er eitt allra brýnasta verkefnið í umhverfismálum á ís- landi. Til að ná árangri á því sviði þarf að skipuleggja og takmarka beit sauðfjár og hrossa. Ríkis- valdið gæti jafnan hófs þegar það tekur gróðurlendi til annarrar notkunar en hefðbundinna grasnytja. Jafnframt þarf að friða mörg landsvæði og stöðva upp- blástur með landgræðslu. Þetta er verkefni sem þjóðin öll verður að taka þátt í. Að búháttabreytingum þarf að vinna á grundvelli svæðaskipu- lags um landnýtingu, þar sem ríkulegt tillit verði tekið til á- stands gróðurs og jarðvegs. Stilla verður saman krafta opinberra stofnana, bænda og áhugafólks um þetta stóra verkefni og gefa æskufólki kost á þátttöku. Gloppur í meng- unarlöggjöf Margháttaðar 'gloppur eru í lögum og fyrirmælum stjórnvalda gegn mengun og mikið vantar á samræmd tök á stjórnun meng- unarmála. Stefnumörkun vantar m.a. um einnota umbúðir, endurvinnslu á úrgangi og endur- nýtingu. Sorphirða og frárennsl- ismál eru víða í ólestri og þarf að gera átak til úrbóta á vegum sveitarfélaga með ráðgjöf og nýj- um tekjustofnum. Hávaðamengun Hávaðamengun er að verða eitt helsta vandamál í þéttbýli og á vinnustöðum. Því þarf að setja löggjöf og hertar reglur gegn há- vaðamengun og skipuleggja íbúðabyggð og samgöngur þann- ig að úr henni sé dregið. Mengun handan um höf Hættulegasta mengunin í ís- lenskri efnahagslögsögu gæti orð- ið af völdum geislavirkra efna frá kjarnavopnum, kjarnorkuknún- um skipum svo og frá stöðvum sem endurvinna brennsluefni frá kjarnorkuverum, eins og verinu í Dounreay í Skotlandi. Alþýðu- bandalagið hefur haft frumkvæði að því að kynna slíkar hættur og krefst þess að stjórnvöld bregðist við þeim. Fylgjast þarf með loftborinni mengun og gæta þess að íslend- ingar auki ekki við þann vanda sem stafar af samsöfnun meng- andi efna í andrúmsloftinu, svo og efna sem valdið geta eyðingu ósonlagsins. Öflug alþjóðleg tengsl Landsfundurinn telur að ís- lendingar þurfi að tryggja sem best tengsl í umhverfisvernd við aðrar þjóðir á norðlægum slóð- um. í því skyni eigum við að ger- ast aðilar að alþjóðasamningum og samþykktum til að draga úr mengun og samingum til verndar lífrænum auðlindum hafsins. Þá samninga sem þegar er búið að samþykkja þarf að staðfesta hið fyrsta og tryggja framkvæmd þeirra af fslands hálfu. Samstarf þarf að takast milli allra þjóða á norðurslóðum um að vernda vistkerfi og draga úr hættunni af kjarnorkuslysum og hernaðarumsvifum. Alþýðu- bandalagið mun beita sér fyrir að skriður komist á slíka samvinnu þjóða sem búa við norðanvert Atlantshaf og Norður-íshaf. Ferðamál og umhverfisvernd Bæta þarf skilyrði til útivistar og gefa ferðamönnum kost á sem nánustu samneyti við náttúru landsins. Brýnt er að mótuð verði opin- ber ferðamálastefna, þar sem m.a. verði tekið ríkulegt tillit til umhverfisverndar. Liður í því er að dreifa álagi af ferðamennsku, skipuleggja sem best umferð um eftirsótt svæði og tryggja eftirlit og leiðsögn innlendra leiðsögu- manna og landvarða. Sérstaklega þarf að liuga að umferð um hálendi og óbyggðir. 'v'iídar vegslóðir þarf að merkja, en loka öörum þar sem umferð ökutækja er talin óæskileg. Taka verður fyrir allan akstur torfæru- tækja svo sem fjórhjóla utan slóða og girða fyrir innflutning slíkra tækja eftir því sem nauðsynlegt er talið vegna hættu á umhvefisspjöllum. Víðtækt skipulag Landsfundurinn telur nauð- synlegt að efla mjög vinnu að skipulagsmálum og rannsóknir í þeirra þágu. Taka verður tillit til að landið allt er skipulagsskylt. Móta þarf svæðaskipulag fyrir allt landið, þar sem litið er í senn til landfræðilegra, vistfræðilegra og hagrænna þátta við ákvörðun um landnýtingu. Slíkt skipulag ber að vinna í náinni samvinnu við heimamenn, enda er hér um að ræða eina af undirstöðum byggðastefnu í landinu. Skipulag byggðar og jafnrétti Við skipulag ber að taka mun meira tillit til barna og aldraðra en hingað til. Sérstaka áherslu þarf að leggja á umhverfi skóla og barnaheimila með tilliti til upp- eldis og aðstöðu til umhverfis- fræðslu. Bæta verður almenn- ingssamgöngur og ætla hjólreiða- mönnum og gangandi fólki aukinn rétt samkvæmt skipulagi, í stað einhliða áherslu á einkabíl- inn. Vernda á gömul byggða- hverfi og menningarsögulegar minjar og tryggja börnum og öðr- um íbúun. aðgang að útivist og náttúrulegu umhverfi innan byggðarinnar. Leggja ber áherslu á hönnun mannvirkja með tilliti til um- hverfisins. Umhverfi vinnustaða Landsfundurinn leggur áherslu á að fyllsta öryggis og hollustu sé gætt á vinnustöðum og efldar mengunar- og slysavarnir. Sér- staklega þarf að huga að vinnuað- stæðum kvenna. Hávaðamengun þarf að útiloka sem verða má og gera hertar kröfur um umhverfi vinnustaða, snyrtilegar lóðir og útlit. Umhverfisfræðsla Öflug umhverfisfræðsla er lík- legasta leiðin til skilnings og ár- vekni í umhverfismálum. Tryggja verður markvissa umhverfis- fræðslu á öllum skólastigum og í fjölmiðlum. Umhverfisfræðsla þarf strax að fá fastan sess í náms- skrá grunnskóla. Nýta þarf söfn, friðlýst svæði og náttúrulegt um- hverfi í og við þéttbýli í þágu um- hverfisfræðslu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.