Þjóðviljinn - 19.11.1987, Page 10

Þjóðviljinn - 19.11.1987, Page 10
Dagheimiiið Völvuborg Völvufelli 7 Völvuborg er lítiö notalegt dagheimili velmannaö fóstrum og ööru góöu starfsfólki. Við þurfum aö ráöa fóstru eða annan uppeldis- menntaöan starfsmann á deild yngstu barnanna nú þegar eöa um áramót. Einnig höfumvið lausa stöðu fyrir aöstoöarfólk. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma 73040. ALPVÐUBANDALAGIÐ Vesturland Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður hald- inn sunnudaginn 22. nóvember kl. 13.30 í Röðli, Borgarnesi. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi Laugardaginn 21. nóvember hellir Valþór Hlöðvers- son bæjarfulltrúi uppá könnuna frá 10 til 12 í Þing- hóli, Hamraborg 11. Allir velkomnir. Stjórnin AB Siglufirði Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Siglufirði verður haldinn sunnudaginn 22. nóv. n.k. kl. 14.00 í Suðurgötu 10. 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Fréttir af landsfundi 3. Önnur mál Stjórnín Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði verður haldinn laugardaginn 21. nóvember kl. 10.00 í Skálanum, Strandgötu 41. Fundarefni: Undirbúningur fjárhagsáætlunar og helstu framkvæmdir á næstunni. - Stjórnin. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Hafnarfirði Aðalfundur Æskulýðsfylkingin í Hafnarfirði boðar til aðalfundar laugardaginn 21. nóv- ember nk. kl. 16.00 í Risinu, Strandgötu 41. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætum hress og kát. - Stjórnin. Æskulýðsfylkingin Til allra félagsmanna ÆFAB Sunnudaginn 22. nóvember kl. 13.00 byrjar vinnudagur Æskulýðsfylking- arinnar, að Hverfisgötu 105. Fyrir liggur fjölbreytt og skemmtilegt uppbygg- ingarstarf sem þú mátt ekki missa af. Kaffi og með því á staðnum. Mætum öll, þó ekki sé nema í kaffið. Framkvæmdaráð Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður Ingólfs Pálmasonar fyrrv. lektors við Kennaraháskóla íslands Hulda Gunnarsdóttir Pálmi Ingólfsson Gunnar Ingólfsson Guðrún Ingólfsdóttir Eiríkur Rögnvaldsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar míns, bróður, mágs og tengdasonar Kristins Pálssonar Hryggjarseli 6 Gerður Sigurðardóttir Páll Kristinsson Páll Kristinsson Helga Pálsdóttir Ingveldur Kjartansdóttir Ingveldur Kristinsdóttir Þórir Eyjólfsson Sigurður Jónsson ERLENDAR FRETTIR Meðaldrœgar kjarnflaugar Bjartsýni þrátt fyrir tortryggni Sovétmenn segjast enn eiga eftir að skilgreina nákvœmlega hvað skuli eyðlagt eftir undirritun samnings. Bandaríkjamenn vilja stíft eftirlit með því að menn haldi heitsín Aðalsamningamenn Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna hafa lokið þriggja daga málastappi í Genf og eru flognir til síns heima. Báðir fullyrða þeir að samningur um eyðingu meðal- og skamm- drægra kjarnflauga verði tilbú- inn til undirritunar á leiðtoga- fundi í desemberbyrjun þótt enn eigi eftir að ná samkomulagi um ýms mikilsverð atriði. f- öllum opinberum yfirlýsing- um sínum leggja þeir Júlí Vor- ontsov og Max Kampelmann höfuðáherslu á að fyrir leiðtoga- fundinn í Washington dagana 7,- 10. desember næstkomandi verði lögð fullmótuð drög að samningi um eyðingu um þúsund meðal- drægra kjarnflauga er öðlist gildi við undirritun þeirra félaga Mik- hafls Gorbatsjovs og Ronalds Reagans. „Drögin eru samtals um 120 síður og vinna við frágang þeirra er á lokastigi,“ sagði Vorontsov í sjónvarpsviðtali í fyrradag. „Við erum mjög nærri settu marki, nánast á leiðarenda. Við munum ná samkomulagi," sagði Kampel- mann við fréttamenn í gær. Sem kunnugt er verður öllum meðaldrægum kjarnflaugum risaveldanna komið fyrir kattar- nef á þrem árum eftir undirritun samningsins og söm verða örlög skammdrægra flauga á 18 mán- uðum. Þær flaugar er hér um ræðir geta flogið sleitulaust 500- 5000 kflómetra leið. Samninga- viðræður um eyðingu þeirra hafa staðið yfir með hléum frá því árið 1985. Kampelmann og Vorontsov héldu heim í gær til að gefa hús- bændum sínum skýrslu. Eftir urðu í Genf herskarar minni spá- manna og er það í verkahring þeirra að klastra saman loka- drögum. Ymsir samningamanna tjáðu fréttamönnum f gær að enn ætti eftir að leysa ýmsan meiriháttar vanda, einkum hvað varðar eftir- lit með því að aðilar reyni ekki að snuða hvor annan og hafa rangt við. Bandaríkjamenn staðhæfa að Sovétmenn hafi enn ekki gefið fullar upplýsingar um tölu og staðsetningu eldflauga sem eyði- leggja á eftir undirritun samn- ings. Slíkt sé vitaskuld alger for- senda þess að samkomulag náist. Bandarískir herfræðingar full- yrða að Kremlverjar eigi 130 skammdrægar eldflaugar sem hver og ein hafi innanborðs sex kjarnodda. Ráðamenn í Was- hington vilja óðir og uppvægir að kollegar þeirra í Moskvu staðfesti þessar tölur. Ennfremur kvað það bögglast fyrir brjósti Banda- ríkjamanna að Sovétmenn hafa krafist þess að fá að hafa eftirlit með svæðum þar sem samningsf- laugar eru/voru staðsettar næstu 13 árin. Vandinn er sá að þorri meðal- drægra Pershing II flauga Banda- ríkjamanna eru staðsettar í ýms- um bandalagsríkjum þeirra í Vestur-Evrópu, Bretlandi, Vest- ur-Þýskalandi, Belgíu og Ítalíu. Stjómvöld í Washington kveðast ekki geta samið um að sovéskir eftirlitsmenn valsi um í löndum þessum að vild sinni þar eð þau fari ekki með völd í þeim. Sovétmenn segja aftur á móti að höfuðþrándurinn í götu samkomulags sé einfaldlega sú staðreynd að enn eigi eftir að skil- greina nákvæmlega hvað skuli eyðileggja. Þeir vilja að burðar- flaugar, kjarnoddar, skotpallar og hvaðeina er viðvíkur kjarn- flaugunum verði haugagóss eftir undirritun samnings. „Við spurð- um Bandaríkjamenn hvað þeir vildu að yrði eyðilagt eftir samn- ingsgerð," sagði Vorontsov í fyrr- nefndu sjónvarpsviðtali, „og þeir sögðu að það væru burðarflaug- arnar.“ Hann sagði að sú krafa Banda- ríkjamanna að þeir fengju að halda eftir ýmsum kjarnbúnaði, stýribúnaði og vélum úr lágfleyg- um stýriflaugum væri ekki um- ræðuverð, slíkar vífilengjur væri ekki hægt að taka alvarlega. „Við munum ekki fallast á annað en að þessum flaugum verði eytt í heilu lagi.“ Sovéskir heimildamenn segja Bandaríkjamenn enn halda fast við þá kröfu sína að fá að hafa eftirlit með verksmiðjum er framleiða langdrægar kjarnflaug- ar til að fyrirbyggja að þar verði hafist handa um framleiðslu með- aldrægra flauga á næstu árum. „Þessi krafa er út í hött því þessir hlutir verða til umræðu í næstu lotu afvopnunarviðræðnanna. Þá verður rætt um 50 prósent fækk- un langdrægra flauga,“ sagði Vorontsov. Eftirlitsmálið snýst um það að hvor tveggi fái fyrirvaralaust að senda fulltrúa sína til að snuðra á svæðum þar sem meðaldrægar flaugar hafa verið staðsettar eða grunur leikur á að verið sé að koma nýjum fyrir. Slíkar jarð- spildur eru nefndar „grunsamleg svæði" af viðræðuaðilum. Heim- ildamenn í búðum beggja hafa staðfest að enn hafi ekki verið skilgreint hvaða svæði séu „grun- samleg" í þessu samhengi. Þetta kvað verða að gera til að fyrir- byggja að aðilar misnoti eftirlits- réttinn til að njósna um önnur hernaðarmannvirki en þau er samningurinn kveður á um. Reaganstjórnin leggur höfuð- áherslu á að tryggilega sé um hnúta búið hvað varðar eftirlit því að öðrum kosti eigi hún á hættu að öldungadeild Banda- ríkjaþings hafni samningnum. Til þess að samningurinn öðlist gildi verðá tveir þriðju hlutar fulltrúa deildarinnar að samþykkja hann. Reagan getur sjálfum sér um kennt. Hann hefur löngum hamr- að á því að Sovétríkin séu „hið illa heimsveldi“ og að Kremlverj- ar hafi svindlað æ ofaní æ eftir að þeir hafi gert afvopnunarsamning við Bandaríkjamenn. Þegar við- ræðurnar um eyðingu meðaldr- ægu kjarnflauganna hófust árið 1985 hvatti hann vopnaeftirlits- nefnd öldungadeildarinnar mjög til að fylgjast grannt með gangi þeirra og vera óspara á gagnrýni. Þingið hefur neitað að staðfesta þrjá mikilsverða afvopnunars- amninga sem leiðtogar risaveld- anna hafa gert með sér frá því á öndverðum áttunda áratugnum. Ýmsir stjórnmálaskýrendur kveða Reagan standa frammi fyrir erfiðu vali á næstu vikum. Þeir segja að enginn samningur verði undirritaður í Washington í desemberbyrjun nema Banda- ríkjamenn dragi ýmsar óbilgjörn- ustu eftirlitskröfur sínar í land. En geri þeir það kann svo að fara að forsetinn verði auðmýktur af þingi er fellir samninginn strax í upphafi næsta árs. En hvað sem þessu líður þá eiga menn ekki von á því að Kam- pelmann og Vorontsov eigi frek- ari viðræður áður en leiðtoga- fundurinn fer fram. _ks. Sovéskar SS-20 meðaldrægar kjarnflaugar. Allt snýst nú um eftirlit með því að aðilar haldi samning. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. nóvember 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.