Þjóðviljinn - 19.11.1987, Page 11
ERLENDAR FRETTIR
írans/Kontrahneykslið
Reagan ber ,höfuðábyrgð‘
Þingmenn birtu ígœr niðurstöður rannsókna sinna á hinu nafntogaða Irans/Kontrahneyksli.
Þungorðir ígarð Reagans þótt enn sé á huldu hvort hann vissi um lögbrot undirsáta sinna
liam heitinn Casey,
Iopinberri skýrslu Bandaríkja-
þings um Írans/Kontrahneyksl-
ismálið margumtalaða er komist
að þeirri niðurstöðu að Ronald
Reagan forseti beri „höfuð-
ábyrgð“ á því er miður fór, lög-
brotum undirmanna sinna er
ráku sína eigin utanríkisstefnu og
reyndu síðan með ólöglegum
hætti að hindra réttvísina í því að
komast til botns í málinu.
Eftir miklar yfirheyrslur og ít-
arlegar eftirgrennslanir létu
rannsóknarnefndir öldunga- og
fulltrúadeilda Bandaríkjaþings
frá sér fara 690 blaðsíðna skýrslu í
gær um Írans/Kontrahneykslið er
komst í hámæli fyrir ári. Þótt rit-
smíð þessi sé mikil að vöxtum
svarar hún ekki þeirri spurningu
er brennur á allra vörum; vissi
Reagan að ágóðinn af leynilegri
vopnasölu til írans rann í vasa
Kontraliða í Honduras? Hinsveg-
ar segja skýrsluhöfundar: „Hafi
forsetinn ekki vitað hverju vatt
fram...þá átti hann að vita það.
Höfuðábyrgðin á þeim atburðum
er áttu sér stað á þessum tíma
hlýtur að hvfla á herðum forset-
ans. “ Þingmennirnir bæta því síð-
an við að Reagan hafi brugðist
þeirri stjórnarfarslegu skyldu
sinni að tryggja að lög væru hald-
in í heiðri.
Einhver ágreiningur mun hafa
verið um það í rannsóknarnefnd-
unum hve mikla ábyrgð forset-
1ÖRFRÉTTIR1
30 einstaklingar
eru taldir hafa farist í miklum
eldsvoða í Kings Cross neðan-
jarðarjárnbrautarstöðinni í mið-
borg Lundúna í gær. Eldurinn
braust út á háannatíma og var
margt fólk samankomið á stöð-
inni. Um kvöldmál höfðu björgun-
armenn fundiö fjórtán lík en lög-
reglumenn segja að mun fleiri sé
saknað.
Boris sá Jeitsín
er fyrir skömmu var rekinn úr
embætti formanns Moskvu-
deildar Kommúnistaflokks Sov-
étríkjanna hefur fengið nýjan
starfa. Hann var í gær skipaður
varaformaður nýbygginganefnd-
ar Sovétríkjanna. Jeltsín var sem
kunnugt er rekinn fyrir að fara of-
fari í nýsköpunarstarfi. Hann
liggur um þessar mundir á
sjúkrahúsi og hafa ýmsir leitt get-
um að því að stöðusviptingin hafi
lagst þungt á hann. Nýja emb-
ættið hvað jafngilda ráðherra-
dómi en er engu að síður mun
litilvægara en flokksleiðsögn í
höfuðborginni.
Kim Philby
er að öllum likindum frægasti
njósnari allra tíma. Hann kom
fram í sovésku sjónvarpi fyrir
skömmu í fyrsta sinn frá því hann
flúði austur fyrir 24 árum. Þessi
fyrrum yfirmaður í bresku gagnn-
jósnaþjónustunni ræddi í fjórar
mínútur við fréttamenn lettneska
sjónvarpsins um njósnir lettne-
skra útlaga fyrir vestrænar leyni-
þjónustur. Viðtalið við Philby er
talið vera í tengslum við áróðurs-
herferð gerskra ráðamanna
gegn lettneskri þjóðernishyggju
en þann átjánda nóvember á
næsta ári verða liðin nákvæm-
lega sjötíu ár frá því Lettland var
lýst sjálfstætt ríki.
Edwin Meese, yfirmaður dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og hús
bóndi hans. Báðir sæta ámæli í skýrslu rannsóknanefnda Bandaríkja
þings.
innn bæri í raun á athöfnum óst-
ýriiátra undirsáta sinna. Allir
þingmenn Demókrataflokksins í
báðum deildum og þrír af ellefu
fulltrúum Repúblikanaflokksins
munu hafa staðið að skýrslunni
en átta flokksbræðrum forsetans
fannst hann of grátt leikinn í
niðurstöðu meirihlutans.
Heimamenn í Hvíta húsinu
voru farnir að gera lítið úr niður-
stöðu skýrslunnar áður en hún
kom almenningi fyrir sjónir í gær.
Blaðafulltrúi Reagans, Marlin
Fitzwater, sagði að eina nýmælið
í þessu áliti væri það að fulltrúar í
rannsóknanefndunum væru
ósammála um stjórnarfarslega
ábyrgð forsetans á misgjörðum
hirðsveina sinna.
En þótt hvíthýsingar tali digur-
barkalega þykir fullvíst að álykt-
un skýrsluhöfunda komi sér mjög
illa fyrir forsetann er farinn var
að ná sér nokkuð á strik eftir að
ákveðið var að þeir Mikhail Gor-
batsjov sovétleiðtogi ættu með
sér fund og undirrituðu sögu-
legan afvopnunarsamning. Nú
þarf forsetinn að sæta því að nýju
að þegnar hans velti því fyrir sér í
gríð og erg hvort hann sé lög-
brjótur eður ei.
í skýrslunni eru ekki birtar
ákærur á hendur höfuðpersónum
hneykslisdramans, slíkt er í
verkahring sérstakrar rannsókn-
arnefndar er Hæstiréttur landsins
skipaði. Engu að síður eru nöfn
þeirra nefnd.
Það eru ekki nýjar fréttir að
aðalhlutverkin voru í höndum
Johns Poindexters aðmíráls og
þess nafntogaða ofursta, Olivers
Norths. Ennfremur er staðhæft
að fyrrum yfirmaður CIA, Wil-
Skák
Kasparov hikar
Ollum að óvörum treysti Garrí
Kasparov heimsmeistari í
manntafli sér ekki til að tefla 15.
skák einvígis síns og Anatólís
Karpovs áskoranda í gær. Hann
ákvað því að fresta taflmennsku
fram á morgundag. Þá mun hann
stýra svörtu mönnunum og freista
þess að ná skiptum vinningi.
Heimsmeistarinn ræddi við
fréttamenn spænska sjónvarpsins
í gær og baðst velvirðingar á því
að hafa ekki látið vaða á súðum í
síðustu skákum. Nú væri það
áskorandans að taka áhættu og
tefla tii vinnings. Þvínæst bætti
hann við: „Ég er fullviss um að
brátt fer blóðið að streyma enda
er það ósk skákáhugamanna.41
Alkunna er að Kasparov hefur
nú einn vinning umfram fjanda
sinn, sjö og hálfan gegn sex og
hálfum. En hann gerði lítið úr
þeim ávinningi: „Það skiptir ekki
sköpum að hafa eins vinnings
forskot. Það er svo lítil forysta að
ég verð að fara að öllu með gát.“
-ks.
Ítalía
Stjómarkreppa
leyst
Goría heldur velli
Francesco Cossiga, forseti Ital-
íu, ákvað í gær að verða ekki
við lausnarbeiðni Giovannis Gor-
ias forsætisráðherra er hann
lagði fram fyrir sig og ráðuneyti
sitt í fyrri viku. Þess í stað skipaði
hann Goria að fara fram á
traustsyfírlýsingu ítalska þings-
ins.
Ákvörðun Cossigas sigldi í
kjölfar yfirlýsingar stjórnarflokk-
anna fimm um að þeir treystu sér
til að leysa ágreining þann um
efnahagsstjórn er olli því að for-
sætisráðherrann baðst lausnar á
laugardag.
Samkomulag stjórnarflokk-
anna veldur því að atkvæða-
greiðslan á þinginu verður aðeins
formsatriði enda hafa Kristilegi
demókrataflokkurinn, Sósíalista-
flokkurinn, Repúblikanaflokk-
urinn, Jafnaðarmannaflokkurinn
og Frjálslyndi flokkurinn
traustan meirihluta fulltrúa á lög-
gjafarsamkundunni. -ks.
hafi verið
einn höfuðpauranna. Edwin
Meese, yfirmaður dómsmála-
ráðuneytisins, sætir kárínum fyrir
að hafa staðið ákaflega illa að
frumrannsókn hneykslisins og
vekur það spurningar um hæfni
hans.
En hvað sem öðru líður er ljóst
að Reagan hlýtur þyngsta skell-
inn þótt enn sé á huldu hvort
hann hafi vitað hvað fram fór.
Skýrsluhöfundar saka hann
nefnilega um að hafa gefið undir-
sátum sínum meira og minna
frjálsar hendur til starfa og ekki
verið með á nótunum.
-ks.
Fimmtudagur 19. nóvember 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 11
FLÓAMARKAÐURINN
Vandaðir og vel útlítandi
hlutir — næstum gefins
Ross Bigmouth 100w bassamagn-
ari, 100 ára gamall rokkur, eðals-
míði, baðskápur með speglahurð-
um, 2 baðspeglar, nokkur baðhengi
með flúri, borvél með fylgihlutum,
strauborð, fatahengi og 2 ferða-
töskur. Uppl. gefur Steinn í síma
45755 á kvöldin.
Ódýrt rúm og saumavél
Til sölu er hjónarúm, svefnherberg-
ishúsgögn og Pfaff saumavél í
borði. Selst ódýrt. Uppl í s. 42139
e.kl. 17.
Viltu læra spænsku
eða kataiónsku
Spænskur nemi við Háskóla (s-
lands vill kenna fólki spænsku og/
eða katalónsku. Vinsamlegast haf-
ið samband við Jorge á herbergi nr.
2 á Nýja Garði, sími 625308.
Til sölu jólasveinahúfur
og jólasveinabúningar
Upplýs. í síma 32497 e.kl. 20 á
kvöldin.
Einstaklingsíbúð óskast
sem fyrst í Reykjavík. Upplýs. í síma
32738.
Til sölu 10 eldhússtólar,
rauðir
og skápur (gamall). Uppl. í s.
16502.
Saab- bílar og varahlutir
Til sölu Saab 99 árg. '75, sjálf-
skiptur og Saab 99 árg '77 bein-
skiptur. Einnig varahlutir í Saab,
m.a. vélar og gírkassar. Hagstætt
verð. Uppl. í s. 44503 á kvöldin og
um helgar.
Fiskartilsölu
upplýsingar hjá Einari
686821.
sima
Tilsölu
tveggja borða Winner raf-
magnsorgel með fótbassa og
skemmtara. Selst ódýrt. Ennig ný-
legur körfuhengistóll á statífi.
Uppl.s. 72196.
Til sölu
Einnig furusófasett 3+2.
mjög lágu verði. Sími
Sófasett
Selst á
74929.
Tilsölu
Eldhúsinnrétting m. helluborði og
ofni á vegg og vaski. Selst ódýrt.
Sími 71371 eftir kl. 19.
Til sölu ódýrt
sófasett, sófaborð, svefnbekkur og
skrifborð, símaborð og stóll úr
tágum. Gefins 2ja sæta sófi og stóll.
Sími 71371 eftir kl. 19.
Wartburg station
selst fyrir lítið í varahluti.
687816.
Simi
Píanó
Ég er ungur maður í söngnámi og
mig bráðvantar píanó. Er einhver til
í að selja mér afar ódýrt píanó eða
jafnvel gefa? Hringið í kvöld eða
næstu kvöld í síma 21799. Tómas.
Drapplitaður baðvaskur á
fæti
Verð kr. 1500. Baðskápur með
spegilrennihurðum, verð kr. 1000.
Borðstofuborð úr tekki, sem er
hægt að stækka, verð kr. 2000. 2
borðstofustólar á kr. 1000 stk. Nýr
lítill stálvaskur með borði verð kr.
1000. 2 snjódekk 165x13 verð kr.
1000 stk. Sími 76455.
Tilsölu
Citroen GS '79 skoðaður '87.
Vetrardekk fylgja. Verð kr. 50.000.
Uppl.s. 11653.
Til sölu handlaugarskápur
og spegilskápur á baðherbergi, lítið
notað. Selst ódýrt. Sími 75262.
Til sölu næstum nýr
Maclaren Lie flap buggy regnhlífa-
kerra með skermi, regnyfirbreiðslu
og sólhlíf. Ný kr. 14.000. Selst á kr.
9.000. Sími 17089.
2 snjódekk á felgum 14” og 2
sumardekk
Fást fyrir lítið eða ekki neitt ef þau
verða sótt. Sími 45530 eftir kl. 19.
Bráðvantar
eldhúsborð, ekki kringlótt, má vera
gamalt, þreytt og slitið auk stóla.
Þarf ekki að eiga saman. Uppl.s.
33698 eftir kl. 20.
Til sölu lítill ágætur ísskápur
Verð kr. 2 þús. Sími 39162 eftir kl.
20.
Stúdíóíbúð í hjarta Parísar-
borgar
nánar tiltekið fimmta hverfi er til
leigu frá og með 20. des. nk. til 4.
jan. 1988. íbúðinni fylgir eldhús,
bað og sími. Uppt.s. 19719.
Óska eftir gömlum húsgögn-
um
silfri, kopar, postulíni og fleira.
Uppl.s. 10541 e.kl. 20.
Gömul tekkborðstofuhús-
gögn
óskast keypt á vægu verði. Helst
ferkantað stækkanlegt borð og 6-8
stólar. Uppl.s. 46462.
Bækur í bráðri hættu
Mig vantar tilfinnanlega bókahMlur
fyrir bækurnar mínar. Allar stærðir
og gerðir koma til greina. Hringið í
síma 24269 e.kl.15.
Til sölu 3 rafmagnsþilofnar
og fataskápur með rennihurðum.
Hagstætt verð. Sími 75875.
Ódýrvel meðfarinn
notaður svefnbekkur til sölu.
Uppl.s. 51643 eftir kl. 15.
Gefins
eldavél, ísskápur. sv/hv sjónvarp
og kaffivél (í þokkalegu standi.)
Simi 17574.