Þjóðviljinn - 19.11.1987, Page 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þJÓDVIUINN
Fimmtudagur 19. nóvember 1987 259. tölublað 52. órgangur
Þjónusta
íþínaþágu
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Hafnarfjörður
Sparibaukum
stolið
Þjófarnir spenna upp
lausafög og teygja sig inn
ígluggakistu. Tveir
þjófnaðir á þriðjudag
Töluvert hefur borið á því í
Hafnarfirði að undanförnu,
að sparibaukum hefur verið stol-
ið úr gluggum íbúðarhúsa. Þann-
ig hurfu á þriðjudaginn baukar
úr að minnsta kosti tveimur íbúð-
um.
Að sögn Jóhannesar Björg-
vinssonar, lögreglumanns í Hafn-
arfirði, spenna þjófarnir upp
lausafögin og teygja sig inn eftir
sparibaukunum. Það er því full
ástæða til að vara Hafnfirðinga,
og aðra, við að láta sparibaukana
standa í gluggakistum.
„Þetta kom okkur gersamlega í
opna skjöldu,“ sagði foreldri sem
missti á þennan hátt tvo spari-
bauka á þriðjudag. „Krakkarnir
höfðu safnað í baukinn í allt
sumar og var ætlunin að setja
peningana inn á bankabækur
fyrir jól, einsog við höfum gert
undanfarin ár. Ætli það hafi ekki
verið hátt í tíu þúsund krónur
samtals í baukunum.“
Foreldrið sagði að baukarnir
hefðu verið hafðir í eldhúsglugg-
anum þar sem auðvelt var að
tæma klink úr vösum í þá. Auk
þess hafa hundrað kallar frá öfum
og ömmum lent í baukunum auk
peninga sem krakkarnir fengu í
afmælisgjöf. Hér var því um tölu-
verða upphæð að ræða.
„Maður hefði sætt sig við að
tapa þessu úr eigin veski en að því
sem krakkarnir eru að spara sé
stolið er óþolandi."
-Sáf
Alþingi
Álfheiður
áþing
Alfheiður Ingadóttir tók sæti á
Alþingi í gær, sem varamaður
Svavars Gestssonar, en Svavar er
nú staddur á þingi Sameinuðu
þjóðanna í New York.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, hefur setið í tvær vikur sem
varamaður Svavars en Álfheiður
mun nú taka við.
-Sáf
Bræðurnir Jón Múli og Jónas Árnasynir með nýju plötuna sfna. Mynö: Sig.Mar.
Það vaxa blóm á þakinu
Jón Múli ogJónas á nýrriplötu og Tómas, Eyþór og Gunnlaugur leika Hinsegin blús
að er skemmtilegt þegar þrjár
kynslóðir sameinast svona í
tónlist; ég, Eyþór Gunnarsson og
Bjarni Arason, allir saman á
plötu. Það er ekkert kynslóðabil
lengur, sagði Jón Múli Árnason
við Þjóðviljann um nýja plötu
með lögum Jóns við texta Jónasar
bróður hans, frumraun Almenna
bókafélagsins í plötuútgáfu.
Á plötu Jóns Mújá og Jónasar
er að finna ýmis gömul og góð
lög: Vikivaki, An þín, Við
heimtum aukavinnu, Einu sinni á
ágústkvöldio.íl., öll í nýjum bún-
ingi. Eitt splunkunýtt lag er á /
plötunni, Pað vaxa blóm á þak-l
inu, en sá texti er tekinn og stíl-í
færður úr 17. kafla í Höll sumar-
landsins eftir Halldór Laxness. !
Söngvarar og hljóðfæraleikar-
ar eru ýmsir af okkar fremstu
listamönnum; Bubbi Morthens,
Ellen Kristjánsdóttir, Bjarni
Arason „látúnsbarki“, Sif Ragn-
hildardóttir og fleiri, auk bræð-
ranna sjálfra.
Hin platan sem er að koma út
hjá AB heitir Hinsegin blús og er
djassplata af bestu gerð með sam-
nefndu tríói, skipuðu þeim
Eyþóri Gunnarssyni, Tómasi R.
Einarssyni og Gunnlaugi Briem,
en tónsmiðar eru eftir þa Eyþór
og Tómas.
Trióið og hjálparmenn þess
halda á laugardaginn tónleika í
tilefni útgáfunnar í Iðnó. -ns.
B-álman
Vantar 300 milljónir
Heildarkostnaður við B-álmu
Borgarspítalans var kominn í
tæpar 360 milljónir króna í októ-
ber 1986 framreiknað til verðlags
október í ár. Þetta kemur fram í
svari heilbrigðisráðherra við fyr-
irspurn Svavars Gestssonar og
Guðrúnar Helgadóttur um álm-
una.
Framkvæmdafé til B-álmunnar
í ár eru rúmar 19 milljónir króna
og það tæki fimmtán og hálft ár
að ljúka byggingunni ef framlög
væru þau sömu, en bygging B-
álmu hófst árið 1977.
í svari ráðherra kemur fram að
í maí sl. hafi verið lögð fram til-
laga fyrir stjórn sjúkrastofnana
Reykjavíkurborgar þar sem lagt
er til að lokið verði við álmuna á
næstu þrem árum, 1988-1990. Til
að svo megi verða er áætlað að
þurfi að verja 100 milljónum
króna á ári, þannig að nú vantar
um 300 milljónir til að lokið verði
við álmuna.
f svarinu kemur fram að brýn
þörf er á plássi fyrir 354 aldraða
einstaklinga og76 hjón. Aukþess
eru 276 einstaklingar og 46 hjón á
biðlista hjá borginni eftir húsn-
æði án þess að þörfin sé mjög ■
brýn. \ -Sáf
Fiskiþing
„Gengið er fallið“
Bjarni Kr. Grímssonframkvœmdastjóri Þingeyri:
Fiskvinnslan þolirþetta ekki lengur. Stundin er runnin upp
Menn standa frammi fyrir
þremur valkostum: að loka
fyrirtækjunum, lækka laun og
fiskverð eða í þriðja lagi að
stjórnvöld skrái gengið rétt, sagði
Bjarni Kr. Grímsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Dýrfírðinga, á fiskiþingi í gær, en
hann hafði þar framsögu um
fastgengisstefnu stjórnvalda.
Bjarni benti á að frá því í des-
ember 1985 hefði innlendur
kostnaður fiskvinnslunnar hækk-
að um 85% á sama tíma og gengið
lækkaði um 10%. Þá hefði dollar-
inn fallið verulega á þessum tíma
en um 70% af tekjum frystingar
væri í dollurum.
- Gengisfelling veitir svigrúm
til aðgerða, sem nauðsynlegar
eru til að tryggja stöðugleika í
framtíðinni, en gengisfelling ein
sér læknar ekki vandann, sagði
Bjarni og bætti við: „Við stönd-
um frammi fyrir þeirri staðreynd í
dag að stundin er runnin upp.
Fastgengisstefnan er brostin,
gengið er fallið.“ -lg.
Skák
Toppmanna-
jafntefli
Efstu menn á alþjóðlega
Suðurnesjaskákmótinu, Hannes
Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafs-
son, gerðu jafntefli í 9. umferð-
inni sem tefld var í gær.
Björgvin Jónsson og Norwocd
sömdu einnig um skiptan hlut, og
Guðmundur Sigurjónsson og
Weldon slíkt hið sama. Þröstur
Þórhallsson vann Sigurð Daða,
en Jóhannes Ágústsson tapaði
rir Pyhala. Jacobs vann Davíð
lafsson.
Fyrir lokaumferðirnar tvær er
Helgi efstur með 7 vinninga.
Hannes Hlífar og Norwood hafa
hlotið 6.5 v. og Þröstur 6.