Þjóðviljinn - 22.11.1987, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 22.11.1987, Qupperneq 7
Sigurður Jakobsson kvikmyndatökumaður, Valgeir Skagfjörð leikstjóri og Margrét Ákadóttir á þessu augnabliki. Píanóleikarinn þarf vín. Svo spilar hann millistríösáralög. Viö langborð situr ábúðarfullur hópur sem minnir á bankaráð; ungu kvikmyndagerðarmennirnir ræða áform sín við ungu blaðakonuna sem fylgist með upptökutækinu, sem tekur viðtal við meðlimi hljómsveitarinnar, sem seinna heyrist í útvarpinu. Túristarsem hljóta að eiga erindi í skammdeginu. Ég er að bíða eftir manni, segir Sigurður Pálsson og fleygir aftur hártoppnum; daginn eftir kemur Sjón og sest við garðborð í húsinu. Stefán frá Möðrudal, skreyttur kaskeiti, rekst inn og fær sér sæti hjá Zetor, sem dregur upp mynd af Ljóni Norðursins, en hann og Steingrímur voru að komast að því að ef allt væri með felldu, væru Ljónið og Ronni Rambó fermingarbræður í Húnavatnssýslunni. Ungir elskendurræða frystikistukaup yfir kertaljósi. Konur með hatta pískra saman: Hátt. Gylltar kvenstyttur sveima yfir Ijósakrónum með blómsveiga íeftirdragi. Konameð doppótta slæðu gengur hjá og gægist snöggt inn um glugga. Stúlka með svuntu tínir saman nótnablöðin og píanóleikarinn raðar stólunum. Sviðiðereinsog leikrit og það rignir stöðugt. Um hvað er leikritið? Löng þögn. Ætlarðu að byrja á þvf að spyrja mig um það? Er það kannski leyndarmál? Leyndarmál? Þá það. Hvenœr varð leikritið til? Ég skrifaði fyrsta uppkast 1985, þá undir áhrifum frá leikritinu um Gertrud Stein. Ég hef síðan stytt það mikið, en ímynda mér að það sé undirbúningur að stærra verki. Ætli það sé ekki svipuð þróun og hjá mörgum skáldum, sem byrja á því að yrkja ljóð, skrifa smásögu og loks skáldsögu. Ég held að það sé gott að skrifa mikið og henda miklu. Viltu ekki segja mér um hvað leikritið er? Það er um lífssársauka manneskjunnar. Og hvernig hann tekur á sig mismunandi myndir eftir einstaklingum. Pað lifa allir við sársauka að einhverju leyti. Ég held að það fylgi því að vera manneskja. Sumir horfast í augu við sársaukann, nota hann og koma þannig sterkari út. En svo eru aðrir sem neita að horfast í augu við hann, og standa aldrei skil á neinu í lífinu. Þeir lifa í eigin lokaða heimi einsog konan í „Sá yðar sem syndlaus er...“ En það eru svo margir þættir sem spila inní. Kristindómurinn sem segir okkur að taka öllu þegjandi og hljóðalaust og innprentar okkur að bæla allar tilfinningar. Samfélagið er ótrúlega mikið mótað af kristindómi, þótt kirkjur séu ekki troðfullar á sunnudögum. Erum við ekki of hamingjusöm í dag til að finna fyrir sársauka? Ég held að það sé kominn holur tónn í hamingjuna. Við höfum sterka tilhneigingu til að firra okkur ábyrgð og leitum ákaft eftir undankomuleiðum. Kannski vegna þess ósamræmis sem skapast, milli þess sem lagt er inn í uppeldinu og þess sem blasir við þegar útí lífið er komið - og samfélagið fer að gera kröfur til okkar. Eru það vondar kröfur? Við eigum í rauninni sáralítið val. Á endanum neyðast allir til að beygja sig undir viss „norm“. Maður sér t.d. hvernig fór fyrir hippunum. Það er líka þessi krafa um að fólk standi sig. Og í hverju á fólk að standa sig? (Handa lesendum). Konan í leikritinu. Hún notar semsagt flóttaleið? Já. Hún gerir það. En ég fer ekki nánar útí það núna. Ég hoppa aftur í tímann um tuttugu ár. Þá voru konur aldar upp til að giftast og ala upp börn. Ef hjónabandið beið skipbrot, var allt annað búið. Þær vantaði sjálfstæði og menntun, og höfðu þess vegna ekki kjark til að takast á við lífið uppá nýtt. Amma mín var ein af þessum konum. Maðurinn hennar var í Breta- vinnu. Hún ól upp þrjár dætur og vissi sáralítið hvað er að gerast eða hvernig samfélagið fúnkaði. Hún var of upptekin við að kenna þeim að skúra gólf og stoppa í sokka. Samfélagið er að breytast og konur hafa allt önnur tækifæri en áður. Móðir mín t.d. gekk í skóla. Og þrátt fyrir að ég fari afturábak í tíma, þá er bæði flóttaleiðin, sem persónan í leikritinu velur, og tilfinningar hennar, það sem margir þurfa enn að stríða við. En það er kynt undir svo mikilli einstaklingshyggju. Dýrkun á veraldlegum hlutum hefur aldrei verið meiri. Einbýlishúsin eru einsog lítil lénsveldi, þar sem fólk hefur völd og vernd gegn heiminum. Þess vegna er meiri þörf fyrir listina og leikhúsið en oft áður. Ertu þá ekki sammála því að listin sé methadon fyrir fólkið? Listin er líka að þjóna vissum peningasjónarmiðum. Það er rosalegt mellerí í öllum hlutum. Það er gróska í öllum fyrirtækj- um, og fólk trúir á mátt auglýsinganna. Þegar svona miklir peningar eru í umferð er meiri þensla og ættu að vera fleiri tækifæri fyrir unga listamenn að fá eitthvað að gera. Enda fá þeir það. Það eru nánast allir leikarar í bænum í vinnu, og krakkar sem útskrifast úr Myndlistaskólanum fara beint inná auglýsingastofur og teikna fyrir stórfé. En hvar stendur þá leikhúsið? Það hefur alveg brugðist skyldu sinni að vera gagnrýnið. Þau reyna það, en eru háð því fjármagni sem þau fá. Leikhúsin hafa orðið útundan á þessum þenslutímum. Leikhúsin eru háð áhorfendum og notast þess vegna við ódýr meðul. Söngleikir eru „inn“, sem er ekki slæmt í sjálfu sér. Tökum Djöflaeyjuna, þetta er voða gaman meðan á því stendur, en sýningin skilur ekkert eftir. Þess vegna verður að veita meiraféífrjálsu leikhópana. Þeir sýna meiri vogun og dirfsku en stóru leikhúsin, bæði í leikritavali og uppsetningum. Og eru ó- hrædd við að gera tilraunir sem hin leikhúsin geta ekki leyft sér. Leikarar eru stöðugt að skoða sjálfa sig, til að ná meiri þroska, og leikhúsið verður að vera þannig líka. En ég tek Egg- leikhúsið og Alþýðuleikhúsið, sem dæmi, þarsem kýlt er á hlutina og öllu fórnað og útkoman er frábærar sýningar. Aðstaðan hér er Iíka svo ólík því sem gerist erlendis. Ungt fólk hér fær ekkert að gera og er ekki treyst til að leikstýra. Ungt fólk hefur fullt af hugmyndum og er tilbúið að vinna. En það fær ekki að komast að. Það vantar allt ræktunarstarf. Ungir leikritahöfundar eiga líka kröfu á því að fá leikrit sín leiklesin, jafnvel þótt leikrit þeirra verði ekki endilega tekin til sýninga. Hingað eru fengnir erlendir leikstjórar, á meðan við eigum fólk á heimsmælikvarða. En eigum ekki við að geta lœrt af þeim? Ég held að þetta sé bara snobb. Hér var t. d. settur upp söngleikur í Iðnó, Land míns föður, sem var 50 manna sýning í þessu litla húsi og sló öll aðsóknarmet. Land míns föður var síst verri sýning heldurenGæjarogpíureðaþetta Síkakóflopp. En það kemur að því að fólk fær leið á afþreyingu. Maður getur ekki lifað á hamborgurum endalaust. Maður verður að fá steik öðru hverju. Þetta hamborgarabras er mjög þægilegt og fljótgert. En það verður að opna dyrnar að leikhúsunum og veita inn nýjum straumum. En hvernig tilfinning er að sjá eigið leikrit verða til? Það er voða skrítið á köflum. Textinn fær aðra vídd og stundum aðra merkingu, sem er spennandi. Það er gott að sjá sjálfan sig í öðru ljósi og fá tækifæri til að kannast við tilfinningar sem maður hefur verið að moka yfir. Þannig opnast leið til að geta verið sannari fyrir sjálfum sér. Skáldskapur sprettur alltaf upp úr lífssársauka. Annað er bara yfirborð. Hverjir fleiri standa að leikritinu? Það er Stöð 2 sem tekur leikritið upp og það verður sýnt um jólin. Það gerðist eftir að ég var búinn að fara þessa venjulegu píslargöngu. En Margrét Áka- dóttir leikur aðalhlutverkið. Gerla gerir leikmynd og búninga, Gylfi Garðarsson semur tónlist og ég leikstýri því sjálfur. Var það ekkert mál? Nei. Mér finnst leikstjórn ekki eins mikið mál og sumum. Sem líta á leikstjóra einsog heila- skurðlækni. Þetta hangir saman við það að ungt fólk hefur svo fá tækifæri til að ná sé í reynslu. Þá verður maður að búa hana til sjálfur. Við vinnum með leikstjóra í skólanum, maður fer í leikhús og sér bíómyndir. Þannig lærir maður hjá öðrum. En það vantar vettvang fyrir unga höfunda og íslenska höfunda almennt. Það væri hægt með því að halda ráðstefnu, þar sem leikritaskáld kæmu saman og fengju leikrit sín leiklesin. En þá komum við aftur að peningahlið- inni. ekj „Eg varrekinn í inntökuprófí Leiklistarskólanum, af Sigrúnu Valbergsþegar við vorum að setja upp uppáSkaga. Leiklistarskólinn breytti öllu. Þar kynntist ég sjálfsaga, sem ég held að sé öllum hollur. Nauðsynlegur til að geta gert eitthvað afviti. “ Valgeir Skagfjörð er31 árs Reykvíkingur, áðuren hann fórí Leiklistarskólann var hann tónlistarkennari og poppariáAkranesi. Valgeir er höfundur„Sá yðar sem syndlaus er... “, sem erfyrsta sjónvarpsleikrit Stöðvar 2. Hannœfirí Vesalingunum, leikstýrir við MH, skrifar fyrir útvarpsþátt á gufunni. Hann semur tónlist og er meðfleiri leikrit í smíðum. Leikhússem þolirekki gagnrýni er vont leikhús Sunnudagur 22. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.