Þjóðviljinn - 22.11.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.11.1987, Blaðsíða 12
Islendingar eriendis Það hæfir illa íslendingum að vera í útlöndum. Það sér maður alltaf betur og betur eftir því sem aðstaða manns til þess lengist og batnar. Við ættum helst ekki að yfirgefa þetta annars fámenna land okkar. En út viljum við, landinn lifir alltaf í voninni um að komast út. Hinn vinnandi maður stritar í sífellu fyrir næstu ferð og því oftar sem hann fer sér hann betur hvers konar skítaland þetta ísland hans er og því kalla fleiri ferðir á enn fleiri ferðir. Það er alkunna að íslendingar þola illa við á landinu sínu sem þeir í afs- ökunartóni kalla klaka eða sker. En þrátt fyrir þessa eilífu ferða- löngun er hún á einkennilegan hátt blönduð annarri hvöt okkar sem er eiginlega ferðaleti, því þó fólk langi út er í því einhver innri beygur gagnvart hinu ókunna sem kemur fram í því að eiginlega nenna menn ekki að rífa sig upp úr rútínunni og tala þess vegna um að drífa sig í frí og skella sér suður á Kanarí, rétt eins og um ógnarkvöð væri að ræða. Landann langar út en þó ekki. Þegar hinn íslenski ferðamað- ur er svo loks kominn út úr sinni flugvél er hann yfirleitt rallhálf- ur, því þó ótrúlegt megi virðast er enn talið hátíðartilefni og fyllerís að sleppa skamma stund úr prís- undinni. Þannig verður hann líka mestan hluta ferðarinnar því nú tekur við hinn útlenski raunveru- leiki með öllum sínum endalausu bjórtunnum og ódýrum snöfsum. Svo er tékkað sig inn á sitt hótel sem síðan verður að eins konar verstöð þaðan sem hópurinn ger- ir út á fjarlæg mið hinna enda- lausu og andlausu fyllería sem eru þó í engu frábrugðin hinum heima fyrir nema hvað þjóðhát- íðarsöngvarnir verða ögn kröftu- gri í flutningi fyrir daufum eyrum langþreyttra barþjóna og eitthvað aukast líkurnar á slagsmálum þegar hávaðaskarinn slæðist óvart inn á friðsælan hverfispöbb. Því fslendingarnir halda hópinn og gefa sig helst ekki á tal við ókunnuga, en það er einmitt helsti ókosturinn við út- landið, hvað það eru svo helvíti margir ökunnugir. Ðæmi eru jafnvel um það að landinn ógni sér ekki upp í leigubíl eða strætó, hvað þá neðanjarðarlest, af þess- um sömu ástæðum og óttanum við þessa stórskrýtnu menn sem tala ekki íslensku. Þetta verður þá til þess að stórborgarsýn Forval V Vegagerð rfkisins efnir hér með til forvals á verk- tökum vegna byggingar jarðgangna í Ólafsfjarð- armúla. í verkinu er innifalin gerð jarðganga og frágangur þeirra, uppsteypa forskála við báða munna og lagning vega með bundnu slitlagi. Áætlaðar stærðir í verkinu eru: Jarðgöng: lengd 3130 m þversnið sprengt og út- 26 m2 grafið 90000 m3 (fastir) sprautusteypa 2500 m3 Forskálar: lengd 265 m breidd 8 m steypa 3500 m3 Vegir lengd 2800 m utan skeringar 100000 m3 ganga: fyllingar og fláafleygar 160000 m3 Miðað er við að útboðsgögn verði afhent í febr- úar 1988, að verkið geti hafist sumarið 1988 og því verði lokið 1991. Forvalsgögn (á islensku og ensku) verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5,105 Reykja- vík og Miðhúsavegi 1,600 AKureyri, frá og með þriðjudeginum 24. nóvember 1987. Útfylltum og undirrituðum forvalsgögnum skal skila á sömu stöðum eigi síðar en þriðjudaginn 19. janúar 1988. Vegamálastjóri margra íslendinga takmarkast við eitt tilviljunarkennt hótel og nágrenni þess. Algengt er einnig að fólk komi gjörsamlega undirbúningslaust til milljónaborgarinnar og því verður allt mun erfiðara þegar á hólminn er komið. Menn hafa enga tilfinningu fyrir áttum eða legu gatna og oft hef ég fengið spurningar eins og „Er þetta Manhattan?" Dagarnir enda því oft í endalausum göngutúrum beint af augum, í leit að plötubúð eða góðum restauranti sem síðan er aldrei nógu góður og því er reynt að ganga aðeins lengra og aðeins lengra þangað til allir eru uppgefnir og daginn eftir hel- tekur ferðaletin fólk í bland við timburmennina. Það er svefninn sem heltekur það og er í raun ver- sti óvinur þess erlendis. Meiri- hluta tímans líður því úr fólki uppá sjálfum hótelherbergjun- um, enda heyrist oft hjá heimkomnum íslendingum hvað þeir hafi nú verið gasalega heppnir með hótel. Nei, menn eiga að lesa sér til og kynna sér staðhætti áður en lagt er af stað og þó alls ekki taka með sér neinar bækur, það er eitt af því sorglega að sjá ferðamenn pæla sig í gegnum þykka doðr- anta um leið og hinn skammi tími þeirra líður út í nálægð risa- listasafna, leikhúsa, nætur- klúbba, útsýnisturna, klám- hverfa og flóamarkaða. Það er þvert á móti um að gera að vera í fínu formi og klár og kvikk og æða út um allar trissur, innbyrða sem mest á sem skemmstum tíma og þá er nægur tími til að lesa þegar heim kemur. Sniðugt er einnig að hafa með sér vasadiskó svokallað með útvarpsrásum, en 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN gangandi með það um framandi götur er nýstárleg nautn og þann- ig eru öll skilningarvit þanin til hins ítrasta. Forvitni! Það er helsta vopn ferðamannsins og aldrei nóg af henni. Önnur tegund íslendinga er- lendis eru hinir svokölluðu náms- menn. Þeir eru þó annar botn á sömu köku og bera þjóðerni sínu stöðugt vitni líkt og kollegar þeirra ferðamennirnir. íslenskir námsmenn eru nú líklega finnan- legir í flestum ef ekki öllum hásk- ólaborgum heimsins. Það er með ólíkindum hvað útþenslustefnan hefur af sér leitt. En þó nær hún ansi skammt hvað hvern og einn varðar. Framhalds- menntunarfólkið okkar rottar sig nefnilega saman og myndar með sér innan stórborganna ógnarlítil minnihlutasamfélög á stærð við brúarvinnuflokka, sem síðan verða víðsýnum einstaklingum sá þröngi og heiti landans pottur sem þeir aldrei sleppa úr. Menn halda hópinn meðan á „útlegð- inni” stendur svo mjög að jafnvel eru um það dæmi að heilar fjöl- skyldur haldi heim frá margra ára námi án þess að hafa þegið svo mikið sem veitt matarboð hjá gestgjöfum sínum. fslendingar eru nefnilega stundum eins og hvalir, jafnsjaldgæfir, og náms- dvölin þeirra eins og neðansjá- var, þeir halda öllu niðrí sér þangað til þeir verða að („koma upp“) til að anda, um jólin. Námsmenn gefa jafnvel út sitt eigið blað sem heitir Sæmundur, eftir þeim gamla fróða sem sjálf- sagt myndi skammast sín ef hann sæi það, því þetta er leiðinlegasta blað sem kemur út á heimsmark- aðinum, ekkert annað en enda- lausar járnsíður af „hagsmunabaráttu” og námslán- atali. Það er furðulegt og nánast ófyrirgefanlegt að Sæmundur sé gefinn út af framtíðarfólki lands- ins, svo andlaus sem hann er. En andleysið heltekur oft einnig námsmenn þegar þeir einn eða fleiri koma saman hver heima hjá hvor öðrum og snúa umræðunni fljótt upp í námslánatal sem er eitt það hvimleiðasta samkvæm- isfyrirbæri sem til er. „Eruð þið búin að fá ykkar lán?“ „Nei, við erum búin að bíða síðan í sept- ember og uppbótin fyrir hann Sniðfán litla er til dæmis föst ein- hvers staðar, og svo fær Sam- björn ekki nema hálft vegna þess að hann skipti um á miðju se- mestri í fyrra, úr þema tópalógí- unni yfir í tölkerfisfræðina ...“ Reyndar hef ég nú aldrei skilið af hverju fólk er að taka þessi náms- lán, eins leiðinleg og þau annars eru og aðkoman í pappírshengið hjá S.L.E.N. svo mannlega frá- hrindandi. En staðreyndin er auðvitað sú að foreldrarnir eru látnir vinna þau biðlundarverk, nokkuð sem snúið hefur huga þeirra til náms barnanna og orðið til þess að fólk reynir nú að hafa þau frá „frekara framhalds- námi“. En erlendis erum við þó sem fyrr og stundum eru haldin partý. Svokölluð íslendingapartý. Þar geta hvalirnir komið upp úr um stundarsakir og andað að sér vín- andanum og þá er hann ekki lítill strókurinn sem stendur út úr þeim. Þeir þekkjast langar leiðir þar sem þeir koma töltandi með plastpokana sína fulla af glerjum og í hinum hlutlausa klæðnaði sínum, ekki of fínir og þó ekki sjabbý, ólitir ullarjakkar og vaff- hálsmál með þvölum nankins- buxum. Þeir eru einhvern veginn ekki í fötunum heldur eru þau um þá eins og ullarreifi. Og svo þegar upp er komið er töluð íslenska, jafnvel í kross yfir útlendum hausum, hátíð er ef menn kynna sig og þá á forníslensku „Ég heiti Bjórfinnur og ég kenni kjarnfóðursblöndun við Corn- ell.“ Og síðan er gleraugum kippt af útlensku nefi, sem er gamalt verbúðartrix, og skutlað út um gluggann en viðmælandinn situr allt í einu á gólfinu úti í horni, gáttaður á þessari vösku víkinga- sveit sem síðan lognast sjálfkrafa út af brennivíni í fatahengið. Hvalirnir síga hægt aftur niður í undirdjúpin. Þriðja tegundin af íslendingum erlendis er svo þeir sem af ýmsum og óskiljanlegum ástæðum eru búsettir þar af frjálsum vilja ein- um saman og mun ég hér ekki fara frekar út í þau mörg hver sorglegu dæmi. New York City, 10. nóv. 1987 Hallgrímur Helgason Berðu ekki við tímaleysi v í umferðinni. Þaö ert /kc sem situr undir stýri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.