Þjóðviljinn - 22.11.1987, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 22.11.1987, Qupperneq 20
þJÓÐVILJINN Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Vantar herslumuninn Framkvœmdirvið byggingu safnsins hafa legið niðri síðaníjúnívegna fjárskorfs. O .Johnson 8r Kaaber hafa gefið safninu miljón til þess að vinna höggmyndina „Sköpun" í marmara Vinsamlegast sendíð mér........stk. heilsugorm Nafn.........................................Heimlll Póstnúmer............................Staður......... Flaksandi faldar í nóvemberlok verða þrjár sýningar á nýjasta verkefni ís- lenska dansflokksins í Þjóð- leikhúsinu. Sýningin heitir Flaksandi faldar, sem eru tvö ný dansverk eftir Hlíf Svavars- dóttur, og hollenskan dans- höfund, Anaelu Linsen. Verk Hlífar heitir Á milli þagna og samið við valsastef úr ýmsum áttum, en verk Angelu heitir Kvennahjal og er allnýstár- legt, en þar er dansað eftir ít- alskri alþýðutónlist, söngli, Ijóðaflutningi og þögnum. Ljóð eftir Jón úr Vör erfellt að verkinu. Búningarerueftir Sigrúnu Úlfarsdótturen Sveinn Benediktsson annast lýsingu. Það eru dansarar íslenska dansflokksins sem að þessu sinni er eingöngu skipaður kvenfólki, sem dansa í sýningunni. Auk þeirra dansar María Gísladóttir en þetta er í fyrsta sinn sem hún æfir fyrir uppfærslu með flokkn- um. María dansaði hér síðast sem gestur er hún var nokkrum sinn- um í hlutverki Giselle, árið 1982. En sem kunnugt er hefur hún gert garðinn frægan sem sólódansari, bæði í Þýskalandi og Bandaríkj- unum. Dansarar dansflokksins að þessu sinni eru: Ásta Henriks- dóttir, Birgitte Heide, Guðm- unda Jóhannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Helena Jóhannsdótt- ir, Helga Bernhard, Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir, Ólafía Bjamleifsdóttir og Sigrún Guð- mundsdóttir. Frumsýning verður sunnu- dagskvöld 22. nóvember en seinni sýningar 26. nóv. og 28. nóv. Allar sýningar hefjast kl. 20.30 og miðasala er hafin. GETUR GERT KRAFTAVERK! Það verður að segjast eins og er, að það er þrekvirki sem Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, hefur unnið við að skapa lista- verkum eiginmanns síns samastaðtilframbúðar. Úr engum efnum hefur hún endurbyggtvinnustofu hans frá grunni og bætt við hana húsplássi þannig að nú erris- ið í Laugarnesinu á rústum þess hermannabragga sem Sigurjón gerði að heimili sínu og vinnustofu á sínum tíma, lítið listasafn sem verða mun sönn borgarprýði og skapa mun verkum listamannsins verðugan samastað til fram- búðar, borgarbúum og öðrum listunnendum til ánægju og yndisauka. Blaðamönnum var í vikunni boðið að skoða árangur þeirrar vinnu, sem staðið hefur yfir með hléum frá 1985, og er endurbygg-. ing vinnustofu Sigurjóns nú tilbú- in undir innra tréverk, ásamt með glerskála og öðrum viðbygging- um. Er fyrirsjáanlegt að safnið stofnaður sérstakur styrktarsjóð- ur til uppbyggingar safnsins, og hefur hann staðið fyrir um það bil 2/3 hluta kostnaðar við uppbygg- inguna til þessa. Önnur framlög hafa komið frá ríki og bæ. Til verksins hefur nú verið varið um 10 milj. króna á núvirði, og er áætlað að um 8-9 miljónir króna vanti til að ljúka verkinu. Skuldir safnsins nema í dag um 3 miljón- um króna. Það eru áform safnstjórnarinn- ar að framkvæmndir hefjist á ný í safninu eftir áramótin, svo að unnt verði að vígja það þann 21. október 1988, en þann dag verða 80 ár liðin frá fæðingu Sigurjóns. Til þess að svo megi verða þarf að koma til myndarlegt átak borgar- innar, ríkisins og annarra velunn- ara safnsins, sem reyndar hafa sýnt þessu framtaki mikinn stuðning þegar. Hefur styrktar- sjóðurinn meðal annars verið fjármagnaður með sölu á af- steypum af verkum Sigurjóns, en Birgitta Spur sagði að sú ákvörð- un hefði verið tekin að selja ekki frummyndir úr safninu, nema til opinberra aðila. Meðal fjöl- margra sem sýnt hafa safninu rausnarskap er fyrirtækið O. Johnson & Kaaber hf., sem á- kvað það á 80 ára afmæli fyrir- tækisins á síðasta ári að verja ein- ni miljón króna til þess að láta vinna höggmyndina Sköpun í marmara og velja henni stað í höggmyndagarði safnsins. Er gjöf þessi jafnframt gjöf til borg- arbúa í tilefni 200 ára afmælis höfuðborgarinnar. Birgitta Spur sagði að þótt Sig- urjónssafn væri að forminu til einkasafn, þá væri nú í undirbún- ingi að koma því í kring, að safnið geti í framtíðinni orðið eign ríkis- ins og Reykjavíkurborgar. Er þess að vænta að ríki og borg taki nú við sér og leggi þessu þjóðþrif- afyrirtæki myndarlegt lið. -ólg AÐEINS i* STÆLIR mjaðmir og læri, brjóst og arma, maga og mitti - og allt hitt á aðeins 5 mínútum á dag. Þú gerir æfingamar heima - sparar tíma og peninga. 5 mínútur á dag með heilsugorminum jafnast á við að hjóla 6 km! Svo getur þú aftur farið í þröngu gallabuxumar, stuttbuxurnar og sundbolinn með fullu sjálfstrausti. PANTIÐ í TÍMA í BOX 8600 128 Reykjavík KLIPPIÐ Birgitta Spur við verkið „Sköpun“ sem verður unmð i marmara. verður hin ákjósanlegasta um- þess sem safnbyggingin mun gerð um listaverk Sigurjóns, auk auka mjög við gildi staðarins, en Laugarnesið er nú eini staðurinn á strandlengjunni út á Viðeyjar- sundið, sem ekki hefur verið lagður undir hraðbrautir, verk- smiðjur, vöruhús og hafnar- mannvirki. Þá verður sýningars- alurinn einnig tilvalinn til þess að hýsa minni tónleika og menning- arviðburði, en gert hefur verið ráð fyrir því við endurbygging- una. Úr glerskála listasafnsins, þar sem fyrirhugað er að reka kaffistofu, munu gestir fá útsýni yfir sundin, sem á sér ekki sinn líka í höfuðborginni. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var stofnað af Birgittu Spur 1. desember 1984 í þeim tilgangi að búa í haginn fyrir það mikla safn listaverka, sem Sigurjón Ólafs- son lét eftir sig. Var um leið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.