Þjóðviljinn - 25.11.1987, Qupperneq 6
LANDSBYGGÐIN
1§| Styrkir tii háskólanáms
í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð
1. Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa (slending-
um til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Finn-
landi námsárið 1988-89. Styrkurinn er veitturtil níu
mánaða dvalar og styrkfjárhæðin er 1.500-2.200
finnsk mörk á mánuði.
2. Sænskstjórnvöld bjóðafram styrk handa íslendingi
til háskólanáms í Svíþjóð námsárið 1988-89.
Styrkfjárhæðin er 3.880 s.kr. á mánuði í 8 mánuði. -
Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram þrjá styrki
handa íslendingum til vísindalegs sérnáms í Sví-
þjóð á sama háskólaári. Styrkirnir eru til 8 mánaða
dvalar, en skipting í styrki til skemmri tíma kemur
einnig til greina. - Ennfremur gefst íslenskum
námsmönnum kostur á að sækja um styrki þá, er
sænsk stjórnvöld bjóða fram í iöndum þeim, sem
aðild eiga að Evrópuráðinu, en þeir styrkir eru ein-
göngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla.
3. Norsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa erlendum
ungmennum til námsdvalar við norska lýðháskóla
eða menntaskóla skólaárið 1988-89. Ekki er vitað
fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur í hlut ís-
lendinga. Styrkfjárhæðin á að nægja fyrir fæði,
húsnæði, bókakaupum og einhverjum vasapening-
um. - Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára
og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram
gögn um starfsareynslu á sviði félags- og menning-
armála.
Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til
menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík, fyrir 15. janúar n.k., á sérstökum eyðu-
blöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit
prófskírteina ásamt meðmælum.
Menntamálaráðuneytið,
23. nóvember 1987
Barnaheimili í
Vogahverfi
Dagheimilið Sunnuborg, Sólheimum 19, óskar
eftir fóstrum, uppeldismenntuðu fólki og aðstoð-
arfólki til starfa í 100% og 50% stöður.
Upplýsingar í síma 36385.
Jfl REYKJKtfÍKURBORG
Skrifstofumaður óskast
hjáskráningadeildfasteignaog húsatryggingum.
Starfið er fólgið í almennri afgreiðslu og færslum
á tölvu.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 10190
og 18000.
Hafnarfjörður
Víðivellir
Starfsmaður, karl eða kona, óskast strax í 50%
starf tímabundið.
Allar nánari upplýsingar veitir Þórelfur Jónsdóttir
forstöðumaður í síma 52004.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði
löS
alla virk
■2*9? frá kt. 15 '
18.30
ÚTVARP Mjolmsholti 14 Brautarholti 3
Simi 62 36 10 (tvær linur)
i
Elarn situr þægilega
uggt í barnabílstól
ið á það skilið!
mÍUMFERÐAR
Uráð
Hagsmunasamtök
hrossabænda
350 félagar í átta félagsdeildum
Félag hrossabænda var stofnað
19. aprfl 1975. Það er opið öllum
sem stunda vilja hrossarækt og
markmiðið er að „móta sölu-
markað fyrir hross og hrossaaf-
urðir” eins og segir í lögum félags-
ins.
Meginástæðan fyrir stofnun
félagsins var sú að hrossabændur
töldu að hagsmunamálum þeirra
væri ekki nægur gaumur gefinn
og útflutningur reiðhrossa því á
undanhaldi. Sölumál hrossa-
bænda nytu ekki sömu umfjöll-
unar og annarra búgreina. Ekk-
ert verð fékkst fyrir húðir og inn-
mat. Sölufyrirtækin verðlögðu
hrossakjöt nánast fyrir aftan bak.
Verðið hjá fyrirtækjunum var
mismunandi og greiddist gjarnan
á hálfu öðru ári, vaxtalaust. Kjöt-
ið naut ekki afurðalána, niður-
greiðslna né útflutningsuppbóta.
Óseljanlegar birgðir hlóðust upp.
Þessu hefur nú smátt og smátt
verið kippt í lag fyrir atbeina fé-
lagsins.
Félag hrossabænda er nú eitt af
11 búgreinafélögum landbúnað-
arins, á aðild að Stéttarsambandi
bænda og tekur því fullan þátt í
umfjöllun og mótun landbúnað-
armála. Það starfar í 8 félags-
deildum sem allar hafa sínar sér-
stöku stjórnir. Félagar eru um
350. Deildirnar eru þessar:
Vestur-Skaftafellssýsla, Rang-
árvallasýsla, Árnessýsla, starfs-
svæði Hrossaræktarsambands
Vesturlands, Vestur-Húnavatns-
sýsla, Austur-Húnavatnssýsla,
Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarðar-
og Þingeyjarsýslur.
Aðalfundur félagsins er hald-
inn í nóv.-des. Þar mæta kjörnir
fulltrúar deildanna, 3-5 eftir
fjölda félagsmanna í hverri deild.
Kjörnir fulltrúar einir hafa at-
kvæðisrétt en allir félagsmenn
hafa málfrelsi og tillögurétt.
Fundurinn kýs 5 manna aðal-
stjórn og5 til vara. Aðalstjórnina
skipa nú: Einar E. Gíslason,
Syðra Skörðugili í Skagafirði for-
maður, Leópold Jóhannesson,
Hraunbæ Borgarfirði gjaldkeri,
Grímur Gíslason, Blönduósi rit-
ari, og meðstjórnendur eru þeir
Kjartan Georgsson, Ólafsvöll-
um, Árnessýslu og Þórir ísólfs-
son, Lækjamóti í Vestur-
Húnavatnssýslu. Stjórnin skipar
5 manna markaðsnefnd sem
vinnur að einstökum málum f
samráði við stjórnina. Formaður
nefndarinnar er sr. Halldór
Gunnarsson, Holti undir Eyja-
fjöllum.
í febrúar ár hvert er útbúin
söluskrá yfir reiðhross. Þar er að
finna upplýsingar um hrossið,
fæðingarstað, aldur, kyn, lit og
ætt, ásamt gæðum og verðflokki.
Er skráin miðuð jafnt við inn-
lenda sem erlenda kaupendur.
Ákveðið lágmarksverð er á ætt-
bókarfærðum hryssum og stóð-
hestum og er forsenda fyrir út-
flutningsleyfi. Félagið hefur
tekið að sér að safna útflutnings-
hrossum saman, sér um gæslu á
þeim og útskipun. Til þess að
geta tekið á móti hrossunum og
annast þau hefur félagið samið
við eigendur jarðarinnar Litla-
Saurbæjar í Ölfusi um aðgang að
jarðnæði og afnot af hesthúsi,
sem félagið sá um innréttingu á.
Sams konar aðstöðu hefur félagið
á Kröggólfsstöðum í Ölfusi.
Hrossunum er skipað út í Þor-
lákshöfn. - nihg
K.S. Sauðárkróki
Haustslátrun nam
42.648
Haustslátrun sauðfjár hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga lauk
þann 16. okt. Alls var lógað
43.003 fjár. Meðalþungi dilka var
14,534 kg á móti 14,243 kg haust-
ið áður.
Alls komu til innleggs 36.537
dilkar. Nam fallþungi þeirra 530
tonnum. Auk þess var lógað
6.111 kindum fullorðnum. Af
þeim komu til innleggs 2.133
kindur en 1.451 kind var lógað
vegna leigu og kaupa á
fullvirðisrétti á vegum fram-
kindum
leiðnisjóðs og vegna fækkunar-
samninga, og 2.452 kindum
vegna riðuniðurskurðar. Mis-
munurinn, 75 stk., var heimtekið
og sjúkt.
Samkvæmt lögum frá 1985 ber
að greiða innleggjendum 75% af
haustgrundvallarverði eigi síðar
en 15. okt. Nam sú greiðsla fyrir
ofangreint innlegg viðskipta-
manna Kaupfélagsins rúmlega
111 milj. kr. Hefur það fé nú ver-
ið fært inn í viðskiptareiknin
innleggjanda. - mhg
Æskulýðsfulltrúi
Verði raðinn á
Vestijöiðuni
„Hliðstætt embætti er nú til á
Austfjörðum. Verður því ekki
trúað að óreyndu að Alþingi geri
svo upp á milli þessara lands-
hluta, að hafna óskum þjóðkirkj-
unnar um sambærilegt embætti á
Vestfjörðum.“
Svo segja Kirkjuþingsfulltrúar
Vestfirðinga, sr. Lárus Þ. Hall-
dórsson og Gunnlaugur Finns-
son, en þeir fluttu tillögu á
Kirkjuþingi um að í samráði við
Samstarfsnefnd Alþingis og
þjóðkirkjunnar, verði stofnað
embætti æskulýðsfulltrúa á Vest-
fjörðum, með aðsetri á ísafirði.
Bent er á að eðlilegt sé að æsku-
lýðsfulltrúar út um land vinni
undir yfirstjórn æskulýðsfulltrúa
Þjóðkirkjunnar á Biskupsstofu
og að þeim, hverjum fyrir sig,
verði falin afmörkuð störf í þágu
æskulýðsmála landsins alls.
Kirkjuþing samþykkti til-
löguna.
- mhg
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 25. nóvember 1987