Þjóðviljinn - 01.12.1987, Page 17

Þjóðviljinn - 01.12.1987, Page 17
 Eþíopia ,Opnar leiðir til lífsbjargar‘ Milljónir manna í hinum stríðs- hrjáðu norðurhéruðum Eþfópíu, þar sem uppskerubrestur hefur orðið í kjölfar mikilla þurrka, verða orðnir algerlega matar- lausir eftir einn til tvo mánuði. Til að koma í veg fyrir hungursneyð, sem gæti orðið jafn mannskæð og hungursneyðin á árinum 1984-85, er nauðsynlegt að hefja tafarlaust hjálparstarfið svo tryggt sé að hægt verði að dreifa matvælum til fólks í þorpum og sveitum strax á næstu vikum. Rauði krossinn áformar að' leggja sinn skerf til þeirrar að- stoðar sem nú er nauðsynleg. Samtökin eiga nú í landinu 15.000 tonn af matvælum sem eru tilbúin til dreifingar til þeirra svæða í Eritreu, Tigray, Wollo og Gondar sem verst hafa orðið úti. Fram til aprílloka 1988 er gert ráð fyrir að flytja til landsins 42.000 tonn af matvælum til viðbótar. Frá maí og fram til ársloka 1988 gerir Rauði krossinn ráð fyrir að úthluta 72.000 tonnum til við- bótar í mánaðarlegum matar- skömmtum til 800.000 manns. Einnig er gert ráð fyrir að úthluta útsæði á árinu 1988 rétt fyrir sán- ingartímann. Ef ekkert verður að gert nú, er fyrirsjáanlegt að hundruð þús- unda manna, kvenna og barna munu deyja úr hungri á næstu mánuðum. Hjálparstofnanir í Eþíópíu eru nú betur í stakk bún- ar til að takast á við vandann en þær voru 1984-85. Engu að síður er það staðreynd, að án samstöðu um að opna vegina fyrir matvæl- aflutninga, er ný hungursneyð óumflýjanleg. Lesendabréf Þetta er bara Skæ 13.11.1987 ritar fjölmiðlamað- ur Moggans, Ólafur M. Jóhann- esson, einkar athyglisverða grein er hann nefnir „í brjóstvörn" þai sem hann tekur fjölmiðlafárið til bæna. Hann segir: „í fyrradag skrapp ég í Kringluna sem ekki er í frásögur færandi. En aldrei þessu vant var andartak numið staðar inni í ónefndri tískubúð sem einkum var ætluð ung- Iingum. í einu horni tískubúðar- innar hékk stór sjónvarps- skermur og gott ef þeir voru ekki tveir, og þaðan barst hávært tal. Eftir drykklanga stund tóku við músíkböndin. Pá vaknaði ég af dvalanum og raunveruleikinn skrapp aftur inn í sálarskotið, ég var þá staddur á íslandi og af- greiðslumaðurinn svaraði meira s að segja á því ástkæra, ylhýra er ég spurði hvaðan þetta sjón- varpsefni bærist. Petta er Skæ. Skömmu síðar er ég var sestur að Americano 9 tommu pissunni í hópi pokafólks þá rann upp fyrir mér ljós. Maðurinn hafði auðvit- að átt við: Sky Channel gervi- hnattasjónvarpið er hafði flætt þarna ótextað yfir sjónvarps- skerma tískubúðarinnar þannig að undirrituðum fannst sem hann væri bak og burt af skerinu til Amiríku eða Englands." Petta segir Ólafur M. Jóhann- esson fjölmiðlamaður Morgun- blaðsins um fjölmiðlafárið og mæli hann manna heilastur. En það er í sjálfu sér nýstárlegt að sjá þennan blaðarisa, sem Morgun- blaðið óneitanlega er, skjálfandi á beinunum yfir hinni óheftu fjöl- miðlun sem nú ríður yfir landið í krafti nýju útvarpslaganna sem íhaldið hefur átt mestan þátt í að sett voru. í nýlegu Reykjavíkurb- réfi Moggans eru þessi mál held- ur betur tekin á beinið vegna frumvarps tveggja þingmanna úr Borgaraflokki um breytingu á út- varpslögunum er leyfi lagningu strengjakerfa þar sem útvarps- og sjónvarpsefni yrði dreift til not- enda. Þetta líkar ekki hinum gamalgróna Mogga og er ekkert að skafa utan af hlutunum og segir að verði þetta samþykkt á Alþingi muni erlent gervihnatt- asjónvarp flæða yfir landið í stór- um stíl og þá fáum við engum vörnum við komið. Það eru því farnar að renna tvær grímur á Morgunblaðið yfir því að þessir fjölmiðlabraskarar hafi ekki sem hreinast mjöl í pokahorninu, þetta séu menn sem vilji græða sem mest á setuliðinu og opna landið upp á gátt. Jamm. Jamm. Auðvitað er fólk í öllum flokkum sem er það. góðir íslendingar að því blöskrar hvernig er komið fyrir okkur og málið sem við unn- um er kannski í bráðri hættu fyrir aðfluttri ruslatunnulágmenningu eins og fyrrverandi menntamála- ráðherra orðaði það og þótti mörgum nóg um, en Sverrir er sannkallaður stallkjaftur á góðri stund. í fjölmiðlum nú að undanförnu má ráða af orðum fólks er starfar í skólakerfinu og er meðvitað um þá hættu sem börnum á forskóla- aldri stafar af þeirri gífurlegu fjöl- miðlun er hellist yfir þjóðina, að betur má ef duga skal, ef kom á í veg fyrir stórslys gagnvart ísl. tungu. Ótextaðar sjónvarps- hnattaútsendingar inn á heimilin sem nýjasta viðbót við allt hitt mun reynast skammvinn sálubót fyrir það fólk sem er að kaupa sér fokdýr móttökutæki til að komast í samband við hnettina. Hvað ætlar fólk að ganga langt í þessu sjónvarpsbrjálæði? Þarna gæti Jón Baldvin náð sér í skattspotta með því að setja hátoll á hnettina og láta brennivínið í friði svo sem smástund. En hvað segir hinn venjulegi maður á götunni ef spurt er út í þessi mál? Hvað getum við gert? Þetta kemur, segir fólk, og verð- ur dálítið vandræðalegt á svipinn, kannski svolítið skömmustulegt fyrir hönd þjóðarinnar, og bætir við: Þetta er bara Skæ sem rímar við hæ og bæ og almenningsálitið leggur bara kollhúfur. Með kveðju, PáU Hildiþórs KALLI OG KOBBI Ekkert múður nú. Þér veitir > svo sannanlega ekki af klippingu Út í bíl með þig. GARPURINN /L > V- ) FOLDA DAGBÓK APÓTEK Reykjavik. Helgar- og kvöld- varsla lyfjabúöa vikuna 27. nóv.-3. des. 1987 er I Vesturbæjar Apóteki og Háa- leitisApóteki. Fyrmefnda apótekið er opiö um helgar og annast nætur- vörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siöarnefnda apó- tekiðeropiðákvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. stig. opin alladaga 15-16og 18.30- 19.30. Landakots- spitail: alla daga 15-16 og 18.30- 19.00 Barnadeild Landakotsspítala: 16.00- 17.00. St. Jósefsspitall Halnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30 Kleppsspítal- Inn: alla daga 18.30-19 og 18.30- 19 Sjúkrahúsið Ak- ureyrl: alla daga 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahúslö Vestmannaey ju m: alla daga 15-16og 19-19.30.Sjúkra- hús Akraness: alia daga 15.30- 16og 19-19.30. SjúkrahúslöHúsavik: 15-16 og 19.30-20. Hafnarfjöröur: Heilsugæsla. Upplýsingar um dagvakt læknas. 53722. Næturvakt læknas.51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýs- ingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiðstöðinnis. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavik: Dagvakt. Upplýs- ingar s. 3360. Vestmanna- eyjar: Neyöarvakt lækna s. 1966. ingu (alnæmi) i síma 622280, milliliðalaust samband við lækni. Fré aamtökum um kvenna- athvarf,s(ml21205. Húsaskjól og aðsloð fyrir kon- ur sem beittar hafa veriðöf- beldi eða orðiö fyrir nauðgun. Samtökln 78 Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma Sarrttakanna 78 fólags lesbia og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 - 23. Símsvari á öðrum timum. Siminner91-28539. Fólageldri borgara: Skrif- stofan Nóatúni 17,s.28812. Félagsmiðslööin Goðheimar Sigtúni3, s. 24822. LOGGAN Reykjavík...simi 1 11 66 Kópavogur...sími4 12 00 Seltj.nes...sími61 11 66 Hafnarfj....simi 5 11 66 Garðabær....sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík...slmi 1 11 00 Kópavogur...sími 1 11 00 Seltj.nes...sími 1 11 00 Hafnarfj....sími 5 11 00 Garðabær.....simi 5 11 00 L4EKNAR Lækna vakt fy rir Reykja- vík, Seltjarnarnes og Kópavog er i Heilsuvernd- arstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingarogtima- pantanir i sima 21230. Upp- lýsingar um lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar í sim- svara 18885. Borgarspítallnn: Vakt virka daga kl. 8-17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eöa ná ekki til hans. Slysadeild Borgarsþitalans opin allan sólarhringinn simi 696600. Dagvakt. Upplýsingarumda- gvakt lækna s. 51100. Næt- urvakt lækna s. 51100 YMISLEGT Bilananavakt rafmagns- og hltaveitu: s. 27311. Raf- magnsveita bilanavakt s. 686230. Hjálparstöð RKl, neyðarat- hvarf fyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Simi: 622266 opið allansólarhringinn. Sálfræðlstööin Ráðgjöf i sálfræðilegum efn- um.Sími 687075. MS-félaglð Álandi 13. Opið virka daga trá kl. 10-14. Simi 688800. Kvennaróðgjöfin Hlaðvarp- anum Vesturgötu 3. Opin briðiudaqa kl.20-22, simi 21500, símsvari. Sjálfshjálp- arhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, simsvari. Upplýsingarum ónæmlstærlngu Upplýsingar um ónæmistær- SJUKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspft- allnn:alladaga15-16,19-20. Borgarspitalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18,og eftirsamkomulagi. Fæðing- ardeild Landspítalans: 15- 16. Feðratimi 19.30-20.30. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10 B: Alladaga 14-20ogeftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16- 19.30 helgar 14-19.30 Heilsu- vemdarstöðin við Baróns- GENGIÐ 30. nóvember 1987 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar 36,590 Sterlingspund 66,832 Kanadadollar 27,999 Dönsk króna . 5,7736 Norsk króna 5,7320 Sænsk króna 6,1321 Finnsktmark 9,0524 Franskurfranki.... 6,5591 Belgískurfranki... 1,0670 Svissn. franki 27,2450 Holl.gyllini 19,7923 V.-þýsktmark 22,3246 (tölsk líra 0,03022 Austurr. sch 3,1728 Portúg.escudo... 0,2722 Spánskurpeseti 0,3309 Japansktyen 0,27667 írsktpund 59,230 SDR 50,2029 ECU-evr.mynt... 46,0430 Belgískurfr.fin 1,0618 KROSSGATAN Þriðjudagur 1. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 L ' • ■ 1 ‘ n ■ ■ ■ ■ 7 • ■ 10 n ■ ' 13 , ■ 14 ■ ‘ ■ ■ " 17 ■ u ■ ■ Lárétt: 1 hár 4 samkomulag 6 hald 7 svari 9 æsa 12 skemmtun 14 hossast 15 for- feður 16 lifandi 19 veiki 20 ör- ugg 21 óhreinkaði Lóðrétt: 2 hljóm 3 ágeng 4 skum 5 fjör 7 deyja 8 ranga 10 fargi 11 dáður 13 leiði 17 skyn 18 smáfiski Lausn á siðustu krossgátu Lárótt: 1 öfug 4 kvöl 6 ról 7 fána 9 ómak 12 ístra 14 góð 15 ger 16 ilman 19 róni 20 raki 21 gnægð Lóðrétt: 2 frá 3 gras 4 klór 5 öra 7 fegurð 8 nioing 10 magnað 11 kyrtil 13 tóm 17 lin 18arg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.