Þjóðviljinn - 01.12.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.12.1987, Blaðsíða 10
* > IÞROTTIR V-Þýskaland Frá Jóni H. Garðarssyni, fréttamanni Þjóðviljans í V-Þýskalandi: Stuttgart gaf Homburg annað stigið í leik liðanna í Bundesligunni. Stuttgart hafði mikla yfirburðí með Asgeir Sigurvinsson með besta mann, en þegar staðan var 2-1 lagð- ist liðið í vörn og Homburg náði að jafna í 87. mínútu. Homburg náði forystunni með marki frá Stickroth á 30. mínútu, en Fritz Walter jafnaði fyrir Stutt- gart skömmu síðar. Mauritz Gaudino náði forystunni fyrir Stuttgart um miðjan síðari hálfleik og eftir það lagði Stuttgart höfuð áherslu á vörnina. Það dugði ekki því Michael Bláttel jafnaði fyrir Homburg á 87. mínútu. Bremen missti af toppsætinu til Kölnar en sigraði Hanover, 1-0. Leikmenn Bremen voru greinilega þreyttir, en það var Karl Heinz Ri- edle sem tryggði Bremen sigur á 84. mínútu. Bayern Munchen fékk skell á heimavelli, 1-3, gegn Dortmund sem virðist hafa tak á meisturun- um. Daniel Simmes og Ander- brugge náðu forystunni fyrir Dort- mund, en Klaus Augenthaler jafn- aði fyrir Bayern á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Flestir voru á því að Bayern myndi sigra eins og venju- lega, 3-2, en Simmes gerði þær von- ir að engu með þriðja marki Dort- mund í síðari hálfleik. Kaiserslautern kom heldur betur á óvart með sigri yfir Frankfurt á útivelli. Nýi þjálfarinn Stabel virð- ist hafa meira álit á Lárusi Guðm- undssyni en Borgartz sem var rek- inn fyrir skömmu. Lárus kom inná þegar tíu mínútur voru til leiksloka, en náði ekki að setja marki sitt á leikinn. Það voru Frank Hartmann og Jurgen Lutz sem skoruðu fyrir Kaiserslautern. Þetta var fyrsti sigur iiðsins á úti- velli, en liðið hafði leikið níu leiki án þess að fá eitt einasta stig. Annar útisigur sem kom á óvart var stórsigur Leverkusen yfir Mannheim, 1-4. Það var Brasilíu- maðurinn Tita sem var besti maður vallarins. Christian Schreier náði forystunni fyrir Leverkusen, en Buhrer jafnaði fyrir Mannheim. Þá tók Tita við sér og skoraði þrennu í síðari hálfleik. Leverkusen lék án sex fastamanna. Morten Olsen skoraði fyrsta mark sitt fyrir Köln er liðið sigraði Karlsruhe, 4-0. Þetta var jafnframt 1.000 mark Kölnar á heimavelli frá því liðið hóf keppni. Armin Görtz, Mathias Baranowski og Pierre Litt- barski skoruðu hin mörk Kölnar. Núrnberg fór illa með Uerdingen og sigraði 3-1. Stefan Kuntz náði forystunni fyrir Uerdingen. Hann sá að markvörðurinn var of framar- lega og skoraði að löngu færi, yfir markvörðinn. Það hrökk þó skammt því Dieter Eckstein skoraði þrennu fyrir Núrnberg. Úrslit i Bundesligunni: 2-2 Bayern Munchen-Dortmund 1-3 Mannheím-Leverkusen... 1-4 3-1 Gladbach-Bochum.. 3-0 Frankfurt-Kaiserslautern 0-2 Werder Bremen-Hanover.... 1-0 1-0 Köln Karlsruhe. 4-0 Köln . 18 11 6 1 32-11 28 Bremen . 17 12 4 1 30-9 28 Bayern . 18 13 0 5 42-25 26 Gladbach . 18 11 2 5 37-26 24 Nurnberg . 18 8 6 4 29-16 22 Stuttgart . 18 8 5 5 41-27 21 Frankfurt . 18 7 3 8 30-28 17 Leverkusen . 18 5 7 6 25-26 17 HamburgSV... . 18 6 5 7 32-40 17 Karlsruhe . 18 6 4 8 23-35 16 Mannheim . 18 4 7 7 21-30 15 Dortmund . 17 4 5 8 23-29 13 Uerdingen . 18 5 3 10 23-31 13 Hanover . 18 5 3 10 24-33 13 Kaiserslaut . 18 5 3 10 27-37 13 Schalke . 17 5 3 9 24-37 13 Homburg . 18 3 7 8 24-37 13 Bochum . 17 3 5 9 22-32 11 Brasilíumaöurinn Tita kom sá og sigraði í leik Lverkusen gegn Mannheim. Hann skoraði þrennu fyrir Leverkusen, sem lék án sex fastamanna. Hér reynir hann skot úr heldur þröngu færi. Vinningstölurnar 28. nóvember 1987. Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.293.995.- 1. vinningur var kr. 2.650.794.- og skiptist hann á milli 3ja vinningshafa, kr. 883.598.- á mann. 2. vinningur var kr. 793.102.- og skiptist hann á 257 vinn- ingshafa, kr. 3.086,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.850.099.- og skiptist á 7.741 vinn- ingshafa, sem fá 239 krónur hver. Upplýsingasími: 685111. ÞeirsamherjarnirfvarWebsterogTryggviJónssoneruekkisérlegasamtakaá þessari mynd. Þeir höfðu þó sigur yfir ÍR-ingum. MyndrE.ÓI. Körfubolti Lítið fjör í Haukasigri Haukar sigruðu IR íslökum leik Það var sama uppá teningnum í leik IR og Hauka og svo mörgum úrvalsdeildarleikjum að undan- förnu. Hraðinn var mikill, en hittni fyrir neðan allar hellur. Haukar sigruðu 67-73. Leikurinn var jafn framan af, en Haukar höfðu þó lengst af undirtökin. f hálfleik var staðan 32-31, ÍR-ingum í vil. Haukar byrjuðu mjög vel í síðari hálfleik og náðu strax yfir- höndinni. Munurinn varð mestu tólf stig, en ÍR-ingar gáfust ekki upp að náðu að minnka muninn í tvö stig, 59-61. Haukar tóku líf- inu með ró síðustu mínúturnar og léku af skynsemi. ÍR-ingar fóru hinsvegar illa með sóknir sínar og sigur Hauka nokkuð öruggur. Þetta var slakur leikur hjá báð- um liðum. Haukar voru þó ákveðnari og það réð úrslitum. Nafnarnir ívar Ásgrímsson og ívar Webster voru bestu menn Seljaskóli 28. nóvember ÍR-Haukar 67-73 (32-31) 7-7, 9-16, 22-22, 30-26, 32-31,36- 45,41-51,45-57,49-59, 55-59,59-61 64-67, 64-73, 67-73. Stig ÍR : Jón Örn Guðmundsson 21, Karl Guðlaugsson 17, Björn Steffen- sen 11, Björn Leósson 10, Jóhannes Sveinsson 4 og Halldór Hreinsson 4. Stig Hauka: Ivar Ásgrímsson 19, Tryggvi Jómsson 16, Ivar Webster 16. Henning Henningsson 9, Ingimar Jónsson 4, Sveinn Steinsson 4 og Pálmar Sigurðsson 3. Dómarar: Kristinn Albertsson og Bergur Steingrímsson - þokkalegir. Maður leiksins: ívar Ásgrímsson, Haukum. Hauka. fvar Ásgrímsson hefur tekið miklum framförum og skemmtilegur leikmaður og ívar Webster er sem tröll í vörn Hauka. Tryggvi Jónsson lék einnig vel, en Pálmar Sigurðsson var lítið með vegna meiðsla. Þeir Jón Örn Guðmundsson og Karl Guðlaugsson voru sem fyrr atkvæðamestir í liði ÍR. Björn Steffensen átti einnig ágætan leik. _ibe Spánn Real eykur forskotið Barcelona sigraði ogAtletico gerði jafn- tefli Real Madrid jók forskot sitt að nýju í 1. deildinni á Spáni. Liðið virðist vera búið að ná sér eftir skell gegn Atletico Madrid, 0-4 og sigraði nú Real Mallorca, 3-1. Sigur Real Madrid hefði getað verið mun stærri, en Eduardo Delza, landsliðsmarkvörður Ur- uguay hélt Mallorca á floti með frábærri markvörslu. Það var Manuel Sanchis sem náði forystunni fyrir Madrid og Hugo Sanchez bætti öðru marki við skömmu síðar. Martin Vazq- uez skoraði svo síðasta mark Real og sigurinn öruggur, þrátt fyrir að Faddi Hassan næði að minnka muninn fyrir Mallorca á síðustu mínútunni. Barcelona, sem var í næst neðsta sæti framan af, er nú kom- ið í 8. sæti og vann góðan sigur yfir Cadiz, 3-1. Það var vestur- þýski landsliðsmaðurinn Berns Schuster sem var maðurinn á bakvið sigur Barcelona. Cristobal Parralo náði foryst- unni fyrir Barcelona og Ramon Caldere bætti öðru marki við eftir langa sendingu frá Schuster. Fra- ncisco Carrasco gulltryggði sigur Barcelona, en Andres Fernandes svaraði fyrir Cadiz rétt fyrir leiks- lok. Atletico Madrid mátti þakka fyrir jafntefli gegn Real Zarag- oza. Juan Senor náði forystunni fyrir Zaragoza, en Julio Salinas svaraði með tveimur mörkum fyrir Atletico. Annað þeirra var þó sjálfsmark og Roberto Lopez bjargaði öðru stiginu fyrir Atlet- ico. Úrsllt I 1. deild: Barcelona-Cadiz...................3-1 Real Murcia-Real Betis.............2-0 Real Sociedad-Celta................3-2 Real Vallodolid-Logrones...........1-0 Real Madrid-Real Mallorca.........3-1 Sporting-Sabadell..................3-0 RealZaragoza-AtleticoMadrid.......2-2 Osasuna-AthleticBilbao............3-1 Sevilla-Espanol....................2-2 Las Palmas-Valencia...............2-1 Real Madrid.... 12 10 1 1 37-7 21 Atl.Madrid..... 12 7 3 2 19-7 17 RealSociedad.. 12 6 3 3 20-9 15 Celta.......... 12 5 4 3 16-11 14 Osasuna........ 12 5 4 3 13-9 14 Real Vallod.... 12 5 4 3 8-9 14 J 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sviss St.Gallen-Young Boys Neuchatel Xamax-Lausanne 2-0 3-0 2-2 0-4 Bellinzona-Grasshopper 0-1 Sion-Aarau 1-1 Xamax 20 11 5 4 49-27 27 Grasshopper.... 20 10 6 4 25-15 26 Aarau 20 9 7 4 27-18 25 Young Boys 20 5 12 3 32-27 22 Lausanne 20 7 7 6 35-35 21 Servette 20 7 7 6 29-29 21 St.Gallen 20 8 5 7 23-23 21 Sion 20 7 6 7 37-32 20 Luzern 20 5 9 6 25-29 19 Holland PecZwolle-FortunaSittard.. Willem-Volendam DS 79-Den Bosch Sparta-PSV Eindhoven RodaJC-Twente 0-0 3-0 1-4 0-2 0-1 AZAIkmaar-Utrecht 3-1 Groningen-Den Haag.... 2-1 Haarlem-Ajax 0-0 PSV 14 14 0 0 57-12 28 Ajax 15 10 2 3 40-24 22 Feyenoord 14 8 3 3 31-22 19 Fortuna 16 7 5 4 30-23 198 Willem 16 7 3 6 28-23 17 Portúgal Porto-Chaves..................3-1 Boavista-Panafiel.............0-0 Setubal-Sporting..............2-1 Guimares-Rio Ave..............4-1 Belenenses-Espinho............0-0 Varzim-Salgueiros.............1-0 Cocilha-Elvas.................1-2 Academica-Braga...............2-1 Portimonense-Maritimo.........1-1 Benfica-Farense...............2-2 Porto........ Benfica...... Boavista..... Maritimo..... Setubal............12 6 3 3 21-17 15 Stuttgart gaf annað stigið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.