Þjóðviljinn - 08.12.1987, Side 3
Handbolti
Island hafnaði í 3. sæti
Konráð Olavsson var markahæstur fslendinganna með 10 mörk.
Handbolti/U-21 árs
Vantaði tvö mörk
ísland komst ekki áfram eftir tap gegn Ungverjum. Skellurinn
gegn Sovétmönnum dýrkeyptur
Það vantaði sorglega lítið uppá
að Isiendingar hefðu komist
áfram í milliriðii á Heimsmeistar-
amótinu í handknattleik U-21 árs.
Islendingar mættu Ungverjum í
síðasta leik og máttu tapa með
einu marki. Það gekk þó ekki því
Ungverjar sigruðu 30-33.
„Það er óneitanlega ferlega
svekkjandi að falla svona út og
ástæðan er að sjálfsögðu stóra
tapið gegn Sovétmönnum,“ sagði
Einar Einarsson fyrirliði U-21 árs
liðsins eftir leikinn gegn Ungverj-
um.
Lokastaðan
f 3. riðll:
Sovétríkin.....3 3 0 0 79-57 6
Noregur........3 1 0 2 63-68 2
Ungverjaland...3 1 0 2 78-85 2
Island.........3 1 0 2 70-80 2
„Það er alltaf hægt að segja ef,
en Héðinn og Jón hefðu án efa
getað breytt þessu. Okkur vant-
aði tilfinnanlega fleiri menn og
vont að geta ekki skipt þegar við
vorum orðnir þreyttir.“
Byrjun leiksins lofaði góðu. ís-
lendingar áttu í fullu tré við Ung-
verjana og leikurinn var jafn
framan af. Ungverjar leiddu þó í
leikhléi, 12-14.
Það gekk hinsvegar ekki jafn
vel í síðari hálfleik. Ungverjar
náðu fimm marka forskoti 16-21
og mestur varð munurinn sjö
mörk, 21-28. íslendingartóku við
sér í lokin, en vantaði töluvert
uppá að ná að minnka muninn í
eitt mark. Það var reyndar mark-
maðurinn Guðmundur A. Jóns-
son sem skoraði síðasta markið,
yfir allan völlinn.
„Það er hræðilegt að skora 30
mörk, en tapa samt,“ sagði Frið-
rik Guðmundsson fararstjóri ís-
lenaka liðsins. „Við eigum þó
þrjá leiki eftir sem við ætlum að
standa okkur í. Við mætum A-
Þjóðverjum, S-Kóreu og Kuwait.
Þetta eru sterkar þjóðir, en við
ætlum okkur sigur í þessum
leikjum."
Mörk islands: Konráö Olavsson 10,
Stefán Kristjánsson 6, Árni Friðleifsson 4,
Gunnar Beinteinsson 3, Sigurður Sigur-
jónsson 3, Skúli Gunnsteinsson 2, Einar
Einarsson 1 og Guðmundur A. Jónsson 1.
-Jbe
íslendingar leiddu nær allan
leikinn, en tókst ekki að hrista
Norðmenn af sér. í hálfleik var
munurinn eitt mark 13-12.
íslendingar héldu 2-3 marka
mun í síðari hálfleik, en á loka-
rnínútunum gekk ekkert upp og
norskur sigur því staðreynd.
íslendingar léku ágætlega, en
það var sem sigurviljann vantaði.
Lítil barátta var í liðinu. Sóknar-
leikurinn var þokkalegur, en
gekk að mestu út að skytturnar.
fslendingar fóru illa með góð færi
og misnotuðu t.d. þrjú hraða-
upphlaup í síðari hálfleik. Vörn-
in, sem lék framarlega, var hins-
vegar ekki sannfærandi og Norð-
menn gengu þar nokkuð frjáls-
lega í gegn.
Páll Ólafsson átti góðan leik og
var á fullri ferð allan leikinn.
Kristján Arason og Alfreð Gísla-
son áttu einnig ágætan leik, eink-
Evrópukeppni
Oruggt hjá Itölum
Sigruðu varalið Portúgal
Vinningstölur 5. desember 1987
Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.451.823,-
1. vinningur var kr. 2.729.176,-
Þar sem enginn fékk fyrsta vinning, færist hann yfir á fyrsta vinning í næsta
útdrætti.
2. vinningur var kr. 818.532,- og skiptist hann á 477 vinningshafa, kr. 1.716,-
á mann.
3. vinnlngur var kr. 1.904.115,- og skiptist á 10.405 vinningshafa, sem fá 183
krónur hver.
Tvöfaldur 1. vinningur næsta laugardag!
im%§532
Upplýsingasimi:
685111.
ítalir sigruðu varalið Portúg-
ala, 3-0, í leik þjóðanna í 2. riðli
Evrópukeppninnar. Leikurinn
hafði enga þýðingu því ítalir
höfðu þegar tryggt sér sæti í lok-
akeppninni í V-Þýskalandi á
næsta ári. Með þessum sigri geta
ítalir þó verið vissir um að hafna í
2. styrkleikaflokki þegar dregið
verður í riðla.
Það leit reyndar ekki út fyrir
svo stóran sigur. Gianluca Vialli
náði forystunni fyrir Ítalíu á 8.
mínútu. Þannig var staðan allt
þartil tveimur mínútum fyrir
leikslok. Þá skoraðu Ítalír tvö
mörk á tveimur mínútum. Þar
voru að verki Giuseppi Giannini
og Luigi de Agostini.
Porto lék án Paulo Futre og sjö
leikmanna úr liði Evrópumeistar-
anna, Port. Þeir gáfu ekki kost á
sér, enda á lið þeirra mikilvægan
leik fyrir höndum gegn Penarol
frá Uruguay.
Síðan Azeglio Vicini tók við ít-
alska liðinu, eftir heimsmeistar-
akeppnina 1986, hefur liðið
leikið þrettán leiki og aðeins tap-
að einum leik.
Staðan f 2. riðli:
Italía.............8 6 1 1 16-4 13
Svíþjóð.............8 4 2 2 12-5 10
Sviss................8 1 5 2 9-9 7
Portúgal.............7 1 4 2 5-8 6
Malta................7 0 2 5 4-20 2
-Ibe/Reuter
J 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. desember 1987
Frá Baldri Pálssyni, fréttamanni Þjóðvilj-
ans í Noregi:
Það vantaði ekki mikið uppá
að íslendingar höfnuðu í 2. sæti í
Lottó-mótinu í Noregi. Til þess
hefðu þeir þurft að sigra Sviss
með fímm marka mun. Það leit
lengi vel út fyrir að það tækist, en
óheppni á lokamínútunum gerði
út um um þann möguleika.
Leiknum lauk með sigri Islands,
24-21, en Sviss hafnaði í 2. sæti.
Það er vart hægt að segja að
heppnin hafi verið með Islend-
ingum í tveimur síðustu leikjum
mótsins. Fyrsta tap gegn Norð-
mönnum og svo sigur yfir Sviss,
en ekki nógu stór.
Það leit vel út í upphafi. íslend-
ingar náðu þriggja marka for-
skoti og þrátt fyrir að Svisslend-
ingar næðu að minnka muninn
annað slagið var hann þrjú mörk í
leikhlé, 12-9.
Síðari hálfleikurinn lofaði
góðu framan af. Þá gekk mjög
vel. Vörnin small saman og
hraðaupphlaupin gengu snuðru-
laust fyrir sig. Á þessum kafla
náðu íslendingar sex marka for-
skoti. Það stóð þó ekki lengi því
Svisslendingar lifnuðu við og
minnkuðu muninn í eitt mark,
18-17. Þá komu tvö mörk frá ís-
lendingum og munurinn því þrjú
mörk, 20-17.
íslendingar héldu þriggja
marka mun og náðu að bæta
marki við. Þegar skammt var til
leiksloka var staðan 24-20, ís-
lendingum í vil og þeir með bolt-
ann. Sóknin gekk ekki upp og
eftir langa sókn skoruðu Sviss-
lendingar. Þá voru aðeins fimm
sekúndur eftir og úrslitin ráðin.
íslenska liðið lék þokkalega,
en eins og í svo mörgum leikjum
mótsins var eins og vantaði að-
eins meiri kraft. Liðið lék á
Handbolti
Tap gegn Norðmönnum
Sigurmarkið á lokasekúndunum
Frá Baldri Pálssyni, fréttamanni Þjóðvilj-
ans í Noregi:
Það benti flest til þess að íslend-
ingar myndu vinna sannfærandi
sigur yfir Norðmönnum í næst
síðasta leik Lottó-mótsins í Nor-
egi. Þegar fímm mínútur voru til
leiksloka var staðan 23-21, ís-
lendingum í vil, en eftir það náðu
þeir ekki að skora, en Norðmenn
skoruðu þrjú mörk og sigruðu 24-
23. Síðasta markið kom á loka-
sekúndum leiksins og fögnuður
Norðmanna mikill.
um þó í fyrri hálfleik. Þá var Geir
Sveinsson sterkur í vörninni.
Mörk íslands: Páll Ólafsson 7, Krlstján
Arason 6, Alfreð Gíslason 5, Guðmundur
Guðmundsson 2, Bjarni Guðmundsson 2
og Þorgils Óttar Mathiesen 1.
köflum mjög vel, en þess á milli
komu slæmir kaflar þar sem ekk-
ert gekk upp.
Alfreð Gíslason átti mjög góð-
an leik og skoraði 11 mörk. Einar
Þorvarðarson varði vel í fyrri
hálfleik og Þorgils Óttar Mathie-
sen átti einnig góðan leik.
Mörk íslands: Alfreð Gíslason 11, Guð-
mundur Guðmundsson 3, Þorgils Óttar
Mathiesen 3, Bjarni Guðmundsson 2,
Kristján Arason 2, Páll Ólafsson 1, Jakob
Sigurðsson 1 og Atli Hilmarsson 1.
Körfubolti
Ömggur sigur Vals
Tveir góðir kaflar tryggðu
Valsmönnum öruggan sigur yfír
IR, 73-50. Leikurinn var jafn, en
fímmtán stig í röð frá Vals-
mönnum gerðu útslagið.
Leikurinn var jafn og ótrúlega
Valshúsiö 6. desember
Valur-ÍR 73-50 (34-28)
3-0, 9-4, 18, 23-12, 25-21, 32-23,
34-28,36-28,40-30,40-36,55-36,55-
40, 59-44, 72-44, 73-50.
Sttg Vals: Leifur Gústafsson 16,
Torfi Magnússon 14, Tómas Holton
13, Bjöm Zoega 10, Jóhann Bjama-
son 8, Einar Ólafsson 5, Svali Björg-
vinsson 5 og Páll Arnar 2.
Stig (R: Björn Leósson 16, Kristinn
Jörundsson 12, Björn Steffensen 6,
Karl Guðlaugsson 6, Jón örn Guð-
mundsson4, Björn Bollason2, Halldór
Hreinsson 2 og Vignir Hilmarsson 2.
Dómarar: Jóhann Dagur Björnsson
og Kristbjörn Albertsson - þokkalegir.
Maður lelksins: Torfi Magnússon,
Val.
hraður. Boltinn gekk á milli svo
minnti helst á borðtennis! Hittni
var slök og sést það best á hálf-
leikstölunum, 34-28.
Það var svo um miðjan síðari
hálfleik að Valsmenn tóku við
sér. Þeir breyttu stöðunni úr 40-
36 í 55-36 og segja má að þarmeð
hafi úrslitin verið ráðin. Vals-
menn tóku svo annan svona
sprett og skoruðu þá þrettán stig í
röð. Sú örlitla spenna sem eftir
var hvarf þá með öllu.
Valsmenn léku á köflum
þokkalega, en gerðu mikið af
mistökum. Torfi Magnússon átti
góðan leik og einnig Leifur Gúst-
afsson. Tómas Holton stóð sig
einnig vel þrátt fyrir að vera
nokkuð mistækur.
Hjá ÍR voru það helst Björn
Leósson og Kristinn Jörundsson
sem stóðu uppúr.
-Ibe
Pólmar Slgurðsson og Matthías Einarsson léku báðir vel í leiknum, en Pálmar hrósaði sigri að lokum. Mynd: Atli.
Körfubolti
Spenna í Haukasigri
Sigruðu KR-inga með einu stigi
Þrátt fyrir slaka hittni beggja
liða var leikur Hauka og KR einn
af þeim betri sem þessi lið hafa
sýnt. Leiknum lauk með sigri
Hauka, 71-70, en það var ívar
Webster sem skoraði sigurkörf-
una tólf sekúndum fyrir leikslok.
Það stefndi allt í öruggan sigur
Hauka. Þeir höfðu þrettán stiga
forskot þegar fimm mínútur voru
til leiksloka, 66-53 og eftir hitt-
ninni í öðrum hluta leiksins var
ekki við því að búast að KR-
ingum tækist að vinna þennan
mun upp. Það gerðu þeir þó og
þegar rúmar tvær mínútur voru til
Íeiksloka var staðan 68-68. Birgir
Mikalesson kom KR-ingum yfir
70-69 þegar mínúta var til leiks-
loka, en þegar tólf sekúndur voru
til leiksloka skoraði ívar eftir vel
útfærða sókn Hauka. KR-ingar
höfðu því tólf sekúndur til að
jafna, en létu taugarnar fara með
sig og voru ekki sérlega nálægt
því að nái að jafna.
Þessi lið hafa ekki leikið jafn
vel og búist var við. Bæði hafa
þau fengið lykilmenn að nýju,
Haukar fengu ívar Webster og
KR-ingar Birgi Mikaelsson, en
þrátt fyririþað er eins og neistann
vanti.
Bæði liðin léku þó þokkalega,
Hafnarfjörður 5. desember
Haukar-KR 71-70 (36-29)
2-5, 6-6, 18-12, 31-24, 36-29, 44-
42,51 -50,66-53,68-58,68-68,69-68,
69-70. 71-70.
Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 21,
Henning Henningsson 14, Sveinn
Steinsson 12, Trvggvi Jónsson 11,
Ivar Webster 7 og Ivar Ásgrimsson 6.
Stlg KR: Birgir Mikaelsson 23,
Guðni Guðnason 15, Matthías Einars-
son 12, Ástþór Ingason 7, Símon Ól-
afsson 6, Jón Sigurðsson 4, Árni
Blöndal 2 og Guðmundur Jóhannsson
1.
Dómarar: Kristinn Albertsson og
Sigurður Valgeirsson - góðir.
Maður leiksins: Pálmar Sigurðs-
son, Haukum.
en ekki meira en það. Varnirnar
voru sterkar, en sóknarleikurinn
frekar vandræaðalegur og hittni í
lágmarki.
Pálrnar Sigurðsson lék með
Haukum þrátt fyrir að vera ekki
búinn að ná sér að fullu eftir
meiðsli. Hann stóð sig mjög vel
og hefur greinilega mjög góð
áhrif á liðið. ívar Webster og
Tryggvi Jónsson áttu einnig góð-
an leik og Sveinn Steinsson stóð
sig mjög vel.
Birgir Mikaelsson var atkvæð-
amestur KR-inga. Hann lék vel
og er greinilega sterkari eftir að
hafa leikið í Bandaríkjunum.
Guðni Guðnason átti einnig góð-
an leik, en hefði mátt sjást meiri
og Matthías Einarsson stóð sig
mjög vel.
Þessi lið koma líklega til með
að berjast um sæti í úrslitakeppn-
inni og þessi sigur Hauka því
mjög mikilvægur. -Ibe
E&varft Þór Eövarftsson á fullri ferð í baksundi. hann vann besta afrek mótsins. MyndtAtli.
Sund
Ægir bikarmeistari
Sigraði eftir spennandi keppni við Vestra. Eðvarð og
Ragnheiður unnu bestu afrekin. Tvö íslandsmet í boðsundi
Þessi tvö lið voru í neðstu sætunum frá
upphafi, en vantaði ekki mikið úppá að
ná í skottið á Njarðvíkingum sem höfnu-
ðu í 4. sæti. Þar munaði mikið um Eð-
varð Þór Eðvarsson og Ragnheiði Run-
ólfsdóttir. f stað HSK og Bolungarvík
koma SH og KR, en þessi lið höfnuðu i
efstu sætum þegar keppt var í 2. deild
um þarsíðustu helgi.
Ægir sigraði í Bikarkeppni Sunds-
ambands íslands um helgina, eftir
spennandi keppni við bikarhafana, Ve-
stra. Keppt var eftir nýju kerfi og jók
það spennuna, en árangur var ágætur,
m.a. tvö Islandsmet í boðsundi.
Keppni var skemmtileg og mjög
spennandi á köflum. Samkvæmt nýju
stigakerfi er það tíminn sem gildir og
ekki aðeins röð einstaklinga. Þá má hver
keppandi aðeins keppa í þremur grein-
um. Það er því frekar spurning um
mestu breiddina, en bestu einstakling-
ana, þó þeir hafi haft mikið að segja.
Ægir náði forystunni strax í upphafi,
eftir mjög góða byrjun og eftir fyrri dag-
inn munaði rúmlega 1100 stigum á Ægi
og Vestra. Þessi munur hélst allan tím-
ann, en ekki mátti miklu muna og þegar
tvær greinar voru eftir átti Vestri enn
möguleika á að endurheimta titilinn.
Það tókst þó ekki.
HSK og Bolungarvík féllu í 2. deild.
Tvö Islandsmet
Það var ekki fyrr en í tveimur síðustu
greinunum að íslandsmetin litu dagsins
ljós. Þá var keppt í boðsundsgreinum.
A-sveit Vestra setti íslandsmet í
4x100 metra fjórsundi kvenna. Þær
syntu á 4.41.61 mínútum, en gamla
metið var 4.41.96 mínútur.
Strax í næsta sundi á eftir kom annað
íslandsmet. A-sveit Ægis setti ísland-
smet í 4x100 metra skriðsundi á 3.44.71
mínútum.
Þá voru einnig sett tvö drengjamet og
eitt telpnamet. Ársæll Bjarnason Ægi
setti drengjamet í 200 metra skriðsundi
á 2.03.11 mínútum og í 100 metra skrið-
sundi á 56.92 seúndum.
Björg Jónsdóttir, UMFN setti telpna-
met í 100 metra baksundi á 1.11.79 mín-
útum.
Eðvarð Þór Eðvarðsson átti besta afr-
ek mótsins í karlaflokki. Hann synti 100
metra baksund á 58.32 sekúndum. Það
gefur 849 stig, samkvæmt alþjóðlegum
mælikvarða.
Ragnheiður Runólfsdóttir náði besta
árangri kvenna. Hún synti 100 metra
bringusund á 1.13.97 mínútu og það gaf
788 stig.
Lokastaðan
1. Ægir............................25.489
2. Vestri. ..
3. lA.....
4. UMFN....
5. HSK.....
6. Bolungarvík
...24.335
...23.714
...20.623
...18.564
...17.285
-4be
V-Þýskaland
Bremen á toppnum í jólafrí
Hefur tveggja stigaforskot og leik tilgóða. Óvœntur sigur
Kaiserslautern. Uerdingen ífallsœti
silíumaðurinn Tita sem átti stærstan þátt
Frá Jóni H. Garðarssyni, fréttamanni Þjóðviljans I
V-Þýskalandi:
Werder Bremcn getur slakað á í jól-
afriinu eftir sigur yfír Karlsuhe, 0-2 á
útivelli. Bremen er í efsta sæti með
tveggja stiga forskot og leik til góða. Það
hjálpaði þeim mikið að Kaiserslautern
kom mjög á óvart með yfirburðasigri
yfir Köln, 3-0.
Sigur Bremen var mjög öruggur, þrátt
fyrir að liðið hafi aðeins skorað tvö
mörk. Það var Frank Neubarth sem
skoraði bæði mörkin, en Karlsruhe náði
aldrei að ógna marki Bremen.
Kaiserslautern hefur gengið mjög vel
eftir að liðið rak þjálfara sinn. Sigur
þeirra yfir Köln kom á óvart, enda hefur
Köln verið í efstu sætunum á meðan
Kaiserslautern hefur blandað geði við
botnliðin. Harald Kohr náði forystunni
fyrir Kauserslautern með laglegri hæl-
spyrnu og þeir Frank Hartmann og
Sergio Allievi bættu tveimur mörkum
við.
Það gengur hinsvegar ekkert hjá Uer-
dingen þrátt fyrir að þjálfari liðsins hafi
verið rekinn. Liðið tapaði nú fyrir Gla-
dbach, 2-4. Uwe Rahn lék með Glad-
bach, öllum að óvörum, en fæstir áttu
von á því að hann færi á fætur fyrir jól
eftir slæm meiðsli. Hann skoraði tvö
mörk fyrir Gladbach og Hans Jörg Cri-
ens skoraði einnig tvö mörk. Það voru
svo bræðurnir í liði Uerdingen, Wolf-
gang og Frieden Funkel sem minnkuðu
muninn.
Stuttgart tapaði fyrir Núrnberg, 0-1 í
jöfnum leik. Það var fyrst og fremst frá-
bær markvarsla Andreas Köppke sem
hélt Núrnberg á floti. Hann varði
meistaralega, en það var Dieter Ecks-
tein sem skoraði mark Núrnberg.
Það voru aðeins 36.000 áhorfendur á
leik erkifjendanna Hamburg SV og Ba-
yern Múnchen sem lauk með jafntefli,
2-2. Það hefur verið uppselt á leiki þess-
ara liða, en liðin hafa ekki náð sér á
strik.
Það var Klaus Augenthaler sem náði
forystunni fyrir Bayern. Hann fékk bolt-
ann á miðjum vellinum og lék á rangs-
töðugildru HSV og skoraði auðveld-
lega. Thomas Von Heesen og Thomas
Kroth komu HSV yfir, en Lothar Matt-
haus jafnaði fyrir Bayern á 75. mfnútu.
Leverkusen hélt sér í efri hluta
deildarinnar með heppnissigri yfir
Homburg, 2-1. Það var sem fyrr Bra-
í sigri Leverkusen. Hann skoraði fyrra
markið beint úr aukaspyrnu, en Falko
Götz skoraði sfðara markið. Pólverjinn
Wojoricki minnkaði muninn fyrir
Homburg sem sótti stíft síðustu mínút-
urnar.
Úrslit i Bundesligunni:
Dortmund-Mannheim... 0-1
Kaiserslautern-Köln 3-0
Bochum-Frankfurt 1-0
Uerdingen-Gladbach... 2-4
Stuttgart-Nurnberg 0-1
Hamburg SV-Bayern Munchen.... 2-2
Karlsruhe-WerderBremen... 0-2
Leverkusen-Homburg.. 2-1
Hanover-Schalke 3-1
Bremen .. 18 13 4 1 32-9 30
Köln .. 19 11 6 2 32-14 28
Bayern Múnchen .. 19 13 1 5 44-27 27
Gladbach .. 19 12 2 5 41-28 26
Núrnberg .. 19 9 6 4 30-16 24
Stuttgart .. 19 8 5 6 41-28 21
Leverkusen .. 19 6 7 6 27-27 19
HamburgSV .. 19 6 6 7 34-42 18
Frankfurt .. 19 7 3 9 30-29 17
Mannhelm .. 19 5 7 7 22-30 17
Karlsruhe .. 19 6 4 9 23-37 16
Kaiseriautern .. 19 6 3 10 30-37 15
Hanover .. 19 6 3 10 27-34 15
Dortmund .. 18 4 5 9 29-30 13
Bochum .. 18 4 5 9 23-32 13
Schalke .. 18 5 3 10 25-40 13
Uerdingen .. 19 5 3 11 25-35 13
Homburg .. 19 3 7 9 25-39 13
Þrlftjudagur 8. desember 1987 ÞJÓOVILJINN - SÍÐA 11