Þjóðviljinn - 15.12.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.12.1987, Blaðsíða 3
Kvennahandbolti Yfirburðir Framara Sigruðu KR með 22 marka mun. Naumt hjá Val Sviss Luzern í úrslit Luzern, lið Sigurðar Grétars- sonar tryggði sér sæti í úrslita- kcppninni í 1. deildinni í Sviss. Liðið vann góðan útisigur yfir Zúrich, 0-3 og komst þarmeð í 6. sæti, en átta efstu liðin fara í úr- siitakeppnina, og hin átta leika um fallsætin. Luzern var í 8. sæti fyrir leiki helgarinnar og varð því að sigra í þessum leik. Það tókst og liðið lék mjög vel. Úrslit í 1. deild: Neuchatel Xamax-Bellinzona........2-1 Basle-Young Boys..................1-4 Lausanne-Aarau....................4-1 Servette-St.Gallen................3-1 Sion-Grasshoppers.................1-2 Zurich-Luzern.....................0-3 Xamax..........22 13 5 4 53-28 31 Grasshoppers... 22 12 6 4 30-16 30 YoungBoys.....22 7 12 3 37-28 26 Aarau..........22 9 7 6 28-24 25 St.Gallen.....22 9 5 8 29-27 23 Luzern.........22 7 9 6 30-29 23 Servette......22 8 7 7 32-31 23 Lausanne......22 8 7 7 39-39 23 -Ibe/Reuter Framarar unnu stórsigur yfir slöku liði KR í 1. deild kvenna. Eftir jafnan fyrri hálfleik gerði Fram út um leikinn með því að skora nítján mörk gegn tveimur í síðari hálfleik og sigraði 31-9. Þetta var þó ekki neinn stór- leikur af hálfu Framara og sigur- inn hefði getað verið mun stærri. KR-stúlkurnar voru hinsvegar með slakasta móti, enda léku þær án Sigurbjargar Sigþórsdóttir, en hún hefur skorað bróðurpartinn af mörkum KR í vetur. Fyrri hálfleikurinn var þó jafn og í hálfleik var staðan 12-7, Fram í vil. Það var hinsvegar ljóst strax í upphafi síðari hálfleiks hvorum megin sigurinn hafnaði. Mörk Fram: Hafdís Guöjónsdóttir 8, Guöríður Guöjónsdóttir 5, Oddný Sig- steinsdóttir 4, Arna Steinsen 5(2v), Helga Gunnarsdóttir 4, Jóhanna Halldórsdóttir 3, Ósk Víðisdóttir 1 og Súsanna Gunnars- dóttir 1. Mörk KR: Karólína Jónsdóttir 3(1 v), Snjólaug Benjamínsdóttir 2, Berta Bitsch 2, Bryndís Haröardóttir 1 og Jóhanna Ól- afsdóttir 1. Valsstúlkur áttu í mesta basli með Víkinga, en sigruðu þó 18- 15. Leikurinn var mjög jafn fram- an af og í hálfleik var staðan 12-8, Valsstúlkum í vil. Víkingar minnkuðu muninn í upphafi síðari hálfleiks, en Valss- túlkur héldu 2-3 marka forskoti til leiksloka. Bæði lið gerðu mikið af mis- tökum í síðari hálfleik og leikur- inn frekar slakur. Sigrún Ólafs- dóttir, markvöður Víkings átti mjög góðan leik og kom í veg fyrir stærri sigur. Dómgæslan í þessum leik var fyrir neðan allar hellur. Annar dómarinn var einstaklega óák- veðinn og hinn dómarinn haltraði á eftir. Mörk Vfkings: Eiríka Ásgrímsdóttir 3, Sigurrós Björnsdóttir 3, Valdís Birgisdóttir 2, Jóna Bjarnadóttir 2, Heiöa Erlingsdóttir 2, Svava Baldvinsdóttir 2 og Inga Lára Þór- isdóttir 1 (1 v). Mörk Vals: Erna Lúövíksdóttir 8(5v), Katrín Fredriksen 3, Guöný Guöjónsdóttir 3, Guörún Kristjánsdóttir 2, Steinunn Jóns- dóttir 1 og Magnea Friðriksdóttir 1. Þá sigruðu Haukar Þrótt 25-16.1 hálfleik var staöan 11-6, Haukum ( vil. —MHM Staðan i 1. deild kvenna: Fram...........10 9 1 0 233-143 19 FH.............10 7 0 3 200-157 14 Valur..........10 7 0 3 191-155 14 Stjarnan.......10 5 0 5 213-210 10 Haukar..........9 4 1 4 182-156 9 Víkingur........9 3 0 6 166-167 6 KR..............9 2 0 7 119-208 4 Þróttur.........9 0 0 9 126-235 0 Körfubolti Rothögg í Digranesi Blikar sigruðu Hauka ogívar Webster rotaði Björn Hjörleifsson Gleöileg iól. fa rsæ It komandi hár! Hárrækt með akupunkt- aðferð ásamt rafmagns- nuddi og köldum leiser- geisla. 890 kr. timinn. Laugavegi28 (2.hæð) Sími 11275 Það gekk mikið á í íþróttahús- inu í Digranesi þegar Breiðblik tók á móti Haukum. Það var ekki nóg með að Blikar sigruðu mjög óvænt, 54-52, heldur sló ívar We- bster Björn Hjörleifsson í rot í leikhléi. ívar og Björn höfðu átt í stympingum allan leikinn og í leikhléi sló fvar Björn í andlitið. Lögreglan var kölluð til og tekin skýrsla um málið. Björn meiddist illa og þurfti að sauma nokkur spor í andlit hans. Leikurinn var ekki skemmti- legur, en úrslitin koma víst flest- um á óvart. Breiðblik hafði ekki unnið leik, en Haukar höfðu sigr- að Val og KR í síðustu leikjum. Blikarnir voru mjög sprækir og náðu strax undirtökunum. Haukar náðu af jafna, en þá tóku Blikarnir við sér og náðu 19 stiga forskoti. í hálfleik var staðan 38- 22, Breiðablik í vil. Haukar byrjuðu vel í síðari hálfleik og náðu að jafna, en Blikarnir voru sterkari á enda- sprettinum og sigruðu, 54-52. „Ég kann barasta enga skýr- ingu á þessu,“ sagði Pálmar Sig- urðsson, þjálfari Hauka í samtali við Þjóðviljann. „Við lékum hræðilega. í fyrri hálfleik skoruð- um við 8 körfur úr 32 skotum og hirtum eitt sóknarfrákast! Við höfum aldrei leikið svona illa og vanmátum Blikana". Blikarnir áttu sinn besta leik og fögnuður þeirra að leikslokum var mikill, enda ástæða til. Þeir voru fáir sem spáðu þeim stigum í deildinni. Kristján Rafnsson var besti maður í liði Breiðbliks og þeir Sigurður Bjarnason og Kristinn Albertsson áttu ágætan leik. Hjá Haukum stóð enginn upp- úr, enda hefur liðið ekki leikið svo illa í langan tíma. -Ibe Digranes 12. desember UBK-Haukar 54-52 (38-22) 8-0, 10-9, 19-11, 26-13, 36-17, 38- 22,45-45,46-47,48-50,54-50,54-52. Stig UBK: Kristján Rafnsson 14, Sigurður Bjarnason 13, Kristinn Al- bertsson 12, Guöbrandur Stefánsson 10 og Ólafur Adolfsson 5. Stlg Hauka: PálmarSigurösson 17, Ivar Ásgrímsson 16, Skarphéðinn Eirfksson 8, Henning Henningsson 5, Ivar Webster 4 og Tryggvi Jónsson 2. Dómarar: Jón Otti Olafsson og Árni Sigurlaugsson - ágætir. Maður leiksins: Kristján Rafnsson, UBK. Gleðileg bókajól Að breyta fjalli: Stefán Jónsson Bernskuminningar Stefáns Jónssonar Hlýjar - fyndnar - sárar I bókinni „Að breyta fjalli" lýsir Stefán því fólki og umhverfi sem mótaði hann mest í uppvextinum. Frásögnin er gædd þeirri ómótstæðilegu hlýju og húmor sem jafnan einkenna bækur Stefáns en í gegnum allan gáskann skynja lesendur grimman og kaldan veruleika kreppunnar, sem mestu réði um gerðir fólksins á slóðum sögunnar. Eins og titill bókarinnar ber með sér færð- ust sumir mikið í fang á þessum erfiðu tímum. En það er líka hægt að taka hann bókstaflega því vissulega var gerð merkileg tilraun til að breyta einu formfegursta fjalli á Islandi, sjálfum Búlandstindi. Sólstafir: Bjarni Guðnason Sólstafir Bjarna Guðnasonar er stórskemmti- leg miðaldasaga og snýst um ástir, auð og völd. Ungur piltur strýkur að heiman til þess að hefja ævintýralega og hættulega leit að því sem allir vilja finna - en fáum tekst. Sag- an gerist á ólgutímum þegar alþýða manna bjó við ofurvald klerka og annarra valds- manna. Þetta er fyrsta skáldsaga Bjarna Guðnasonar prófessors. Kaldaljós: Vigdís Grímsdóttir Vigdís Grímsdóttir er að góðu kunn sem höfundur smásagnasafnanna Tiu myndir úr lífi þínu og Eldur og regn. I skáldsögunni Kaldaljós sækir hún efnivið sinn öðrum þræði til sannsögulegra atburða - m.a. ógæfu er eitt sinn reið yfir íslenskt sjávar- pláss - auk þess sem þjóðsagan og ævintýrið eru henni óþrjótandi uppspretta. Svartáfwítu Hart barist undir körfu KR-inga. Guðmundur Jóhannsson hefur náð taki á boltanum og er ekki á því að sleppa þrátt fyrir ákafar tilraunir Leifs Gústafssonar og Svala Björgvinssonar. Mynd:E.ÓI. Körfubolti Naumthjá Val Það gengur lítið hjá KR-ingum. Þeir töp- uðu fyrir Haukum um síðustu helgi með tveggja stiga mun og nú töpuðu þeir fyrir Valsmönnum í Hagaskóla, 72-74, í spenn- andi leik. KR-ingar geta þó sjálfum sér um kennt. Þeir höfðu sex stiga forskot, 70-64, en þegar tvær og hálf mínúta voru til leiksloka jöfnuðu Valsmenn. Það sem eftir var gekk ekkert hjá liðunum, allt þartil 14 sekúndur voru til leiks- loka. Þá skoraði Torfi Magnússon fyrir Val, 72-74. KR-ingar tóku leikhlé og þegar sjö sekúndur voru til leiksloka var brotið á Guðna Guðnasyni. Hann er öruggur í víta- skotum, en KR-ingar tóku þó innkast. Það gekk hinsvegar ekki upp og tíminn rann út án þess að KR-ingar næðu skoti. Þetta er annar leikurinn í röð sem KR- ingar tapa á lokasekúndunum. Þeir lentu í nákvæmlega sömu aðstöðu gegn Haukum um síðustu helgi. Höfðu þá tólf sekúndur, en tókst ekki að skora. Þessi leikur var ekki sérlega góður. Bæði lið gerðu mikið af mistökum og sendingar voru með slakasta móti. Liðin réðu lítið við hraðann og leikurinn sveiflukenndur. Hjá KR var Birgir Mikaelsson besti maður og Guðni Guðnason átti einnig góðan leik. Leifur Gústafsson og Torfi Magnússon voru bestu menn Vals. Tómas Holton lék vel í síðari hálfleik og Ragnar Þór Jónsson kom á óvart. Átti góðan leik og hitti mjög vel. Vals- menn léku þó án nokkurra fastamanna s.s. Einars Ólafssonar og Þorvaldar Geirssonar. -Ibe Hagaskóli 13. desember KR-Valur (74-76 (37-39) 1-8, 14-20, 24-24, 31-31, 37-31,37-39, 49-43, 58- 59, 66-61, 70-64, 72-70, 74-74, 74-76. Stig KR: Birgir Mikaelsson 21, Guðni Guðnason 16, Ástþór Ingason 14, Símon Ólafsson 14, Matthías Einarsson 6 og Jón Sigurðsson 2. Stlg Vals: Leifur Gústafsson 15, Torfi Magnússon 14, Tómas Holton 13, Jóhann Bjarnason 12, Svali Björgvinsson 10, Ragnar Þór Jónsson 9 og Björn Zoéga 2. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Sigurður Valg- eirsson - slakir. Maður lelkslns: Birgir Mikaelsson, KR. Körfubolti ÍR-sigur í baráttuleik ÍR -ingar máttu hafa mikið fyrir sigri yfir sprækum Grindvíkingum í baráttuleik í Selj- askólanum. Það var þó góður endasprettur sem tryggði ÍR-ingum sigur, 62-50, en þeir skoruðu tfu síðustu stigin. Það var heldur fátt um fína drætti í þessum leik. Baráttan var alisráðandi, hittni í lág- marki og leikurinn ekki mikið fyrir augað. ÍR-ingar byrjuðu vel og náðu ágætu for- skoti sem þeir héldu út fyrri hálfleik og langt frammí þann síðari. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka tóku Grindvíkingar við sér og náðu að minnka muninn ítvö stig, 46-44. Þeir héldu þessum mun allt þartil fimm mínútur voru til leiksloka. Þá var staðan 52-50. Eftir það skoruðu Grindvíkingar ekki stig, en ÍR- ingar juku forskotið í tólf stig og mikilvægur sigur í höfn. Karl Guðlaugsson var bestur í liði ÍR og þeir Jón Öm Guðmundsson og Björn Stef- fensen áttu ágætan leik. ÍR-liðið hefur þó oft leikið betur. Grindvíkingar, sem komu rækilega á óvart með sigri yfir Njarðvíkingum, áttu ekki góð- an dag. Guðmundur Bragason var þeirra bestr maður og Rúnar Ámason átti ágæta kafla, þrátt fyrir að vera á köflum mjög mis- tækur. Þá var Ólafur Þór Jóhannesson góður í lokin. -HS M|«kM112. d«MMbw ÍR-Grindavík 62-50 (34-25) 5-0,9-9,26-21,34-25,41 -31,46-44,52-50,62-50. Stig (R: Karl Guðlaugsson 21, Jón Öm Guðmunds- son 14, Bjöm Steffensen 12, Halldór Hreinsson 5, Vignir Hilmarsson 4, Bragi Reynisson 2, Ragnar Torfason 2 og Bjöm Leóson 2. Stlg UMFG: Rúnar Árnason 12, Guðmundur Bragason 10, Hjálmar Hallgrimsson 9, Eyjólfur Guð- laugsson 9, Ólafur Þór Jóhannesson 7, Guðlaugur Jónsson 2 og Stefán Helgason 1. Dómarar: Jón Bender og Bergur Steingrfmsson - ágætir. Maður leikslna: Karl Guðlaugsson, |R. Knattspyrna Porto meistarar Evrópumeistarar Porto tryggðu sér heismeistaratitil félagsliða um helgina með sigri yfir S- Ameríkumeisturunum Penarol frá Uruguay, 2-1, eftir framlengdan leik. Leikurinn var í Tokyo og völlur- inn var mjög slæmur eftir undanfar- andi snjókomu og rugbyleiki. Það var því engin gæða knattspyrna sem liðin sýndu. Porto náði forystunni á 41. mín- útu. Rabah Madjer lék þá inní víta- teig Penarol og skaut að marki. Boltinn fór framhjá markverðin- um, en stöðvaðist í drullunni þegar hann átti metra eftir í marklínuna. Þar kom Fernando Gomez og ýtti boltanum yfir línuna. Penarol jafn- aði á 80. mínútu með marki frá Ric- ardo Viera. Það var svo Madjer sem tryggði Porto sigur á 108. mínútu framleng- ingarinnar. Hann skoraði af 30 metra færi, yfir markvörðinn sem var í heilsubótargönguferð fyrir utan vítateig. -lbe/Reuter Vinningstölurnar 12. desember 1987 Heiidarvinningsupphæð: Kr. 12.294.031, 1. vinningur var kr. 7.519.446,- og skiptist hanná milli 9 vinnings- hafa, kr. 835.494,- á mann. 2. vinningur var kr. 1.435.255,- og skiptist hann á 935 vinningshafa, kr. 1.535,- á mann. 3. vinningur var kr. 3.339.360,- og skiptist á 20.871 vinningshafa, sem fá 160 krónur hver. Skattkort hafa verið send til allra sem verða 16 ára og eldri á árinu 1988. Skattkortin eru lyklll að réttri stað- greiðslu opinberra gjalda og þess vegna mikilvægt að notkun þeirra og meðferð sé öilumljós. Lesið upplýsingamar og leiðbeiningamar sem fylgja skattkortinu vel. Ef þið hafið e'itthvað við persónulegu upplýs- ingamar að athuga þá hafið samband við næsta skattstjóra. Ef þið viljið nýta ykkur möguleika á auka- skattkorti, þá er best að sækja strax um það hjáskattstjóra. AUKASKA TTKORT Þeir sem nýta ekki persónuafslátt sinn á einum vinnustað, vinna ef til vill á fleiri stöðum eða vilja afhenda maka sínum ónýttan per- sónuafslátt, geta fengið aukaskattkort. Þeir fylla þá út umsóknareyðublað og snúa sér með það til næsta skattstjóra. Á auka- skattkortum er mánaðariegum persónuafelætti skipt niður á kortín í þeim hlutföllum sem launa- maðuróskar. MEÐFERÐ SKATTKORTS Afhendið launagreiðanda ykkar skattkort- ið sem fyrst til vörslu. Ef hann hefur ekki skatt- kortíð við útborgun launa fæst ekki persónu- afeláttur og fullt skatthlutfall (35.2%) verður dregiðaflaunum. Launagreiðanda ber að varðveita skatt- kortíð og hann ber ábyrgð á þvi á meðan það er ihansvörslu. Þegar skipt er um vinnustað er skattkortið sótt og afhent nýjum launagreiðanda. Þeir sem vinna ekki utan heimilis varðveita kort sín sjálfir ef maki nýtir ekki persónuafeláttinn. Án skattkorts -enginn persónuatsláffur TKISSKATTSl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.