Þjóðviljinn - 30.12.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.12.1987, Blaðsíða 6
MENNING VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins .....— Dregið 24. desember 1987 BMW 5181 EDITION: 38554 117512 TOYOTA COROLLA1300 XL SEDAN: 46696 121510 160407 HÚSBÚNAÐARVINNINGAR Á 70.000 KR: 32931 85414 87885 120787 148692 35746 87313 97378 144987 175958 VÖRUVINNINGAR A 40.000 KR: 4975 24812 49794 78285 95339 116138 129531 148123 167910 5151 28552 51780 78532 95670 117828 130082 153261 171141 6432 32037 51847 78965 96135 121780 131570 154962 171842 6721 32267 53229 79445 103940 121978 132508 156094 172299 7650 32315 56387 85550 104210 123679 135433 156830 173535 8320 33627 57104 86821 106291 126888 136909 158309 174114 9653 35437 57956 87062 106509 128066 137321 160115 174128 12545 36185 68359 87848 112224 129034 144530 160995 176379 14816 42136 68531 93135 113074 129387 145875 161258 176991 22259 45649 70131 94420 113556 129527 146410 165211 178108 Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins aö Skógarhlíð 8, sími 62 14 14. Krabbameinsfélagiö þakkar landsmönnum veittan stuðning. é Krabbameinsfélagið Dagheimilið Laufásborg Okkur vantar fóstrur og áhugasamt fólk til að vinna með okkur á Laufásborg. Upplýsingar gefur Sigrún í símum 17219 og 10045. Umboðsmenn happdrættis Þjóðviljans Reykjavfk: Afgreiðsla Þjóðviljans Siðumúla 6. Opið 9-17 virka daga. Opið 9-12 laugar- daga. Skrifstofa Alþýðubandalagsins, Hverfisgöfu 105, 4. hæð. Opið 9-5 virka daga. Suðurland: Vestmannaeyjar: Jóhanna Njálsdóttir, Hásteinsvegi 28, sími 98-1177. Hveragerðl: Ingibjörg Sigmundsdóttir, Heiðmörk 31, sími 99-4259. Selfoss: Sigurður R. Sigurðsson, Lambhaga 19, sími 99-1714. Þorlákshöfn: Elín Björg Jónsdóttir, Haukabergi 6, sími 99-3770. Eyrarbakki: Jóhann Þórðarson, Sunnutúni, sími 99-3229. Stokkseyri: Jóhann Þórðarson, Sunnutúni, sími 99-3229. Laugarvatn: Torfi Rúnar Kristjánsson, sími 99-6153. Hella: Guðrún Haraldsdóttir, Þrúðvangi 9, sími 99-5821. Vfk f Myrdal: Magnús Þórðarson, Austurvegi 23, simi 99-7129. Norðurland eystra: Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson, Vesturgötu 3, sími 96-62267. Dalvfk: Þóra Rósa Geirsdóttir, Hólavegi 3, sími 96-61411. Akureyri: Haraldur Bogason, Norðurgötu 36, sfmi 96-24079. Húsavfk: Aðalsteinn Baldursson, Baughóli 31 b, sími 96-41937. Raufarhöfn: Angantýr Einarsson, Aðalbraut 33, sfmi 96-51125. Þörshöfn: Dagný Marinósdóttir, Sauðanesi, sími 96-81166. Austurland: Vopnafjörður: Gunnar Sigmarsson, Miðbraut 19, sími 97-31126. Egilsstaðir: Guðlaug Ólafsdóttir, Sólvöllum 10, sfmi 97-11286. Seyðisfjörður: Óttarr Magni Jóhannsson, Langatanga 3, sími 97-21525. Neskaupstaður: Kristinn Ivarsson, Blómsturvöllum 47, sfmi 97-71468. Esklfjörður: Hjalti Sigurðsson, Svínaskálahlíð 19, sími 97-61367. Reyðarfjörður: Þorvaldur Jónsson, Hæðargarði 18, sími 97-41159. Fáskrúðsfjörður: Anna Þóra Pétursdóttir, Hlíðargötu 37, sfmi 97-51283. Stöðvarfjörður: Ingimar Jónsson, Túngötu 3, sími 97-58894. Brelðdalsvík: Guðrún Þorleifsdóttir, Felli, sfmi 97-56679. Homafjörður: Benedikt Þorsteinsson, Ránarslóð 6, simi 97-81243. Norðurland vestra: Hvammstangl: Flemming Jessen, Kirkjuvegi 8, sfmi 95-1368. Blönduós: Guðmundur Kr. Theódórsson, Húnabraut 9, sími 95-4196. Skagaströnd: Edvald Hallgrímsson, Hólabraut 28, sími 95-4685. Sauðárkrókur: Sigurður Karl Bjarnason, Viðigrund 4, sími 95-5989. Slglufjörður: Hafþór Rósmundsson, Hlíðarvegi 23, sími 96-71624. Vesturland: Akranes: Jóna K. Ólafsdóttir, Jörundarholti 170, sími 93-11894. Borgames: Sigurður Guðbrandsson, Borgarbraut 43, sími 93-71122. Stykklshólmur: Kristín Benediktsdóttir, Ásaklifi 10, sfmi 93-81327. Grundarfjörður: Matthildur Guðmundsdóttir, Fagurhólstúni 10, sími 93-86715. Ólafsvfk: Margrét Jónasdóttir, Túnbrekku 13, sfmi 93-61197. Hellissandur og Rif: Arnheiður Matthíasdóttir, Bárðarási 6, sími 93-66697. Búðardalur: Gísli Gunnlaugsson, Gunnarsbraut 7, sfmi 93-41142. Vestfirðir: Patreksfjörður: Einar Pálsson, Laugarholti, sími 94-2027. Bfldudalur: Halldór Jónsson, Lönguhlíð 22, sími 94-2212. Þlngeyri: Davíð Kristjánsson, Aðalstræti 39, sími 94-8117. Flateyri: Hafdís Sigurðardóttir, Þórustöðum, sími 94-7658. Suðureyri: Þóra Þórðardóttir, Aðalgötu 51, sími 94-6167. ísafjörður: Bryndís Friðgeirsdóttir, Aðalstræti 22a, sfmi 94-4186. Bolungarvfk: Kristinn Gunnarsson, Hjallastræti 24, sími 94-7437. Hólmavfk: Jón Ólafsson, Brunnagötu 7, sími 95-3173. Reykjanes: Garður: Kristjón Guðmannsson, Melbraut 12, sfmi 92-27008. Keflavfk: Jóhann Björnsson, Hringbraut 75, sími 92-12275. Njarðvfk: Jóhann Björnsson, Hringbraut 75, sími 92-12275. Grlndavfk: Steinþór Þorvaldsson, Staðarvör 2, sími 92-68354. Hafnarfjörður: Hafsteinn Eggertsson, Norðurvangi 10, sími 651304. Garðabær: Þórir Steingrímsson, Markarflöt 8, sími 44425. Álftanes: Kári Kristjánsson, Túngötu 27, sfmi 54140. Kópavogur: Sigurður Flosason, Kársnesbraut 54, sími 40163. Seltjamames: Sæunn Eirfksdóttir, Hofgörðum 7, sími 621859. Mosfellsbær: Kristbjörn Árnason, Borgartanga 2, sfmi 666698. íslenskur Frankenstein Tilbury, sjónvarpskvikmynd eftir Viðar Víkingsson byggð á smá- sögu Þórarins Eldjárn. Leikarar: Kristján Franklín Magn- ús, Heiga Bernhard, Karl Ágúst Úlfsson o.fl. Kvikmyndun: Örn Sveinsson. Leikmynd: Gunnar Baldursson Höfundur dansa: Agnes Johansen Tónlist: Stefán S Stefánsson. Það er bæði verðugt og vanda- samt verkefni að túlka íslenskan veruleika yfir á mál kvikmyndar- innar. Því íslenskur veruleiki verður með engu móti túlkaður hrátt með aðferðum Hollywood eða annarra stórvelda á sviði kvikmyndalistarinnar, sem eiga sér rótgróna hefð og traustan bakgrunn. Á undanförnum árum hafa ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn verið að feta sig áfram á þessum velli. Mörg mistök hafa verið gerð en í heild verður að segjast að meira hefur unnist í þessu nýja landnámi íslenskrar menningar en nokkurn gat órað fyrir, til dæmis fyrir tveim áratugum. Athyglisverðan áfanga í þessu nýja iandnámi íslenskrar menn- ingar sáum við í sjónvarpinu í fyrrakvöld með mynd Viðars Víkingssonar, sem hann gerði fyrir sjónvarpið. Þar var heimi ís- lenskra þjóðsagna og íslensks samtíma fléttað saman í frumlegu og snjöllu myndmáli, sem gaf hvorutveggja, samtímanum og þjóðsögunni, nýja vídd: með myndmáli kvikmyndarinnar var veruleiki þjóðsögunnar færður nær okkur á sannfærandi hátt og um leið varpaði hún nýju og óvæntu ljósi á þá umbrotasögu sem við íslendingar lifðum á stríðsárunum og lifum enn með erlendri hersetu í landinu. Aðferðin sem Viðar Víkings- son hefur valið til þess að segja okkur þessa sögu er bæði snjöll og hugmyndarík: Um leið og við sjáum atburðina stöðugt með augum Auðuns, hins saklausa sveitapilts, þá sjáum við í gegnum hlutlægt ljósop linsunnar þann veruleika sem hann hrærist í. Sagan hefur því ekki bara þær tvær víddir sem felast í þjóðsög- unni annarsvegar og sögu her- námsáranna hins vegar, heldur sýnir hún líka aðalpersónuna í þessu tvíræða ljósi ímyndunar og veruleika. Jafnframt sjáum við hlut kven- persónunnar í verkinu í tvíræðu ljósi: er prestsdóttirin Guðrún Innnes frá Ýsufirði raunveruleg norn sem hefur örlög karlmann- anna í kringum sig í hendi sér, eða er hún einfaldlega hin hag- sýna kona sem nýtir sér aðstæð- urnar til þess að verða bjargálna? Á sama hátt fær Tilbury ofursti tvíræða merkingu: er hann ein- ungis venjulegur breskur offíseri sem dregur íslenskar prestsdætur á tálar, eða er hann í raun og veru eins konar íslenskur Franken- stein, sem Guðrún hefur komið sér upp með tilberagaldri? Og þannig getum við einnig spurt okkur hvort súkkulaði- framleiðsla Guðrúnar úr tilber- asmjörinu sé bara heilbrigð sjálfsbjargarviðleitni, eða djöful- legur seiður sem eitri allt í kring- um sig. Og sé þessi samlíking heimfærð upp á samtímann get- um við með sama hætti spurt okk- ur til dæmis, hvort stórhýsi ís- lenskra aðalverktaka og flugstöð Leifs Eiríkssonar séu byggð úr til- ber asmjöri eða einhverju öðru. Margar snjallar senur myndar- innar hafa í sér fólgna þessa tví- ræðni, en minnisstæðust er þó danssenan, þar sem Auðun sér fyrir sér hvar Tilbury ofursti um- breytist í ófreskju þar sem hann dansar við Guðrúnu. Og tilvísun- in í hina ólíku borðssiði Bretanna og íslenskra sveitamanna, sem slafra í sig grjónagrautinn með súrum slátursneiðunum, er óborganleg þar sem Auðun sér Tilbury munda gaffalinn, stinga honum í lær Guðrúnar og leggjast síðan á spenann, án þess að þeir borðsiðir virðist vekja frekari eft- irtekt eða hneykslun annarra við- staddra á dansleiknum. Fyrir utan að hafa augljósa til- vísun til samtímaatburða hefur myndin um Tilbury sálfræðilega og kynferðislega skýrskotun, sem rekja má beint til þess þjóðsagna- minnis sem fólgið er í tilbera- galdrinum: Tilberamóðirin er í rauninni norn sem hefur með galdri sínum magnað upp ófreskju sem gerir hana óháða karlmanninum, bæði kynferðis- lega og efnislega: tilberinn skaffar betur en aðrir, og hann hefur sama forgangsaðgang að móður sinni og innanlærisspena hennar og brjóstmylkingurinn. Að sjálfsögðu má finna ýmis- legt að myndinni: leikur var ekki alltaf eins óþvingaður og æskilegt hefði verið, og spenna hefði mátt vera meiri á köflum. En meginat- riðið er þó að hér er um snjalla hugmynd að ræða og að myndræn útfærsla hennar og sviðsetning öll fellur að efninu þannig að útkom- an var í heild sína sannfærandi og athyglisverð viðbót við þá við- leitni að túlka íslenskan veruleika á máli kvikmyndarinnar. -ólg. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 30. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.