Þjóðviljinn - 30.12.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.12.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR Israel og hernumdu svæðin Palestínumönnum hótaö útlegð Valdsmenn íJerúsalem hyggjast reka þá Palestínumenn burtfrá hernumdu svœðunum sem þeir telja vera sér andsnúna Israelskir ráðamenn fullyrtu í gær að þeir myndu reka Palest- ínumcnn burt frá yfirráðasvæð- um sínum ef þeim þætti þurfa „af öryggisástæðum.“ Dómari við ísraelskan herrétt sagði þó að ekki væri í bígerð að hrekja mik- inn fjöida manna á braut. Yfirlýsing valdhafanna kom ekki á óvart þar eð ýmsir undir- manna þeirra höfðu sterklega gefið í skyn að til slíkra aðgerða yrði gripið. Orðrómurinn hafði kvisast til Washington og um svipað leyti og ráðamenn gerðu fyrirætlanir sínar opinskáar létu Kína Myrtur útaf einkunum Kona nokkur í hinu afskekkta Qinghai héraði i Kína barði níu ára gamlan son sinn til bana fyrir nokkru þegar hún komst á snoðir um að hann hefði ekki náð aðal- einkunninni níu í skólaprófum. Dagblað alþýðunnar greindi frá þessum hörmulega atburði í gær. í blaðinu kom fram að móð- irin hefði krafist þess af piltinum að hann næði þessari einkunn áður en prófin hófust. Hann hefði verið afburðanámsmaður og ekki munað miklu að hann næði að svala metnaðarfýsn móð- ur sinnar. Drengnum varð það síðan á að greina rangt frá niður- stöðum prófanna en þegar móð- irin komst að hinu sanna gekk hún í skrokk á honum og mis- þyrmdi honum látlaust í fjórar klukkustundir. Skömmu síðar lést hann á sjúkrahúsi. Að undanförnu hafa kínversk- ir fjölmiðlar gagnrýnt þá foreldra harðlega sem krefjast of mikils námsárangurs af börnum sínum en skeyta minna um sálarheill þeirra. -ks. bandarískir kollegar þeirra í ljós áhyggjur út af þeim. ísraelsk hernaðaryfirvöld telja þetta þjóðráð til að koma í veg fyrir frekari mótmæli Palestínumanna á Gazasvæðinu og vesturbakka Jórdanár en þar urðu dátar þeirra að minnsta kosti 22 ungmennum að bana á hálfs mánaðar tímabili nú í desember sem kunnugt er. Ónafngreindir heimildamenn skýrðu frá því að Yitzhak Rabín varnarmálaráðherra úr Verka- mannaflokki hefði skýrt utan- ríkismálanefnd ísraelska þingsins frá því að stjórnin myndi halda sínu striki hvað sem Bandaríkja- menn segðu. „Við munum greina Bandaríkjamönnum frá því að við höfum þegar rekið, erum að reka og munum halda áfram að reka uppreisnarseggi burt frá (hernumdu) svæðunum.“ Að minnsta kosti eitt þúsund Palestínumenn eru í haldi ísra- elska hersins á herteknu svæðun- um. Þeim er ýmist gefið að sök að hafa skipulagt mótmælin fyrr í mánuðinum eða að hafa undirbú- ið andófsaðgerðir þann fyrsta janúar en þá verða liðin 23 ár frá Moskva Strauss biður griða Hinn raminíhaldssami forsætis- ráðherra Bæjaralands, Franz Jósef Strauss, gekk á fund Mikha- els Gorbatsjovs í Kreml í gær og skoraði á hann að stytta refsivist flugkappans Mattíasar Rusts. Sem kunnugt er flaug Rust lítilli Cessnavél ólöglega inní Sovétrík- in í vor og lenti henni á Rauða torginu í Moskvu. í haust var hann dæmdur til fjögurra ára vistar í þrælakistu fyrir tiltækið. Að sögn vesturþýska sendi- herrans í Moskvu, Alexanders Allardts, stóð fundur þeirra Strauss og Gorbatsjovs í tvær og hálfa klukkustund. Diplómatinn var ekki viðstaddur mótið og gat því ekki greint frá viðbrögðum gestgjafans. Franz Jósef Strauss við stjórnvölinn heima í Bæjaralandi. Flaug sjálfur Cessnavél sinni til Moskvu. Strauss fló sjálfur átta sæta Cessnavél sinni frá Bæjaralandi til Sovétríkjanna á mánudaginn en þar hyggst hann dvelja í þrjá daga og eiga orðaskipti við Kremlverja. För hans hefur vak- ið athygli sökum þeirrar ætlunar hans að tala máli hins unga landa síns. Rust er enn í haldi í Leforto- vo fangelsinu í Moskvu og bíður þess að vera fluttur í vinnubúðir. Fyrir hálfum mánuði sótti hann um náðun en Æðsta ráð Sovét- ríkjanna sagði nei. -ks. Sovétríkin ísraelskir dátar standa vörð um palestínskan fanga á Gazasvæðinu. Óttast er að réttarhöldin i máli palestínskra mótmælenda verði ekki í samræmi við vestrænar venjur um hlutlægni. því Fatah skæruliðasamtökin voru stofnuð. Nú er réttað í málum þorra þessa fólks, sem flest er korn- ungt, fyrir herdómstólum á her- teknu svæðunum. Heimilda- menn í ísraelsher greindu frá því í gær að málflutningur væri hafinn í sautján málum fyrir herréttinum í Hebron. Allir ákærðu hefðu sagstsýknirafsök. Herréttarhöld væru í uppsiglingu í Ramallah, Tulkarm og Nablus. Þeir kváðu ennfremur 30 manns sitja á sakborningsbekk í Gazaborg en sjónarvottar hermdu að 50 manns hefðu verið fluttir í dómhúsið. Af þeim væru sjö barnungir og væru þeir sakað- ir um að hafa gengið um með spýtuprik en þau teljast vopn í ísraelskri afbrotafræði. Fjöl- margir jafnt utan ísraels sem innan hafa látið í ljós ótta um að palestínsku sakborningarnir muni ekki fá réttláta málsmeð- ferð fyrir ísraelskum herrétti. -ks. PLO ÚUagastjóm mynduð? Nefnd á vegum samtakanna hefurgert víðreist og kannað viðbrögð ríkisstjórna í Evrópu og arabalöndum Að sögn háttsetts yfirmanns í Frelsissamtökum Palestínu- manna (PLO) íhuga leiðtogar þeirra nú möguleikann á því að setja á stofn útlegðarstjórn Pal- estínumanna. Hafa erindrekar samtakanna að undanförnu gert víðreist og rætt við fulltrúa fjöl- margra ríkisstjórna um hugsan- lega viðurkenningu á slíkri stjórn. Þetta kom fram í viðtali sem blaðið A1 Ittihad átti við helsta stjórnmálaráðgjafa Jassírs Araf- ats, Hani Al-Hassani, í Kairo á mánudaginn. Hann sagði: „Það sem mestu máli skiptir nú eru viðbrögð þjóða heims, hvortheldur í Evr- ópu, Rómönsku Ameríku, Kan- ada eða í arabískum, íslömskum ellegar afrískum löndum. Hassan sagði að sérstök nefnd hefði verið skipuð af æðstu stjórn PLO til þess að fara ofaní saumana á öllum hliðum málsins og hefði hún nýlokið níu daga ferð um nokkur Evrópuríki þar sem nefndarmenn hefðu komið að máli við fulltrúa ríkisstjórna. Hann gat þess hinsvegar ekki hver hefðu verið viðbrögð gestgjafanna við hugmyndinni né nefndi hann ríkin. „Við Iwfum fast undir fótum“ Júrí Romanenko dvaldi samfellt í 326 daga í geimnum sem er glœsilegt met Sovéski geimfarinn Júrí Rom- anenko og félagar lentu Soyuz TM-3 geimhylki sínu í lýðveldinu Kazakhstan í gær. Þar með var endi bundinn á metdvöl Roman- enkos úti í geimi en þar dvaldi hann samfellt í 326 daga um borð í geimstöðinni MIR. Lendingin var sýnd beint í so- vésku sjónvarpi um hádegisbilið í gær. „Við höfum fast undir fó- tum,“ heyrðu Sovétmenn kam- pakátan Romanenko tilkynna hæstráðendum sovésks geimstúss í talstöð þegar hylkið var lent á snævi þakinni sléttu um 80 kíló- metrum norðaustan bæjarins Arkalyk. Romanenko er 43 ára gamall og dvaldist hann nærri ,þrem mánuðum lengur fjarri móður jörð en fyrri methafar. Þrír sovéskir geimfarar höfðu 237 daga viðdvöl í geimnum árið 1984. Sovéska fréttastofan Tass greindi frá því að Romanenko og tveir kollega hans, Alexander Al- exandrov og Anatólí Levchenko, væru við hestaheilsu. Sérfræðingar um geimmál segja að langdvöl sem þessi uppí himni hafi þann þýðingarmikla tilgang að reyna þrek og úthald geimfara en uppúr aldamótum hyggjast Sovétmenn gera út leiðangur til grannplánetunnar Mars sem taka mun 30 mánuði. Tass fréttastofan hermdi enn- fremur að geimfararnir kæmu færandi hendi, meðferðis hefðu þeir upplýsingar um niðurstöður ógrynni tilrauna og rannsókna auk ljósmynda, kvikmynda og hljóðsnældna. -ks. Arafat ákvað að skipa nefnd- ina skömmu eftir að allt fór í bál og brand á herteknu svæðunum við fsrael, Gaza og vesturbakka Jóradanár, um miðjan mánuð- inn. Þá urðu skotmenn fsraels- hers að minnsta kosti 22 palest- ínskum unglingum að bana. „Við erum fullvissir um að nú sé rétti tíminn til að setja á fót útlagastjórn," sagði Hassan. „Við erum bjartsýn. Allir þættir málsins hafa verið ígrundaðir, þar á meðal möguleikinn á því að ýmsar ríkisstjórnir virði okkur að vettugi. Við gerum okkur fylli- lega grein fyrir því að margar munu skorast úr leik, til að mynda sú bandaríska. Við bind- um engar vonir við Bandaríkja- menn.“ Hassan gat þess ennfremur að hann hefði rætt þetta mál við sendiherra arabaríkja í Kairo og egypska embættismenn. „Egypt- arsýndu mjög jákvæð viðbrögð.“ -ks. Bangladesh Sextánda verkfallið Mikil þátttaka var í allsherjar- vcrkfalli því sem 21 stjórnarand- stöðufiokkur efndi til í stærstu borgum Bangladesh í gær í þvi augnamiði að gera Hossain Mo- hammad Ershad forseta skráveifu. Þetta var sextánda verkfallið til höfuðs forsetanum frá því andófs- flokkar einsettu sér þann tíunda nóvember síðastliðinn að hrinda af stað herferð til að hrekja hann frá völdum. Að sögn sjónarvotta var allt mannlíf á lágu nótunum í höfuð- borginni Dhaka í gær, aðeins stöku herflutninga og lögreglubíll skrölti um götur. Flestar skrifstof- ur og opinberar stofnanir voru lok- aðar en þó var unnið í nokkrum verkssmiðjum, sögðu vitnin. -ks. Miðvikudagur 30. desember 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.