Þjóðviljinn - 30.12.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.12.1987, Blaðsíða 15
Ogþetta tíka...... Tele Santana sem þjálfaði landslið Brasilíu í knatt- spyrnu í heimsmeistarakeppnunum 1982 og 1986 hefur skrifað undir nýj- an eins árs samning við Atletico Min- ero í 2. deildinni á Spáni. Samkvæmt dagblöðum í Brasilíu var Santana bú- inn að fá tilboð frá Barcelona, Paris St. Germain og Evrópumeisturunum Porto. Júgóslavar sigruðu í Israel í úslitaleik á fjögurra þjóða móti í körfuknattleik, 115-88. Frakkar höfnuðu í þriðja sæti eftir að hafa sigrað Ástralíumenn 78-75. Brasilíumenn hafa ákveðið að halda mjög sterkt mót í tilefni af 75 ára afmæli brasilíska knattspyrnusambandsins árið 1989. Auk gestgjafanna verða það Spán- verjar, Italir og Portúgal sem taka þátt í þessu sterka móti sem mun taka viku. Dynamo Kiev hafnaði í 6. sæti í deildakeppninni í vetur og til að bæta úr því hefur liðið fengi til liðs við sig tvo af bestu leik- mönnum Dnepr Dnepropetrovsk. Það eru Oleg Protasov og Gennady Litovchenko, en þeir eru báðir í so- véska landsliðinu. Félagararnir neituðu að skrifa undir þriggja ára samning við Dnepr og gengu til liðs við Dynamo Kiev sem sigraði í Evr- ópukeppninni 1986. Austurríkismenn hafa ráðið nýjan landsliðsþjálfara í knattspyrnu. Hann heitir Josef Hick- enberger og lék 39 landsleiki fyrir Austurríki. Hann tekur við af Júgósla- vanum Branko Elsner, en Hickenber- ger var aðstoðarmaður Elsner í rúmt ár. Velski landsliðsmaðurinn lan Rush verður að sæta þungri sekt eftir að hafa komið of seint til vinnu sinnar í þriðja skiptið á tímabilinu. Forráðamenn Ju- ventus sögðu að Rush, sem hefur aðeins skorað þrjú mörk á þessu tímabili, hafi ekki komið til baka úr jólafríi sínu á þeim tíma sem um var samið og ekki látið vita að honum myndi seinka. “I þetta skiptið verður Rush að svara fyrir gjörðir sínar“ sagði forseti Juventus. T alið er líklegt að Rush verði sektaður um fimm milljónir líra sem samsvarar um 126 þúsundum íslenskra króna. Magnús Ver Magnússon var kjörinn kraftlyftingamaður ársins af Kraftlyftingasambandi íslands í gær. Ástæðan fyrir því að Magnús var ekki kjörinn um leið og aðrir íþróttamenn er sú að Kraftlyftinga- menn eiga í deilum við ÍSÍ og Lyftingasambandið. Magnús hefur bætt árangur sinn mjög mikið á árinu. f upphafi árs lyfti hann samanlagt 825 kg. en á nú 940 kg. í samanlögðu. ítalski langstökkvarinn Giovanni Evange- listi ákvað á laugardaginna að skila aftur bronsverðlaunapeningi sem hann hlaut á síðasta heimsmeistara- móti. Ástæðan er sú að sýnt hefur verið fram á að stökkið sem færði honum bronsið var um hálfum metra styttra en áður var talið. Það var ekki fyrr en myndbönd af stökkinu voru skoðuð að hið rétta kom í Ijós. “Þau átta ár sem ég hef verið í landsliðinu hef ég alltaf verið sannur íþróttamað- ur“ sagði Evangelisti. Alþjóða frjálsí- þróttasambandið hefur úrskurðað að lengd stökksins hafi verið rétt mæld i upphafi og vilja ekki taka við verð- launapeningnum aftur. Vestur-þýski knattspyrnumaðurinn Manfred Burgsmueller hélt uppá 38 ára af- mælisdag sinn með því að skrifa undir samning sem ætti að geta séð til þess að hann skori mörk fram til fertugs. Burgsmueller sem nú kemur oftast inná sem varamaður hefur enn talsverðan metnað. “Það pirrar mig mjög að vera alltaf varamaður. Hinir strákarnir eru ekkert betri en ég, þeir eru bara yngri" sagði Burgsmueller. Búið er að draga í úrslit Evrópukeppni U-21 árs í knattspyrnu. Átta lið eru eftir og leikið er með útsláttarfyrirkomulagi. Frakkar leika gegn ítölum, Spánverj- ar gegn Hollendingum, Skotar gegn Englendingum og Grikkir gegn Tékk- óslóvakíu. Liðin sem sigra í þessum leikjum komast (undanúrslit. Kópavogur Svanhildur sú besta Á sunnudaginn fór fram í íþróttahúsinu Digranesi kjör af- reksmanns Kópavogs 1987. Þá voru einnig heiðraðir allir ís- landsmeistarar í Kópavogi alls um 130 manns. Svanhildur Krist- jónsdóttir, frjálsíþróttakona úr UBK var kjörinn Afreksmaður ársins 1987 í Kópavogi. Kjörnir voru íþróttamenn árs- ins í þremur aldursflokkum. í flokki 12 ára og yngri var Aron Haraldsson kjörinn en hann er mikill langhlaupari, fótbolta og handboltakappi. í flokki 13-16 ára var kjörin Hlín Bjarnadóttir en hún æfir fimleika. í flokki 17 ára og eldri varð Svanhildur Kristjónsdóttir hlutskörpust. Knattspyrna Tveir til Þýskalands Guðni Bergsson, Val og Ragn- ar Margeirsson, ÍBK hafa skrifað undir leigusamning við v-þýska liðið Múnchen 1860. Leigu- samningurinn gildir frá ára- mótum og út keppnistímabilið. Múnchen 1860 leikur I Oberslig- unni í Bæjaralandi og er þar nú í öðru sæti. Liðið á því mikla möguleika á að komast í úrslita- keppnina um sæti í 2.deild. Að öllum líkindum munu Guðni og Ragnar koma heim eftir að tímabilinu lýkur í Þýska- landi. Þá munu þeir sennilega snúa aftur til sinna gömlu félaga Vals og ÍBK, en missa af fyrstu leikjum sumarsins. Knattspyrna Sigur yfir Sviss Útlitið þó dökkt vegna meiðsla íslenska drengjalandlsiðið náði sér loks á strik í gær og sigr- aði Sviss, 3-2 á stóru móti sem fram fer í ísrael. Það er þó ekki bjart útlit því fimm af sautján leikmönnum liðsins eru mciddir og aðeins tólf eftir. Þaraf tveir markverðir! Leikurinn í gær var ágætur, en byrjaði heldur illa. Svisslending- ar náðu forystunni á 15. mínútu, en Bjarni Benediktsson jafnaði skömmu síðar. Steinar Guðgeirs- son náði forystunni fyrir fslend- inga á 30. minútu og Haraldur Ingólfsson gulltryggði sigur ís- lendinga með marki þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Sviss- lendingar náðu þó að klóra í bakkann með marki á síðustu mínútunni. íslendingar hafa þá leikið þrjá leiki. Þeir töpuðu fyrir ísrael 0-1 og Póllandi 0-3. -ibe Knattspyrna Handknattleikur Oheppni gegn Dönum Eins marks tap. Jafntefli hefði nœgt til sigurs Það er vart hægt að segja ann- að en að íslendingar hafa verið óheppnir í síðasta leiknum gegn Dönum. íslendingum nægði jafn- tefli, en óheppni á lokamínútun- um og augljóst vítakast sem dóm- ararnir slepptu kom í veg fyrir það og Danir fögnuðu sigri, 24-25 og þarmeð sigri í mótinu. Danirnir byrjuðu leikinn af krafti og komust strax yfir. Þeir leiddu allan fyrri hálfleik og var staðan í leikhlé 15-12 Dönum í vil. í síðari hálfleik héldu heima- menn forystunni áfram og kom- ust á tímabili 5 mörk yfir. En þeg- ar 10 mínútur voru til leiksloka tóku íslendingar við sér og náðu að minnka muninn í eitt mark, 24-23. Voru íslendingar þá með boltann og stutt til leiksloka. Þá komst Sigurður Sveinsson inn fyrir vörn Dananna og í gott færi. Brotið illa á honum að mati fjöl- margra en ekkert dæmt. Danirnir fengu boltann og náðu að auka forskot sitt í tvö mörk. íslending- ar minnkuðu þó muninn niður í eitt mark aftur en Danir léku sér með boltann úti á velli þar til leikurinn var búinn. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir alla þá ís- lendinga sem höfðu fjölmennt á þennan leik og látið allvel í sér heyra. Fylgdarmenn íslenska landliðsins voru mjög ánægðir með þann stuðning, og virtist sem íslendingar væru í meirihluta á staðnum miðað við hvatningar- hróp og fagnaðarlæti. Þorgiis Óttar góöur Af leikmönnum íslands stóð Þorgils Óttar Mathiesen sig sér- lega vel, skoraði 10 mörk. Júlíus Jónason kom inná í seinni hálf- leik og átti góðan leik. Sigurður Gunnarson sem hefur ekki enn náð sér almennilega eftir meiðslin í fyrri leikjunum kom inná til að taka vítin. Hafnaði boltinn í netinu þrjú skipti en eitt vítaskotið var varið. Valdimar Grímsson stóð sig að vanda vel og Geir Sveinsson stjórnaði vörn- inni og stóð sig ágætlega. Einar Þorvarðarson var í markinu mestallan leiktímann og varði 14 skot. Dómararnir, sem komu frá Vestur-Þýskalandi voru alveg þokkalegir þó þeir hefðu sleppt því að dæma þegar brotið var á Sigurði Sveinssyni á mikilvægum tíma í seinni hálfleik. Að mati viðstaddra var brotið frekar augljóst. Mörk íslands: Þorgils Óttar Mathiesen 10, Július Jónasson 4, Sigurður Gunnars- son 3(3v), Sigurður Sveinsson 3, Guð- mundur Guömundsson 2 og Valdimar Grímsson 2. -stef Lokastaðan Danmörk..............3 2 1 0 69-66 5 Island...............3 1 1 1 71-67 3 Sviss................3 0 2 1 58-60 2 Frakkland............3 0 2 1 60-65 2 Þróttarar Reykjavíkurmótið í innanhúss- knattspyrnu er nú í fullum gangi. Á mánudagskvöld var leikið í meistaraflokki karla. Ohætt er að segja að liðin i neðri deildunum utanhúss hafi komið skemmtilega á óvart fyrir mikla og góða tilburði gegn Reykjavíkur-risunum. 3.deildar liðið Víkverji kom þó hvað mest á óvart er það gerði verð- skuldað jafntefli við íslands- meistara Vals, 6-6. Það voru Þróttur og Fylkir, sem bæði léku í annari deild í sumar, sem léku til úrslita á mánudags- kvöldið. Og úrslitaleikurinn var eins og þeir gerast bestir. Jafnt var á öllum tölum þar til tvær mínútur voru til leiksloka, þá leiddu Þrótt- arar með tveimur mörkum, 5-3. meistarar Brugðu Fylkismenn þá á það ráð að “pressa stíft" og uppskáru tvö mörk á innan við mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja leikinn. Bæði lið skoruðu tvö mörk í framlengingunni. Fylkir fékk þó kjörið tækifæri til að gera út um leikinn en þeir misnotuðu víta- spyrnu er 9 sekúndur voru til leiks- loka. Vítaspyrnukeppni þurfti því til að knýja fram úrslit. Þau fengust þó ekki fyrr en í síðustu spyrnunni en þá skoruðu Þróttarar 11. mark sitt en Fylkismenn skoruðu 10 mörk. Önnur úrslit í Reykjavíkurmót- inu eru að í ó.flokki sigraði lið Fylk- is og í 2.flokki kvenna sigraði lið KR. Reykjavíkurmótinu lýkur í kvöld. -ih Ævar Þorstelnsson, íþróttamaður ársins í Kópavogi 1987. Karate Ævar íþróttamaður ársins í Kópavogi Ævar Þorsteinsson, 25 ára kar- atemaður í Breiðabliki var valinn íþróttamaður ársins í Kópavogi 1987. Ævar bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur í 80 kg flokki. Hann var íslandsmeistari í Ku- mite í sínum flokki og í opnum flokki. Auk þess er hann núver- andi UMSK-meistari og Shotokan-meistari í Kumite með sveit UBK. Ævar hefur sigrað þr j ú ár í röð í 80 kg flokki, eða frá upphafi og tvívegis sigrað í opnum flokki. Ævar hefur verið fastur maður í íslenska landsliðinu í karate frá upphafi. Hann hefur sjö sinnum tekið þátt í landskeppnum unnið 4 viðureignir, en tapað þremur. Það var Rotaryklúbbur Kópa- vogs sem stóð að valinu. -stef Mlðvlkudagur 30. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.