Þjóðviljinn - 26.01.1989, Síða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
vinnandi manns
Þessa dagana berast fregnir um atvinnuleysi víða að.
„Því miður sýnist okkur ekkert nema svartnættið fram-
undan,“ segir sveitarstjórinn á Stöðvarfirði í samtali við
Þjóðviljann. Atvinnuleysi er vaxandi á Egilsstöðum,
ástandið „vægast sagt ömurlegt" á Ólafsfirði og „með
versta móti“ á Hvammstanga. Frá vinnumálaskrifstofu
félagsmálaráðuneytisins berast þær fréttir að atvinnu-
leysisdögum hafi fjölgað um 41% árið 1988 frá árinu
áður.
Að vísu varð skattlausa árið 1987 þjóðinni nærri því
banabiti, svo hastarlega hamaðist hún við að vinna sér
inn skattfrjálsa aura. Enda má sjá af auglýsingum frá
Háskólahappdrættinu að hugmynd íslendinga um
himnaríki er að þar séu laun há og skattar engir.
Grannþjóðir okkar ýmsar hafa langa reynslu af
atvinnuleysi en við höfum sem betur fer verið á öðrum
báti. Þrátt fyrir vaxandi atvinnuleysi og jafnvel yfir 2000
atvinnulausa í desember síðastliðnum að meðaltali
verður það ekki nema 1.7% af vinnufærum mönnum á
landinu. Það þætti sjálfsagt eðlilegt ástand víða annars
staðar.
En blikur eru á lofti og ástæða til að skoða málin áður
en kemur í óefni. Menn bera sig best á stöðum þar sem
atvinnulíf er fjölbreytt, á Sauðárkróki og í Neskaupstað
til dæmis, en þar sem allt byggist á einu frystihúsi geta
sveiflurnar orðið stórar milli þess að allir hafi næga
atvinnu eða enga.
Skólar og verkalýðsfélög ættu að tryggja að fólk viti
um rétt sinn til bóta ef það verður atvinnulaust. í góðæri
hugsar fólk sjaldnast um til hvers verkalýðsfélög eru.
Vísast að margir hugsi sem svo að þetta séu bara
peningaplokkarar sem taki til sín hluta af launum sem
aldrei eru nógu há. Heyrst hefur líka um vinnuveitendur
sem semja um hærra kaup gegn því að launþeginn
gangi ekki í stéttarfélag. Svo skiptir fólk um vinnu,
þvælist úr umdæmi eins félags í annað, hirðir ekki um
kvittanir og vottorð, rétt eða skyldur vegna þess að
atvinna er næg og engu að kvíða.
Svo kreppir að, fyrirtæki draga saman seglin og fólk
stendur frammi fyrir því að það gengur ekki lengur beint
í vinnu í næsta húsi. Þá er farið að glugga í pappíra - ef
þeim hefur ekki verið fleygt - og athuga hvert maður á
að sækja peninga til að lifa af. Þá tregðast kerfið við og
ýtir á undan sér þeim sem eiga vafasaman rétt á bót-
um, og fólk þarf að hafa bein í nefinu og röksemdir á
takteinum í þeirri baráttu. Þar geta skólar undirbúið fólk
miklu betur en nú er með kennslu í rétti og skyldum
launþega.
En þó í Ijós komi að menn hafi fullan bótarétt er ekki
allt fengið. Sem betur fer er ekki mikið um að fólk hér á
landi sé atvinnulaust mánuðum og árum saman. En
íhugunarefni ersamt hvernig lög um atvinnuleysisbæt-
ur eru hjá okkur. Fólk fær bætur í 36 vikur, svo tekur við
16 vikna bótalaust tímabil. Á hverju er ætlast til að það
lifi þá ef enga atvinnu er að hafa? í grannlöndum okkar
hafa menn sums staðar glímt við þessa vofu lengi og
þar eru alls staðar þar sem upplýsingar fengust um
greiddar bætur í miklu lengri tíma í einu, þó að reglurnar
séu að öðru leyti flóknar og erfitt að alhæfa um þær.
Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins og
Þjóðhagsstofnun ætla að vinna sameiginlega könnun-
á atvinnuhorfum á landinu sem verður fróðlegt plagg.
Jafnframt ætti að athuga lög um atvinnuleysisbætur og
athuga hvort þau þurfa ekki endurbóta við.
-sa
FRETTIR
Lánskjaravísitalan
Umdeildar breytingar
Steingrímur Hermannsson: Villafnema allar vísitölur en ersáttur við þessa breytingu.
Skipt á vísitölunni
Það var svo sannarlega með
óvæntari tíðindum þegar ríkis-
stjórnin skipti á lánskjaravísitöl-
unni yfir nóttina eftir margra
mánaða japl og jaml og fuður
þarsem útlit var helst fyrir að sig-
urvegarinn yrði að lokum Gamla,
Góða Lánskjaravísitalan, sem
sumum virðist vera í svipuð eftir-
sjá og kærum heimilisvim.
Misjöfn viðbrögð við nýju vísi-
tölunni, þarsem laun vega þriðj-
ung á við framfærslu- og bygginga-
vísitölu (og raunar mun meira
þarsem launakostnaður er
óbeinn hluti af hinum þriðjung-
unum), sýna vel að klassísk
hagsmunasamtök spegla engan-
veginn andstæðurnar í þeim
mikilvægu peningamálum sem
hafa verið æ meira inntak í pólitík
hér síðustu misseri.
Vinnuveitendasambandið veit
varla hvert það á að snúa sér. Þar
innanstokks eru fjöidamörg fyrir-
tæki sem fjármagnskostnaðurinn
er að sigla í strand -en þar ráða
auðvitað ferðinni stöndug stór-
fyrirtæki sem halda tugmiljóna
stórafmæli í kreppunni miðri og
eiga mikil ítök í gráa markaðn-
um.
Verkalýðshreyfíngin er í svip-
líkri stöðu. Vísitölubreytingin
léttir talsvert skuldabyrði félags-
manna, en staða margra forystu-
manna verkalýðshreyfingarinnar
sem oddvita í lífeyrissjóðum
kemur þeim til að bregðast við
ókvæða. Og hafa áhyggjur af af-
komu Alþýðubankans, sem „sér
um sína“ með sömu hávöxtunum
og annarstaðar (heldur skárri þó
en einkabankarnir).
Hvaða hagsmunir?
Hvað sem gerist í framtíðinni
þýðir breytt Iánskjaravísitala
núna nákvæmlega það fyrir
venjulegt fólk sem Mogginn lýsti
svo í fyrirsögn í gær: „Skuldir við
Húsnæðisstofnun 230 milljónum
lægri en ella“, og undirfyrirsögn:
Ríkisskuldabréf hækka 95
milljónum minna.“ Þeir sem
skulda skulda heldur minna en
ella, þeir sem eiga sparifé fá held-
ur minni ávöxtun en ella.
Og hvað sem líður skoðunum
manna um lánskjaravísitölur
verður að segjast einsog er: það
er kominn tími til að forystumenn
í verkalýðshreyfingunni fari hver
fyrir sig að meta það hverjir hags-
munir að baki þeim skipta mestu.
Raunar sýnist kominn tími til
þess fyrir löngu að í kringum líf-
eyrissjóðina spretti upp spurn-
ingar um það af hverju þeir eigi
að standa sömu megin og grái
markaðurinn í öllum umræðum
um peningamál. Auðvitað hafa
sjóðirnir sínar miklu skyldur við
lífeyrisþega framtíðarinnar -okk-
ur sem nú erum í fullu fjöri- en
lÓryson: Verið að slá á verkalýðshrevfirv,
■^nnií ^n '"rasam‘
AlltHC
eigum við þá ekki að reyna að
skammast til að borga nokkrar
krónur í viðbót til að gefa þeim
sem geyma fyrir okkur þessa pen-
inga svigrúm til að virða sam-
tímahagsmuni okkar og stuðla að
því á fjármagnsmarkaðnum sem
forystumenn launamannasam-
taka hvetja til í barátturæðum: að
vextir séu teknir niðrúr okurstig-
inu?
Það er að minnsta kosti ekki
sannfærandi að sjá forystumenn
stéttarfélaga tala langt mál um
kröpp lífskjör í einum fréttatíma
og róa síðan með hávöxtunum í
næsta fréttatíma.
Miðstjórn ASÍ fundar
, 'SLHerm
Litábr.
A ályktun sem
7“ í,efui már
■.w.
aö þcim Þ-^kýen ekkil
þessi nýja vfeitall
fyrir þau. Fyrir ut
launahækkanir ve
taka & sig aukinn f
vegna þess að 1
hserri lánskjaravíi
Sigurður segir
sé ótrúlega skai
þar sem fómað
o«m fólk var fari
'annsson:
ItvtvstlP^femmaS^]
Yfirlýsing Þorsteins
Auðvelt er að skilja þau mót-
mæli leiðtoga launamanna sem
byggjast á því að skammt sé í
samninga og hin nýja áhersla á
launaþáttinn í vísitölunni geti tor-
veldað kröfur um hækkun.
Þau mótmæli bliknuðu þó
heldur í hugum þeirra sem horfðu
á umræðuþáttinn í sjónvarpinu í
fyrrakvöld, þar sem Þorsteinn
Pálsson lýsti því yfir að stefna
Sjálfstæðisflokksins til að bjarga
atvinnulífinu væri stórfelld
gengisfelling og meiriháttar
kjaraskerðing.
Þetta þýðir að ef stjórnarskipti
yrðu hér á næstunni er senni-
legast að Sjálfstæðisstjórn endur-
tæki kjaraskerðingarleikinn frá
1983, -þegar misgengiskynslóðin
varð til sællar minningar.
Það skortir hvorki rök né mót-
rök um vísitölubreytinguna. Og
ein rökin mæla bæði með og
móti:
Þetta veldur ólgu á fjármagns-
markaðnum, segja áhyggjufullir
peningamenn. Og ólga á pen-
ingamarkaði er einsog allir vita
vond í sjálfu sér. Eða kannski að-
allega fyrir þá sem stjórna pen-
ingamarkaðnum?
Þessi hugsanlega hættulega
ólga stafar hinsvegar af því að
með breytingu sinni tók ríkis-
stjórnin lánskjaravísitöluna af
háaltarinu í dómkirkju peninga-
hyggjunnar. Menn voru farnir að
telja það algildan sannleik að
þessi vísitala mældi óyggjandi
lánskjör -að þessi vísitala hefði
einmitt verið að sveima einhvers-
staðar á þeim slóðum sem ár var
alda þaðs ekki var, og síðan verið
í dægilegu kompaníi við allífíð.
Björn Grétar Sveinsson á Höfn
er einn fárra leiðtoga launa-
manna til að ræða um þessa af-
guðun gömlu lánskjaravísitöl-
unnar. Hann segir þetta í Morg-
unblaðsviðtali: „Ég lít þannig á,
að fyrst ríkisstjórnin er nú farin
að hringla í lánskjaravísitölunni,
hljóti hún að vera samningsatriði
í næstu samningum. Nú er búið
að opna allar þessar reglur, og nú
hlýtur verkalýðshreyfingin í
framtíðinni að reyna að hafa í
samningum áhrif á hvemig þau
mál þróast.“
Engin fiff!
Menn hafa verið að spá í það
hvað ríkisstjórninni gangi til með
breytingunni. Sjálfsagt margt
-hún er væntanlega einsog flestar
ákvarðanir ráðherra einhvers-
konar málamiðlun, ef til vill milli
þess að hreyfa ekkert við þeirri
gömlu góðu (Jón Sig. ?) og þess
að þeyta burtu öllum þessum
„helv...“ vísitölum (Steingrímur
Hermannsson í Þjóðviljanum í
gær).
Og fleira spilar sjálfsagt inní.
Hvernig kemur þetta inní Borg-
araviðræðurnar?
Sjálfsagt hefur það líka vegið
eitthvað í hugum sumra ráðherr-
anna að þessi breytta vísitala gæti
haldið aftur af kaupkröfum í
samningunum í vor. Sjávarút-
vegsráðherrann hefur til dæmis
verið óspar síðustu mánuði á alls-
kyns skrítnar yfirlýsingar í kjara-
skerðingarátt. Og fær að launum
að vera næstvinsælasti stjórn-
málamaður landsins í svokölluð-
um vinsældakönnunum.
Fjármálaráðherra sagði það
hinsvegar í sjónvarpi í fyrra-
kvöld, í sama þætti og Þorsteinn
talaði um kjaraskerðingu, að
ríkisstjórnin stefndi að því að
verja kaupmáttinn og að kjara-
jöfnun.
Þetta kemur út af fyrir sig ekki
á óvart miðað við efnahags-
ástandið. Og eftir er að sjá hvað
Ólafur Ragnar og hans menn í
ráðuneytinu meina með „kjara-
jöfnun“.
Hinsvegar er rétt að hvorki
ráðherrar í ríkisstjórninni né líf-
eyrissjóðastjórarnir gleymi því í
hugleiðingum sínum um almenna
efnahagsþróun, ríkisfjármál og
vísitölur, að láglaunahóparnir, til
dæmis hjá ríkinu, geta ekki sætt
sig við nein fíff í samningunum í
vor, eftir hálfs árs launafrystingu.
Það er bæði þeirra nauðsyn og
heildarinnar að gengið sé að því í
alvöru að bæta ástandið neðst í
launapíramídanum, helst á öllum
mikilvægustu sviðum lífskjara í
einu: á launaseðlinum, í verðlagi
á nauðsynjavörum, við félagslega
velferð -og í lánskjörum. Það
ætti að vera verkefni félags-
hyggjumanna og sósíalista í ríkis-
stjórn og forystu verkalýðshreyf-
ingar að ná um þetta einskonar
„þjóðarsátt" af nýju tæi.
Verði þetta ekki niðurstaðan
er hætt við að Þorsteinn Pálsson
hafi að lokum sitt fram. En það er
enn í fullu gildi sem Alþýðu-
bandalagsmenn hafa haldið fram
undanfarin kjaraskerðingarmiss-
eri að sú Sjálfstæðisleið að bæta
efnahagsástandið með því að
auka á eymdina í samfélaginu er
bæði grimmdarleg og heimsku-
leg. -m
Þjóðviljinn
Síðumúla 6-108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
X
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Silja Aðalsteinsdóttir.
Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Heimir Már Pótursson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason,
ólafurGíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson(Umsjón-
arm. Nýs Helgarb.), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.).
Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir.
Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorf innur Ómarsson.
Útlitstelknarar: Kristján Kristjánsson, Kristberguró.Pótursson
Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir
Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúlaö, símar681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð f lausasölu: 70 kr.
Nýtt helgarbla ð: 100 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 800 kr.
4 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. janúar 1989